Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2013
Heilsa og hreyfing
Madeleine Svíaprinsessa er mikil útivist-
armanneskja og hefur allt frá því hún var
stelpa stundað hestaíþróttina. Hefur það
alla tíð verið hennar helsta hreyfing. Hesta-
mennska þykir hafa einkar góð áhrif á and-
lega heilsu og vellíðan. Þá er hún mikil
skíðamanneskja.
Á sínum tíma komst í fréttirnar að Kate
Middleton æfði í sömu líkamsræktarstöð
og tengdamóðir hennar heitin, Díana prins-
essa, sótti síðustu árin áður en hún lést.
Stöðin kallast Harbour Club og er í Lond-
on en þar er það einkum tvennt sem Kate
er sögð hrifin af; spinning og róðrarvélinni
svokallaðri, samkvæmt fréttum E! Online.
Letizia Spánarprinsessa er ein þeirra sem
skokka oft í viku. Glæsilegt útlit hennar
rekur spænska slúðurpressan þó einnig til
þess að hún forðast hvítt hveiti og sykur
og borðar mikið af melónum og selleríi og
dökkgrænu grænmeti.
Friðrik, krónprins Danmerkur, sagði í við-
tali við Ekstra Bladet fyrir um einu og hálfu
ári að hann hryllti við hvers kyns líkams-
rækt. Það kom nokkuð á óvart því Friðrik
var mikill íþróttamaður á árum áður en í
dag segist hann ekki vita neitt leiðinlegra
en líkamsrækt og útiskokk, sem sé ekki
nógu gott því hann sé orðinn miðaldra og
mjúkur. Ein íþrótt hugnast honum þó og
segist hann aldrei verða leiður á henni en
það er tennis. Hann spilar því tennis reglu-
lega við son sinn.
Krónprinsessa Danmerkur, Mary Donaldson, er á sífelldu iði. Hún fer í göngutúra, skokk-
ar, er oftsinnis í útreiðartúrum og hefur ekki slegið slöku við þrátt fyrir að eiga fjögur
börn. Þá hugar hún vel að mataræðinu, að sögn ástralska tímaritsins Womańs Day, borð-
ar mikið af feitu fiskmeti, hnetum og höfrum.
Kóngafólkið heldur því gjarnan fyrir sig hvernig það heldur sér í formi og fyrir um ári
veltu norskir fjölmiðlar því fyrir sér hvernig krónprinsessa þeirra, Mette-Marit, héldi sér í
svona góðu formi. Vefmiðillinn norski greindi frá því að prinsessan stundaði líkamsrækt í
StudioDay í Osló þar sem hún notaðist við veggfast lóðakerfi þar sem allt snýst um að
styrkja vöðva líkamans með alla vega tog- og teygjuæfingum.
Vilhjálmur prins hefur í gegnum tíðina notast við meira en fimmtíu ára gamalt æfingakerfi
til að halda sér í formi. Breska blaðið The Telegraph greindi frá því fyrir nokkrum árum
og nýlegar fréttir herma að hann haldi sig ennþá við þessar æfingar. Á hverjum morgni
fyrir morgunmat gerir hann æfingar sem hannaðar voru fyrir hermenn kanadíska flughers-
ins, svokallaða 5BX áætlun. Æfingarnar taka 11 mínútur og reyna mikið á líkamann en
aðeins í þessa stuttu stund.
AFP
BLÁA BLÓÐIÐ ÆFIR LÍKA
Kraftafræði
kóngafólksins
KRÓNPRINSESSUR OG -PRINSAR EVRÓPU SÆKJAST EKKI SÍÐUR EFTIR ÞVÍ
EN ALMENNINGUR AÐ EFLA STYRK OG ORKU Á HLAUPABRETTINU.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is