Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2013 Nöfn hafa verið mikið rædd í vik- unni í kjölfar dóms þar sem Blær Bjarkardóttir fékk loksins leyfi löggjafans til að bera nafn sitt. Einkenni fólks í lífi okkar tengj- um við nöfnum þess, hvort sem fólkið er af holdi og blóði eða skáldsagnapersónur. Nafn getur öðlast ákveðinn sess í huga okkar óháð því hver raunveruleg merk- ing nafnsins er. Nafn pólfarans Vilborgar Örnu verður hér eftir tengt hetjudáð og ótrúlegu úthaldi. Í blaðinu veitir hún lesendum innsýn í þá tækni sem nauðsynleg var til að geta verið í tengslum við umheiminn í leiðangrinum á suðurpólinn. Ættarnafnið Geirdal er mörg- um tamt en það er líka til í Mexíkó. Í blaðinu er viðtal við Carlos Atla Córdova Geirdal sem vill helst setjast að hér á landi. Nafn Eiðs Svanbergs Guðna- sonar, fyrrverandi ráðherra og nú Molaskrifara, er víða orðið að nokkurs konar orðatiltæki, sem þó ber með sér kímni. Það að „taka Eið“ þýðir hjá mörgum að kvarta yfir málfari. Eiður hefur verið óþreytandi að benda fjöl- miðlamönnum á mistök í stafsetn- ingu og málfari og er oft stimpl- aður nöldrari. Málfarsmolar Eiðs eru þekktir í netheimum en færri þekkja hvaða mann Eiður hefur að geyma. Eiður er einlægur í við- tali við Sunnudagsblað Morgun- blaðsins í dag. Hann talar um æsku sína og segir frá því áfalli að missa föður sinn sem barn, deilir því þegar hann tók skemmtiferð fram yfir inntökupróf í skóla og segir frá því að börn hans og barnabörn láti hann heyra það þegar þeim finnst hann fara ham- förum á netinu. Hann kveðst hafa lært það af lífinu að dæma fólk ekki of fljótt. Líklega ættum við öll að hafa það hugfast að forðast að dæma fólk við það eitt að heyra nafn þess nefnt. RABBIÐ Margt felst í nafni Eyrún Magnúsdóttir Veturinn verður með hverju árinu vinsælli tími fyrir erlenda ferðamenn að stinga við stafni á Íslandi. Það er ekki síst útivistin sem heillar og þá njóta jöklarnir alla jafna hylli. Ferðaskrifstofan Iceland Travel býður upp á fjölbreyttar ferðir víðsvegar um landið, meðal annars á Langjökul, þar sem vélsleðar eru settir undir ferðalanga til lengri eða skemmri tíma. Eggert Jóhannesson ljósmyndari slóst í för með einum slíkum hópi á dögunum og tók þá með- fylgjandi mynd. Ekki var annað á hinum frönsku gestum að skilja en að þeir væru í sjöunda himni í frelsinu á jöklinum. AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Eggert SLEÐAHALD Á JÖKLI FÁTT JAFNAST Á VIÐ AÐ FLENGJAST UM Á VÉLSLEÐA Á ÍSLENSKUM JÖKLI, ÞAR SEM VÍÐÁTTAN OG VETURINN RÁÐA RÍKJUM. ÞESSIR FRÖNSKU FERÐAMENN ÞÓTTUST HAFA HIMIN HÖNDUM TEKIÐ ÞEGAR ÞEIR SPRETTU ÚR SPORI Á LANGJÖKLI FYRIR SKEMMSTU FYRIR ATBEINA FERÐASKRIFSTOFUNNAR ICELAND TRAVEL. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Fjöl- skylduleiðsögn. Hvar? Hafnarborg. Hvenær? Sunnu- dag kl. 14. Nánar: Fjöl- skylduleiðsögn um sýningu Bjarkar Viggósdóttur, Aðdráttarafl, hringlaga hreyfing. Á mánudag verður síðan boð- ið upp á jógahugleiðslu í tengslum við sýninguna. Nánar á Hafnarborg.is. Fjölskyldur og jóga Hvað? Útskriftarsýn- ing Ljósmyndaskólans. Hvar? Grandagarði 2. Hvenær? Opnun laugardag kl. 15. Nánar: 12 manns sýna verk sín á sýning- unni, sem er afrakstur fimm anna náms í skapandi ljósmyndun. Ljósmyndasýning Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Listabókahelgi Crymogeu. Hvar? Barónsstíg 27. Hvenær? Laugard. og sunnud. kl. 11-17. Nánar: Þarna má nálgast mikið úrval ís- lenskra myndlistarbóka og bókverka á einum stað. Einnig má finna ýmsar ger- semar sem eru aðeins til í einu eintaki. Úrval myndlistarbóka Hvað? Japanshátíð. Hvar? Háskólatorgi. Hvenær? Laugardag milli 13 og 17. Nánar? Á meðal þess sem í boði verður á hátíðinni má nefna; japanska matargerðarlist, japanska skrautritun, og kynningu á japanskri tungu og menningu. Gestum býðst einnig að upplifa hefðbundna japanska teathöfn og bragða á tilheyrandi veigum. Japönsk menning Hvað? Lokatónleikar Myrkra músíkdaga. Hvar? Norðurljósasal Hörpu. Hvenær? Sunnudag kl. 20. Nánar: Einskonar fantasíur. Kamm- ersveit Reykjavíkur leikur undir stjórn Ezequiels Menalled. Lokatónleikar Hvað? Kvikmyndin The Kid. Hvar? Bíó Paradís. Hvenær? Sunnu- dag kl. 15. Nánar: Sígild mynd Charlies Chaplin. Krakkinn í þrjúbíói * Forsíðumyndina tók Ragnar Axelsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.