Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Qupperneq 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Qupperneq 9
3.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 „Það má segja að við höfum lítið stoppað í vetur. Við höfum haft brjálað að gera,“ segir Jóhannes G. Her- mundarson, starfsmaður Malbikunar KM á Ak- ureyri, en fyrirtækið sér um það fyrir Vegagerðina, að halda leiðinni yfir Öxnadalsheiði opinni, sem og veginum á milli Akureyrar og Dalvíkur. 05.10 Mættur í vinnunna niðri á Óseyri. Bíll-inn er tilbúinn í átök dagsins því við göngum alltaf frá honum og gerum kláran að lokn- um vinnudegi. Set bílinn í gang, fæ mér kaffibolla á meðan hann hitnar og útbý oftast eitthvert nesti. 05.30 Bruna út úr bænum. Þetta er Scaniavörubíll með snjómokstursbúnaði og verkefnið hefst strax því við byrjum að hreinsa veg- inn alveg við Shell-nestið í Þorpinu. Við erum fjórir í þessu; tveir sem skiptumst á að halda Öxnadalsheið- inni opinni og aðrir tveir sem sjá um Dalvíkurleið- ina. 06.50 Vissi af dálitlum snjó og þegar égnálgast heiðina er bíll fastur á miðjum veginum. Ég þarf að draga hann úr skafli, sem tók dálítinn tíma en klukkutíma seinna er ég búinn að hreinsa heiðina. Það getur tekið lengri tíma ef mað- ur þarf hefil eða snjóblásara með sér. Um leið og ég er búinn að hreinsa heiðina moka ég aftur alla leið til Akureyrar þá daga sem snjóar, annars byrja ég á því að breikka akstursleiðina því fyrstu ferð að morgni brunar maður bara í gegn til að komast sem fyrst upp á heiði. Þennan dag var mikill snjór og nokkrir fylgdu mér yfir heiðina úr Norðurárdalnum. Þeir hefðu ekki komist nema strax eftir að var mok- að. 12.00 Ég reyni alltaf að stoppa í hádeginu,hlusta á fréttirnar og borða. Síðustu dagar hafa verið þannig að ég hef borðað nestið mitt uppi á heiði því ekki hefur verið tími til að skjótast í bæinn. Þegar snjórinn er mikill og hríðar áfram þarf að moka alla leiðina í bæinn aftur, þegar búið er að hreinsa heiðina, og þá borðar maður í bænum. 12.45 Haldið af stað á ný. Byrja aftur við Shell-nestið og hreinsa veginn alla leið að Koti í Norðurárdal, fyrsta bænum eftir að komið er yfir Öxnadalsheiðina. Sumir dagar eru tiltölulega rólegir og hægt að rúnta fram og til baka frá Akureyri og yfir í Norðurárdalinn. Þetta var ekki einn þeirra! 15.00 Kominn á verkstæðið aftur, set olíu á bíl-inn og fæ mér kaffi áður en haldið er af stað enn einu sinni. Ég hlusta reglulega á fréttir og fylgist með veðrinu. Maður veit nokkurn veginn eftir vindáttinni hvernig það er; það virðist reyndar vera al- veg sér veður sem loðir við heiðina! Hún er hálfgert veðravíti og verst er vest-suð-vestan áttin. Vestanátt er líka mjög slæm, eins og var til dæmis eftir áramót í fyrra og langt fram á vor. Þá er oft mjög gott veður í bænum, fólk lítur út um gluggann og fer af stað, en lendir svo í hávetri á heiðinni! 18.30 Þessi dagur var dálítið langt frá því aðteljast rólegur. Nokkrir bílar á suðurleið eltu mig yfir heiðina og í Norðurárdalnum biðu nokkrir sem komu með mér til baka. Ég ætlaði að halda áfram að moka eftir að þeir voru úr augsýn á leið til Akureyr- ar, en gat það ekki vegna veðurs. Mikið hafði snjóað og komið var vitlaust veður. Eins og stundum gerist var einfaldlega sjálfhætt og heiðinni því lokað. 20.30 Farinn af heiðinni en moka alla leið í bæ-inn. Yfirleitt er maður kominn á verk- stæðið um klukkan hálftíu eða tíu. 22.30 Búinn að ganga frá bílnum, fylla hann afolíu og „klappa“ honum aðeins; boltar geta brotnað úr snjótönninni eða eitthvað annað gerst sem þarf að laga. það kemur ansi oft fyrir að maður er klukkutíma á verkstæðinu að græja bílinn eftir daginn svo hann verði tilbúinn að morgni. Vinnudagarnir eru oft langir og starfið getur verið þreytandi til lengdar ef veðrið er vont lengi. En ef maður hefur gaman af þessu vörubílastússi eða er jeppakarl – eins og ég þykist vera – leiðist manni þetta ekki. Jóhannes G. Hermundarson við Scania vörubílinn sem útbúinn er stórum og öflugum snjóplóg og ekki veitir af. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson DAGUR Í LÍFI JÓHANNESAR G. HERMUNDARSONAR SNJÓMOKSTURSMANNS Heiðin veðravíti VERKEFNI SNJÓMOKSTURSMANNA LANDSINS HAFA VERIÐ ÆRIN UNDANFARIÐ. SNJÓ HEFUR KYNGT NIÐUR, HEIÐAR OG FJALLVEGIR VÍÐA VERIÐ ILLFÆRIR – OG SUMIR ÓFÆRIR. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.