Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þeir sem sér-þekkingu hafa og hagsmuna eiga að gæta fá alla jafna nægan tíma til að veita um- sagnir um frum- vörp, ekki síst þeg- ar mikið er í húfi. Þegar undirstöðuatvinnuvegur þjóð- arinnar er í spilinu ákveða stjórnarflokkarnir hins vegar að gefa aðeins um viku til að vinna umsagnir og þegar kvartað er undan þessu segir forystumaður stjórnarliða í málaflokknum að gagnrýnin sé stormur í vatnsglasi. Þetta eru ámóta sannfær- andi viðbrögð og hjá forystu- manni stjórnarliða í stjórnar- skrármálinu, sem heldur því fram að enginn efnislegur ágreiningur sé um það mál. Þar er ágreiningurinn sem sagt einnig stormur í vatnsglasi. Svona tal þjónar auðvitað engum tilgangi en sýnir vel að stjórnarliðar eru algerlega búnir að missa stjórn á að- stæðum á þingi og reyna nú að breiða yfir þá staðreynd að allt er þar í bull- andi ágreiningi um helstu mál og eng- in leið að þau fáist afgreidd, að minnsta kosti ekki með eðlileg- um hætti. En þó að tíminn til að vinna umsagnir við fiskveiðistjórn- arfrumvarpið sé allt of skamm- ur hafa einhverjar umsagnir þegar borist þingnefndinni, enda vita þeir sem myndu þurfa að búa við löggjöfina hve mikið er í húfi. Almennt er ágætur sam- hljómur í umsögnunum að því leyti að þær eru mjög gagn- rýnar á frumvarpið. Það helsta sem skilur á milli er hvort þetta frumvarp er talið ill- skárra eða enn verra en það sem ríkisstjórnin bar síðast á borð fyrir þingið. En breytir það einhverju þegar samstaða er um að málið er stór- skaðlegt? Áhöld eru um hvort frumvarp um stjórn fiskveiða er enn verra en fyrra frum- varp eða illskárra} Stórskaðlegt frumvarp Oft hafafréttaskýr-endur í Evrópu afskrifað Silvio Berlusconi í ítölskum stjórn- málum. Fyrir síð- ustu kosningar fluttu helstu blöð á norðan- verðu meginlandinu og handan Ermarsundsins reglubundið fréttir, sem sagðar voru byggð- ar á skoðanakönnunum um að Berlusconi myndi fá hörmulega útreið í kosningum. Úrslitin urðu hins vegar á þann veg að engu var líkara en skoðana- kannanirnar hefðu verið tekn- ar á ritstjórnarskrifstofunum en ekki suður á Ítalíu. Nú eru nýjar kosningar framundan. Og Berlusconi ákvað óvænt að skella sér í slaginn, þótt hann sé kominn vel á áttræðisaldur. Hann hef- ur fengið bærilegan byr, en þó er fjarri því útséð um að það dugi honum til að komast í lyk- ilstöðu á ný. Í upphafi kosningabarátt- unnar sagði Mario Monti, for- sætisráðherrann, sem Brussel valdi og sendi með flugpósti til Rómar, að Evrópusambandið hefði áhyggjur af því ef Berlus- coni kæmist aftur til áhrifa. Monti hefði betur ekki misst þetta út úr sér því fylgi Berlus- conis jókst verulega þegar í stað. En nú eru ráðamenn í Þýskalandi teknir að vara kjósendur á Ítalíu við að styðja Berlusconi í þingkosningunum um helgina. Wolf- gang Schäuble fjármálaráðherra reið á vaðið í samtali við ítalska tímaritið l’Espresso í síðustu viku, þar sem hann sagðist ráð- leggja ítölskum kjósendum að gera ekki þau mistök aftur að kjósa Berlusconi. Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur einnig verið með lítt dul- búnar viðvaranir til ítalskra kjósenda. Ekki þarf að efast um að þessir tveir ráðherrar þýsku ríkisstjórnarinnar telja sig hafa lög að mæla og að endur- koma Berlusconis í valdsæti í Róm gæti gert Brussel og Berlín erfiðara að halda lífi í björgunaraðgerðum evrunnar. Samt ættu þeir í sjálfumgleði sinni að geta gert sér grein fyrir því, að utanaðkomandi afskipti af kosningum mælast hvergi vel fyrir. Jafnvel á Ís- landi, þar sem ESB veitir ólög- lega hundruð milljóna til áróð- urs fyrir stefnu, sem aðeins einn