Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 52. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Barnungum systrum nauðgað
2. Fundu testósterón í íbúð Pistorius
3. Segist tvisvar hafa farið „yfir“
4. Dæmdir fyrir „Facerape“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Íslensk kona, Katrín Benedikt, og
eiginmaður hennar, Creighton Roth-
enberger, eru höfundar handrits
bandarísku kvikmyndarinnar Olymp-
us Has Fallen sem verður frumsýnd
vestra 22. mars nk., skv. kvikmynda-
vefnum IMDb. Meðal leikara í mynd-
inni eru Gerard Butler, Aaron Eckhart
og Morgan Freeman. Leikstjóri mynd-
arinnar er Antoine Fuqua sem á m.a.
að baki kvikmyndina Training Day.
Skrifuðu handrit
Hollywood-myndar
Prince Aval-
anche, bandarísk
endurgerð ís-
lensku kvikmynd-
arinnar Á annan
veg, verður frum-
sýnd hér á landi í
ágúst eða sept-
ember, skv. upp-
lýsingum frá Senu
sem sjá mun um dreifingu hennar hér
á landi. Leikstjóri Prince Avalanche,
David Gordon Green, hlaut verðlaun
fyrir leikstjórn hennar á kvikmynda-
hátíðinni í Berlín í vikunni.
Prince Avalanche
sýnd í lok sumars
Bandaríski leikarinn Christian Bale
á í samningaviðræðum um að
leika í kvikmyndinni
Everest sem Baltas-
ar Kormákur mun
leikstýra, skv. kvik-
myndavefnum The
Wrap. Þar segir einn-
ig að meirihluti
myndarinnar verði
tekinn hér á
landi.
Bale íhugar að leika í
kvikmynd Baltasars
Á föstudag og laugardag Sunnan 5-13 m/s, hvassast vestan-
lands. Rigning eða súld með köflum og hiti 3 til 7 stig en léttskýjað
á Norður- og Austurlandi og hiti kringum frostmark.
VEÐUR
Snæfell er nú aðeins fjór-
um stigum á eftir toppliði
Keflavíkur í Dominos-deild
kvenna í körfuknattleik.
Snæfell gerði góða ferð á
Hlíðarenda þar sem liðið
hrósaði sigri á móti Val. Á
sama tíma töpuðu ný-
krýndir bikarmeistarar
Keflavíkur fyrir Haukum á
Ásvöllum og var þetta í
annað sinn í vetur sem
Haukum tekst að vinna sig-
ur á Keflvíkingum. »2
Snæfell saxaði á
forskot Keflavíkur
Kári Kristján Kristjánsson, landsliðs-
maður í handknattleik, færir sig á
milli landa í sumar en hann fer frá
Wetzlar í Þýskalandi til danska liðs-
ins Bjerringbro-Silkeborg. „Þetta er
spennandi fyrir mig. Nú fæ ég tæki-
færi til að taka aftur þátt í varn-
arleiknum en um leið og ég fór út í at-
vinnumennskuna var ég bara látinn
spila í sókninni,“ segir Kári. »3
Kári fær að spila varn-
arleik á ný í Danmörku
„Þetta var ævintýri og skemmtileg reynsla
og mig hafði lengi langað þarna niðureftir,“
segir Þóra B. Helgadóttir, landsliðs-
markvörður í knattspyrnu, sem kom aftur til
Svíþjóðar fyrir skömmu eftir að hafa dvalið
og spilað í Ástralíu frá því í nóvember. „Fót-
boltinn sem slíkur var ekkert sérstakur.
Styrkleikinn á áströlsku deildinni er svipaður
og á þeirri íslensku og íþróttin er ung í land-
inu,“ segir Þóra. »3
Ævintýri og skemmtileg
reynsla í Ástralíu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Lára Halla Sigurðardóttir
larahalla@mbl.is
„Við höfum fengið gríðarlega góð
viðbrögð,“ segir Björn Ólafsson,
forstöðumaður þjónustudeildar
Vegagerðarinnar, um upplýs-
ingakerfi stofnunarinnar. Kerfið
hefur verið í sífellri þróun síðast-
liðin ár og gefur nú viðamiklar
upplýsingar um veður og færð á
vegum. Veðurfarið á Íslandi er sí-
breytilegt og því ljóst að þessi
upplýsingaveita er mikið þarfa-
þing.
Mjólkurbíllinn safnar
upplýsingum um veðrið
Björn segir að Vegagerðin leiti
allra leiða til þess að veita sem
bestar upplýsingar til þeirra sem
eiga leið um vegi landsins. „Við
fáum upplýsingar frá vefmynda-
vélum, í gegnum veðurstöðvar og
jafnvel frá mjólkurbílstjórum,“
bætir hann við.
Flestir ættu að þekkja upplýs-
ingaskiltin sem eru við helstu án-
ingarstaði landsins. Þar er að
finna upplýsingar um sögu lands-
ins og einnig er hægt að fræðast
um helstu kennileiti á hverjum
stað.
„Við höfum girt allt hálendið
af,“ segir Björn en við hverja ein-
ustu innkomuleið á hálendið eru
skilti frá Vegagerðinni. Þar má sjá
greinargóðar upplýsingar um leið-
irnar, hvort þær séu færar og
opnar. Skiltin eru unnin í sam-
starfi við tryggingafélög og bíla-
leigur en það þeirra hagur að öku-
menn lendi ekki í hrakningum að
óþörfu.
Þessa dagana vinnur Vegagerð-
in að nýjum möguleika en hann
mun gera notendum kleift að
bregða upp myndröð af tiltekinni
leið á landinu og gera sér þannig
betur grein fyrir færð áður en
keyrt er af stað.
Að sögn Björns hefur upplýs-
ingakerfið vakið mikla athygli inn-
an ferðaþjónustunnar. Nú geta
ferðamenn ekki aðeins nýtt sér
heimasíðu Vegagerðarinnar eða
skilti á vegum úti heldur hafa
snjallsímanotendur nú aðgang að
appi sem mætir upplýsingaþörf
þessa hóps. „Þetta er verðmætt
fyrir þennan hóp,“ bætir Björn
við.
Viðamikið upplýsingakerfi
Ferðaþjónustan
gleðst yfir nýju
veðurappi
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Veður Björn Ólafsson og Nicolai Jónasson, starfmenn Vegagerðarinnar, eru ánægðir með viðtökurnar sem upplýs-
ingakerfið hefur fengið. Kerfið hefur verið þróað í 13 ár og njóta ferðamenn og aðrir vegfarendur góðs af.
Snjallsímaforritið sem hannað
hefur verið til þess að miðla þeim
upplýsingum sem Vegagerðin hef-
ur upp á að bjóða hefur vakið verð-
skuldaða athygli. Þar má finna
myndir af vegaskiltum sem gefa
upplýsingar um hita og vindstyrk,
myndir úr rúmlega hundrað vef-
myndavélum Vegagerðarinnar,
ásamt upplýsingum um fjölda far-
þega um vegi landsins. Þarna má
einnig finna upplýsingar um snjó-
moksturstækin og hvernig þeim
gengur að ryðja vegi landsins.
Þessar upplýsingar má einnig fá í
leiðsögutæki bíla en Björn Ólafs-
son, starfsmaður Vegagerðarinnar,
segir tækninni fleygja fram og að
innan fárra ára verði þessar upp-
lýsingar stafrænar á rúðum bif-
reiðanna. Vefur Vegagerðarinnar,
vegagerdin.is, er í sífellri þróun og
mun hann eflaust mæta þörfum
margra á komandi árum.
Mikill áhugi fyrir appinu
STAFRÆNAR UPPLÝSINGAR SENDAR Á RAUNTÍMA
Skannaðu kóðann
til að fara inn á vef
Vegagerðarinnar.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 3-13 m/s, hvassast suðvestantil
á landinu. Dálítil rigning eða súld með köflum sunnanlands, en
þurrt norðaustantil. Hiti 3 til 9 stig.