Morgunblaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristinn
legar spurningar sem tengjast
samviskubiti aðalpersónunnar.
„Hún telur sig vera að gera góð-
verk með því að yfirgefa mann sem
er dauðvona og auk þess giftur. Það
er jú brot á öllum samfélagssátt-
málum að vera í sambandi við gift-
an mann. Af virðingu við konuna
hans sem hann hefur verið giftur í
tuttugu ár, þá lætur hún sig hverfa
og gefur henni eftir réttinn til að
vera með honum í dauðastríðinu.
Hún telur það vera samfélagslega
rétta ákvörðun. En hún er ekki
endilega að gera þessum ástvini
sínum gott, því hún fer án allra
skýringa. Hún bregst honum, því
kannski hélt hún á vissan hátt í
honum lífinu. En svo fer hún að
efast um hversu rétt þessi ákvörð-
un hafi verið og fær djúpstætt sam-
viskubit – kannski var ekkert góð-
verk að láta sig hverfa. Er hægt að
koma svona fram við deyjandi?“
Stúlkan telur sér auk þess trú um
að samband hennar við manninn
hafi ekki verið framhjáhald af því
það var ekki líkamlegt samband. „Í
framhaldi af því getum við líka velt
fyrir okkur hvort netsambönd nú-
tímans séu framhjáhald eða ekki.
Með fjölbreyttari samskiptaleiðum
eru hinar skýru línur víða komnar á
skrið. Gráa svæðið er orðið svo
risastórt, það er eiginlega þoka all-
staðar.“
Vill losna undan lostanum
Stúlkan í sögunni, Alexandra
Flask, vill refsa sér af því henni
finnst hún hafa brugðist í ástarsam-
bandinu platónska. „Hún vill slátra
samviskubitinu sem nagar hana,
með því að slasa sig, af því þá mun
allur fókusinn færast yfir á slasaðan
líkamann. Hún telur sig líka losna
þannig undan líkamlegum löng-
unum, enginn losti muni þvælast
fyrir henni og henni verði ekki fært
að gera neinn ósóma.“ Hún hefur þá
innbyggðu hugmynd að fátt fari vel í
lífinu. Henni hefur lærst að mörg
hjónabönd fari í vaskinn þó allt líti
vel út í byrjun, flest fólk sem við
treystum svíki okkur á endanum, og
við deyjum öll að lokum. „Hún hefur
fullkomið kaldhæðnisviðhorf gagn-
vart farsælum endalokum, „happy
ending“, álítur þau hreinlega ekki
vera til. Og því veltir hún fyrir sér í
fullri alvöru að flýta fyrir skipbrot-
inu, halda með hinum óvænta endi.“
Kvenlíkaminn rennur út
Sigurbjörg kemur líka í bókinni
inn á hugmyndir um barneignir.
„Konur hafa ekki allan tímann í
heiminum til að eignast afkvæmi,
tíðahvörfin verða jú á miðjum aldri
og það eru ákveðin endalok. Sumum
konum finnst líkami þeirra „einskis
nýtur“ eftir að þær hætta að vera
frjóar. Til hvers geti þá kvenlík-
aminn verið? Tískubransinn sendir
líka út þau skilaboð að um leið og tvö
aukakíló hafa sest á líkama kvenna
eða á honum sjást merki öldrunar,
þá sé hann ekki lengur gjaldgengur
– hann rennur út. Sem er hrikalegt,
því um miðjan aldur eiga konur jú
eftir allt sitt seinna tímabil í lífinu.
Alexandra Flask tekur í raun alls-
konar samfélagsreglur og hömlur
og sparkar í þær, með því að neita
að láta samfélagið ákveða alla hluti
fyrir sig.“ Sigurbjörg veltir þannig í
bókinni upp ýmsum samfélags-
legum spurningum, sem bæði tengj-
ast andlegu hliðinni og þeirri líkam-
legu. Aðalpersónan á til að mynda
góða vinkonu sem einnig býr í
Barcelóna og lifir mjög skrautlegu
ástarlífi. „Sú er í einhverskonar
sambandi þar sem póllinn er tekinn
út frá þörfum en ekki reglum. Í
vestrænum nútímasamfélögum
notar fólk líkama hvors annars
grimmt og mörgum finnst í góðu
lagi að vera í líkamlegum afþreying-
arsamböndum. Ætli þessi bók fjalli
ekki öðrum þræði um hvernig er að
vera til í nútímasamfélagi.“
Barcelona Hin sögufræga kirkja Santa Maria del Mar, í Born-hverfinu í
Barcelona, kemur talsvert við sögu í skáldsögunni Stekk.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2013
Krónan
Gildir 21.-24. febrúar verð nú áður mælie. verð
Grísakótelettur ................................................ 995 1.469 995 kr. kg
Grísahakk ....................................................... 679 849 679 kr. kg
Grísagúllas/grísasnitsel ................................... 1.049 1.498 1.049 kr. kg
Krónu kjúklingur, ferskur ................................... 765 859 765 kr. kg
Krónu bl. kjúklingabitar .................................... 628 698 628 kr. kg
Krónu kjúklingaleggir ....................................... 698 789 698 kr. kg
Nóatún
Gildir 22.-20. febrúar verð nú áður mælie. verð
Ungnautagúllas, kjötborð ................................. 1.998 2.498 1.998 kr. kg
Ungnautasnitsel, kjötborð ................................ 1.998 2.897 1.998 kr. kg
Grísalundir, kjötborð ........................................ 1.998 2.598 1.998 kr. kg
ÍM kjúklingabringur .......................................... 2.198 2.598 2.198 kr. kg
SS Grand Orange helgarsteik ............................ 2.398 2.998 2.398 kr. kg
Barbarie andarlærleggir ................................... 1.198 1.498 1.198 kr. kg
Myllu möndlukaka ........................................... 557 748 557 kr. stk.
Þín verslun
Gildir 21.-24. febrúar verð nú áður mælie. verð
Nauta fillé, kjötborð ......................................... 3.998 4.694 3.998 kr. kg
Nauta innra læri, kjötborð ................................ 2.998 3.998 2.998 kr. kg
Nauta gúllas, kjötborð ..................................... 2.169 2.894 2.169 kr. kg
Ísfugl kjúklingabringur ...................................... 2.279 2.849 2.279 kr. kg
Pepsi 4x2 l...................................................... 898 1.192 898 kr. pk.
Hälsans kök kjúkl.bitar, 375 g .......................... 689 875 1.837 kr. kg
Lambi WC pappír, hvítur, 6 rl. ........................... 539 749 539 kr. pk.Morgunblaðið/Kristinn
RENAULT KANGOO DÍSIL
EYÐSLA 4,9 L / 100 KM*
VINSÆLIR
ENDA SPARNEYTNIR ATVINNUBÍLAR
RENAULT TRAFIC DÍSIL
EYÐSLA 6,9 L / 100 KM*
RENAULT MASTER DÍSIL
EYÐSLA 8,0 L / 100 KM*
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
6
5
6
4
*E
y
ð
s
la
á
10
0
k
m
m
ið
a
ð
v
ið
b
la
n
d
a
ð
a
n
a
k
s
tu
r.
BL ehf. Sævarhöfða 2 / 525 8000
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622
Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – Bílasala Akureyrar / 461 2533
www.renault.is
RENAULT – Í LIÐI MEÐ ATVINNUREKENDUM Í 100 ÁR.
Það er ekki að undra að Renault sé stærstur á sviði sendibíla í Evrópu.
Eftir meira en 100 ár í bransanum vita þeir hjá Renault hvað skiptir máli
þegar bíllinn er vinnustaðurinn þinn: áreiðanleiki, sveigjanleiki og ekki
síst þægindi.
TRAFIC STUTTUR
VERÐ FRÁ: 3.418.327 KR. ÁN VSK.
2,0 DÍSIL - 115 HÖ VERÐ: 4.290.000 KR. M. VSK.
MASTER MILLILANGUR
VERÐ FRÁ: 4.292.821 KR. ÁN VSK.
2,3 DÍSIL - 125 HÖ VERÐ: 5.390.000 KR. M. VSK.
KANGOO II EXPRESS
VERÐ: 2.541.833 KR. ÁN VSK.
1,5 DÍSIL - 90 HÖ VERÐ: 3.190.000 KR. M. VSK.