Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Síða 4
Er bók ekki bók? S vo virðist sem bók sé ekki það sama og bók, að minnsta kosti í skiln- ingi fjármálaráðuneyt- isins. Freistandi er að vísa í málverk Magrittes af pípu, sem ber yfirskriftina: „Þetta er ekki pípa“. Víst má líta svo á að myndin af pípunni hafi alls ekki verið pípan sjálf. En súrrealískt er það. Hvað er bók? Prentsmiðjan Oddi eða móðurfélag þess, Kvos, hefur staðið í málaferl- um undanfarin ár til að fá því hnekkt að lagður sé 25,5% virð- isaukaskattur á bækur sem prent- aðar eru hér á landi og ætlaðar til endursölu, þá fyrst og fremst fyrir bókaútgefendur. Almenna reglan er sú að virðis- aukaskattur er 25,5%, en landslög kveða á um að sala á bókum sé und- anþegin því og beri einungis 7% virðisaukaskatt. Íslenskar prent- smiðjur njóta þó ekki góðs af því og þannig hefur raunar aldrei verið. Í bréfi ríkisskattstjóra frá 22. apríl 1992 er rökstuðningurinn sá að undanþáguákvæðið taki aðeins til sölu bóka, þ.e. vörusölu, en ekki til sölu á prentþjónustu eða annarri vinnu við bókargerð: „Fyrsta sölu- stig bókar er þegar hún er seld frá útgefanda, en að sínu leyti er eðli- legt að líta á útgefanda bókar sem framleiðanda hennar. Það er and- stætt almennri málvenju að nota orðasambandið „sala bóka“ um við- skipti prentsmiðju og útgefanda.“ Það er því dregið í efa að orða- lagið „sala bóka“ eigi við, bæði vegna þess að ekki sé seld „bók“ heldur prentþjónusta og eins að samkvæmt íslenskri málvenju sé framleiðslunni ekki lokið fyrr en út- gefandinn selur bókina. En nú vandast málið. Þannig er að embætti tollstjóra virðist líta þetta öðrum augum. Ef erlendar prentsmiðjur prenta bækur fyrir ís- lenska forleggjara, þá er einungis lagður á 7% virðisaukaskattur. „Ástæðan er nú tiltölulega ein- föld,“ segir Snorri Olsen tollstjóri. „Við leggjum 7% virðisaukaskatt á bækur sem fluttar eru til landsins vegna þess að þetta eru bækur sem verið er að flytja til landsins.“ Það sem tollstjóri skilgreinir sem bók skilgreinir ríkisskattstjóri sem prentþjónustu. Þó er enginn munur á vörunni þegar hún berst útgefand- anum. Kemur sér illa Svo virðist sem ráðherrum standi á sama um þennan greinarmun, því allt frá árinu, 2007 þegar virðisauka- skattur á bókum var lækkaður í 7%, hafa fulltrúar Samtaka iðnaðarins fundað með fjármálaráðherrum og menntamálaráðherrum, en ekkert hefur verið aðhafst af þeirra hálfu. Eðli málsins samkvæmt vísar ríkis- skattstjóri á stjórnmálamennina um breytingar á skattlagningu. Ekki eru allir á einu máli um hversu mikla þýðingu munurinn hef- ur fyrir prentsmiðjur hér á landi, en það er ljóst að hann hefur í för með sér óhagræði fyrir íslenska fram- leiðslu. „Þetta kemur sér illa fyrir okkar viðskiptavini og þar með fyrir okkur,“ segir Jón Ómar Erlingsson, framkvæmdastjóri Odda. „Hjá þeim sem eru virðisauka- skattsaðilar og geta fengið virð- isaukaskattinn endurgreiddan þýðir þetta meiri fjárbindingu. Það hefur auðvitað sitt að segja fyrir útgef- endur, þar sem framlegð er alla jafna ekki há af hverri bók. En fyrir þá sem eru ekki virðisaukaskatts- aðilar, svo sem fjármálastofnanir og ýmis opinber fyrirtæki, þýðir þetta einfaldlega hærra verð sem nemur muninum á virðisaukaskattinum. Hvort tveggja verður til þess að við- skiptin leita meira utan þar sem virðisaukaskattur er lægri.“ Flyst prentunin út? Kristján B. Jónasson, formaður Fé- lags bókaútgefenda, er mótfallinn því að prentsmiðjur njóti 7% und- anþágunnar frá virðisaukaskatti vegna bóksölu. „Þetta er ekki það sem virðisaukaskattslækkun á bók- um snýst um,“ segir hann. „Mér finnst miður að menn mis- skilji hugmyndina á bak við það að hafa lágan virðisaukaskatt á bækur. Það er ekki til að aðstoða prentiðn- aðinn, heldur til að gera fólki auð- veldara að nálgast ódýrar bækur á endursölumarkaði. Breska slagorðið „don’t tax reading“ eða ekki skatt- leggja lestur á við um það. Rétt skattlagning á framleiðslu íþyngir ekki útgefendum á nokkurn hátt.“ Hann segir meginástæðu þess að forleggjarar prenti bækur erlendis þá að þar sé verðið lægra og að gengi krónunnar spili þar stærsta rullu. „Það ríkir samkeppni á þess- um markaði og stundum bjóða aðrir á einhvern hátt betur, hvort sem það er þjónusta, verð eða annað, en virðisaukaskattsumhverfið vinnur á móti okkur í þeirri samkeppni,“ seg- ir Jón Ómar. Sagan endalausa Héraðsdómur hefur vísað máls- höfðun Odda tvisvar sinnum frá vegna aðilaskorts og nú síðast Hæstiréttur rétt fyrir jól. „Þá er ekkert annað að gera en höfða nýtt mál,“ segir Jón Ómar. „Við höfum óskað eftir því að fá fyrra málið endurupptekið, svo við getum áfrýjað því til Hæstaréttar. Og svo bíðum við svars frá ríkis- skattstjóra við greinargerð um mál- ið. En allt kostar þetta tíma og pen- inga. Okkur var í upphafi ráðlagt að brjóta bara lögin, það væri einfald- asta leiðin, og láta þá fara í mál við okkur til að knýja fram niðurstöðu. En við vildum það ekki og fyrir vik- ið virðist þetta ætla að verða sagan endalausa. Við teljum að það sé brotinn á okkur réttur og getum meðal annars vísað til dóms í Sví- þjóð í þeim efnum þar sem sænska ríkið varð skaðabótaskylt, en ekkert gerist.“ Ceci n’est pas une livre. BÆKUR ÚR PRENTSMIÐJUM HÉR Á LANDI BERA 25,5% VIRÐISAUKASKATT, EN SÉU ÞÆR PRENTAÐAR ERLENDIS ER SKATTURINN EINUNGIS 7%. EFTIR AÐ HAFA GENGIÐ ERINDISLEYSU BÆÐI TIL STJÓRNVALDA OG DÓMSTÓLA ÁRUM SAMAN ER FORSVARSMENN PRENTSMIÐJUNNAR ODDA FARIÐ AÐ LENGJA EFTIR NIÐURSTÖÐU. ENDA FELUR ÞETTA Í SÉR ÓHAGRÆÐI FYRIR ÍSLENSKA BÓKAÚTGÁFU, ÞÓ AÐ DEILT SÉ UM HVERSU MIKIÐ ÞAÐ SÉ. Fjöldi bóka eftir því hvar þær eru prentaðar 2011 2012 Ísland 470 426 Kína 115 104 Slóvenía 6 49 Pólland 15 36 Finnland 37 22 Þýskaland 2 7 Ungverjaland 5 6 Danmörk 12 6 Indland 2 5 Malasía 2 3 Singapúr 3 Ítalía 5 2 England 6 2 Spánn 1 Litháen 3 1 Lettland 2 1 Slóvakía 1 Belgía 6 Kanada 1 Holland 1 Samtals 690 675 2012 Hlutfall prentunar íslenskra bóka 1998-2012 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 1998 Útlönd Ísland Prentun eftir bókaflokkum 2012 100% 80% 60% 40% 20% 0% Íslensk og erlend skáldverk Saga, ættfræði, ævisögur, handbækur, matur og drykkur Fræðibækur og almenn efnis, listir Barnabækur Ísland Erlendis 11% 89% 67% 33% 64% 36% 37% 63% 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2013 * „Lág skattlagning á bækur og útgáfu stuðlar að upplýstri um-ræðu, fjölbreyttri og frjálsri tjáningu og styrkir málsamfélagið.“ Kristján B. Jónasson, formaður Fél. bókaútgefendaÞjóðmálPÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.