Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Hálka er orð dagsins og hláka til vara. Klakabrynja hefur þakið gang- stéttir og götur í bænum undan- farnar vikur og þrátt fyrir mikinn sand- og saltburð starfsmanna bæj- arins er víða enn stórhættulegt að ganga um.    Gras er viðkvæmt fyrir umhleyp- ingum eins og verið hafa undanfarna mánuði. Áður hefur verið minnst á íþróttavöll Þórs og golfvöllinn, sem lágu undir skemmdum. KA-menn sluppu vel framan af vetri en nú er töluverður klaki á svæði félagsins á Brekkunni, og mikill á heimavelli þeirra, Akureyrarvelli. Björgunar- aðgerðir eru hafnar þar.    Stefnuljós eru notuð sjaldnar á Akureyri en æskilegt er. Hef nefnt það á þessum vettvangi og aðrir taka í sama streng: „Hvort er þetta leti eða ég ætla sko ekki að láta þessa skratta vita hvert ég ætla?“ spyr Gunnar Níelsson á Facebook.    Lögreglumaður í bænum, Har- aldur Logi Hringsson, skrifar at- hugasemd við ummæli Gunnars og segir bestu skýringu sem hann hafi heyrt: „Það skemmir ímynd bílsins.“ Sannarlega áhugavert!    Fyrstu orlofshúsin í Hálöndum voru afhent á dögunum. Bygginga- fyrirtækið SS Byggir keypti land af Baldri Halldórssyni skipasmið á bænum Hlíðarenda fyrir nokkrum misserum, og hyggst reisa þar tölu- verða orlofshúsabyggð.    Bæði er hægt að kaupa og leigja orlofshús í Hálöndum. Hvert hús er rúmlega 100 fermetrar með þremur svefnherbergjum. Húsin eru fyrir ofan Akureyri, við veginn upp í Hlíð- arfjall.    Baldur á Hlíðarenda átti hug- myndina að nafni svæðisins. Helgi Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, greindi frá því í samsæti þar sem fyrstu húsin voru afhent.    Sveinn Jónsson í Kálfsskinni, ferðamálafrömuður og fv. bóndi, ávarpaði samkomuna þegar orlofs- húsin voru afhent og minnti að sjálf- sögðu á kláfinn sem hann hefur bar- ist fyrir að lagður verði frá skíða- svæðinu í Hlíðarfjalli upp á topp. Nefndi að Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri SS Byggis, væri oft nefndur SS-foringinn en nú væri líka hægt að kalla hann Hálanda- höfðingjann. Hvatti hann Sigurð til að ganga í lið með sér og vinna að því að kláfurinn yrði að veruleika. Við það myndi gestum í Hliðarfjalli fjölga enn frekar.    Talandi um Hlíðarfjall; um það bil 20 þúsund manns komu gjarnan þangað árlega á skíði áður en snjó- byssurnar rómuðu voru keyptar fyrir nokkrum árum, en eftir að skothríðin hófst úr þeim og nægur snjór var tryggður allan veturinn hafa um 75 þúsund manns komið árlega. Ótrúleg breyting, en skiljan- leg.    Jón Torfi Halldórsson heim- ilislæknir hefur verið ráðinn yf- irlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri í stað Þóris V. Þórissonar.    Samstarf er oft lykilorð. Í síð- ustu viku hófst markaðsátakið Arct- ic Services en að baki því standa um 35 fyrirtæki og stofnanir á Akureyri, sem eiga það sammerkt að „eiga er- indi við verkkaupa og framkvæmd- araðila á norðurslóðum í krafti sinn- ar sérþekkingar og reynslu“, eins og það er orðað.    Kveikjan að stofnun Arctic Services eru aukin umsvif í námu- og olíuvinnslu á Grænlandi, auk opn- unar nýrra siglingaleiða um pólinn. Verkefninu er ætlað að gæta hags- muna íslenskra fyrirtækja í mark- aðssetningu og kynningu á fjöl- breytilegri þjónustu sem í boði er í höfuðstað Norðurlands.    Steingrímur J. Sigfússon, ráð- herra atvinnuvega og nýsköpunar, hleypti átakinu formlega af stokk- unum í samkvæmi í menningarhús- inu Hofi.    Dagur tónlistarskólanna er á laugardaginn og heldur Tónlist- arskólinn á Akureyri upp á það með margvíslegum hætti í Hofi frá kl. 10 til 17. Nefna má nemendatónleika, hljóðfærakynningu og ratleik. Sjá nánar á www.tonak.is, heimasíðu skólans.    