Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
… Heilsurækt fyrir konur
Nýtt!
bjóðum
nú einnig
upp á tri
mform
Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði.
Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því
ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca.
3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma
hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari
núna. Curves er frábær staður með frábæru
starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að
æfa þegar það passar mér best.
Paula HolmPaula Holm, 40 ára
Nýr
lífstíll á nýju ári
GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI
Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050
HANNAÐU BAÐHERBERGIÐ MEÐ TENGI
Almar sturtuhausar
Mora sturtusett
Ifö salerni
Ég ritaði grein,
sem birtist í Morgun-
blaðinu 12. febrúar
sl., undir fyrirsögn-
inni „Orð í tíma töl-
uð“. Umfjöllunarefnið
var úthlutun lista-
mannalauna til nokk-
urra rithöfunda, sem
nafnkunnur rithöf-
undur hafði léð verð-
skuldað máls á. Í
greininni vék ég enn-
fremur stuttlega að listhúsinu
Hörpu við Austurhöfn. Nú berast
landsmönnum óvæntar fréttir af
bágri fjárhagsstöðu hússins. Án
efa mun forstjóri hússins, Halldór
Guðmundsson rithöfundur, vinna
úr þeim vandamálum með sann-
færandi hætti.
Það sem ég vildi vekja athygli á
hér er að að minnsta kosti tvennt
gerðist í kjölfarið á grein minni.
Í fyrsta lagi að hópur manna
með Egil Helgason fremstan í
flokki veitti greininni athygli og
tjáði sig um hana á netinu. Tján-
ingu þá má sem slíka kalla ein-
hvers konar tegund af andsvörum
við grein minni en andsvörin fólust
að mestu í að fara yfir þá stétt
sem þau kváðu mig tilheyra, hvar
ég starfaði og hef starfað, andlega
líðan mína og útlit. Allt voru þetta
skiljanleg viðbrögð og báru þess
merki að andsvar-
endur væru sæmilega
innstilltir, sem slíkir.
Látum þau við-
brögðin liggja milli
hluta.
Í öðru lagi þá barst
mér ábending frá rit-
höfundinum Jónínu
Leósdóttur sem nefnd
var á nafn í grein
minni. Hún hafði skil-
ið grein mína þannig
að þar væri fullyrt að
hún hefði þegið lista-
mannalaun úr opinberum sjóðum
frá árinu 2008. Svo væri þó ekki,
heldur hefði hún einungis þegið
slík laun 2012 og myndi þiggja
þau 2013, í báðum tilvikum í þrjá
mánuði af tólf. Á heimasíðu um
listamannalaun má sjá að Jónína
hefur aðeins fengið laun 2012 og
mun fá 2013, hluta úr ári í báðum
tilvikum, rétt eins og hún til-
greinir. Ef skilja mátti grein mína
á annan veg þá leiðréttist mis-
skilningurinn hér með.
Um orð í tíma töluð
Eftir Eirík Elís
Þorláksson
Eiríkur
Elís Þorláksson
» Það sem ég vildi
vekja athygli á hér
er að að minnsta kosti
tvennt gerðist í kjölfarið
á grein minni.
Höfundur er lögfræðingur.
Heiðmörk útivist-
arperla Reykjavíkur –
og nágrennis geymir
eins og margir vita
einnig vatnsból okkar
Reykvíkinga. Eðli
málsins samkvæmt er
ekki sama hvað gert
er á slíku svæði.
Áherslur vatns-
verndar hljóta að
vega þar þungt.
Fyrir skemmstu voru kynntar
tillögur að deiliskipulagi Heið-
merkur, sem m.a fólu í sér að sett
yrði bundið slitlag á vegi og gerð-
ar ýmsar varúðarráðstafanir eins
og olíugildrur ef óhapp myndi
henda á bílvegunum, olíusmit
o.s.frv.
Samkvæmt deiliskipulaginu
máttu hestamenn fara stóran
hring (u.þ.b. dagleið) utan um
svæðið. Skýringar sem gefnar
voru fyrir þessari ráðstöfun voru
að umferð hesta skapaði hættu á
mengun vatnsbóla. Ég ásamt
fulltrúum reiðveganefndar LH og
Fáks í samstarfi við hestamanna-
félögin á höfuðborgarsvæðinu
gerði athugasemdir við þetta deili-
skipulag og vann tillögur að úrbót-
um þannig að þær mættu þjóna
þessum stóra útivistarhópi. Til-
lögur okkar voru mjög hófstilltar
og settum við einungis inn 3 leggi
reiðstíga sem mynduðu hæfilega
langar hringleiðir út frá skipu-
lagðri hesthúsabyggð í Reykjavík.
Þess má geta að við höfðum fyr-
ir nokkrum árum, áður en deilsi-
kipulagsvinnan fór af stað sent
viðameiri tillögur til borgarinnar
um óskir um reiðleiðir í útmörk
Reykjavíkur þar á meðal Heið-
mörk og og stóðu hestamenn sjálf-
ir að því skipulagi, sem innleggi
inn í aðalskipulagsvinnu Reykja-
víkur.
Ekki hefur verið tekið tillit til
þeirra tillagna við deiliskipulags-
vinnuna nema að sáralitlu leyti.
Skipulagslega er Heiðmörk mjög
mikilvægur hlekkur fyrir öll
hestamannafélögin á
höfuðborgarsvæðinu,
og ekki síst er hún
nærsvæði tveggja
hesthúsahverfa Fáks í
Reykjavík og ein af
skipulagsforsendum
þeirra. Ætla má að
um 16.000 manns,
börn og fullorðnir
stundi hestamennsku
á höfuðborgarsvæðinu
og er hestamennska
ein af fjölmennustu
íþróttagreinum lands-
ins. Hestamennska er sennilega
stærsta fjölskyldusport sem
stundað er á landsvísu.
Nú hefur heilbrigðisnefnd
Reykjavíkur afturkallað fyrrnefnt
deiliskipulag og vill endurskoða
alla umferð um Heiðmörk. Í fyrstu
fannst mér þetta mjög bagalegt
þar sem ég taldi að við værum að
ná lendingu með borgaryfirvöldum
með tilliti til reiðleiða.
En kannski felst í þessu tæki-
færi til að spyrja stórra spurn-
inga, sem varða hagsmuni allra
útivistarunnenda á höfuðborg-
arsvæðinu og ekki síst hesta-
manna.
Er t.d. rétt að leiða bílaumferð í
gegnum tvö helstu brunnsvæði
Reykjavíkur? Ættum við kannski
að nota tækifærið og endurskoða
hvernig við viljum haga bílaum-
ferð um Heiðmörk? Er þetta endi-
lega heppilegasti afleggjarinn inn í
Heiðmörk, þ.e. við Rauðhóla og
áfram í gegnum brunnsvæðin,
væri heppilegra að færa þann af-
leggjara austar? Viljum við gegn-
umakstur í Heiðmörk yfirleitt,
stundum í vafasömum tilgangi um
miðjar nætur? Það er líka vitað að
með bundnu slitlagi mun umferða-
hraði aukast og gegnumakstur
líka, viljum við stefna að því með
þessu skipulagi? Við erum að tala
um framtíðarskipulag Heiðmerk-
ur, viljum við láta núverandi vegi,
bundna slitlagi, stjórna þeirri upp-
byggingu? Eða viljum við kannski
hafa bílana á jaðrinum fjarri
vatnsbólunum og helga Heiðmörk
gangandi, hjólandi og ríðandi um-
ferð sem hefur mun minni meng-
unarhættu í för með sér.
Ég tel að í þessu felist tækifæri
til að skoða áherslur í Heiðmörk,
þar sem allar tegundir útivist-
arhópa geta rúmast án þess að
truflandi skörun eigi sér stað og
að skipulagið verði ekki látið lúta
lögmálum bílsins, og vatnsverndin
verði raunverulega sett í fyrsta
sæti.
Allir sem þekkja til skógræktar
í Heiðmörk vita að hún er ræktuð
upp af mörgum tonnum af hrossa-
taði, ég bar sjálf hálfa fötu undir
hvert tré sem ég gróðursetti þeg-
ar ég vann þar sem unglingur á
vegum Skógræktarfélags Reykja-
víkur. Það eru engin vísindaleg
rök fyrir því að umferð hesta-
manna í Heiðmörk sé meiri ógn
við vatnsból en annara útivist-
arhópa, þeir sérfræðingar sem við
höfum leitað álits hjá telja það
mjög langsótt.
Það voru hestamenn með skóg-
ræktaráhuga þeir Hákon Bjarna-
son og Einar G.E. Sæmundsen,
sem hófu ræktun í Heiðmörk og
höfðu þá framtíðarsýn að skóg-
urinn yrði síðar skjól fyrir margs
konar útivist. Það hljómar því ansi
kaldhæðnislega að eitt og eitt
hrossatað sem fellur í stuttum
reiðtúr eigi nú að bola hestamönn-
um út úr Heiðmörk.
Ég hvet alla hestamenn og úti-
vistarunnendur til að mæta laug-
ardaginn 23. febrúar á Hótel Nat-
ura á málþing Orkuveitu
Reykjavíkur og taka þátt í um-
ræðum um framtíð Heiðmerkur og
verndun vatnsbóla. Það er þakk-
arvert að slíkur fundur sé haldinn.
Heiðmörk útivist
og vatnsvernd
Eftir Dagnýju
Bjarnadóttur »Útivist og vatns-
vernd í Heiðmörk
getur það farið saman
og hvaða þættir ógna
mest vatnsbólunum
í því sambandi.
Dagný Bjarnadóttir
Höfundur er landslagsarkitekt.