Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013
Viðhald Talsvert er um holur á götum borgarinnar eftir umhleypingana í vetur og því er í mörgu að snúast fyrir þá sem annast viðhald á götunum. Myndin var tekin í Þingholtunum.
Kristinn
Fríverslunarsamn-
ingur milli Íslands og
Kína er sagður vel á
veg kominn og verður
vonandi undirritaður
innan skamms. Með
þessu opnast mikil ný
tækifæri enda höfum
við hjá Kaupfélagi
Skagfirðinga (KS)
sannfærst um það á
síðustu árum að mjög
miklir möguleikar eru fyrir afurðir
okkar á kínverskum mörkuðum.
Strax við gildistöku samningsins
falla niður tollar á þeim vörum sem
mestu skipta fyrir Ísland. Auk þess
opnast dyr til þess að kynna íslensk-
ar vörur og þjónustu í Kína með
beinni hætti en verið hefur.
Líkt og í öðrum fríverslunarsamn-
ingum fellir Ísland niður tolla á öll-
um vörum, að undanskildum
ákveðnum landbúnaðarvörum, eink-
um kjötvörum og mjólkurafurðum.
Mikilvægt er að hafa í huga að hér
er um að ræða hefðbundinn fríversl-
unarsamning þar sem kveðið er á
um fríðindameðferð milli tveggja
ríkja. Það er ekki verið að semja um
fjórfrelsi eins og í
EES-samningnum, það
er að segja frjálsa för
fólks, fjármagns, vinnu
og þjónustu.
Áhersla á
Asíuviðskipti
Allt frá árinu 2003
hefur KS haft hug á
viðskiptum við Asíu.
Nokkur ár tók að finna
aðila til samstarfs en
árið 2009 hófust við-
skipti við Víetnama.
Þær vörur sem helst var lagt upp
með voru margskonar hliðarafurðir
úr kindakjötsframleiðslu. Þetta voru
vörur eins og innmatur, bein og af-
skurður, slög og hálsar. Í fyrstu var
um lítið magn og lítinn ávinning að
ræða en hefur nú náð nokkur hundr-
uð tonnum og verð orðið hagstætt.
Með fríverslun sem komst á við
Hong Kong sumarið 2011 færðumst
við nær einum áhugaverðasta mark-
aði í heimi sem er Kína. Enda hafa
fyrirspurnir verði að færast yfir í
verðmætari afurðir svo sem úr
hrygg og lærum.
Með fríverslunarsamningi við
Kína opnast gríðarleg tækifæri til
beinna viðskipta við þarlenda.
Undirbúningsvinna fyrir slík við-
skipti hefur staðið yfir síðastliðin
fjögur ár með gagnkvæmum heim-
sóknum. Þar hafa verið kynntar
ýmsar vörur og mörg tækifæri eru
greinanleg í viðskiptum með land-
búnaðarvörur og ekki síður sjávaraf-
urðir. Einnig er mikill áhugi fyrir
hverskonar próteinum.
KS hefur líka kannað möguleika
á innflutningi á ýmsum rekstrar-
vörum frá Kína og hefur flutt inn
vörur til prufu. Með beinum við-
skiptum opnast tækifæri á enn
frekari nýtingu afurða og jafnframt
viðskipti með húðir og gærur en í
dag eru Kínverjar stærstu kaup-
endur í heiminum af þessum afurð-
um.
Vaxandi kaupgeta í Kína
Þeir erfiðleikar sem herjað hafa á
Evrópu hafa leitt til mikils sam-
dráttar í viðskiptum og verðlækk-
unar á fiski og kjötvörum frá Íslandi.
Sérstaklega hefur þetta gilt í sunn-
anverðri Evrópu, til dæmis á Spáni
þangað sem útflutningur matvæla
frá Íslandi hefur verið veigamikill.
Ekkert lambakjöt var selt til Spánar
á síðasta ári en hafði verið á fjórða
hundrað tonna árið áður.
Við hjá KS höfum af þessum sök-
um sett meiri kraft í markaðs-
þreifingar í Asíu og höfum fundið
fyrir vaxandi áhuga frá Kína. Í
heimsóknum mínum til Nýja Sjá-
lands hef ég séð hvernig Nýsjálend-
ingar hafa verið að beina kjöt-
viðskiptum sínum í ríkara mæli inn á
kínverskan markað og er það til-
komið vegna aukinnar eftirspurnar
og kaupgetu í Kína. Einnig og ekki
síður vegna þess hvað hægt er að
nýta mikinn hluta skepnunnar í
framleiðslu inn á þennan markað.
Nýsjálendingar eru einhuga um að í
Kína séu einnig mestu framtíð-
artækifærin með dýrari hágæða
vöru en í þann flokk viljum við setja
sem mest af okkar vörum. Þess
vegna er það nauðsynlegt fyrir
frumframleiðslugreinar okkar að
liðkað sé fyrir viðskiptum við Kína.
Það yrði lyftistöng fyrir þær og í
raun þurfum við á slíku að halda.
