Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 www.gilbert.is ÍSLENSK ÚR FYRIR ÍSLENDINGA –– Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út sérblað, fimmtudaginn 28. febrúar, tileinkað ÍMARK deginum. Í blaðinu verður fjallað um íslenska markaðsdaginn sem verður haldinn þann 1. mars n.k. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 22. febrúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is ÍMARK íslenski markaðsdagurinn Ég eins og fjölmarg- ir aðrir tel mig fara og hafa farið varlega í fjármálum. Byrjaði smátt í húsnæðis- málum, en hef bætt við mig jafnt og þétt. Samt er ég kominn upp að vegg. Kominn í þá stöðu að ég horfi yfir farinn veg og velti fyrir mér hvað ég gerði vit- laust. Ég tók lán. Gætti þess að hafa það í íslenskum. Lét ekki ginnast af gylliboðunum um skjót- fenginn gróða bara ef ég skuldsetti mig meira og braskaði með mismun- inn. Ég tók verðtryggt húsnæðislán. Fór í hefðbundið greiðslumat. Mat sem á að gefa mér vísbendingu um mína greiðslugetu. Mat sem íslenska ríkið fyrirskrifar, bæði til að tryggja sig sem lánveitanda en sennilega einnig til að uppfylla þær kröfur að upplýsa skuli lántaka um alla þætti. Í mínu tilviki voru 8 atriði lögð til grundvallar lánsmatinu. Launin mín (hjá ríkinu) Laun konunnar minnar (hjá rík- inu) Skattarnir okkar (hjá ríkinu) Vaxtabætur (frá ríkinu) Barnabætur (frá ríkinu)Skuldirnar okkar (námslán hjá ríkinu) Annar kostnaður svo sem tónlist- arskólar (ríkið ræður verði) Annar rekstur, framfærsla (ríkið ræður mestu með sköttum og tollum) Ég tók lán sem ég réð verulega auðveldlega við. Hvergi nærri há- marki greiðslugetu. Allt leit vel út. Átti meirihlutann í húsinu mínu. Þá varð hrun! Hrunið varð samt ekki hjá mér. Hrunið varð á fjármálamörk- uðum. Mörkuðum sem ríkið stýrði og hafði eftirlit með. Bankar höfðu of- hlaðið sig, fjármálaeftirlitið stóð hjá. Íslenska ríkið hafði klúðrað fjár- málastjórn og bankar náðu að setja ríkið á hliðina. Hrunið varð ekki hjá mér. Samt tók ég skellinn. Ekki nóg með að lánin mín hækkuðu langtum hraðar en verðgildi hússins míns. Heldur gerðist einnig annað. Öllum 8 atrið- unum sem voru lögð til grundvallar greiðslu- matinu mínu var breytt einhliða af ríkinu. Launin mín voru lækkuð í krónum (af rík- inu) Laun konunnar minn- ar lækkuð í krónum (af ríkinu) Skattarnir okkar hækkaðir (af ríkinu) Vaxtabæturnar felld- ar niður (af ríkinu) Barnabæturnar felldar niður (af ríkinu) Námslánin hækka (hjá ríkinu) Tónlistarskólar hækka (ríkið stýrir verði) Annar rekstur, framfærsla hækk- ar (af ríkinu) Hrunið var komið til mín. Ég fór varlega, tók engar áhættur, en rík- isstjórnin tók einhliða ákvarðanir sem setja mig á hliðina. Ég stend undir þessu en naumlega þó. Síðan hefur verið lifað af sparnaði. Tekin út séreign. Bílarnir verða eldri, og ein- hvernveginn er ég að bíða. Bíða eftir sanngirni. Þetta hefði verið allt í lagi ef launin hefðu líka farið upp með lán- unum. Fylgt vísitölunni. Það er erfitt að trúa að þetta sé yfir höfuð löglegt. Til hvers fór ég í greiðslumat? Má annar aðilinn að svona samningum breyta ekki einum heldur öllum grundvallarþáttum einhliða? Kemur síðan núna fyrir kosningar og bankar upp á og biður um atkvæðið mitt. Norræn velferðarstjórn. Þegar sá heggur er hlífa skyldi Eftir Einar Krist- ján Haraldsson Einar Kristján Haraldsson »Millistéttaraula- grein. Fínn tími fyrir þetta núna þegar fyrsta verð- tryggingarmálinu hefur verið þinglýst. Styður við kæruna og potar í stjórnina. Höfundur er tæknifræðingur. Fyrir þremur árum kom saman fríður hóp- ur karla og kvenna í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu undir slagorðinu Já Ísland. Þetta ágæta fólk segist ætla standa vörð um sjálfstæði Íslands en eru Evrópusinnar sem sameinast undir slag- orði sem vísar í vestur meðan þau ætla í austur. Meðal að- ildarfélaga er Samfylkingin. Þarna er því um einskonar útibú að ræða. Já Ísland er að hlaupa undir bagga með þessum eins máls flokki, sem nú mælist fárveikur í skoðanakönn- unum. Breitt var yfir nafn og núm- er. Fjölmiðlar gerðu þessum hópi góð skil í máli og myndum og ekki fór fram hjá þjóðinni að eftirvænt- ing og gleði skein af hverju andliti. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar í samskiptum okkar við Evrópusambandið, og vísast eru sum þeirra sem brostu breitt til fjölmiðla á þeim tíma orðin nokkuð toginleit. Nafngift samtakanna er hluti af þeim stóra blekkingarleik sem Evrópusinnar hafa stundað undanfarin fjögur ár. Já ESB er í raun markmið samtakanna. Purk- unarlaust taka þau þátt í þeim blekkingaráróðri sem Samfylkingin hefur stundað með stjórnarráðið í annarri hendinni og fullveldið í hinni. Sjónarmið samtakanna eru svo viðruð vikulega utandyra á álagabletti fullveldisins, svoköll- uðum Kögunarhóli. Svo vel hefur þjóðin tekið málflutningi þessa sér- kennilega félags, að við stofnun þess gat um helmingur þjóðarinnar hugsað sér inngöngu í Evrópusam- bandið, en nú telur þessi hópur að- eins um fjórðung landsmanna, sam- kvæmt skoðanakönnun. Íslendingar eru hægt og bítandi að afla sér réttra upplýsinga um hver staða Ís- lands yrði innan ESB. Internetið er versti óvinur þeirra sem halda fram málstað með blekkingum. Atlaga ESB Eftir málsaðild ESB að dæma- lausri aðför ESA að fjárhagslegu sjálfstæði íslensku þjóðarinnar í Icesave- málinu erum við reynslunni ríkari. Ein meginröksemd ESB fyrir EFTA dóm- stólnum byggðist ekki á lögunum sjálfum, heldur nauðsyn þess að óbærilegar og ólög- mætar fjárhagsklyfjar yrðu lagðar á full- valda smáríki til að sannfæra fjár- málakerfi Evrópu um að þar væri enginn brestur. Nú vit- um við hvaða skjól er í Evrópusam- bandinu þegar á reynir. Deilan um skiptingu veiða á makríl er einnig þörf áminning í þessum efnum. Þjóðin, sem ekki er skyni skroppin, vill ekkert með fulla aðild að slíku hafa. Framsal fullveldis og ríkisvalds Eitt mál er þó Já ESB-ingum viðkvæmara en annað. Það er stað- reyndin, að við inngöngu í Evrópu- sambandið, mun Ísland afsala full- veldisrétti og ríkisvaldi í þeim mæli að veruleg skerðing verður á sjálfs- ákvörðunarrétti þjóðarinnar. Stjórnarskráin er nú kjöldregin í þessu skyni. Hagstæð niðurstaða í Icesave-deilunni var óhugsandi ef Samfylkingunni hefði tekist að inn- lima okkur í ESB á 1-2 árum. Blekkingarleikur stjórnmálamanna sem halda því að þjóðinni að Ísland þurfi ekki að undirgangast sameig- inlega sjávarútvegsstefnu Evrópu- sambandsins (CFP) hefur verið rækilega afhjúpaður. Gildir þá einu þótt reynt sé að vísa í þjóðrembuna og telja almenningu trú um að við eigum Hauk í horni sem sagður er „ótrúlega snjall formaður íslensku samninganefndarinnar“. Ekki má vanmeta hans innlegg í þennan þjóðhættulega blekkingarleik. Ekkert fordæmi er fyrir Ísland í þeirri sérlausn sem Malta fékk við inngöngu enda er öllum ríkjum inn- an ESB heimilt að veiða þessar fáu sardínur sem þar er að finna hafi þeir til þess kvóta. Sú heimild gildir einnig innan 25 mílna einkalögsögu sem sérlausnin kveður á um. Okkar hagsmunir í sjávarútvegi eru allt aðrir og miklu stærri. Nýlegar fréttir af fundum ESB, um að nú vilji þeir teygja yfirráð sín til hafs- botns innan sambandsríkjanna, hlýtur að hringja bjöllum hjá okkur Íslendingum sem eigum þar gríð- arleg verðmæti. Hin barnalega Bjarta framtíð lítur svo framhjá yf- irlýsingum forystumanna ESB og heldur því blákalt fram að Ísland verði undanþegið sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB af því að við erum „eyja“. Þar sannast hið fornkveðna, að hnífur og skæri eru ekki barna meðfæri. Áhugi ESB Ekki fer á milli mála að EB hef- ur áhuga á að innlima Ísland í ríkjasambandið. Það má ráða af starfsemi útibús þeirra á Íslandi svokallaðri Evrópustofu. Þessi stofnun vinnur sér það helst til ágætis að útbýta til okkar Íslend- inga pokum sem í er bolur, penni og blaðra, ásamt áróðursfóðri, allt rækilega merkt stjörnustríði ESB gegn fullveldi Íslands. ESB skaffar svo hundruð milljóna í þessa sér- stöku upplýsingaþjónustu. Svona erindrekstur erlendra aðila er ekki sæmandi í fullvalda ríki. Á hinn bóginn verður á að líta að ekki er eftir miklu að slægjast á Íslandi í hinu stóra samhengi Evrópu. Aðild okkar að Evrópska efnahagssvæð- inu kann að vera ástæðan. Með því að höggva eina stoð undan sam- starfinu innan EES stendur Nor- egur einn eftir. Þar er olían, hinir miklu hagsmunir ESB. Yfirlýsingar utanríkisráðherra í skýrslu til Al- þingis, um að ESB sé orðið „hund- leitt“ á EES, renna stoðum undir að stefnan sé sett á Noreg. Þá hef- ur Þýskaland náð því markmiði sínu, sem mistókst í tveimur heims- styrjöldum, að verða í forystu sam- bandsríkis Evrópu. Útibú Samfylkingarinnar Eftir Óðin Sigþórsson » Yfirlýsingar utan- ríkisráðherra í skýrslu til Alþingis, um að ESB sé orðið „hundleitt“ á EES, renna stoðum undir að stefnan sé sett á Noreg. Óðinn Sigþórsson Höfundur er bóndi og er fullveldissinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 43. tölublað (21.02.2013)
https://timarit.is/issue/370922

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

43. tölublað (21.02.2013)

Aðgerðir: