Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 22
Tugþúsundir manna tóku þátt í mótmælum í Aþenu og fleiri borgum Grikklands í gær gegn aðhaldsaðgerðum stjórnvalda. Allsherjarverk- fall, hið fyrsta á þessu ári, olli miklum truflunum á samgöngum og þjónustu sjúkrahúsa. Mótmæl- in voru skipulögð af samtökum launþega hjá op- inberum aðilum en einnig í einkageiranum. Gert er ráð fyrir að samdráttur verði í efnahagnum á þessu ári, sjötta árið í röð. Stjórn Antonis Sam- aras forsætisráðherra segir óhjákvæmilegt að samþykkja kröfur erlendra lánardrottna um harkalegan niðurskurð opinberra útgjalda. Grikkir mótmæla harkalegu aðhaldi AFP 22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fram kom í vitnaleiðslum í máli hlauparans Oscars Pistorius í Suður-Afríku í gær að ná- grannar hefðu heyrt „skothvelli, óp og síðan fleiri skothvelli“ frá húsi hans um nóttina þegar unnusta hans, Reeva Steenkamp, dó. Einnig hefði heyrst mikill hávaði vegna rifr- ildis frá klukkan tvö til þrjú en Steenkamp var skotin til bana um fjögurleytið. Pistorius er ákærður fyrir að hafa myrt unnustu sína á heimili þeirra í síðustu viku. Sjálfur segist hann hafa talið að innbrots- þjófur væri á ferð og um hafi verið að ræða slys. Það þótti styrkja nokkuð vörn Pistorius í gær að lögreglumaðurinn Hilton Botha sagði engar mótsagnir vera í lýsingu hlaup- arans á atburðarásinni. Botha sagði að umræddur nágranni hefði talið að ópin sem hann heyrði hefðu verið frá konu. En það þótti að sögn BBC Engar mótsagnir í frásögn Pistorius  Þykir styrkja vörn fatlaða hlauparans í rannsókninni vegna dauða unnustunnar en nokkur fyrirtæki eru nú þegar hætt að nota hann í auglýsingum sínum þótt dómur hafi ekki fallið AFP Beygður Pistorius í réttarsal í Pretoríu í gær. Hann hefur oft brostið í grát í vitnaleiðslunum. draga úr trúverðugleika vitnanna að mað- urinn sem sagðist hafa heyrt rifrildi var að sögn Botha staddur á svölum í um 600 metra fjarlægð frá húsi Pistorius en sá þar ljós. Síð- ar breytti Botha þó tölunni og sagði nú manninn hafa verið í um 300 metra fjarlægð. Sjálfur segir Pistorius að ekki hafi verið um neinar deilur að ræða, hann hafi verið sof- andi þar til hann heyrði þrusk sem hann taldi vera frá þjófi. Hann hafi þá staulast fram án þess að setja á sig gervifæturna. En Botha segir sárin á líkinu benda til að það sé ekki rétt, skotin hafi komið úr meiri hæð en svo. Fyrirtæki segja skilið við Pistorius Steenkamp var inni á örlitlu, lokuðu baðherbergi þegar Pistorius skaut hana. Verjendur bentu á að hún hafi reynst vera með tóma þvagblöðru sem renndi stoðum undir frásögn Pistorius um að hún hefði ekki verið að flýja hann heldur farið á salernið. Einnig kom fram að ekki voru nein merki um slagsmál á líkinu. Dómþingi í málinu var í gær frestað þar til í dag en tekist er á um það hvort láta eigi íþróttamanninn lausan gegn tryggingu. Er hugsanlegt að niðurstaða fáist í dag. Pistorius, sem er 26 ára, fæddist bækl- aður og missti báða fætur í æsku, keppti við góðan orðstír á Ólympíuleikunum í London. Hann segist hafa elskað unnustu sína heitt og sambandið hafi verið afar gott, hann syrgi hana ákaft. Steenkamp var fyrirsæta, þótti afar fríð og var mjög vinsæl. Lögreglumað- urinn Botha sagði að Pistorius hefði áður verið handtekinn fyrir líkamsárás á heimili sínu en gat ekki tilgreint hvenær. Aldrei var lögð fram kæra vegna árásarinnar. Pistorius hefur hlaupið á gervifótum frá íslenska stoðtækjafyrirtækinu Össuri sem notar hann í kynningu. Franska snyrtivöru- fyrirtækið Clarins ætlar nú að hætta að birta auglýsingar með hlauparanum og fleiri fyrir- tæki hafa yfirgefið hann. Forseti Túnis, Moncef Mar- zouki, átti í gær bráðafundi með stjórnmálaleið- togum til að ræða stöðuna eft- ir skyndilega af- sögn Hamadis Jebalis forsætis- ráðherra á þriðjudag. Sjálfur vill Jebali að stjórn óháðra sérfræðinga taki við. Komið hefur til blóðugra mót- mæla eftir morðið á einum þekkt- asta leiðtoga stjórnarandstæðinga á vinstrivængnum, Chokri Belaid, 6. febrúar. Fjölskylda hans hefur kennt stjórnarflokki Jebalis, En- nahda, um morðið en enginn hefur gengist við því. kjon@mbl.is Marzouki forseti kannar möguleika á stjórnarmyndun Moncef Marzouki TÚNIS Hugsanlegt er að orsök útbreiddra sjúkdóma eins og offitu, sykursýki og sumra krabbameina sé í ríkara mæli en álitið hefur verið ýmis efnasambönd í manngerðum hlut- um, segir á vef Dagens Nyheter. Algengara hefur verið að nefna efni í mat í þessu sambandi. Vitnað er í nýja skýrslu SÞ og Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar, WHO, þar sem segir að erfðaeiginleikar geti ekki skýrt aukna tíðni þessara sjúk- dóma. Höfundar hennar nefna sem líklega orsakavalda PCB, einnig ýmis eld-tefjandi efni, einnig blý og kvikasilfur. kjon@mbl.is Hættuleg efni í algengum hlutum SKÝRSLA SÞ OG WHO Samtök franskra gyðinga sögðu í gær að árásum og hótunum í garð fólks úr röðum gyðinga hefði fjölgað um 58% frá því að hryðjuverkamað- ur réðst á gyð- ingaskóla og myrti þrjú börn og þrjá hermenn í fyrra. Gyð- ingaleiðtoginn Richard Prasquier sagði svo komið að gyðingar þyrftu nú vernd þegar þeir „fara í skóla, koma saman eða biðja“. kjon@mbl.is Árásum á gyðinga fjölgar mikið Ráðist er einnig á grafreiti gyðinga. FRAKKLAND Á PARKETI OG FLÍSU M 20-30% AFSLÁTTUR TILBOÐSDAGAR Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur Sími 595 0570 ▪ www.parki.is

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 43. tölublað (21.02.2013)
https://timarit.is/issue/370922

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

43. tölublað (21.02.2013)

Aðgerðir: