Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    242526272812
    3456789

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 1. F E B R Ú A R 2 0 1 3  Stofnað 1913  43. tölublað  101. árgangur  VIÐAMESTA SÝNING BORGAR- LEIKHÚSSINS RÍÐA EKKI FEITUM HESTI FRÁ SVINDLINU FYNDIN BÓK UM SAMVISKUBIT UNGRAR KONU VIÐSKIPTABLAÐ AÐ STÖKKVA EÐA EKKI 10MARY POPPINS 42 Ásgeir Trausti tekur við verðlaunagrip sem hann hlaut á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi en hann og píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson voru ótvíræðir sigurvegarar kvöldsins með fern verðlaun hvor. Ásgeir Trausti var kjörinn flytjandi ársins auk þess sem frumraun hans, Dýrð í dauðaþögn, var valin hljómplata ársins í flokki dægurtónlistar. Þá var hann valinn bjartasta vonin og vinsælasti flytjandinn í netkosningu á tónlist.is. Hljómsveitin Retro Stefson hlaut þrenn verðlaun, þar á meðal fyrir besta lag ársins, lagið „Glow“. »44 Dýrðin var Ásgeirs Trausta Morgunblaðið/Ómar Íslensku tónlistarverðlaunin afhent í Hörpu í gærkvöldi Hörður Ægisson hordur@mbl.is Útlánasafn Íbúðalánasjóðs er líklega ofmetið um miklu hærri upphæðir en áætlun IFS greiningar og starfshóps stjórnvalda um stöðu og horfur sjóðsins gerði ráð fyrir. Eignatjón Íbúðalánasjóðs gæti numið á bilinu 86-129 milljörðum króna, að því er fram kemur í greiningu sérfræðinga á fjár- málamarkaði sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Niðurstöður IFS og starfshópsins, sem voru birtar í lok síðasta árs, sögðu að útlánasafn sjóðsins væri ofmetið um 40 milljarða. Reynist greining sérfræðinganna rétt, en hún hefur verið kynnt á fundum hjá fjölmörgum fjár- sammála um að í henni gæti síður en svo of mik- illar svartsýni gagnvart þeim vanda sem Íbúða- lánasjóður glímir við. Þvert á móti sé hún í sam- ræmi við aðra útreikninga sem sérfræðingar innan fjármálafyrirtækja hafa gert um stöðu sjóðsins. Enn syrti í álinn hjá Íbúðalánasjóði þegar al- þjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody’s til- kynnti í gær að lánshæfismat sjóðsins yrði lækkað niður í ruslflokk – úr Baaa3 í Ba1 – með stöðugar horfur. Lægri lánshæfiseinkunn er sögð endur- spegla miklar líkur á frekari fjárstuðningi stjórn- valda til að styðja við veika stöðu Íbúðalánasjóðs. Vantar yfir 100 milljarða  Líklegt eignatjón Íbúðalánasjóðs 86-129 milljarðar  Starfshópur stjórnvalda taldi lánasafnið ofmetið um 40 milljarða  Moody’s sendi sjóðinn í ruslflokk MGæti þurft yfir »Viðskipti málastofnunum á síðustu vikum, er ljóst að rík- issjóður þyrfti að leggja sjóðnum til meira en 100 milljarða á næstu árum til viðbótar við þá 13 millj- arða sem stjórnvöld samþykktu að veita honum í árslok 2012. Ríkið þurfti ennfremur að leggja Íbúðalánasjóði til 33 milljarða á árinu 2011. Viðmælendur Morgunblaðsins sem starfa á fjármálamarkaði og hafa séð kynninguna eru Ríkissjóður gæti þurft að leggja Íbúðalánasjóði til yfir 100 milljarða til viðbótar við þá 13 milljarða sem honum voru veittir í árslok 2012.  Hópur lykil- starfsmanna Straums fjárfest- ingabanka, um tíu talsins, keypti 30% hlut í fyr- irtækinu við lok síðasta árs af ALMC sem áður átti fyrirtækið að fullu, að sögn Péturs Einars- sonar, forstjóra bankans. ALMC er gamli Straumur. Hann segir jákvætt að íslenskir starfsmenn eigi hlut í fyrirtækinu og þar með séu hagsmunir erlendra eigenda fjárfestingabankans og starfsmanna tvinnaðir saman. »Viðskipti Starfsmenn eignast 30% í Straumi Pétur Einarsson, forstjóri Straums.  Boðið verður upp á fjölbreytta listviðburði á árinu í tilefni þess að í ár eru 70 ár liðin frá því að Ísland og Rússland tóku upp stjórnmála- samband. Meðal listamanna sem koma til landsins er Vladímír Spivakov, stjórnandi kammer- hljómsveitarinnar The Virtuosos of Moscow, en rætt er við sendiherra Rússlands um málið í blaðinu í dag. Ríkin tvö hafa gert með sér ýmsa samninga á síðari árum og má þar m.a. nefna nýjan ferðamálasamn- ing sem greiðir fyrir beinum flug- ferðum til Rússlands. Þá má geta þess að sl. föstudag voru lokadrög að samningi um alþjóðlegar ætt- leiðingar milli Íslands og Rússlands send til Rússlands. »18 Rússnesk menning í öndvegi á afmælinu Listunnandi Andrei V. Tsyganov, sendi- herra Rússa á Íslandi, í bústað sínum. Morgunblaðið/Kristinn –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG Ólíklegt er talið að möguleg kaup fjárfestahóps, sem meðal annars samanstendur af hluthöfum MP banka og Framtakssjóði Íslands, á hlut kröfuhafa í Arion banka eða Ís- landsbanka nái fram að ganga fyrr en það liggur fyrir hvernig staðið verður að nauðasamningum Glitnis og Kaupþings. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er þó ekki úti- lokað að sala á öðrum hvorum bank- anna til fjárfestahópsins geti orðið hluti af þeirri heildarlausn sem Seðlabankinn vill ná fram varðandi krónueignir erlendra kröfuhafa. Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði og efnahagsráðgjafi GAMMA, segir hættu á fjármálabólu vegna þeirra krónueigna sem gætu farið í umferð við uppgjör þrotabúanna. Því segir hann „lykilatriði“ að semja um mikl- ar afskriftir á krónueignum kröfu- hafa og þannig draga saman efna- hagsreikninga fjármálakerfisins og minnka peningamagn í umferð. hordur@mbl.is »Viðskipti Óvissa Hluthafar MP vilja kaupa hlut í Arion eða Íslandsbanka. Vill fyrst sjá heild- arlausn  Óvíst um kaup fjár- festa á hlut í banka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 43. tölublað (21.02.2013)
https://timarit.is/issue/370922

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

43. tölublað (21.02.2013)

Aðgerðir: