Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2013
Ég tel þetta ekki dóm gegn breskum eða hol-lenskum hagsmunum. Þetta er skynsamurdómur sem við ættum öll að fagna. Hann
skerpir skilning á markaðslögmálunum og þeirri
aðgreiningu sem verður að vera á milli hins op-
inbera og einkageirans. Einkafyrirtæki eiga ekki
að geta komið skuldum sínum yfir á hið opinbera.“
Þessi ummæli eru ekki frá íslenskum skatt-
greiðanda í sigurvímu eftir Icesave-niðurstöðuna,
heldur eru þau lausleg þýðing á viðbrögðum les-
anda bresks dagblaðs í kjölfar EFTA-dómsins. Og
hann var ekki sá eini sem brást þannig við. Við-
brögð sem þessi voru nokkuð almenn hjá evrópsk-
um lesendum þessa stórblaðs daginn sem dóm-
urinn féll. Þannig sagðist annar styðja
niðurstöðuna heilshugar, Íslendingar hefðu gert
rétt með því að neita að greiða skuldir sem ekki
væru þeirra og þeir sem ekki treystu sér til að una
því hefðu aldrei átt að taka þátt í þeirri áhættu
sem bankastarfsemi fylgir.
Það er ekki aðeins íslenskur almenningur sem
fagnar niðurstöðunni, það gera líka skattgreið-
endur í öðrum löndum. Og þegar stóra samhengi
þessa dóms verður skoðað verður það án efa skiln-
ingur flestra að dómurinn hafi verið réttur, mikil-
vægur og sanngjarn. Mun þá engu skipta að vegna
skammtímahagsmuna hafi ESB og einstaka aðild-
arríki sagt niðurstöðuna óvænta, óskiljanlega og
ósanngjarna. Réttlætið sem dómurinn felur í sér
mun blasa við öllum og tryggja að sigurinn verður
ekki aðeins Íslands, heldur einnig almennings í
þeim ríkjum sem sóttu málið og Evrópu allrar.
Líkt og ljómandi ljúfur frændi minn, sem sagði
JÁ í þjóðaratkvæðagreiðslum þar sem við flest
sögðum NEI, og hefur nú sagt að hann hafi aldrei
verið ánægðari með að hafa haft rangt fyrir sér,
munu þessar þjóðir líka sjá að kröfur þeirra voru
rangar. Enda voru þær aldrei kröfur almennings í
ESB eða kröfur almennings í einstökum löndum.
Þær voru kröfur stjórnvalda, studdar af yfirþjóð-
legum stofnunum og kröfuhöfum, sem kusu að
nota vald sitt til að beita lítið land í erfiðri stöðu
hörku, óréttlæti og þvingunum. En ef marka má
fjarlægðina sem var á milli íslenskra stjórnvalda
og íslensks almennings í þessu máli, er ekki ólík-
legt að einhver munur hafi verið á viðhorfum
ESB, evrópskra ríkisstjórna og þeirra sem þar
búa.
Niðurstaða EFTA-dómstólsins er sannarlega
áfall fyrir bresku og hollensku ríkisstjórnirnar en
hún er sigur fyrir almenning í þessum löndum. Al-
menningur, sama hvar hann býr, veit nefnilega
yfirleitt betur en stjórnvöld og stjórnmálamenn
hvað er fólkinu sjálfu fyrir bestu. Og þessi sami al-
menningur veit og skilur að fólk sem ekki tók
áhættu á ekki að þurfa að greiða skuldir þeirra
sem það gerðu. Frelsinu á að fylgja ábyrgð en
aldrei ríkisábyrgð. Þetta skilur íslenskur almenn-
ingur, en líka breskur, hollenskur og evrópskur al-
menningur. Það væri óskandi að stjórnvöld þess-
ara landa hefðu sama skilning.
Líka sigur Breta og Hollendinga
*Niðurstaðan er áfallfyrir bresku og hollensku ríkisstjórnirnar
en hún er sigur fyrir
almenning í þessum löndum.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
hanna.birna.kristjansdottir@reykjavik.is
Veðurklúbburinn í Dalbæ á
Dalvík hefur birt spá sína fyrir febr-
úar. Fundur var haldinn nýverið, og
sagði einn fundarmanna frá draumi
sem hann hafði
dreymt nýlega.
„Hann var staddur
í fjárhúsi og sá yfir
króna þar sem
hann sá bíldóttar
ær og tvö lömb með sama lit. Þetta
er álitinn fyrirboði þess að tíð
verði rysjótt í febrúar.“
Steingrímur Sævarr Ólafs-
son slær oft á létta strengi á Fa-
cebook síðu sinni. Hann sagði í vik-
unni: Ef ég ætti að lýsa sjálfum mér í
þremur orðum, þá
yrði það líklega:
„Ég er afleitur í
stærðfræði“.
Blogg Vilborg-
ar Davíðsdóttur
hefur vakið mikla athygli. Þar fjallar
hún um lífið og tilveruna en eig-
inmaður Vilborgar, Björgvin Ingi-
marsson, er alvarlega veikur og á
stutt eftir. „Ég hef lært svo ótal
margt á þessari göngu með Mínum
heittelskaða um ævintýraskóginn
og nú þegar hans vegferð er í þann
mund að ljúka hef ég öðlast nýjan
skilning á mikilvægi þess að tala um
dauðann rétt eins og lífið. Því það
er í hverfulleika lífsins sem gildi
þess er falið. Við elskum lífið vegna
þess að því lýkur, líkt og við hríf-
umst af fegurð blómsins vegna þess
að það á eftir að fölna og döguninni
vegna þess að við vitum að sólin á
eftir að hníga í sæ.“
Sigurjón M. Egilsson vinnur
eftir áætlun sem hann nefnir 60/
90 en hún gengur
út á að léttast um
75 grömm á dag.
„Eftir fyrstu lotu
er ég á undan
áætlun, í stað 75
gramma hef ég lést um 100 grömm
að meðaltali á dag. Get nú hneppt
jakka sem ég gat ekki hneppt um
áramótin. Barasta gaman.“
AF NETINU
Breska söngkonan V V Brown er
þekkt fyrir stöku lög hérlendis og fyr-
ir nokkrum árum birtist grein um
hana í Morgunblaðinu þar sem hún
var talin vera sú söngkona Bretlands
sem gæti átt eftir að slá algerlega í
gegn. Bretar voru þar sammála.
Söngkonan hefur þó lítið látið á sér
bera síðustu misseri en undirbýr nú
magnaða endurkomu í sviðsljósið. Að-
alfréttin fyrir Íslendinga í þessu er að
Valgeir Sigurðsson aðstoðar hana í
þessum undirbúningi og hefur Brown
dvalið á Íslandi síðustu daga við upp-
tökur á efni sínu ásamt upptökustjór-
anum Valgeiri sem er vel þekktur fyr-
ir nærri 10 ára farsæl störf sín með
Björk Guðmundsdóttur. V V Brown
sótti meðal annars tíma í íslensku
meðan á dvölinni stóð.
V V Brown vinnur með fyrrverandi upptökustjóra
Bjarkar Guðmundsdóttur.
AFP
Vinnur á
Íslandi
Unnur Eggertsdóttir komst áfram í
úrslit Söngvakeppninnar með lag-
inu Ég syng! en í undanúrslitum
vakti hún athygli fyrir skemmti-
lega framkomu og fallegan söng.
Enda er Unnur þaulvön að koma
fram og margir muna eftir henni í
hlutverki Sollu stirðu í Latabæ.
Fjölskylda Unnar er uppfull af
hæfileikafólki og má þar nefna
Benna Hemm Hemm. Benni og
Unnur eru systkinabörn en faðir
Unnar, Eggert Benedikt Guð-
mundsson, sem gegnir starfi for-
stjóra N1, og móðir Benna, Sólveig
Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup
á Hólum í Hjaltadal, eru systkini.
Þess má geta að afi þeirra var Guð-
mundur heitinn Benediktsson,
ráðuneytisstjóri í forsætis-
ráðuneytinu Unnur Eggertsdóttir og Benni Hemm Hemm.
Eru systkinabörn
Vettvangur