Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013 Hún er ógleymanleg þegar hún kom fyrst ung stúlka, unn- usta bróður okkar, fram í Mýri í Bárðardal á okkar æskuheimili. Hún var svo falleg, hafði svo mikinn yndisþokka, hún kom Hólmfríður Friðriksdóttir ✝ HólmfríðurFriðriksdóttir fæddist á Sauð- árkróki 3. júlí 1937. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni Sauðárkróki 2. febrúar 2013. Útför Hólm- fríðar fór fram frá Sauðárkrókskirkju 9. febrúar 2013. sem álfamær úr fjarlægu héraði. Þessi einkenni hurfu ekki við nán- ari kynni, en þá bættust við mann- kostirnir sem hún var svo rík af, um- hyggjan og hlýjan, kímnigáfan, dugn- aðurinn og allt það sem hún gaf af svo miklu örlæti til fjöl- skyldu sinnar, ættingja og vina. Mikið starf liggur eftir Lillu, fyrir utan föst störf á vinnu- markaðinum liggja afköst henn- ar víða. Má nefna óeigingjörn störf fyrir Sauðárkrókskirkju, störf í Lionsklúbbnum Björk, og saman tóku þau hjónin Jón og hún þátt í margs konar fé- lagsmálum þar sem hann gegndi mörgum ábyrgðarstörfum árum saman. Hún fylgdi honum alltaf hvað sem á gekk og nánast hvert sem farið var. Hún var besta gerð af samferðamanni sem hugsast getur, var afar skynsöm og flanaði aldrei að neinu. Kostir hennar komu svo ekki síst í ljós eftir áfallið mikla sem hún varð fyrir í ársbyrjun 2003, þegar hún missti alveg máttinn vinstra megin í líkamanum og var bundin við hjólastól og al- gjöra umönnun á stofnun til æviloka. Þvílík hugprýði og styrkur sem hún sýndi allan þann tíma verður ævinlega í minnum haft, hún var elskuð og dáð af öllum sem tengdust henni og önnuðust hana. Ekki missti hún húmorinn við þetta áfall, barmaði sér aldrei né lét ástand sitt bitna á öðrum, hún var þakklát og lítillát en ævinlega var yfir henni sérstök reisn. Tengsl hennar við fjölskylduna voru sterk, hún var svo dugleg að hafa samband við afkomend- ur sína í síma og fylgdist vel með öllum. Það var alltaf gef- andi og gaman að hitta hana, hún hafði ótrúlegt lag á að létta andrúmsloftið í kringum sig. Með söknuði og djúpri þökk kveðjum við Lillu mágkonu okk- ar, þessa yndislegu og ógleym- anlegu konu og minnumst ferða- lagsins með henni í gegnum lífið og alls þess sem hún gaf okkur af auðlegð sinni. Jón bróðir okkar og öll fjöl- skyldan eiga alla okkar samúð og kærleika, öll erum við óend- anlega rík af björtum og hlýjum minningum. Sigríður, Svava og Aðalbjörg Karlsdætur. Fjögurra ára og toppurinn á tilverunni fólst í að gista hjá Dóru ömmu og Dodda afa í Hvassaleiti. Amma átti alltaf nægan tíma og endalausa ástúð sem hún deildi óspart. Á nóttunni gisti ég í stórum, hlýjum faðmi og á daginn spiluðum við á spil, fór- um í gönguferðir og tíndum blóm og krækiber, eða lágum í sólbaði og skoðuðum Andrés önd á dönsku. Amma var endalaust þol- inmóð og þegar nálgaðist skóla- gönguna fór kvöldlesturinn í Litlu gulu hænuna þannig að ég var búin að ná tökum á lestrinum áður en sex ára bekkurinn hófst. Ágætis forskot þar, enda var amma kennari af lífi og sál og ávallt blik í augunum hennar þegar talið beindist að Hvassa- leitisskóla. Ennþá var það toppurinn á til- verunni að heimsækja ömmu og Halldóra Valgerður Hjaltadóttir ✝ Halldóra Val-gerður Hjalta- dóttir fæddist í Reykjavík 29. maí 1927. Hún lést 1. febrúar 2013 á hjúkrunarheim- ilinu Mörk. Útför Halldóru Valgerðar fór fram frá Áskirkju 12. febrúar 2013. afa þegar ég varð eldri. Finna að ég var alltaf velkomin. Fá að gista hjá þeim í heilar tvær vikur og fara á reiðnám- skeið í Saltvík, hjálpa til við að sinna blómunum, borða kókópuffs og stunda hjólaskauta allan daginn. Seinna, að læra hjá þeim í friði og ró undir próf í menntaskóla. Finna umhyggjuna sem lá á bak við niðurskorin epli til að narta í seint á kvöldin. Fá að búa í íbúð langömmu á Haga- mel eftir að hún dó, hitta Dóru ömmu oftar en ella og fá tækifæri til að kynnast henni á nýjan hátt í heimi fullorðinna. Ég flutti út til Kaupmanna- hafnar og það var toppurinn á til- verunni þegar Dóra amma kom í heimsókn. Tilfinningin var ætíð eins og að fá höfnina heim til sín og ánægjustundirnar svo marg- ar. Gönguferðir um borgina, kaffihúsaferðir, kökuhlaðborð hjá Georg Jensen við Amager- torv, heimsókn í Karen Blixen- safnið ásamt Jóhönnu Maríu og Gizuri og síðasta heimsóknin þegar Óli hélt sýningu við Fre- deriksborggade í miðbænum. Toppurinn á tilverunni var að eiga Dóru ömmu, því hún var al- veg einstök. Elsku fallega amma mín, mér finnst ég svo heppin að hafa átt svona mörg ár og margar ynd- islegar stundir með þér. Þú ert mín fyrirmynd í svo mörgu og ég sakna þín ógurlega. Takk fyrir allt og allt. Þín Þórhildur. Halldóra vinkona mín og sam- kennari til margra ára í Hvassa- leitisskóla er látin eftir erfið veik- indi. Hún var há, dökkhærð og afar glæsileg kona, glaðvær og hláturmild. Hún var mjög traust og hafði þægilega nærveru. Eftir að hafa helgað sig heim- ilinu og komið börnunum fjórum á legg dreif hún sig í Kennara- skólann. Hún var því töluvert eldri en við ungu kennararnir í skólanum sem vorum rúmlega tvítugir. Við fundum samt lítið fyrir aldursmuninum. Við kennd- um oft hvor sínum bekknum í sama árgangi og áttum alltaf far- sælt samstarf og gott var að leita til hennar. Eftir að fræðsluyfirvöld ákváðu að hefja dönskukennslu fyrr en verið hafði, þ.e. í 10 ára bekk, um 1970 þurftu kennarar að bæta við dönskukunnáttu sína til þess að mæta þessari auknu kröfu. Við þetta jókst enn frekar samstarf okkar Halldóru. Hún var ætíð áhugasöm og vakandi fyrir kennslunýjungum. Á þess- um árum kenndi hinn almenni bekkjarkennari gjarnan öll fög í bekknum nema sérgreinarnar. Halldóra sérhæfði sig svo enn frekar í dönskukennslunni og kenndi hana nær eingöngu síðan. Eiga margir nemendur Hvassa- leitisskóla dönskukunnáttu sína henni að þakka. Hún fór oft á námskeið til Danmerkur og eign- aðist þar danska vini fyrir lífstíð. Sýnir það ræktarsemi hennar við fólk sem hún kynntist á lífsleið- inni. Hún var mikil málamanneskja og fórum við t.d. saman á nám- skeið í spænsku hjá Námsflokk- um Reykjavíkur og líka á nám- skeið í fararstjórn. Halldóra var skemmtilegur ferðafélagi hvort heldur við vær- um að ferðast með nemendur eða við kennararnir saman. Tvisvar sinnum fórum við kennarar úr Hvassaleitisskóla utan til að kynna okkur skólastarf. Annars vegar í Hollandi vorið 1995 og hins vegar í Boston vorið 2000. Við rifjum oft upp þegar við héld- um tískusýningu í rútunni á föt- um sem keypt höfðu verið í ferð- inni. Kom þá enn í ljós hversu glæsilega og fagmannlega Dóra bar sig og sýndi á sér nýja hlið. Eftir að við kennslukonur hættum kennslustörfum höfum við hist einu sinni í mánuði. Vegna veikinda Halldóru sein- ustu árin hefur hennar verið sárt saknað á Hættufundunum. Ég vil þakka Halldóru vinkonu minni fyrir samfylgdina gegnum árin. Ég votta Þórði, börnum þeirra og fjölskyldum mína inni- legustu samúð. Bára Brynjólfsdóttir. Kveðja frá Félagi íslenskra háskólakvenna og Kvenstúd- entafélagi Íslands Eitt það áhugaverða við lífið er hversu mörgum ólíkum einstak- lingum við kynnumst á lífsleiðinni. Sumir eru manni minnisstæðari en aðrir. Kristín Njarðvík var ein af þeim. Undirrituð kynntist Kristínu þegar við unnum saman í stjórn Félags háskólakvenna og kven- stúdenta. Þar komu kostir hennar vel í ljós. Hún var eins og við viljum helst hafa fólk, sem við umgöng- umst. Kristín var vel gefin kona, réttsýn, ósérhlífin, hugmyndarík og lagði bara gott eitt af mörkum á vogarskálarnar. Návist hennar var uppbyggileg. Ég sakna Kristínar, það er sjónarsviptir að slíkri mann- Kristín S. Njarðvík ✝ Kristín S.Njarðvík fædd- ist í Hamborg í Þýskalandi 27. júlí árið 1929. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni í Reykjavík 3. febr- úar 2013. Útförin fór fram í kyrrþey 7. febr- úar 2013. eskju. Við vottum eiginmanni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum samúð okkar. Fyrir hönd allra þeirra sem störfuðu með henni í stjórn félaganna gegnum árin, Geirlaug Þorvalds- dóttir, fyrrverandi formaður. Árið er sennilega 1965, við mætumst á stígnum við gæsluvöll- inn í Heimunum. Við brosum hvor til annarrar, þekkjumst ekki en leiðum glókollana okkar, þeir eru í eins peysum sem við höfum prjón- að eftir uppskrift af karlmanns- peysu sem var utan á svissnesku prjónablaði, hún hefur valið reyrt brúnt garn, ég blátt. Prinsarnir okkar hittast nú reglulega í hópi „gulldrengja“. Síðan líða árin, aftur rekur okk- ur Kristínu saman á fundi í Kven- félagi Breiðholts, ýmislegt mátti betur fara í nýbyggðu hverfi og var Kristín Njarðvík í stjórn fé- lagsins á upphafsárum þess og lagði þar sitt lóð á vogarskálarnar. Samgöngumálin voru í molum í hverfinu og gekk strætisvagn nið- ur á Hlemm en ekki niður á torg, en þar voru bankarnir og skrif- stofur þar sem greiða þurfti reikn- inga heimilanna. Fulltrúi strætis- vagnanna mætti á fjölmennan kvenfélagsfund og skildi ekkert í því hvaða erindi við ættum allar niður á torg, en var upplýstur um þörfina og hraðferð, mikil sam- göngubót, fylgdi í kjölfarið. Félagið var félagsmálaskóli hús- mæðra hverfisins og voru fengnir fyrirlesarar á fundina sem fjölluðu um ýmis málefni. Saman fórum við félagskonur niður í bæ á Kvennafrídaginn, það var ógleym- anlegur dagur og tel ég áhrifin ómæld sem Rauðsokkurnar og umræðan sem átti sér stað í þjóð- félaginu á þessum árum hafði á okkur. Kristín hóf nám í Menntaskól- anum við Hamrahlíð og skömmu síðar undirrituð, ég dáðist mjög að því hvað Kristínu sóttist námið vel, hún lék sér að tungumálunum og var sannkallaður gleðigjafi. Síðan liggja leiðir okkar aftur saman í HÍ, Kristín er í dönsku- deildinni, ég að lesa sálfræði, sem mér fannst erfið og andrúmsloft deildarinnar spennuþrungið. Ég hitti Kristínu og ber mig illa, þá segir hún: „Komdu í dönskudeild- ina, þar er alveg yndislegt“ – ég tók hana á orðinu, skráði mig og sé ekki eftir því, lauk grunnnámi í sálfræði en danskan varð aðalfag, þökk sé Kristínu. Leiðsögn ferðamanna varð svo aðalstarf Kristínar og naut hún þar kunnáttu sinnar í tungumál- um, þekkingar á landinu og kær- leika til náttúrunnar. Enn langaði mig að feta í fótspor hennar en hafði ekki kjark til þess að hefja nám í fræðunum, en bar drauminn aldrei undir vinkonu mína. Við sem höfðum verið heima- vinnandi húsmæður, prjónandi, saumandi, eldandi og þrífandi og unnum verk sem hagtölur hafa aldrei mælt fengum nú tækifæri til þess að mennta okkur. Þökk sé því hugsjónafólki sem ruddi brautina og gaf okkur tækifæri til að gerast sjálfstæðir einstakling- ar í góðu sambandi við okkar ágætu fyrrverandi fyrirvinnur. Halldór Kiljan Laxness sagði eitt sinn að minningargreinar væru oft meira um þann sem skrifar en þann sem minnst er, en ekki er hægt að skrifa um sam- skipti okkar Kristínar án þess að minnast þeirra áhrifa sem hún hafði á líf mitt. Kærleikur til nátt- úrunnar, kvenfrelsis, tungumála og almennra mannréttinda spegl- ast nú í störfum afkomenda Krist- ínar og Jóns Bergþórssonar. Blessuð sé minning merkiskon- unnar Kristínar Njarðvík. Bryndís Helgadóttir. Stefán kom sem stráklingur í sveit til okkar að Kiðafelli og varð okkur vel til vina upp frá því. Stefán var ljúfur drengur og sameinaðist vel krakkahópn- um. Þegar árin liðu skildi leiðir og var sjaldan sem við hittust en þá var alltaf stutt í vinskap- inn frá forni tíð. Fyrir nokkrum árum er við hittumst aftur var Stebbi á sjó og fljótlega var kominn nýr fiskur á borð hjá mér frá Stebba. Skömmu síðar sagði hann mér frá veikindum sínum. Bauð ég honum þá að koma með upp að Kiðafelli og dútla með mér í garðinum til að hafa eitthvað fyrir stafni til að dreifa hug- anum. Var gaman að vera aftur samvistum við Stebba. Upp frá því buðum við Stebba að flytj- Stefán Ragnarsson ✝ Stefán Ragn-arsson fæddist í Reykjavík 1. apríl 1953. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 6. febrúar 2013. Útför Stefáns var gerð frá Foss- vogskirkju 13. febr- úar 2013. ast að Kiðafelli og vera húsvörður hjá okkur þar. Varð hann strax sem einn af fjölskyld- unni, enda þekkti hann alla frá gam- alli tíð. Var gott að hafa Stebba með sér við hin ýmsu störf eftir því sem kraftar hans leyfðu. Einnig var gott að hafa góðan mann með að spila brids og ráða sunnu- dagsgátu Morgunblaðsins um helgar. Stebbi var alltaf sama ljúf- mennið og hafði mikla trú á að hann gæti sigrast á sínum sjúkdómi. Var mikið spáð í náttúrulækningar og margt reynt sem gæti hjálpað hon- um. Það lengdi líf hans örugg- lega töluvert. Stefán hefur níu líf var orðið viðkvæðið hjá okkur. Vil ég þakka Ella vini hans fyrir alla þá aðstoð og um- hyggju sem hann veitti Stebba síðustu árin. Við kveðjum nú góðan vin með söknuði. Fjöl- skyldu Stefáns sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðbjörg Þorvarðardóttir. Andlát systur minnar bar brátt að. Þrátt fyrir alvarleg veikindi virtist hún á batavegi. Hún var farin að standa í fæt- urna og ganga hægt en ákveð- ið, eins og henni var lagið. Hún andaðist á Vífilsstöðum aðfaranótt 6. febrúar sl. Snjólaug var alin upp í for- eldrahúsum á mannmörgu heimili í fjörmiklum hópi systk- ina. Hún varð mikið mömmu- barn sem dvaldi löngum inni við hjá mömmu. Hún gekk í Melaskóla og Hagaskóla, fór síðan í kenn- araskólann og lauk þaðan prófi með hæstu einkunn sem gefin hafði verið við skólann. Svo lauk hún tveggja ára námi við handavinnukennaradeild- ina með láði. Ákveðni, þraut- seigja og vandvirkni var henn- ar aðal. Foreldrar okkar, í félagi við Ástmund bróður pabba og eig- inkona hans, keyptu gamlan sumarbústað við Varmá í Mos- fellssveit. Hét þar Eyri. Bjuggu fjölskyldurnar þar saman í sátt og samlyndi í mörg sumur. Byggðu þá foreldrar okkar bú- stað hinum megin við Varmána og nefndu þar Sveinseyri. Lífið var ævintýri. Þá ríktu ekki endalaus boð og bönn. Úti- vistartími barna var ekki mældur eftir klukku. Á afmæl- isdögum var fáni reistur við hún, gesti dreif að úr sveit og bæ. Rausn í mat og drykk. Sungið og fluttar ræður, mikið hlegið og mikið gaman. Mamma dó skyndilega í sum- arbústaðnum í ágúst 1971, að- eins 53 ára gömul og varð öll- um harmdauði. Ári síðar gekk systir mín að eiga unnusta sinn, Jónas Brjánsson, bygginga- tæknifræðing frá Akureyri. Snjólaug Sveinsdóttir ✝ SnjólaugSveinsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 21. október 1949. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Holtsbúð Víf- ilsstöðum aðfara- nótt 6. febrúar síðastliðinn. Útför Snjólaugar fór fram 15. febr- úar 2013. Heimili þeirra Jónasar stóð í 30 ár að Sléttahrauni í Hafnarfirði og þar ólu þau börn sín upp. Systir mín kenndi handavinnu við Lækjarskóla, Kvöldskóla Kópa- vogs og hannaði prjónauppskriftir fyrir prjónablaðið Tinnu í nokkur ár. Síðast vann hún við kennslu aldraðra á Vitatorgi í Reykjavík. Á sumrin tóku Snjólaug og Jónas sig upp með börnin og ferðuðust um landið. Systir mín var náttúrubarn sem þekkti plöntur og grös, fugla himins og bergtegundir. Seinna fóru þau í ótal gönguferðir til út- landa. Þau ferðuðust til Ekva- dor og Ástralíu. Þar sváfu þau undir stjörnubjörtum himni. Það var lífið. Systir mín tranaði sér ekki fram, klæddist af látleysi og bar einfalt skart. Hún hafði sinn eigin stíl. Hún greindist með æxli í innra eyra 2009 og gekkst undir geislameðferð í Gauta- borg vorið 2010. Um haustið greindist hún með Alzheimers. Tvö eldri barnabörnin voru kornung og von á hinu þriðja. Hún sem elskaði börn varð ófær um að líta eftir barna- börnum sínum. Þau hjón voru nýflutt í einbýlishús í Lóuási og höfðu að auki fest kaup á sumarhúsi við Flúðir. Þau ætl- uðu að fara að njóta lífsins í hópi barna og barnabarna. Því miður naut hún þess aðeins stutta stund. Hún dvaldi í dagvist í Drafn- arhúsi. Flutningur milli sjúkra- stofnana gerði henni lífið erfitt. Hún andaðist skyndilega að- faranótt 6. febrúar sl. Jónas var henni einstakur. Hann var vakinn og sofinn yfir velferð hennar hvern einasta dag. Hjartans þakkir til lækna og hjúkrunarfólks sem önnuðust hana í veikindunum. Fjalla- freyjum og skólasystrum eru færðar kveðjur og þakklæti. Guð blessi minningu þína, syst- ir mín. Kristín Sveinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.