Forráðamenn Norðurorku og Leikfélags Akureyrar skrifuðu á dögunum undir bakhjarlasamning sem felur í sér stuðning Norðurorku við félagið. Lögð verður áhersla á að þeir fjármunir sem lagðir eru í verk- efnið séu sérstaklega nýttir til við- burða sem standa bæjarbúum end- urgjaldslaust til boða og/eða snúa að þjónustu við börn og ungmenni.    Ljótu hálfvitarnir, sú vinsæla hljómsveit, verður með tónleika á Græna hattinum bæði á föstudags- og laugardagskvöld. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hálönd Sigurður Sigurðsson og Sveinn í Kálfsskinni í einu nýju húsanna. Hálandahöfðingi og mikil hálka Egill Ólafsson egol@mbl.is Landsnet hefur leitað eftir heimild atvinnuvegaráðherra til að taka til- tekin landsréttindi á Reykjanes- skaga eignarnámi til að geta hafið framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2. Ekki er ágreiningur milli aðila um fjárhæð bóta heldur vilja nokkrir landeigendur ekki semja því að þeir vilja ekki fá línurnar um land sitt. Háspennulínan mun liggja milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar, að mestu leyti við hlið Suðurnesjal- ínu 1. Samningar hafa tekist við fjóra af hverjum fimm landeigendum um 62% lands á leið væntanlegrar línu en ítrekaðar samningsumleitanir við aðra landeigendur reyndust árang- urslausar. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins í sjö ár í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Umhverfis- áhrif Suðurnesjalínu 2 voru metin og framkvæmdin er á aðalskipulagi allra sveitarfélaganna. Núverandi Suðurnesjalína 1 er eina tenging Reykjanesskaga við meginflutningskerfi Landsnets og segir Þórður Guðmundsson, for- stjóri Landsnets, að bilanir á henni hafi oft valdið straumleysi og vand- kvæðum. Flutningsgeta línunnar er fullnýtt. Hann segir að það sé brýnt hagsmunamál íbúa og atvinnulífs á Reykjanesi að flutningskerfi raforku verði styrkt sem fyrst. Þórður segir að áform Landsnets um lagningu Suðurnesjalínu 2 teng- ist ekki uppbyggingu orkufreks iðn- aðar á Suðurnesjum. Hann segir að það sé hins vegar rétt að ef það verði atvinnuuppbygging á Suðurnesjum eftir að háspennulínan hafi verið reist þá sé hægt að auka spennu á línunni og nota hana til að flytja raf- magn til nýrra fyrirtækja á Suður- nesjum. „Suðurnesjalína 2 er nauðsynleg framkvæmd í almannaþágu og þolir ekki frekari bið, enda hvílir sú laga- skylda á Landsneti að tryggja ör- yggi og rekstur flutningskerfis raf- orku. Tvær háspennulínur í stað einnar munu auka verulega rekstr- aröryggi raforkukerfis á svæðinu,“ segir í fréttatilkynningu. Landsvirkjun er tilbúin til að hefja undirbúning framkvæmda í sumar, en Þórður segir óvíst hvenær ráðu- neytið afgreiði beiðni Landsnet um eignarnám. Tillaga Landsnets um eignarnám við Suðurnesjalínu Grunnkort/Loftmyndir ehf. Reykjanesbær Njarðvík Vogar Hrauntungur Kúagerði Straumsvík Helguvík Hamranes Trölladyngja Suðu rnes jalín a 1 (1 32 k V) Suðu rnes jalín a 2 ( 220 kV) Fitjar Rauðimelur Núverandi línur 132 kV Ný lína Landamerki Eignarnám Eignarnám að hluta Sumir eigendur vilja ekki loftlínur á landi sínu  Landsnet hefur óskað eftir eignarnámi á landi undir línu Þriðja beiðni Landsnets » Landsnet hefur tvisvar áður óskað eftir að land sé tekið eignarnámi vegna lagningar háspennulínu. » Það gerðist við lagningu Fljótsdalslínu. Þá náðust ekki samningar við 5 landeigendur. Ráðuneytið óskaði eftir því að Landsnet gerði á ný tilraun til að ná samningum við tvo eig- endur. Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið um loft- línurnar

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 43. tölublað (21.02.2013)
https://timarit.is/issue/370922

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

43. tölublað (21.02.2013)

Aðgerðir: