Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Komdu með í gott form
Frír prufurtími
Opnir tímar:
Cross bells
þriðjudaga og fimmtudaga,
kl 12.00 og 17.15
laugardaga, kl. 10.00
Styrkir alla vöðva líkamans.
Spinning
mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga, kl 12.00 og 17.15
Mikill hraði og brennsla.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Allt hópsamstarf rennur fram sem
lygnt fljót. Um leið og þú rannsakar hvers-
dagslegan hlut, verður hann áhugaverður.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú finnur til glaðværðar og bjartsýni
sem nýtist vel til þess að ná árangri í nánast
hverju sem er. Þú munt hitta einhvern sem er
á sömu bylgjulengd og þú sjálfur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu ekki freistast til þess að eyða
fé þínu í hluti, sem þú þarft ekkert á að
halda. Raðaðu hlutunum eftir mikilvægi
þeirra.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að leggja málin vandlega
niður fyrir þér ef þú ætlar að ná þeim árangri
sem þú stefnir að. Reiknaðu fólk út og farðu
leiðina þar sem hindranirnar eru fæstar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert svo kappsamur að sólarhring-
urinn dugar þér ekki til að koma öllu því í
verk sem þú vildir. Það getur reynst erfitt að
snúa blaðinu við þegar deilur um viðkvæm
málefni hafa farið úr böndunum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þegar taka þarf stórar ákvarðanir er
best að taka eitt skref í einu. Gættu þess
bara að halda utan um þína nánustu eins og
þeir gera um þig.
23. sept. - 22. okt.
Vog Einhvern tímann verður þú að hætta að
hafa áhyggjur af því hvort eitthvað sé satt,
rétt eða það gangi upp og láta bara vaða.
Kvöldinu er best varið heimavið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu það ekki hvarfla að þér að
kasta til höndunum við verk þín því þú færð
þau bara í hausinn aftur. Nú eru skilyrði hag-
stæð til þess að þú framkvæmir hlut sem þú
hefur lengi ætlað þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gætir þú haft betra starf? Hug-
myndir þínar um auknar tekjur eiga rétt á
sér. Mál sem tengjast menntun barna, útgáfu
og fjölmiðlun munu einnig ganga vel.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þótt þú hljótir ekki verðlaunin,
mun það gefa þér margt í aðra hönd að hafa
átt hlut að máli. Dagurinn hentar vel til að
gera ferðaáætlanir með einhverjum nánum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þið hafið þörf fyrir tilbreytingu og
ættuð því að bregða út af vananum og gera
eitthvað óvenjulegt í dag. Bíddu ekki eftir
öðrum heldur taktu strax til þinna ráða.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert kappsamur, sem er gott en
enginn árangur fæst með rökræðum eins og
staðan er nú. Þú þarf ekki að gera eitthvað
áberandi eða meiriháttar til að falla í kramið.
Steinunn P. Hafstað ákvað aðlífga upp á fésbókarsíðuna
sína, sem sumir höfðu sagt að væri
orðin leiðinleg. „Í stuttu máli ætla
ég að segja ykkur frá hundalífinu
sem ég lifi og gef mér fyrirfram að
í lok mánaðarins munið þið e.t.v.
hugsa að kannske sé svona líf ein-
hvers virði.“ Hún stóð við það 1.
febrúar og skrifaði:
„Hvar skal byrja, hvar skal
standa?
Bragi leysir brátt úr vanda …
Bólfélagi bætir allt
á breyskum stundum.
Finnst nú kannske sumum svalt
að sinna hundum!
Ráðskona húsbóndans á þessu
heimili datt illa á betri höndina á
svelli í fyrradag, sem hulið var ný-
föllnum snjó. Við illan leik og
skerta meðvitund komst konu-
kindin inn í rúm, búin að æla af
sársauka, vinda um hendina
bakstri með arnicu beint frá París
og draga draumaprinsinn uppí.
Sama, þótt hún hljóðaði, hann
hringaði sig bara og bjóst til
svefns, sem sagði meir en mörg
orð. Sumir hefðu kannske kallað á
lækni eða fengið sér eina róandi.
11 klukkutímum seinna vaknaði
konan alheil að heita má. Spurning
hvort sinnti hinu þarna!“
Daginn eftir hélt Steinunn áfram
skemmtilegum skrifum sínum á
fésbókinni:
„Götur okkar löngu lagðar
liggja um heiminn vítt og breitt.
Skondnar reynslusögur sagðar,
sumar kannske um ekki neitt!
Undin og snúin fórum við fram
úr í morgun, gutum hornauga
hvort til annars og hugsuðum
örugglega bæði: „Gott væri nú að
fá morgunverð í rúmið í dag.“
Á göngutúr okkar um nágrennið
stuttu seinna fannst konunni þau
vera smækkuð mynd af sólkerfinu.
Hún var jörðin, hann tunglið,
sem alltaf fer sömu braut kringum
hana og alltaf fara þau sama
hringinn um sólina, sem er heimilið
þeirra.
Hann vill hafa þetta svona, og
henni hefur lærst, að jafnvægi
hans byggist á regluverki sem
þessu.
Auðvitað fannst henni þetta
„hundleiðinlegt“ í fyrstu, en er nú
smám saman orðið ljóst, að þetta
er það sem kallað er „hundalíf“ og
finnst auðvitað sjálfsagt, að þeir,
sem þetta lesa, fái ekki alveg strax
að vita, hvernig sá skilningur
kviknaði.“
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af kveðskap, fésbók og
sannkölluðu hundalífi
Í klípu
„ÞRÍR KRAKKAR, FULLT STARF, KVÖLD-
SKÓLI OG SVO ÞJÁLFAR HÚN KÖRFU-
BOLTALIÐ STÚLKNA. ÞAÐ ER EKKI NEMA
VON AÐ HÚN SÉ TOGUÐ OG TEYGÐ.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG GERI RÁÐ FYRIR AÐ ÞÚ VITIR
AÐ MAMMA KALLAR ÞIG SPÓALEGG
ÞEGAR ÞÚ HEYRIR EKKI TIL.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... samband eins
og okkar.
FLJÓTT, SPURÐU SIGL-
INGAFRÆÐINGINN HVAR
VIÐ ERUM!
GET ÞAÐ EKKI,
HANN VAR AÐ
HÆTTA!
MJÁ! KVAK!
KVAK!
MUUUUUUU! GAGGALA
GAGGALA
GÓÓÓ!
EKKI SEGJA UPP
VINNUNNI ÞINNI.Víkverji fylgdist á sínum tímafurðu lostinn með afrekum
Michaels Jordans á körfuboltavell-
inum. Hann lék með Chicago Bulls
og honum virtist ekkert ómögulegt.
Jordan lék fyrst í NBA árið 1984.
Eins ólíklegt og það kann að virðast í
ljósi sögunnar var hann valinn þriðji
í nýliðavalinu það árið. Houston
Rockets og Portland Trailblazers
áttu fyrsta valrétt og köstuðu upp á
hvort veldi á undan. Hvorugt liðið
hafði Jordan í huga. Houston valdi
fyrst og tók miðvörðinn Hakeem
Olajuwon, sem átti eftir að setja sitt
mark á deildina og gerði lið sitt
tvisvar að meisturum. Portland valdi
Sam Bowie, sem hafði staðið sig vel í
háskóla. Valið hljómaði ef til vill
skynsamlega á þeim tíma, en hefur
síðar verið kallað mestu mistök sög-
unnar í nýliðavalinu í NBA. Chicago
átti þriðja val og tók Jordan. Árið
1986 skoraði Jordan 63 stig gegn
Boston Celtics í úrslitakeppninni.
Eftir leikinn, sem Boston reyndar
vann, sagði Larry Bird, leikmaður
Celtics, að hann hefði ekki talið að
nokkur leikmaður gæti náð slíkri
frammistöðu gegn sér og félögum
sínum: „Ég held að þetta sé guð
dulbúinn sem Michael Jordan.“
x x x
Jordan vann ekki fyrsta meist-aratitilinn í NBA fyrr en 1991,
sitt sjöunda tímabil í deildinni. Bulls
unnu þrisvar í röð, en þá tók Jordan
þá undarlegu ákvörðun að snúa sér
að hafnabolta. Hann gerði engar
rósir á hafnaboltavellinum, en hélt
út í rúmt ár. Einu og hálfu tímabili
síðar ákvað hann að snúa aftur. Chi-
cago varð ekki meistari það árið, en
næstu þrjú árin eftir það, 1996, 1997
og 1998, náði Jordan í meistaratitla
og urðu þeir því alls sex. Margir
velta því fyrir sér hvort meistaratitl-
arnir hefðu orðið átta hefði hann lát-
ið útúrdúrinn í hafnaboltann eiga
sig.
x x x
Jordan er nú meðeigandi liðsinsCharlotte Bobcats. Hann mun
stundum taka þátt í æfingum liðsins
og var haft eftir nýliða í liðinu að
hann myndi enn geta skilað sínu í
NBA og skorað tíu stig í leik.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Lofsöngur Maríu. Og María sagði:
Önd mín miklar Drottin og andi
minn gleðst í Guði, frelsara mínum.
(Lúkasarguðspjall 1:46-47)