Íslenskt frumkvæði
Þess misskilnings gætir að Kín-
verjar hafi þrýst á fríverslunar-
samninga við Íslendinga. Því er
þveröfugt farið. Upphafið má rekja
til heimsóknar Valgerðar Sverris-
dóttur, þáverandi viðskipta- og iðn-
aðarráðherra, til Kína árið 2004. All-
ar götur síðan hafa Íslendingar haft
frumkvæði í umleitunum og ekki lát-
ið umsókn Íslands um aðild að Evr-
ópusambandinu trufla ferlið, enda
ekki á vísan að róa með lyktir þess
máls. Það má segja Össuri Skarp-
héðinssyni utanríkisráðherra til
hróss að hann hefur haldið ótrauður
áfram með fríverslunarsamninga og
norðurslóðamál, enda þótt ESB sé
einnig draumalandið hans. Fríversl-
unarmálið við Kína komst á nýtt stig
þegar forsætisráðherrar Íslands og
Kína sammæltust um það í Reykja-
vík í apríl 2012 að ljúka samninga-
viðræðum innan árs. Það er von mín
að við þetta fyrirheit verði staðið.
Fríverslun við Kína verður lyftistöng
Eftir Ágúst
Andrésson »Nauðsynlegt er fyrir
frumframleiðslu-
greinar okkar að liðka
fyrir viðskiptum við
Kína. Það yrði þeim
lyftistöng og í raun
þurfum við á slíku að
halda.
Ágúst Andrésson
Höfundur er forstöðumaður hjá
Kaupfélagi Skagfirðinga.
Landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins verður
settur síðdegis í dag.
Það er mér tilhlökk-
unarefni að sitja þenn-
an fjöldafund í fyrsta
skipti þar sem fólk af
öllu landinu, á öllum
aldri og úr öllum stétt-
um kemur saman og
mótar kosningastefnu
flokksins. Það sem vek-
ur sérstaka ánægju
mína er yfirskrift fundarins „Í þágu
heimilanna“. Að mínum dómi er það
alger nauðsyn við þær aðstæður sem
nú ríkja að setja heimilin í landinu í
forgang, að ógleymdum þeim mörgu
og alvarlegu vanda-
málum sem bíða úr-
lausnar næstu rík-
isstjórnar. Vonandi
verður sú ríkisstjórn
undir forystu Sjálf-
stæðisflokksins.
Meira í budduna
Brýnasta verkefnið
nú um stundir er að
auka kaupmátt heim-
ilanna, þ.e. að fólk fái
meira í budduna. Það er
hægt að gera með auk-
inni fjárfestingu sem leiðir til leiðir
til fjölgunar nýrra starfa og leggur
grunn að hærri launum. En auknar
ráðstöfunartekjur leysa ekki vanda
allra heimila, sem í mörgum tilfellum
Eftir Elínu Hirst » Það sem vekur
ánægju mína er yfir-
skrift fundarins „Í þágu
heimilanna“. Að mínum
dómi er það nauðsyn-
legt nú að setja heimilin
í landinu í forgang.
Elín Hirst
Höfundur er í 5. sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í Kraganum til
alþingiskosninga í vor.
Góðar fréttir
er orðinn risavaxinn. Því er nauðsyn-
legt að skoða sérstaklega stöðu
þeirra sem verst hafa orðið úti. Það
liggur nokkuð ljóst fyrir að þar er átt
við fjölskyldur sem keyptu húsnæði
fyrir hrun, með háu lánahlutfalli, á
háum vöxtum og verðtryggingu, á
þeim tíma sem húsnæðisverðið var í
hæstu hæðum. Við hrunið snarlækk-
ar húsnæðisverðið, bólan sprakk, og
eftir sat fólk með himinháa greiðslu-
byrði og yfirveðsettar eignir. Eigið fé
margra fjölskyldna sem oft var ævi-
sparnaðurinn, brann upp.
Ekki síður er það alvarlegt að
ungu fólki hefur verið gert nær
ókleift að eignast þak yfir höfuðið og
það neyðist því til að vera leiguliðar
um ókomna tíð miðað við óbreytt
ástand. Hér þarf Sjálfstæðisflokk-
urinn að grípa inn í, fái hann til þess
umboð.
Hlutverk stjórnmálamanna
Stundum finnst manni sem stjórn-
málaflokkar skilji ekki hlutverk sitt
eða hafi gleymt því. Svikin loforð
vinstriflokkanna um skjaldborgina
sem reisa átti um heimilin og skulda-
vanda þeirra eru skýrt dæmi um
þetta. Allur kraftur hefur verið dreg-
inn úr atvinnulífinu með stórhækkun
skatta á einstaklinga og fyrirtæki.
Dýrmæt tækifæri hafa farið til spillis
á kjörtímabili hinnar svokölluðu nor-
rænu velferðarstjórnar.
Það eru því sannarlega góðar
fréttir að Sjálfstæðisflokkurinn, öfl-
ugasta stjórnmálahreyfing landsins,
ætli að setja heimilin í öndvegi, í al-
þingiskosningunum 27. apríl næst-
komandi. Það fær mann til að líta
björtum augum á tilveruna.