Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013
FRÉTTASKÝRING
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Mikil samkeppni ríkir á milli aðila
sem þjónusta erlend kvikmyndaver
á Íslandi. Starfsumhverfið er óstöð-
ugt sökum þess að kvikmyndaverin
geta ákveðið að skipta um tökustað
með litlum fyrirvara.
„Þetta er eins og í fótboltanum; þú
veist aldrei hvenær þú ert búinn að
vinna þitt síðasta verkefni,“ segir
Leifur B. Dagfinnsson, einn eigenda
kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins
True North. Fyrirtækið er eitt fjög-
urra fyrirtækja sem þjónustað hafa
erlenda framleiðendur kvikmynda,
sjónvarpsþátta og auglýsinga. Hin
fyrirtækin eru Saga Film, Pegasus
og Republik. „Um 90% erlendra
verkefna fellur upp fyrir en um 10%
komast á kopp,“ segir Kjartan Þór
Þórðarson, framkvæmdastjóri hjá
Saga Film.
Stuttur fyrirvari algengur
Kjartan segir að fyrirtæki á Ís-
landi lendi ítrekað í því að hætt er
við verkefni með stuttum fyrirvara
en það geti einnig snúist við. Þannig
hafi skyndilega verið ákveðið að
mynda Prometheus í leikstjórn Rid-
leys Scotts á Íslandi árið 2011. „Þeir
voru komnir til Marokkó til að hefja
tökur þegar þeir hættu við og
ákváðu að koma til Íslands. Á móti
munaði hálfum sólarhring að ákveð-
ið hefði verið að taka upp James
Bond-myndina Die another day ann-
ars staðar. Okkur til happs frysti á
réttum tíma, sem gerði það að verk-
um að hægt var að taka upp atriðið,“
segir Kjartan.
Náttúruöflin geta spilað stórt
hlutverk í ákvörðunum kvikmynda-
veranna. Þannig varð True North af
stóru verkefni vegna eldgossins í
Eyjafjallajökli árið 2010. Eins geta
breytingar á handriti breytt sviðs-
myndinni og skyndilegur niður-
skurður gert það að verkum að ann-
ar tökustaður er valinn.
Krónan styrkir stöðuna
Ísland féll svo til út af korti er-
lendra kvikmyndagerðarmanna árin
2006-2009. Árið 2011 varð landið aft-
ur eftirsóknarverður tökustaður. Þá
var áðurnefnd Prometheus tekin
upp hér á landi auk hollenskrar stór-
myndar. Sjö stór verkefni voru tekin
upp á Íslandi árið 2012. Þau voru í
tengslum við þáttaröðina Game of
Thrones og kvikmyndirnar Oblivion,
Noah’s Ark, Thor 2 og The Secret
Life of Walter Mitty, auk stórra
verkefna frá Svíþjóð og Þýskalandi.
Kvikmynda- og sjónvarps-
framleiðendur fá 20% skattaafslátt.
Þrír af fjórum forsvarsmanna kvik-
myndaframleiðslufyrirtækjanna
fjögurra telja hins vegar að lágt
gengi krónu skipti mestu þegar
kemur að því að laða að erlenda
framleiðendur. „Það sem skapar
þessa góðu samkeppnisstöðu okkar
er lágt gengi krónunnar. Alls staðar
er skattaafsláttur í boði í einhvers
konar formi. Á Nýfundnalandi er
t.a.m. 40-50% skattaafsláttur af
launum innlendra starfsmanna í
kvikmyndaiðnaði,“ segir Sæmundur
Norðfjörð, framkvæmdastjóri kvik-
myndaframleiðslufyrirtækisins
Republik.
Hann segir jafnframt að nýsam-
þykkt lög sem takmarka aðgengi að
náttúrunni geti haft áhrif á ákvarð-
anir kvikmyndaveranna. „Náttúran
er ótrúleg leikmynd. Auk lágrar
krónu og sífellt skaplegra veðurs
gerir hún Ísland að upplögðum töku-
stað,“ segir Sæmundur.
Mikil leynd yfir verkefnum
Sökum þess hve skjótt veður get-
ur skipast í lofti ríkir mikil leynd yfir
þeim erlendu kvikmyndum sem
áætlað er að taka upp hér á landi. Þó
liggur fyrir að miklar líkur séu á því
að kvikmyndin Reykjavík, um leið-
togafund Reagans og Gorbatjovs,
verði tekin upp hér á landi að sögn
Lilju Óskar Snorradóttur, fram-
leiðslustjóra hjá Pegasus.
Náttúran, veðrið og krónan laða að
Óstöðugt starfsumhverfi fyrirtækja sem þjónusta erlenda kvikmyndaframleiðendur Skattaaf-
slátturinn hjálpar en skapar enga sérstöðu Ekkert verður úr um 90% verkefna Samkeppni mikil
Oblivion Kvikmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki er ein þeirra kvikmynda sem teknar voru upp hér á landi árið 2012.
Velta kvikmynda- og sjónvarps-
framleiðslu hefur vaxið úr 4,6 millj-
örðum króna árið 2010 í 11 milljarða
kr. árið 2012. Langmestan hluta
vaxtarins má rekja til stórra er-
lendra verkefna. Gera má ráð fyrir
því að velta þeirra hafi verið 7-8
milljarðar af heildarveltu síðasta
árs, að sögn Hilmars Sigurðssonar,
formanns Sambands íslenskra
kvikmyndaframleiðenda.
Innlendir sem erlendir kvik-
myndaframleiðendur fá end-
urgreidd úr ríkissjóði 20% af fram-
leiðslukostnaði sem til fellur við
framleiðslu hér á landi. Í tölum frá
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytinu kemur fram að endur-
greiðsla vegna erlendra verkefna
var engin árið 2009. Hún var hins
vegar 262 milljónir árið 2012. Hér
ber að taka fram að eftir á að end-
urgreiða vegna verkefna á síðari
hluta ársins. Í fjárlögum fyrir árið
2013 er gert ráð fyrir 850 milljóna
króna endurgreiðslu fyrir innlenda
og erlenda framleiðslu. Sú upphæð
var 593 milljónir árið 2012.
Mikill vöxtur á stuttum tíma
ENGIN ENDURGREIÐSLA VEGNA ERLENDRA VERKEFNA 2009
Andri Karl
Kjartan Kjartansson
Tveir íslenskir karlmenn á fimm-
tugs- og þrítugsaldri hafa verið úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald í Kaup-
mannahöfn eftir að fimm og hálft
kíló af amfetamíni fannst í geymslu-
hólfi sem þeir höfðu á leigu á Hoved-
banegården, aðaljárnbrautarstöð-
inni í borginni.
Í frétt á vefsíðu danska dagblaðs-
isn Ekstra Bladet segir að mennirnir
hafi komið með lest frá Svíþjóð til
Kaupmannahafnar þann 14. febrúar.
Þar hafi þeir leigt sér geymsluhólf
og komið bakpoka með efnunum fyr-
ir. Þar er jafnframt haft eftir Steffen
Th. Steffensen hjá fíkniefnadeild
lögreglunnar í Kaupmannahöfn að
efnin hafi fundist fyrir tilviljun.
Hann segist ekki vita hvort flytja
hafi átt efnin til Íslands.
Nú sitja í heildina tólf Íslendingar
í haldi lögreglunnar í Kaupmanna-
höfn vegna fíkniefnamála, þar af sjö
vegna umfangsmikils smygls á
amfetamíni á síðasta ári. Lagt hefur
verið hald á tugi kílóa af afmetamíni í
tengslum við mál tólfmenninganna,
þar á meðal rúm 30 kíló í máli sjö-
menninganna.
Tengjast ekki fyrri málum
Að sögn Karls Steinars Valssonar,
yfirmanns fíkniefnadeildar lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, teng-
ist mál mannanna tveggja sem nú
síðast voru handteknir ekki þeim Ís-
lendingum sem sátu fyrir í haldi í
Kaupmannahöfn. Alls sé um þrjú
mismunandi mál að ræða. Annar
mannanna tveggja sé búsettur í
Danmörku en hinn á Íslandi.
Hann segir athyglisvert að
straumur fíkniefna hingað til lands
virðist aftur vera að færast gegnum
höfuðborg Danmerkur.
„Kaupmannahöfn hefur alltaf ver-
ið ein af miðstöðvum fíkniefnasend-
inga til Íslands, ásamt Amsterdam.
Á undanförnum árum hefur okkur
fundist að það hafi heldur dregið úr
straumnum frá Kaupmannahöfn. Nú
virðist það hins vegar vera á uppleið
aftur,“ segir Karl Steinar.
Handteknir með fimm og
hálft kíló af amfetamíni
Kaupmannahöfn eflist aftur sem miðstöð fíkniefnasmygls
Morgunblaðið/Júlíus
Amfetamín Annar mannana
tveggja er búsettur í Danmörku.
Fundur á Grand Hótel Reykjavík í salnum Gallerí
21. febrúar frá kl.16 til 18.
Fjárfestingartækifæri á Flórída
Pétur Sigurðsson, fasteignamiðlari í Mið-Flórída
og eigandi The Viking Team Realty, fjallar um
fasteignamarkaðinn í Flórída, fjárfestingartækifæri
þar og sögulega lágt verð fasteigna um þessar mundir.
Fundurinn er ókeypis, öllum opinn og boðið verður
upp á léttar veitingar.
The Viking Team, Realty
www.floridahus.is