Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 „Vínarklassík á norðurhjara“ er yf- irskrift tónleika sem verða í Ak- ureyrarkirkju í kvöld kl. 20. Þar leikur Tígulkvartettinn strengja- kvartetta nr. 2 í G dúr eftir W.A. Mozart og nr. 1 í F dúr eftir L. van Beethoven. Einnig verður leikið Lundúnatríó eftir J. Haydn. Kvart- ettinn skipa þau Zsuzsanna Bitay á fiðlu, Tomasz Kolosowski á fiðlu, Pawel Kolosowski á víólu og Ásdís Arnardóttir á selló. Gestur á tón- leikunum er Petrea Óskarsdóttir þverflautuleikari. Tónar Tígulkvartettinn leikur í kvöld. Vínarklassík á norðurhjara Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þegar ég leikstýrði Galdrakarlinum í Oz í fyrra var ég sannfærður um að þetta yrði ekki stærra, en það reyndist hægt,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem leikstýrir söng- leiknum Mary Poppins sem frum- sýndur verður á stóra sviði Borg- arleikhússins annað kvöld kl. 20. Vísar hann til þess að Mary Poppins er viðamesta og flóknasta sýningin sem Borgarleikhúsið hefur nokkru sinni ráðist í. Alls eru 50 manns á sviðinu, þ.e. 15 leikarar, 17 manna kór og dansarar Íslenska dans- flokksins, 10 manna hljómsveit og fjögur börn, auk þess sem mikill fjöldi starfsmanna tekur þátt á bak við tjöldin. Spurður hvort eitthvað hafi komið sér á óvart í uppsetningarferlinu hugsar Bergur sig vel um og svarar svo: „Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart að það skyldi vera hægt að setja upp svona stóra og flókna sýningu hjá litlu leikfélagi í Reykjavík. Ég efaðist reyndar aldrei um það þegar vinnuferlið fór af stað að þetta væri hægt, en eftir á er ég samt hissa að þetta hafi í raun geng- ið upp. Það er magnað að við skulum eiga alla þessa flottu leikara, söngv- ara og dansara. Svo ekki sé minnst á tæknifólkið sem leysir á einfaldan hátt brellur sem kosta fjárlög ís- lensku þjóðarinnar í stóru leikhús- unum á West End og Broadway,“ segir Bergur. Nýstárlega uppeldisaðferðir Í samtali við Morgunblaðið segist Bergur hvorki hafa lesið bækurnar um Mary Poppins sem barn né held- ur lesið þær fyrir börnin sín. „Það er hins vegar æðislegt að fá að kynnast henni á fullorðinsaldri. Bæði leik- gerðin og bækurnar birta mjög skemmtilega sálfræðistúdíu um þennan töfraþerapista sem kemur og reynir að binda fjölskyldu saman sem átt hefur við andlega vannær- ingu og tengslaskort að stríða,“ seg- ir Bergur og tekur fram að vinsældir barnfóstrunnar megi vafalítið skýra með uppeldisaðferðum hennar sem þóttu mjög svo nýstárlegar þegar bækurnar komu fyrst út. „Ég býst nú við að það sem hafi gert hana svona skemmtilega á sínum tíma sé sú uppreisn við þáverandi uppeldis- aðferðir sem höfundur kynnir. Þannig vill Mary Poppins frekar verðlauna börnin fyrir góða hegðun en að refsa þeim fyrir slæma. Auk þess leggur hún mikla áherslu á mikilvægi ímyndunaraflsins,“ segir Bergur og tekur fram að sú áhersla sé í samhljóman við sýn hans sem listamanns. „Við þurfum á sögum halda til jafns við mat og drykk, ann- ars verðum við vannærð og getum ekki kallað samskiptin á milli okkar menningu.“ Aðspurður segist Bergur hafa byrjað að undirbúa uppsetninguna fyrir níu mánuðum þegar honum bauðst verkefnið. Segist hann m.a. hafa kynnt sér leikgerðina í þaula, lesið vel allar bækurnar átta um Mary Poppins eftir Pamelu Lyndon Travers sem út komu á árunum 1934-1988 og horft á Disney- kvikmyndina með Julie Andrews í aðahlutverki frá árinu 1964. Þurft að ganga milli klaustra „Internetið er stórkostlegt, en án þess hefði ég þurft að ganga á milli bókasafna í klaustrum í Evrópu í fjögur til fimm ár til að leita að mér upplýsinga,“ segir Bergur og tekur fram að hann hafi óspart nýtt sér Google-leitarvélina og Youtube til þess að undirbúa sig. „Síðan tóku við mikilvæg samtöl við listræna stjórnendur sýning- arinnar,“ segir Bergur og tekur fram að hann hafi eytt þremur mán- uðum í að leita að rétta danshöfund- inum, Lee Proud, og leikmynda- hönnuðinum, Petr Hloušek, en uppfærsla Borgarleikhússins er ekki svonefnd pakkasýning, þannig að allt útlit sýningarinnar og dansatriði eru ný af nálinni. „Það var ótrúleg heppni að finna þá og fá til liðs við okkur, en þeir eru fáránlega færir og flottir hvor á sínu sviði,“ segir Bergur og lýkur jafnframt lofsorði á Maríu Ólafsdóttur sem hannar bún- inga sýningarinnar. „Hún vinnur allt af mikilli natni og hugar að öllum smáatriðum sem lyfta sýningunni um nokkra flokka í gæðum.“ Felst þá lykillinn að góðri upp- setningu í því að velja rétta sam- starfsfólkið til liðs við sig? „Já, tvímælalaust. Ég myndi segja að ég hafi verið kominn ansi langt með sýninguna þegar ég var búinn að fá listræna stjórnendur um borð og velja leikhópinn. Gott samstarf felst í því að geta átt í samtali, treyst fólki og að þurfa ekki að vera eigandi hugmyndanna heldur gera fólki kleift að vinna vinnuna sína.“ „Æðislegt að fá að kynnast henni á fullorðinsaldri“  Söngleikurinn Mary Poppins frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins annað kvöld kl. 20  Leikstjórinn Bergur Þór Ingólfsson segir lykilatriði að velja rétta samstarfsfólkið til liðs við sig Ljósmynd/Grímur Bjarnason Svífandi Jóhanna Vigdís Arnardóttir fer með hlutverk barnfóstrunnar Mary Poppins og dansar hér glöð í bragði með hópi sótara. Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 43. tölublað (21.02.2013)
https://timarit.is/issue/370922

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

43. tölublað (21.02.2013)

Aðgerðir: