Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 21
Gréta Þórarinsdóttir.
klukkan 16:00 er talið að öll áhöfnin
hafi verið komin í björgunarbáta og
að Sjöstjarnan hafi sokkið rétt eftir
það. Bæði Dettifoss og varðskipið
höfðu samband við neyðartalstöðina
en ekki heyrðist orða skil vegna óveð-
ursins og truflana, skilyrðin voru svo
slæm að ekki tókst að miða staðsetn-
ingu bátanna út. Beðið var eftir svari
frá neyðartalstöðinni og haldið áfram
að kalla en án árangurs, ekkert meira
heyrðist frá áhöfn Sjöstjörnunnar.
Engin árangur af leit
Þessa nótt leituðu Dettifoss, varð-
skipið Ægir, rannsóknarskipið Bjarni
Sæmundsson og Írafoss að Sjöstjörn-
unni en leitarskilyrði voru með versta
móti, veðrið hafði versnað enn meira
og það lá við fárviðri. Björgunar-
flugvél frá varnarliðinu var send á
vettvang en þurfti að snúa til baka
vegna veðurs. Fleiri skip gáfu sig síð-
an fram til leitar með hinum fyrr-
nefndu. Nóttin leið án þess að leitin
bæri neinn árangur og vonin um að
finna fólkið á lífi varð minni og minni.
Daginn eftir eða 12. febrúar um
klukkan 16:30 barst tilkynning frá
varnarliðsvélinni um að hún hefði séð
björgunarbát með að minnsta kosti
tveimur manneskjum. Nokkur skip
héldu á staðinn sem flugvélin hafði
gefið upp en ekkert fannst nema
neyðarljósið sem vélin hafði varpað
niður. Leitin hélt áfram við misgóðar
aðstæður og bar engan árangur fyrr
en 17. febrúar þegar varðskipið Ægir
fékk tilkynningu frá TF-SÝR um að
sést hefði til björgunarbáts. Vélin
hafði hvorki eldsneyti til þess að bíða
eftir skipinu né nokkuð til þess að
merkja staðinn. Varðskipið var ekki
komið á staðinn sem gefinn hafði ver-
ið upp fyrr en fjórum tímum síðar, þá
var komið niðamyrkur og ekkert sást
til björgunarbátsins. Þann 19. febr-
úar barst önnur tilkynning frá TF-
SÝR um að sést hefði til björgunar-
báts. Í þetta skipti var betur staðið að
því að merkja staðsetningu bátsins
og bæði neyðarsendi og reykdufti
varpað niður. Björgunarbáturinn
fannst fallinn saman og vindlaus.
Bundið við bátinn var lík af ungum
manni. Tíu dögum eftir að Sjö-
stjarnan sendi út neyðarkallið eða
þann 22. febrúar var skipulagðri leit
hætt.
Hafið gaf og hafið tók
Ungi maðurinn sem bundinn var
við björgunarbátinn var Þór Kjart-
ansson, hann var sá eini af þeim tíu
sem fórust sem fannst. Með bátnum
fórust fimm Íslendingar og fimm
Færeyingar, sjö af þeim voru for-
eldrar. Fimm konur misstu eigin-
menn sína, 21 barn varð föðurlaust og
eitt barn munaðarlaust. Nöfn þeirra
sem létust eru Engilbert Kolbeins-
son, 34 ára og eiginkona hans Gréta
Þórarinsdóttir, 27 ára, Þór kjart-
ansson, 26 ára, Guðmundur J. Magn-
ússon, 41 árs, Alexander Gjörveraa,
38 ára, John Frits, 47 ára, Arnfinn
Jöensen, 17 ára, Niels Jul Haraldsen,
46 ára, Hans Martin Ness, 16 ára og
Holberg Bernhardsen, 28 ára.
Hafið gaf og hafið tók og á þessum
tíma voru sjóslys mun tíðari en í dag.
Búnaður til björgunar var lakari og
eins þekktist ekki það sem í dag er
kallað áfallahjálp í því mæli sem nú
er. Sú sálfræðiaðstoð og stuðningur
sem aðstandendur fengu var lítill sem
enginn og tíminn átti að lækna sárin.
Þegar svona stór slys eiga sér stað
eru margir sem sitja eftir með sorg í
hjarta og þó að tíminn geri það auð-
veldara að lifa með sorginni hefði
áfallahjálp verið nauðsynleg til þess
að vinna úr henni. Sem betur fer hef-
ur þróunin orðið til þess að sjóslysum
hefur fækkað auk þess sem betur er
hugað að þeim sem bíða heima.
Heimildaskrá:
Höskuldur Skarphéðinsson. (1999).
Sviptingar á sjávarslóð. Reykjavík: Mál og
menning.
Meðfylgjandi myndir eru af Sjöstjörnunni
og hjónunum Grétu og Engilberti og eru
þær í eigu höfundar.
Engilbert Kolbeinsson.
Höfundur er nemi í bókmenntafræði
við Háskóla Íslands.
Baksíða Morgunblaðsins 13. febrúar 1973 þar sem fjallað er um slysið.
kvæmlega og hægt var. Önnur til-
kynning barst frá skipstjóra Sjö-
stjörnunnar um klukkan 15:40.
Greindi hann þá frá því að ástandið
væri orðið mjög alvarlegt um borð og
áhöfnin væri í þann mund að setja út
þá tvo gúmmíbjörgunarbáta sem til
staðar voru í bátnum. Það síðasta
sem heyrðist frá Engilberti var að all-
ir væru komnir í björgunarbáta nema
hann, en hann ætlaði að ganga frá
sendistöðinni. Stuttu síðar eða um
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013
Mjúkt, glansandi...
slétt eða krullað, aldrei aftur úfið.
> Argan línan inniheldur lífræna
Argan olíu frá Marocco
> Inniheldur hvorki paraben né súlfat
> þyngir ekki hárið
Prófaðu þú finnur muninn.
Fæst á hársnyrtistofum.
fyrir hárið
Milk Shake stofur
Zone Akureyri
Rakara og hárstofan Kaupangi
Hársnyrtistofa Ernu Akureyri
Amber Akureyri
Spectra Akureyri
Draumahár Keflavík
Hárgreiðslustofa Jónu Kirkjubæjarklaustri
TK Borgarnesi
Hárgreiðslustofa Bryndísar Braga
Blönduósi
Hárskör Hvolsvelli
Hársnyrtistofa Magneu Ólafsfirði
Hárgreiðslustofa Rósu Borg Húsavík
Fimir fingur Keflavík
Hársker Kópaskeri
Hársnyrtistofa Anítu Keflavík
Hárskúrinn Keflavík
Estíló keflavík
Flóki Sandgerði
Hársnyrtistofa Sveinlaugar Grenivík
Hárgreiðslustofa Margrétar Keflavík
Hársnyrtistofa Gunnhildar Hellisandi
Hárstofan Stykkishólmi
Hár.is Fellabæ
Capelló Sauðárkróki
Hárverkstæðið Dalvík
Hjá Sögu Dalvík
Merlín Dalvík
Hársnyrtistofa Sveinu Hvammstanga
Hárgreiðslustofa Kolbrúnar Varmahlíð
Hársnyrtistofa Jóhönnu Jónsdóttur
Siglufirði
Ametyst Ísafirði
Hársport Díönu Veru Reykjavík
Brúskur Reykjavík
Hárgreiðslustofa Sólveigar Leifs
Reykjavík
Grand hársnyrtistofa Reykjavík
Salahár Kópavogi
Emóra Reykjavík
TSH Hársnyrtistofa Reykjavík
Hárgreiðslustofa Rögnu Reykjavík
Hársyrtistofan Manda Reykjavík
Hárgreiðslustofan Elíta Kópavogi
Hárgreiðslustofan Aþena Reykjavík
Klipparinn Laugum Reykjavík
Dúett Reykjavík
Hárkó Topphár Kópavogi
Rakarastofan Dalbraut Reykjavík
Sara Brekkuhúsum Reykjavík
Gott Útlit Kópavogur
Fagfólk Hafnarfjörður
Hárgreiðslustofan Toppur Hafnarfirði
Aþena Mjódd Reykjavík
Hárgreiðslustofa Hrafnhildar Árbæ
Reykjavík
Klipphúsið Reykjavík
Hairdoo Kópavogi
Wink Kópavogi
Hárgreiðslustofa Brósa Reykjavík
Hárgreiðslustofa Guðrúnar Alfreðs
Reykjavík
Króm Reykjavík
Cleó Garðatorgi Garðabæ
Mýrún Reykjavík
Hárið Kópavogi
Rakarastofa Gríms Reykjavík
Hárgreiðslustofa Maríu Neskaupsstað
Hárhornið Grindavík
Gresika Reykjavík
Gallerý Hár Neskaupsstað
Hárgreiðslustofa Sveinlaugar
Hárstofa Sigríðar Reyðarfirði