Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 39
ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 Úr frændgarði Karenar Sævarsdóttur Karen Sævarsdóttir Sigríður Sigurðardóttir húsfr. á Hnjóti Magnús Árnason b. á Hnjóti Kristjana Magnúsdóttir húsfr. í Keflavík Sigurþór Guðfinnsson útgerðarm. í Keflavík Guðfinna Sigurþórsdóttir fyrrv. skrifstofum. í Keflavík og þrefaldur Íslandsmeistari í golfi Þorgerður Þóroddsdóttir húsfr. í Keflavík Guðfinnur Eiríksson útgerðarm. í Keflavík Kristín Sigríður Halldórsdóttir húsfr. á Hallsstöðum Guðbrandur Jónsson b. á Hallsstöðum í Dölum Vigdís Guðbrandsdóttir húsfr. í Keflavík Sævar Breiðfjörð Sörensson fyrrv. rafveitustj. í Keflavík Gróa Davíðsdóttir saumakona í Stykkishólmi Valentínus Oddsson sjóm. í Stykkishólmi Ólafur Magnússon b. á Hnjóti í Örlygshöfn Egill Ólafsson b. og safnvörður á Hnjóti Magnús Eiríksson tónskáld og tónlistarm. Eiríkur Ólafsson loftskeytam. í Rvík Ingibjörg Eiríksdóttir húsfr. í Grænumýri á Seltjarnarnesi Sigurður lóðs á Breiðafirði Hafsteinn Sigurðsson tónlistarkennari í Stykkishólmi Sören Valentínusarson skipstj. og seglasaumari í Stykkishólmi Oddur Valentínusarson hafsögum. í Stykkishólmi þá að kenna golf hér á landi, var íþróttastjóri hjá Golfklúbbi Suð- urnesja um skeið, var viðskiptastjóri hjá DHL á Íslandi en hóf störf við Landsbankann árið 2011 og hefur starfað þar síðan. Þá hefur hún starf- rækt fyrirtækið Einfalt golf, rekur þar golfkennslu og þjálfun og heldur úti vefsvæðinu www.einfaltgolf.is Karen hefur starfað með FKA, Fé- lagi kvenna í atvinnurekstri og tekið þátt í félagsstarfi GS. Hún æfði og keppti í körfubolta með ÍBK og varð Íslandsmeistari með yngri flokkum þar. Stórkostlegur íþróttaferill Karen er sigursælust íslenskra kvenna í golfi frá upphafi. Hún hóf að æfa golf er hún var fimm ára, hóf að keppa á golfmótum er hún var sex ára, tók þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti stúlkna tíu ára, 1983, og lenti þá í öðru sæti en varð Íslandsmeistari stúlkna 1984-90, eða sjö ár í röð. Hún varð golfmeistari Íslands í kvenna- flokki 1989-96, eða átta ár í röð, Ís- landsmeistari í holukeppni 1988, 1991-92 og 1994, meistari GS 1989-96 og golfmeistari Suðurnesja í kvenna- flokki 1987-88. Þá varð hún í 2. sæti einstaklinga á NM kvenna á Graf- arholtsvelli 1992, í 3. sæti á NM kvenna í Noregi 1990 og í 2. sæti ein- staklinga á NM stúlkna á Jaðarsvelli 1991. Karen varð fyrst íslenskra kvenkylfinga til að spila 72 holur und- ir 300 höggum. Hún lék með landsliði Íslands í golfi 1988-96 en hætti þá sjálf vegna þátttöku í atvinnu- mennsku í Bandaríkjunum á árunum 1996-98: „ Það var auðvitað spennandi og sérstök upplifun að reyna fyrir sér í atvinnumennskunni í Bandaríkj- unum. Ég lék um skeið á Futures Tour og tók þátt í mótaröðum víða um Bandaríkin. En það var strangur skóli og afar fjárfrek iðja. Samt hefði ég ekki viljað missa af þessari reynslu.“ Karen er íþróttamanneskja af lífi og sál: „Ég hef haft áhuga á íþróttum frá því ég man eftir mér og sá áhugi einskorðast ekki við golfið. Ég spila auðvitað ennþá smá golf en nýt þess mest þegar öll fjölskyldan er með. Körfuboltinn er í miklu uppáhaldi og ég fylgist vel með San Antiono Spurs í NBA-deildinni en þeir eru mitt lið frá því ég bjó í San Antonio í sjö ár. Ég hlusta svo einnig mikið á tónlist og hef áhuga á að elda góðan mat, hef t.d. verið að þreifa mig áfram í sushi- gerð.“ Fjölskylda Karen er gift Heiði Björk Frið- björnsdóttur, f. 19.12. 1987, viðskipta- fræðingi. Foreldar hennar eru Frið- björn Júlíusson og Sveinbjörg Gunnlaugsdóttir. Synir Karenar og Heiðar Bjarkar eru Sören Cole K. Heiðarson, f. 5.9. 2006, og Victor Nóel K. Heiðarson, f. 6.11. 2011. Bróðir Karenar er Sigurþór Sæv- arsson, f. 21.4. 1968, rafvirki í Reykja- nesbæ. Foreldrar Karenar eru Sævar Sör- ensson, f. 20.10. 1935, fyrrv. rafveitu- stjóri Keflavíkurbæjar, og Guðfinna Sigurþórsdóttir, f. 29.5. 1946, fyrrv. skrifstofumaður í Keflavík, fyrsti Ís- landsmeistari kvenna í golfi, 1967, og síðan tvívegis Íslandsmeistari. 10 ára Karen þegar sigurferill hennar var að hefjast. Jörundur Brynjólfsson alþingis- maður fæddist á Starmýri í Álfta- firði eystra 21.2. 1884. Hann var sonur Brynjólfs Jónssonar, bónda þar, og k.h., Guðleifar Guðmunds- dóttur húsfreyju. Brynjólfur var sonur Jóns, b. í Geithellnum Einarssonar, af Presta-Högnaætt, og Hildar Brynjólfsdóttur, systur Þorsteins, langafa Brynjólfs Ingólfssonar ráðuneytisstjóra. Guðleif var dóttir Guðmundar, b. á Starmýri Hjörleifssonar sterkra Árnasonar sem var annar Hafnar- bræðra. Meðal barna Jörundar og fyrri konu hans, Þjóðbjargar Þórðar- dóttur kennara, var Haukur, skólastjóri Bændaskólans á Hólum sem lést 2002, en sonur Jörundar og seinni konu hans, Guðrúnar Helgu Dalmannsdóttur húsfreyju, var Gaukur, prófessor og doktor í lögum, hæstaréttardómari, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og fyrsti umboðsmaður Alþingis. Jörundur lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1906, kennaraprófi frá Kenn- araskóla Íslands 1909 og stundaði nám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn 1911-12. Hann var kennari í Nesjahreppi 1907- 1908, við Miðbæjarskólann í Reykjavík 1909-19, var bóndi í Múla í Biskupstungum 1919-22, í Skálholti 1922-48 og í Kald- aðarnesi í Flóa 1948-63. Jörundur sat í bæjarstjórn Reykjavíkur 1916-19, var skipaður í verðlagsnefnd og kosinn í bjarg- ráðanefnd, var yfirskoðunarmaður landsreikinga, síðar ríkisreikninga 1917-25 og 1937-63. Þá sat hann í Norðurlandaráði. Jörundur var kjörinn á þing fyr- ir Alþýðuflokkinn 1916 og var því fyrsti þingmaður jafnaðarmanna 1916-19. Hann söðlaði síðan um og sat á þingi fyrir Framsóknarflokk- inn í Árnessýslu 1923-56. Jörundur var forseti sameinaðs þings 1953-1956. Hann lést í hárri elli 3.12. 1979. Merkir Íslendingar Jörundur Brynjólfsson 103 ára Ólöf Sigurrós Ólafsdóttir 95 ára Kristján Þorgeirsson 90 ára Árni Guðmundsson Guðný O Halldórsdóttir Kristján Guðmundsson 85 ára Ragnar Hermannsson Sigurborg Gísladóttir 80 ára Arnþór Kristján Jónsson Gerður Erla Tómasdóttir Helgi Ármann Alfreðsson Sigríður Guðmundsdóttir Sigurgeir Garðarsson 70 ára Helga A. Ingimundardóttir 60 ára Andrea Gosselyn Haraldsson Elías Ólafsson Hálfdán Jónsson Helga Rósa Guðjónsdóttir Oddný Indíana Jónsdóttir Pétur Ólafur Hermannsson Ragnar Duerke Hansen Unnur María Hjálmarsdóttir Þóra Guðjónsdóttir Þórir Sveinsson 50 ára Arnaldur Þór Jónasson Árni Þór Arnþórsson Birgitta Hrönn Sæmundsdóttir Eiríkur Sveinbjörn Reynisson Elín Björg Ingólfsdóttir Emilía Guðgeirsdóttir Hallgerður Inga Gestsdóttir Helgi Guðbjörn Júlíusson Ingimundur Bjarnason Jóhann Ingi Jóhannsson Jóna Björg Antonsdóttir Karl Einarsson Þórarinn Ólason Þórunn Alexandersdóttir 40 ára Baldur Snorrason Björn Snorrason Einar Guðmann Örnólfsson Gunnar Th. Sigurðsson Helga Rúna Péturs Kjartan Páll Magnússon Kolbrún Ívarsdóttir Sigfús Aðalsteinsson Sigurgeir Pálsson Úlfar Þór Davíðsson 30 ára Aðalsteinn Sigurðsson Elísabet Hjálmarsen Ólafsdóttir Halldór Fannar Sigurfinnsson Magnús Kjartan Eyjólfsson Pétur Pétursson Svanborg Sif Sigurjónsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sverrir fæddist og ólst upp í Reykjavík, lauk hagfræðiprófi frá HÍ og er sérfræðingur hjá slita- stjórn Landsbankans. Maki: Díana Dúa Helga- dóttir, f. 1979, nemi. Börn: Viktor Steinn, f. 21.2. 2008, og Unnur Amalía, f. 11.10. 2011. Foreldrar: Unnur Sverr- isdóttir, f. 1959, lögfræð- ingur í Reykjavík, og Bergsteinn Georgsson, f. 1959, d. 2009, lögmaður. Sverrir Bergsteinsson 30 ára Sigríður ólst upp í Kópavogi, stundar nú MA- nám í kennslufræðum við Menntavísindasvið HÍ. Maki: Kristján Þórir Krist- jánsson, f. 1979, pípu- lagningamaður. Synir: Styrmir Snær, f. 2005, og Brynjar Emil, f. 2007. Foreldrar: Guðmundur Jón Halldórsson, f. 1954, húsasmiður, og Kolfinna Ottósdóttir, f. 1956, starfsm. við Skógarbæ. Sigríður Heiða Guðmundsdóttir 30 ára Sigþór ólst upp í Skagafirði, er vélsmiður að mennt og er bílstjóri, búsettur á Krithóli. Maki: Guðrún Ólafsdóttir, f. 1976, skólaliði. Dóttir: Rebekka Ósk, f. 2012. Foreldrar: Sigurlaug Ey- rún Sigurbjörnsdóttir, f. 1966, skólaliði, og Sveinn Árnason, f. 1959, sjómað- ur (fósturfaðir). Faðir: Sigurður Leó Snæland Ásgrímsson, f. 1954. Sigþór Smári Sigurðsson Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Eyfi Kristjáns spilar fyrir gesti á laugardags- og sunnudagskvöld Rómantískur kvöldverður á Einari Ben Konudagshelgin 22. - 24. febrúar. Borðapantanir í síma 511-5090 Jarðskokkasúpa með ristuðum hnetum og ástaraldin Pönnusteikt bleikja með smjörsteiktum strengja- baunum, snjóbaunum, hægelduðum hvítlauks humar og jarðaberja froðu Lítil gjöf frá starfsfólki Einars Ben Hægeldað nautafillet með béarnaise kremi, fondant kartöflu, stökku rótargrænmeti og bordelaise sósu Dökk súkkulaðimús með hvít- súkkulaðifroðu og hindberjum kr. 6.800 á mann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.