Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rússneskan karlmann á fer- tugsaldri í tólf mánaða fangelsi fyr- ir að flytja til landsins 300 grömm af kókaíni. Maðurinn kom til lands- ins 12. nóvember sl. frá París og fundu tollverðir fíkniefnin í úlpu- vasa hans. Maðurinn játaði sök en sagðist hafa verið burðardýr og neyddur til að fara í ferðina. Hann hefði hvorki skipulagt né fjármagnað ferðina en ætlað að greiða spilaskuldir með ágóðanum. Þessu mótmælti ákæruvaldið harðlega og benti á að maðurinn hefði margsinnis komið til landsins áður og meðal annars sent peninga hingað í þeim tilgangi að kaupa hótel. Engin gögn hefðu verið lögð fram um að aðrir hefðu komið að skipulagningu ferðarinnar og frá- sögn um spilaskuldir væri ótrú- verðug. Dómurinn féllst á rök ákæru- valdsins og taldi að framburður mannsins um að hann hefði verið burðardýr væri ótrúverðugur. Frásögnin ekki talin trúverðug  Dæmdur fyrir smygl á kókaíni Morgunblaðið/Ómar Gunnar Bragi Sveinsson og Ás- mundur Einar Daðason ásamt fleiri þingmönnum Norðvesturkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki verði varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, Reykja- víkurflugvöll og Akureyrarflugvöll. „Reynslan sýndi okkur það þegar Eyjafjallajökull gaus að það geta komið upp aðstæður þar sem þörf er á varaflugvelli nær stóru flugvöllun- um á suðvesturhorninu. Í dag þarf að keyra langar vegalengdir með fólk í rútum frá Egilsstöðum til Reykja- víkur ef sambærilegar aðstæður koma upp. Með þessu væri vega- lengdin stytt verulega og kostnaður vegna rútuflutninga gæti minnkað mikið,“ segir Gunnar Bragi og telur því ýmsar hagnýtar ástæður fyrir því að byggja Alexandersflugvöll upp sem varaflugvöll fyrir Reykjavík og Keflavík. Þá segir hann augljóst að slíkur flugvöllur muni þjóna Akureyri vel sem varaflugvöllur og tryggja og treysta þá mikilvægu starfsemi sem þar er rekin í sam- bandi við ferðaþjónustu og flug al- mennt. Eyjaflug hóf nýlega reglulegt far- þegaflug á Sauðárkrók og að þeirra sögn gengur áætlunarflugið vel og gert er ráð fyrir að það muni verða enn betra í sumar með fjölgun ferða- manna yfir sumarið. Varaflugvöll á Sauðárkróki Morgunblaðið/ÞÖK Flug Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki byggður upp sem varaflugvöllur.  Lagt er til að Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki verði varaflugvöllur fyrir Reykjavík, Keflavík og Akureyri Tollgæslan lagði hald á rétt tæpan lítra af sterum í fljótandi formi í síðustu viku. Flaska var send frá Hong Kong í póstsendingu en á fylgiseðli með henni stóð að innihaldið væri hnetuolía. Sendingin var stíluð á karlmann á þrítugsaldri sem er búsettur á höf- uðborgarsvæðinu. Hann var hand- tekinn í kjölfarið og hefur hann við- urkennt að hafa ætlað að selja sterana. Telst málið upplýst. Áður hafði tollgæslan lagt hald á tæki og tól til að steypa steratöflur og loka ampúlum sem notaðar eru undir stera í sölu. Sterar eru gjarn- an blandaðir allt að til helminga áður en þeir eru seldir, þannig að magnið sem lagt var hald á gæti numið allt að 2.000 ampúlum. Sterarnir voru merktir sem hnetuolía Fyrir eftirlætis manneskjuna í þínu lífi H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 2- 0 24 6 Glæný og ljúffeng konudagsostakaka bíður þín í næstu verslun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.