Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Side 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Side 23
Þ essi hópur telur kalóríurn- ar í innbyrtu áfengi og dregur úr kaloríufjölda í mat á móti. Slíkt getur leitt til líffæraskemmda og lang- varandi geðvandamála sé þetta stundað í miklum mæli og eykur líkur á alkóhólisma. Þetta hegð- unarmynstur hefur meira að segja hlotið nafn, „drunkorexia“. Þegar útlitsdýrkunin er allsráð- andi og kröfur um virka þátttöku í félagslífi miklar eykst hættan á að „drunkorexia“ verði vandamál. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Columbia háskólanum í Mis- souri í ársbyrjun 2012 sveltu 16% háskólanema sig eða borðuðu mjög lítið áður en þeir héldu út á lífið og teyg- uðu áfengi. Konur voru í miklum meirihluta í þessum hópi, eða þrisv- ar sinnum fleiri en karlmennirnir. Þetta sögðust þær gera til að bæta ekki á sig og til að eyða minni pening í að finna fyrir áhrifum. Þessi hegðun þekkist meðal meðferðaraðila hér á landi þó að hún sé lítið í umræðunni og er ekki skilgreind sem sjúkdómur. Þetta er vissulega tvíþætt vandamál en hugtakið „drunko- rexia“ er meðferðarað- ilum hjá SÁÁ og ís- lenskum átröskunarteymum lítið þekkt þó að allir taki undir að það sé al- þekkt að þessi tvö vandamál eigi það til að fléttast saman. Kráar- menning í Bretlandi á líklega stóarn þátt í því að þetta er vaxandi vandamál þar í landi. Hér á landi þætti það aftur á móti fréttnæmt ef hópar af ungu fólki skelltu sér nær daglega á barinn eftir skóla eða vinnu. Fyrirbærið „drunkorexia“ HVAÐ GERIST ÞEGAR ÁTRÖSKUNAR- OG ÁFENGISVANDAMÁL BLANDAST SAMAN? SLÍK HEGÐUN ER VISSULEGA EKKI NÝ Á NÁLINNI EN BREIÐIST NÚ ÚT VÍÐA OG ÞÁ SÉRSTAKLEGA MEÐAL UNGRA KVENNA Í BRETLANDI. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is 3.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Ég er bara dauðástafangin af honum Þorra. Hlakka alltaf svakalegatil að fá hann í heimsókn á sama tíma á ári. „Komdu fagnandi,“hrópa ég til hans og breiði út faðminn þegar hann sviptir sér inn í líf mitt með karlmannlegum slætti, einmitt þegar ég þarf hvað mest á upplyftingu að halda. Mér er drullusama þó að hann sé hákarls- klístraður á krumlunum, angandi af súrum hval, með harðfiskmylsnu í skegginu og fret- andi eins og sögunarverksmiðja. Ég sest skælbrosandi við hlið hans og tek til við að slafra í mig gallsúra hrútspunga og annað hnossgæti sem hann ber á borð fyrir mig. Með sviðakjamma í annarri hendi og hangið læri í hinni, byrjar hann svo að humma sínum djúpa rómi, ekki ólíkt og skeggjuðu félag- arnir í Hobbitanum gera svo undurfallega, og þegar hann brestur í söng þá get ég ekki haldið í mér lengur, enda engin ástæða til, ég tek lagið með honum. Við syngjum í fimmund langt fram á nótt og skríðum að lokum með stútfullan belg í fletið við kamínuna og tökum til við að toga vaðmálsklæðin af hvort öðru. Kátínan er við völd og hlátra- sköllin fylla húsið. Við kútveltumst á sauðskinnsgærum og eldurinn í augum míns árvissa gests er heitari en sá sem logar í eldstæðinu. Þrótt- ur Þorra til ástarleikja aldrei þverr. Hann er blíður bangsi og kann að fara mjúkum höndum um konu með sínum stóru hrömmum. Við þessar norðurhjarandi hræður sem kúldrumst hér innilokuð í keng í kuldanum og trekknum í janúar og febrúar, kvartandi ámátlega yfir myrkri og myglusveppi, verðum glöð sem börn á björtum degi þeg- ar þokkatröllið hann Þorri býður okkur að blóta sig sem mest við megum. Hann hvetur okkur til að hrista af okkur slenið, smeygja okkur í spariföt og koma saman yfir trogum sneisafullum af súrmeti, flat- brauði og öðru lostæti. Honum er að þakka að við skemmtum hvert öðru á þessum dauða árstíma með heimatilbúnum leikatriðum, að við skverum okkur út á gólfið og liðkum liðinn stirða. Í þorrablótstíðinni syngjum við saman og svitnum í dansi, sem er ekki svo lítils virði, klár- lega á við margra vikna geðmeðferð. Ég játa það fúslega að ég er heltekin af þorrablótsfíkn. Ég veð óhikað eld og brennistein, keyri hundruð kílómetra í flughálku og hríðarbyl, til þess eins að blóta vininn minn besta: Þorra. ÞOKKAFULLI ÞORRI Stigið í vænginn KRISTÍN HEIÐA Þegar kemur að líkamsrækt sem inniheldur styrktaræf- ingar er mikilvægi hvíldarinnar of vanmetin staðreynd. Hvort sem markmiðið er að stækka vöðvana, móta lík- amann eða öðlast aukinn styrk er næg hvíld og góður nætursvefn stór partur af leiðinni að takmarkinu. Þegar vöðvarnir eru undir álagi, til dæmis þegar við lyftum lóð- um, rifna þeir. Í hvíld gróa þeir svo aftur og stækka. Það gefur því augaleið hversu mikilvæg hvíldin er ef árangur á að nást. Fyrir þá sem æfa nokkrum sinnum í viku er mikilvægt að skipuleggja sig vel og varast að þjálfa hvern líkamspart oftar en einu sinni í viku. Þá er gott að nota einn til tvo daga í viku sem hvíldardaga og sleppa öllum æfingum. GÓÐUR NÆTURSVEFN MIKILVÆGUR Vöðvar stækka í hvíld Líkaminn þarf hvíld svo að vöðvarnir stækki. Svefnleysi er dauðans alvara ef tekið er mið af breskri rannsókn sem sagt er frá í The Guardian. Samkvæmt henni má tengja of lítinn svefn við fjöldann allan af sjúk- dómum. Það leiði til meira áts, meiri streitu, sem aftur leiðir til meira álags á hjartað. Þrátt fyrir mýtu um annað eru það yfirleitt þeir sem sofa um 8 klst. á nóttu sem eru afkastamestir í vinnu. Er það eins með vinnuna og allt annað, hvort sem það er líkamsrækt eða samskipti við vini og fjölsyldu, að svefn er forsenda velgengni. Jafnframt hefur svefn áhrif á ákvarðanatöku, sjálfstraust, sköpunargáfu og leiðtoga- hæfileika og fleira. Þeir sem glíma við svefnvandamál eða sofa einfaldlega of lítið ættu því að leita sér hjálpar eða venja sig af þeim slæma ávana að sofa of lítið. SVEFN VERÐUR SEINT OFMETINN Sofðu og engar refjar Svefn viðheldur fegurð. Þessi hlýtur að sofa nóg.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.