burðugur stjórnmála- flokkur stendur fyrir hér, gæti það mútufé fremur orðið mál- stað Samfylkingarinnar til bölvunar en gagns, þegar upp verður talið. Reynslan sýnir að menn ættu að fara varlega við að hafa vit fyrir kjósendum í öðrum löndum} Brussel, Berlín og Berlusconi F ulltrúar í stjórnlagaráði hafa lengi haft hátt um það að þeir náðu sátt um tillögur að nýrri stjórnarskrá án þess að takast á. Þetta þykir þeim mjög til eftirbreytni, en gleyma vísvitandi að geta þess að tillögurnar voru svo óburðugar og óbrúklegar að færustu sérfræðingar hafa gert alvarlegar athugasemd- ir við þær. Fulltrúar Bjartrar framtíðar og einstaka stjórnmálamenn í öðrum flokkum tala svo fjálg- lega um þörfina á stjórnmálum án átaka. Þeir telja að allir flokkar eigi að stunda friðsamleg stjórnmál og frábiðja sér átök – svona rétt eins og stjórnlagaráðsfulltrúarnir sem hófu víst fundi sína með því að syngja saman og luku þeim sennilega einnig með söngli. Allir í kór að syngja sama lagið. Viljum við virkilega að stjórnmálin verði þannig? Það er lágmarkskrafa að þeir sem leggja út á braut stjórnmála hafi pólitíska sýn og skýra hugmyndafræði. Stjórnmálamenn þurfa að búa yfir vissum sveigjanleika, öðruvísi er víst ekki hægt að mynda ríkisstjórn tveggja eða fleiri flokka. Stjórnmálamenn eiga hins vegar ekki að veita magnafslátt af stefnu sinni vegna þess eins að það sé svo óæskilegt að stunda átakastjórnmál. Ríkisstjórn hvers tíma þarf aðhald og reynslan sýnir að þær eru ekki færar um að veita sér þetta aðhald sjálfar. Þá kemur að stjórnarandstöðunni. Það er hennar að standa vaktina, benda á það sem betur má fara og ef nauðsynlegt er á hún að hamast á ríkisstjórninni. Ríkis- stjórnir leiðast svo auðveldlega út á villigötur, eins og dæmin sanna, og þá er það ekki hlut- verk stjórnarandstöðu að verða meðvirk og skunda á samningafund við ríkistjórnina til að halda pólitískan frið. Stjórnmálamenn í ólíkum flokkum geta átt afar vinsamleg persónuleg samskipti en þeir eiga líka að geta tekist harkalega á um málefni. Þar eiga menn rétt á því að fá að ganga vask- lega fram og tala af þunga. Það er ekki hægt að ætlast til að þeir hlaupi á næsta fund með póli- tískum andstæðingum þar sem báðir veita stór- felldan afslátt af skoðunum sínum þannig að úr verður sérkennileg moðsuða sem engu skilar. Það lýsir pempíuskap að kveina og jesúsa sig í hvert sinn sem íslenskir stjórnmálamenn tak- ast harkalega á. Stjórnmálamaður sem hefur hugsjón í ákveðnum málum hlýtur að fylgja sannfæringu sinni. Hann tekur kannski stundum sterkt til orða í póli- tískri umræðu en á líka rétt á því. Hann þarf samt að þekkja mörkin og tala til dæmis ekki eins og Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sem hefur sérhæft sig í dónaskap, sem fáir vildu kveðið hafa. Það er ekkert rangt við að menn takist á um hugmyndir. Slík átök eru nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Hættulegra er ef menn hætta að takast á og ríkisstjórn og stjórnarand- staða renna saman og verða að einum massa. Þá er ekki lengur skoðanaágreiningur, heldur fremur aumlegt lýð- ræði. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Nauðsynleg átakastjórnmál STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Þingsályktunartillaga SivjarFriðleifsdóttur, þing-manns Framsóknarflokks-ins, um forvirkar rann- sóknarheimildir lögreglu var samþykkt úr allsherjar- og mennta- málanefnd Alþingis í síðustu viku og var málið tekið á dagskrá þingsins til síðari umræðu í gærkvöldi. Um- ræðunni var þá frestað vegna óska þingflokksformanns VG. Málið er eðlis síns vegna um- deilt en forvirkar rannsóknarheim- ildir ganga lengra en almennt tíðk- ast á Íslandi í dag. Munurinn er fyrst og fremst fólginn í því að í dag er kveðið á um það í lögum um með- ferð sakamála að lögregla skuli hve- nær sem þess er þörf að hefja rann- sókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið. Með forvirkum rannsóknarheimildum er miðað við að hefja rannsókn áður en glæpur er framinn í þeim tilgangi að koma í veg fyrir brot. Skipulögð glæpastarfsemi Eðli og umfang skipulagðrar glæpastarfsemi er breytt frá því sem áður var og telja því margir eðlilegt að mæta þeirri þróun með auknum rannsóknarheimildum lög- reglu líkt og víða hefur verið gert á Norðurlöndum. Rannsóknin beinist þá fyrst og fremst að atferli sem tal- ið er ógna almenningi, öryggi ríkis- ins og sjálfstæði þess. Lögreglu- yfirvöld á Norðurlöndum telja að þessar heimildir hafi verið ómetan- legar í baráttunni sinni gegn skipu- lagðri glæpastarfsemi, mansali, fíkniefnainnflutningi og hryðju- verkaógn. Í greinargerð með þings- ályktunartillögunni er m.a. bent á að nýlega hafi lögreglan í Danmörku og Svíþjóð komið í veg fyrir fyrirhugað fjöldamorð á starfsfólki Jyllands- posten vegna slíkra rannsókn- arvinnu sem forvirkar rannsókn- arheimildir veittu lögreglu. Mat ríkislögreglustjóra Í mati lögreglunnar á skipu- lagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum frá því í mars 2010 er talið að ein af afleiðingum hrunsins haustið 2008 sé aukin starfsemi glæpasamtaka en í matinu segir: „Erfitt efnahagsástand og mikið at- vinnuleysi mun á næstu árum setja mark sitt á þá skipulögðu glæpa- starfsemi sem haldið er uppi á Ís- landi. Umskiptum þessum fylgir að nýir möguleikar munu skapast fyrir afbrotamenn.“ Þá er einnig horft til aukinnar hörku í handrukkun, skipulögðum innbrotum og innflutningi og fram- leiðslu fíkniefna. Lögreglan hefur því bent á það ásamt m.a. Ríkis- endurskoðun að hér vanti forvirkar rannsóknarheimildir. Hætta á misnotkun Jón Þór Ólason, lektor við laga- deild Háskóla Íslands, segir að huga þurfi að þáttum eins og friðhelgi einkalífs sem nýtur verndar stjórn- arskrárinnar og Mannréttinda- sáttmála Evrópu. „Það hafa komið upp mál á Norðurlöndum þar sem sýnt hefur verið fram á að hægt sé að misnota heimildirnar í óæskileg- um tilgangi,“ segir Jón en hann bendir á að tilgangur og markmið heimildanna verði að vera skýr. „Eins og þetta hefur verið lagt fyrir hér á landi er tilgang- urinn að rannsaka og sporna við skipulagðri glæpastarf- semi.“ Jón telur eðlilegt að umræða verði um það hversu langt megi og eigi að ganga í rann- sóknarheimildum og að löggjöfin um þær verði síðan skýr. Forvirkar rannsókn- arheimildir ræddar Morgunblaðið/Ernir Lögreglan Forvirkar rannsóknarheimildir tíðkast víða í nágrannalönd- um Íslands og er krafa hér á landi að taka upp slíkar heimildir. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur það afar mikilvægt fyrir öryggi borgaranna að lögreglan hér á landi fái sambærilegar heimildir og gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum. „Það er fráleitt að lögreglan á Íslandi skuli ekki hafa sömu rannsókn- arheimildir og þekkist víðast hvar í Evrópu og Norðurlöndum. Þess vegna er mikilvægt að við hefjum þá vinnu að skoða með hvaða hætti við getum tekið upp forvirkar rannsóknarheim- ildir,“ segir Siv en leggur þó áherslu á að standa þurfi mjög vel að málinu og gæta að öllu eftirliti með framkvæmd slíkra heimilda og að lög- gjöfin um þær verði skýr. Hún býst við því að meirihluti sé fyrir málinu á Al- þingi. Krefst öflugs eftirlits RANNSÓKNARHEIMILDIR Siv Friðleifsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.