Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 ✝ Alfreð Karls-son fæddist 25. september 1920 í Reykjavík og lést hann á Landspít- alanum í Fossvogi 10. janúar 2013 eft- ir stutt veikindi. Hann ólst upp hjá fósturfor- eldrum sínum, þeim Maríu Guð- ríði Guðnadóttur og Sveini Vopnfjörð Jónssyni. Eftirlifandi eiginkona Alfreðs er Liss Muller f. 1929. Þau voru þau gefin saman í Laugarnes- kirkju 1950. Börn þeirra eru: 1) María Klara Alfreðsdóttir f. 1952, eiginmaður hennar er Guðmundur Bjarnason. Þau eru búsett í Garðabæ og eiga tvö börn, Áshildi Lísu Guðmunds- dóttur og Bjarney Rós Guð- Andra Alfreðsson og Emil Al- freðsson. Alls eru langafabörn- in orðin 17 talsins. Lengst af bjuggu Alfreð og Liss á Lauga- teigi í Reykjavík en hafa gegn um árin verið búsett í Álfkonu- hvarfi í Kópavogi. Þau Alfreð og Liss stóðu saman í blíðu og stríðu og unnu að verkefnum lífsins sem einn maður. Sem ungur maður starfaði Alfreð meðal annars í verslun Álafoss við Barónsstíg. Hann fékk styrk hjá mennta- málaráðurneytinu árið 1947 til að nema ullariðnfræði erlendis. Hann var við nám í fjögur ár bæði í Svíþjóð og í Óðinsvéum í Danmörku og útskrifaðist það- an sem ullariðnfræðingur. Hann rak prjónastofu í mörg ár en síðustu árin vann hann í Landsbankanum á Laugavegi 7. Alfreð Karlsson var jarð- sunginn frá Lauganeskirkju 22. janúar og lagður til hinstu hvíldar í kirkjugarðinum í Kópavogi. mundsdóttur og 5 barnabörn. 2) Lud- wig Swen Al- freðsson f. 1955 og á hann þrjú börn. Gunnar Karl Lúð- víksson, Leó Lúð- víksson, Tómas Lúðvíksson. Lud- wig á 3 barnabörn. 3) Helga Sóley Al- freðsdóttir f. 1961, eiginmaður hennar er Elvar Ólafsson, þau búa í Kópavogi og eiga fjórar dætur. Ernu Rut Elvarsdóttur, Eydísi Lenu Elvarsdóttur, Karen Ingu Elvarsdóttur og Eriku Leu Elv- arsdóttur. Helga Sóley og Elvar eiga 9 barnabörn. 4) Alfreð Karl Alfreðsson f. 1964. Eig- inkona hans er Hilma Ösp Bald- ursdóttir. Þau eru búsett í Graf- arvogi og eiga tvo syni. Alfreð Nú ertu farinn, elsku pabbi minn, mikið sakna ég þín og ég hugsa um þig á hverjum degi. Með mikilli hryggð og söknuði sest ég niður og skrifa nokkur orð til minningar um þig. Mér finnst svo skrítið að hugsa til þess að ég eigi ekki aftur eftir að hitta þig og það setur tómarúm í líf mitt. Tíminn líður svo hratt og vil ég þakka þér fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Ég minnist þegar þú fórst með mig og systkini mín í útilegur og ferðalög allar helgar á sumrin og kenndir mér nöfnin á öllum fjöll- unum sem við keyrðum framhjá. Á veturna fórstu með okkur á skíði og fyrstu minningar mínar eru þegar þú dróst mig á snjó- þotu á gönguskíðum yfir hvítu snjóbreiðuna. Þú varst svo mikið fyrir útiveru og íþróttir og þetta hef ég fengið í arf frá þér. Þú hvattir mig til að stunda íþróttir og komst á allar keppnir og íþróttamót að horfa á mig og til að styðja mig. Ég minnist einnig alls þess tíma sem þú hjálpaðir mér að lesa undir próf og hlýða mér yfir námsefnið. Þegar ég varð eldri hvattir þú mig til að ganga menntaveginn og það sem ég er í dag á ég þér mikið að þakka. Þegar ég leitaði til þín með vandamál varstu alltaf tilbúinn að hlusta, aðstoða mig og gefa mér góð ráð. Þú varst svo góður mað- ur, hafðir gott lundarfar, varst með góða kímnigáfu og öllum þótti vænt um þig. Það er svo margt sem við skiljum ekki og höfum engin svör við. Það sem ég get gert í sorg minni er að hugsa um allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Góð er sú til- finning að þó að þú sért farinn veit ég að þú ert allt um kring í lífi mínu, barnanna minna og barnabarna. Barnabörnin þín hafa spurt um þig þegar þau horfa á myndir af þér. Ég segi þeim að þú sért uppi í himninum og sért stjarna uppi í himninum og bendi ég þá á björtustu stjörn- una sem skín og þá færist yfir þau bros að þú sért þar að horfa niður á okkur. Mamma biður að heilsa og saknar þín. Já, minn- ingar mínar eru góðar og auðga líf mitt og fyrir þær vil ég þakka. Megi góður Guð blessa minn- inguna um hann pabba. Vertu sæll minn kæri vinur, hverf þú inn í stjörnuskin. Ég óska þér nú sálarró, í hjarta mínu stormar hríð. Ég óska ástvinum þínum hjartans frið, óska þess að sorgin sýni þeim grið. Hvíli í friði, faðir minn orðstír deyr aldrei þeim er sér góðan getur. (Teresa Dröfn.) Þín, Helga Sóley Alfreðsdóttir. Alfreð Karlsson Mig langar til að minnast góðrar vinkonu minnar. Elsku Sigurbjörg mín. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við spjölluðum mikið saman þegar við hittumst, ég tala nú ekki um þegar við fórum á gömlu dansana í Al- þýðuhúsinu í gamla daga, þá vorum við í góðu stuði og döns- Sigurbjörg Pétursdóttir ✝ SigurbjörgPétursdóttir fæddist 4. sept- ember 1932 á Hell- issandi. Hún and- aðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. jan- úar 2013. Útför Sig- urbjargar fór fram frá Fossvogskirkju 5. febrúar 2013. uðum mikið. Svo löbbuðum við sam- an vestur á Öldu- götu og fengum okkur kaffisopa. Já, það er margt hægt að rifja upp frá því í gamla daga bæði hér fyrir sunnan og eins vestur í Grundar- firði. Ég tala nú ekki um í vinnunni hjá Soffa. Þar var oft gert að gamni sínu og mikið hlegið. En þetta er allt liðið en gleymist aldrei. Þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an, elsku Sigurbjörg mín. Ég sakna þín mikið en sem betur fer þá ertu á góðum stað núna. Kveðja, Hjördís Inga Einarsdóttir. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um Jón Reykdal, ekki vegna þess að ég eigi ekki minningar um hann, heldur eru þær svo margar og góðar að það er erf- itt að gera upp á milli þeirra. Jón Reykdal hefur verið hluti af lífi mínu allt frá fæð- ingu. Ég á ógrynni góðra minn- inga um Jón Reykdal, hvort sem þær eru frá barnæsku, unglings- eða fullorðinsárum. Þar sem mikill samgangur hef- ur alltaf verið á milli fjöl- skyldna eru minningarnar margar og góðar og erfitt að setja niður einhverja sérstaka minningu sem stendur upp úr. Mér eru minnisstæð fjölmörg ferðalög, útskriftir, matarboð, heimsóknir og fleira sem fjöl- skyldur gera saman. Ég minn- ist þess að þegar að ég var barn þá var Jón alltaf að gant- ast í mér og bræðrum mínum en yfirleitt var það vegna glens og gríns af hans hálfu að maður hlakkaði til að fara í fjölskyldu- boð eða aðrar uppákomur. Ég man að stundum spurði ég for- eldra mína: „Verða Jóhanna og Jón þarna?“ ef svarið var ját- andi hlakkaði ég til að fara. Ég man ekki endilega hvað fór fram í þessum uppákomum eða hvort tilefnið væri eitthvað sér- Jón Reykdal ✝ Jón Reykdal,listmálari og lektor við mennta- vísindasvið Há- skóla Íslands, lést 30. janúar á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi, 68 ára að aldri. Jón var jarð- sunginn frá Hall- grímskirkju 7. febrúar 2013. stakt. En ég man þó að það var gam- an vegna þess að Jón Reykdal var á staðnum. Ég minn- ist Jóns Reykdals sem einstaklega skemmtilegs manns með ein- staka nærveru, hann gat talað um alla hluti og sýndi öllu sem ég tók mér fyrir hendur áhuga hvort sem það væri nám, vinna eða daglegt líf. Hann hikaði ekki við að veita góð ráð og fræðslu ef ég leitaði til hans vegna ein- hvers. Ég man sérstaklega eftir samtölum okkar um ljósmynd- un þar sem hann var ávallt reiðubúinn að veita góð ráð varðandi fagurfræði- og tækni- legar hliðar þess að taka mynd- ir. Alltaf þegar við hittumst, hvort sem það var í veislum eða á förnum vegi, spurði hann af einskærum áhuga um það sem ég væri að gera þessa dagana. Hann hafði alltaf áhuga á því hvað Sigga var að gera og hvaða verkefni hún væri að fást við og hvernig gengi hjá henni og hvernig Lára hefði það. Hann hafði sérstakt lag á sam- ræðulistinni, var einstaklega góður ræðumaður og gat talað við alla um nánast allt og aldrei var húmorinn langt undan. Jón Reykdal var einstaklega góður félagi sem bar hag allra sinna nánustu fyrir brjósti. Þó að ég sé nú afar hryggur og sorg- mæddur yfir fráfalli Jóns hugga ég mig við minningarnar um þær fjölmörgu góðu stundir sem við áttum saman í gegnum árin og ég mun varðveita þær um ókomna tíð. Daði Hall. Okkur systur langar að minnast yndislegrar frænku okkar í örfá- um orðum. Bjarka frænka var alltaf hrein, bein, traust og alltaf samkvæm sjálfri sér og sagði það sem henni fannst. Hún var fyrir okkur alltaf hress og kát og sögurnar sem við heyrðum af henni ungri eru engu líkar, þá lifði hún lífinu lifandi eins og fólk á að gera. Minningar frá heimsóknum í Tómstundahúsið þegar hún vann þar væru hverju barni sem gull. Þar lékum við lausum hala innan um endalaust af leikföng- um og vorum iðulega leystar út með gjöfum. Endalausir strumpar og Disney-fígúrur. Bjarka frænka var einstak- lega nýtin kona. Í eitt af skipt- unum sem við systur vorum í pössun uppi á Elló munum við eftir að hafa fengið þrisvar sama matinn í mismunandi útgáfum. Ef við munum rétt þá byrjaði þetta á bollum, sem urðu svo að eins konar grýtu sem endaði svo ofan á brauði við misgóðar und- irtektir okkar krakkanna. Hún alltaf á fullu, í eldhúsinu, selja veiðileyfi, þrífa og föndra eða eitthvað annað sem hún gerði svo vel og fallega. Hún hafði líka húmor fyrir sjálfri sér eins og amma Dúnna. Í eitt skiptið heimsótti hún Söndru til Tulsa, þá bjó Berg- lind þar líka. Þar bauð hún (eins Björk Bergmann ✝ Björk Berg-mann fæddist í Reykjavík 5. júní 1953. Hún lést föstudaginn 11. janúar 2013. Útför Bjarkar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. og henni einni var lagið) til íslensks pylsupartís. Nú skyldi tjaldað öllu því íslenska sem upp úr töskunum kom, en þar bauð hún uppá SS-pyls- ur, SS-sinnep, pylsubrauð, steikt- an lauk og Hunts- tómatsósuna, jú ís- lenskt skyldi það vera! Hún var líka einstaklega dugleg við að versla í útlöndum og átti það til að fá heilu gámana senda heim á eftir sér með enda- lausum varningi. Eitt af því sem aldrei klikkaði hjá Björku voru afmæliskveðj- urnar. Þó svo sambandið hefði minnkað með árunum fengum við alltaf sms á afmælisdaginn og líka þegar strákarnir okkar áttu afmæli, seinna meir voru kveðjurnar komnar á facebook en gleymdust aldrei. Þetta þótti okkur óendanlega vænt um. Ef við hittum hana einhvers staðar fyrir tilviljun var hún svo áhugasöm um allt sem var að gerast hjá okkur og ekki síður áhugasöm um að segja okkur frá því sem var að gerast hjá Styrmi, Söndru og barnabörn- unum. Það fór ekki milli mála hversu mikilvæg þau voru henni og hversu vænt henni þótti um fólkið sitt. Elsku Bjarka, við vitum að afi og amma hafa tekið vel á móti þér og þau sjá til þess að þér líði vel. Síðan brallið þið amma eitt- hvað saman og hlæið svo að allri vitleysunni. Elsku Styrmir, Sandra og fjölskyldur, okkar innilgeustu samúðarkveðjur. Ykkar frænkur, Kristín Bergmann og Berglind Bergmann. Elsku frænka mín. Mikið afskap- lega finnst mér heimurinn vera tómlegur án þín. Þú hefur verið svo stór partur af lífi mínu frá því að ég man eftir mér og mér finnst skrítið að ég fái ekki að heyra hláturinn þinn aftur. Þú varst viðstödd fæðingu frum- burðar míns sem ég nefndi svo í höfuðið á þér. Þú tókst að þér hlutverk skírnarvotts hjá Írisi minni og það sem við hlógum yfir því að þú bærir nú ábyrgð á kristilegu uppeldi hennar. Með þér á ég margar af mín- um bestu minningum. Skemmtilegastar eru tyggjók- lessuveiðarnar okkar í Hafnar- firði og þegar við reyndum að Guðfinna Lind Hentze ✝ Guðfinna LindHentze fæddist í Hafnarfirði 8. mars 1972. Hún lést 30. janúar 2013. Útför Guðfinnu fór fram 8. febrúar 2013. vera krúttlegar í Hellisgerði svo ferðamennirnir myndu gefa okkur nammi með alveg ágætum árangri og allt það sem við brölluðum á Hólmavík og í sveitinni hjá mömmu og pabba. Svo bjuggum við saman í verbúðun- um í Hnífsdal og Ísafirði og deildum þar herbergi og öllu því sem var að gerast í lífi okk- ar. Þú hefur alltaf verið klett- urinn minn í gegnum lífið og mér þykir alveg óendanlega vænt um þig. Ég sakna þín en hlakka jafn- framt til að hitta þig aftur þeg- ar mínir dagar eru á enda. P.s. ég skal líta eftir Lydíu og Natalíu fyrir þig. Ég veit að allir munu leggjast á eitt við að passa upp á þær svo þú þarft engar áhyggjur að hafa. Kveðja, Guðbjörg frænka. Kæra Ásta. Mig langar að þakka þér fyrir alla velvild þína í minn garð og þau ár sem við höfum átt saman. Þú varst góð tengdamamma – hlý, kurteis, vingjarnleg, almennileg og vild- ir allt fyrir alla gera. Allt sem þú gerðir fyrir okkur gerðir þú skilyrðislaust og það var svo gott. Viðkvæðið var: „Ekkert mál, þetta reddast, við finnum út úr þessu.“ Takk fyrir að vera svo góð ská-amma fyrir Veroniku dótt- ur mína og stjúpdóttur Magn- úsar. Hún sótti mikið í að fá að vera hjá ykkur Sæla og saknar þín sárt. Ragnheiður sonardótt- ir þín vildi helst vera hjá þér og ykkur öllum stundum og varstu í miklu uppáhaldi. Hún var bú- in að búa til lag um ykkur – afa og ömmu sem hún sönglaði daginn út og inn sem sýndi hversu títt þú varst í huga hennar. Einhvern veginn áttum við okkur ekki alveg á því að þú sért farin því þú ert svo ljóslif- andi í huga okkar og þannig munt þú vera. Hvíl í friði. Sesselja. Leið oss, ljúfi faðir, legg oss allt til hags. Nú er miður morgunn mannsins vinnudags. Hugga hjörtun ungu, hresstu veikan móð þeirra, sem nú syngja síðast barnaljóð. (Matthías Jochumsson) Þetta fallega vers, sem var nokkurs konar skólasöngur Húsmæðraskólans á Laugar- vatni, rifjast upp fyrir mér þegar ég hugsa um Ástríði Ástmundsdóttur, eða Ástu Ástríður Ástmundsdóttir ✝ Ástríður Ást-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 25. júlí 1938. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 1. febrúar 2013. Útförin fór fram frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn 9. febrúar 2013. eins og hún var alltaf kölluð, vin- konu okkar og skólasystur á Húsó veturinn 1959-1960. Við vorum 31, hressar og kátar, sín hvor- um megin við tví- tugt, sem stunduð- um nám og deildum kjörum þennan skemmti- lega vetur sem aldrei gleymist og í minningunni var bara gaman. Ásta er sú fjórða sem kveður og verður hennar sárt saknað, hún var góður félagi, átti gott með að samlagast hópnum, fór ekki með hávaða eða látum, var hæglát og skap- góð, hafði skemmtilegan húm- or, var vandvirk og vinnusöm. Þær skólasystur okkar sem búa á Reykjavíkursvæðinu stofnuðu strax saumaklúbb eft- ir skóladvölina og hittast reglu- lega, en við austan fjalls vorum dreifðari og hittumst bara með öllum hópnum þegar við héld- um upp á stórafmæli frá út- skrift okkar, þar til fyrir tveim árum þegar við vorum hættar að vinna utan heimilis, fórum við að hittast og rifja upp gaml- ar minningar, glöddumst saman og skemmtum okkur vel. Næst verður einni færri í hópnum en við getum glaðst yfir minning- unni um Ástu, hún átti góða ævi, var búin að hitta sinn lífs- förunaut, hann Sæla sinn, Ár- sæl Guðmundsson, áður en við fórum í Húsó, þau opinberuðu trúlofun sína í jólafríinu, okkur fannst þau smellpassa saman, voru alla tíð hamingjusöm og samrýmd, byggðu sér fallegt og notalegt heimili í Þorlákshöfn, eignuðust fjögur börn, síðar komu barnabörnin og eitt lang- ömmubarn er komið í hópinn. Ásta naut þess að hlúa að hópn- um sínum, var bóngóð og hjálp- söm. Að lokum sendum við Sæla og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd skólasystra aust- an fjalls, Guðmunda Auðunsdóttir.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 43. tölublað (21.02.2013)
https://timarit.is/issue/370922

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

43. tölublað (21.02.2013)

Aðgerðir: