Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fjöldi rússneskra listamanna mun
koma til landsins í ár í tilefni þess að
70 ár eru liðin síðan Ísland og Rúss-
land tóku upp stjórnmálasamband.
Meðal listamanna sem koma til lands-
ins er Vladímír Spivakov, stjórnandi
kammerhljómsveitarinnar The Vir-
tuosos of Moscow, en hann er meðal
þekktustu tónlistarmanna Rússlands.
Mun Spivakov stýra hljómsveitinni í
Hörpu.
Það er Andrey V. Tsyganov, sendi-
herra Íslands á Rússlandi, sem upp-
lýsir blaðamann um þetta og hvernig
til standi að setja upp sýningu á verk-
um meistara Jóhannesar S. Kjarvals í
Marmarahöllinni í St. Pétursborg í
sumar. Íslenskir áhugamenn um
myndlist munu eiga hægt um vik að
sjá verkin ytra því 1. júní næstkom-
andi hefst nýr kafli í flugsögu
ríkjanna með því að Icelandair hefur
beint flug til borgarinnar sem kennd
er við Pétur mikla.
Má m.a. þakka það nýjum ferða-
málasamningi milli ríkjanna, að sögn
Tsyganovs, sem útskýrir hvernig
ferðalög milli ríkjanna hafi hingað til
kallað á millilendingu í öðru landi.
Þá verði sýning á ljósmyndum Sig-
urjóns Péturssonar og Þóru Hrannar
Njálsdóttur sett upp í Moskvu, nánar
tiltekið myndir þeirra úr bókinni Að-
ventu á Fjöllum.
Umfjöllun á jákvæðum nótum
Sendiherrann segir mikinn áhuga
á Íslandi í Rússlandi. „Eldgosið í
Eyjafjallajökli í apríl 2010 jók áhuga
Rússa á Íslandi. Tímasetningin er því
góð. Sjálfur varð ég sendiherra Rúss-
lands á Íslandi í mars 2010 og fylgdist
því vel með því sem var sagt um Ís-
land á rússneskum vefsíðum. Um-
fjöllunin var í einu orði sagt mjög já-
kvæð. Ég minnist þess satt að segja
ekki að hafa lesið eina einustu nei-
kvæða grein,“ segir Tsyganov.
Sendiherrann er mikill áhugamað-
ur um sígildar listir og rifjar upp upp-
lifun sína af opnunartónleikum í
Hörpu 4. maí árið 2011.
„Tónleikarnir voru áhrifaríkir. Ég
tók sérstaklega eftir því hversu vel ís-
lensku áhorfendurnir kunnu að meta
tónlistina. Það sama gerði ég á tón-
leikum hljómsveitarstjórans Genna-
díjs Rosdestvenskíjs með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands í Hörpu.
Íslendingar eru auðsjáanlega vel
búnir undir hámenningarlega at-
burði. Píanóleikarinn Denis Matsuev
var líka ánægður með viðtökurnar
þegar hann spilaði hér í nóvember
2011. Eftir tónleikana sagði hann
mér hversu ánægður hann væri
með að geta spilað í Reykja-
vík fyrir svo þroskaða
áheyrendur. Viðtökurnar
hafa því verið góðar og
þess vegna langaði okk-
ur til að bjóða upp á
tónlistarflutning í hæsta gæðaflokki á
þessu ári,“ segir Tsyganov og vísar til
komu Spivakovs og sveitar hans síðar
á árinu.
Heyra má á sendiherranum að
fleira sé í bígerð og fæst hann til að
upplýsa að sendiráðið muni meðal
annars standa fyrir menningarhátíð
þar sem haldið er upp á jakútíska
menningu. Þá muni það setja upp
sýningu á myndskreyttum rúss-
neskum bókum með þýðingum á Ís-
lendingasögunum og efna til rúss-
neskrar kvikmyndahátíðar.
Sendiherrann útskýrir því næst
hvernig unnið hafi verið að ýmsum
samningum sem greiða muni fyrir
frekari samskiptum og samvinnu
ríkjanna. Von hans sé að þeir muni
treysta vináttubönd þjóðanna enn
frekar. Gagnkvæm samhygð sé milli
þegna ríkjanna.
Rússnesk menningarhátíð
Morgunblaðið/Kristinn
Listunnandi Andrey V. Tsyganov, sendiherra Rússlands á Íslandi, er mikill áhugamaður um æðri listir. Hann ber íslenskum tónlistarunnendum vel söguna.
Haldið upp á 70 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Rússlands með listviðburðum á árinu
Heimsfrægur stjórnandi stýrir kammerhljómsveit í Hörpu Íslensk myndlist sýnd í Rússlandi
Vladímír Pútín Rússlandsforseti lét
þau orð falla í síðustu viku að Rússar
mundu í auknum mæli beita öðrum
aðferðum en vopnavaldi til að auka
áhrif sín í heiminum á næstu árum.
Spurður hvernig önnur ríki muni
verða þessarar stefnu vör segir
Tsyganov að stórveldin eigi orðið
það samtvinnaðra hagsmuna að
gæta að vopnaskak til að treysta völd
og áhrif heyri orðið sögunni til.
Það ýti undir þessa þróun að
svarthvít heimsmynd kalda stríðsins
sé liðin undir lok. Samskipti á menn-
ingarsviðinu séu dæmi um leiðir til
að byggja brýr.
Spurður hvort hann telji að út-
breiðsla netsins í Rússlandi muni
hafa áhrif á þróun lýðræðis í landinu
segir sendiherrann að opin skoðana-
skipti netsins hafi þegar haft sín
áhrif í Rússlandi.
Pútín fylgist vel með netinu
„Pútín forseti fylgist t.d. með því
sem sagt er um ástandið í landinu á
netinu. Þar sér hann milliliðalaust
hvað fólkið skrifar um hann og ríkis-
stjórnina, án þess að upplýsingarnar
séu síaðar af aðstoðarmönnum og
starfsmönnum ráðuneyta.“
Tsyganov leggur síðan áherslu á
að netið bjóði þeirri hættu heim að
geta kynt undir andúð á tilteknum
trúarhópum, líkt og Rússar hafi séð
dæmi um á síðari árum.
Aðspurður hversu mikinn áhuga
rússnesk stjórnvöld sýni þróuninni á
norðurslóðum – einkum opnun sigl-
ingaleiða og hagnýtingu málma og
jarðefnaeldsneytis – segir Tsyganov
þau hyggjast verja sem svarar 726
milljörðum kr. í uppbyggingu inn-
viða í Norður-Rússlandi. Fjárfest-
ingunni sé ætlað að tryggja að Rúss-
ar geti sem best nýtt þau tækifæri
sem opnun siglingaleiða og nýting
ýmissa náttúruauðlinda feli í sér.
Hins vegar sé of snemmt að segja
nokkuð til um hversu mikil áhrif
hlýnunar verði í heimshlutanum.
Vopnavaldið
hluti af liðinni tíð
Rússar boða friðsamlega utanríkisstefnu
Undir öldum Rússneski kjarn-
orkukafbáturinn Júrí Dolgoruky.
AFP
Tsyganov hóf feril sinn í rússnesku
utanríkisþjónustunni árið 1976
þegar Leonid Brezhnev var aðal-
ritari kommúnistaflokksins. Ferill
hans hélt áfram eftir að Sovét-
ríkin liðu undir lok og var
sendiherrann meðal annars
diplómatískur ráðgjafi Vla-
dímírs Pútíns á árunum
1999-2000, þegar sá
síðarnefndi var for-
sætisráðherra
Rússlands.
Tsyganov kom að
undirbúningi leiðtogafundar Reag-
ans og Gorbatsjovs í Höfða í
Reykjavík árið 1986, hann var þá
við störf í Genf.
Leiðtogafundinn ber að sjálf-
sögðu á góma í samtalinu við
sendiherrann sem lýsir yfir þeirri
skoðun sinni að samkomulag
Rússlands og Atlantshafs-
bandalagsins í Reykjavík í maí
2002 hafi jafnvel verið meiri
áfangi. En á fundinum tóku gömlu
erkifjendurnir úr kalda stríðinu
upp samstarf í varnarmálum.
Var ráðgjafi Pútíns
VIÐBURÐARÍKUR FERILL SENDIHERRA
Vladímír
Pútín