Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2013
Matur og drykkir
H
ann var glæsilegur vinkvennahópurinn sem bauð Sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins að fylgjast með þegar þær sett-
ust að snæðingi á myrku janúarkvöldi. Þær segjast alls
ekki gera nóg af því að borða góðan mat saman.
„Nei, en stefnum að því að gera meira af því. Þetta var hugmynd
sem kom upp því Agnes er í skóla í París og var að fara aftur eftir
jólafrí á Íslandi. Við ákváðum því að gera okkur glaðan dag saman
og bjóða með nokkrum vel völdum vinkonum,“ segir gestgjafinn Ás-
laug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Dagurinn hjá hópnum byrjaði á kaffibolla og svo var haldið í keilu
áður en hópurinn skundaði á Nesveginn í matarboð. „Það var gaman
að skemmta sér allar saman svona rétt áður en Agnes flaug aftur
til Parísar. Hún bauð upp á dýrindiskampavín frá París í fordrykk
sem gaman var að skála í,“ segir Áslaug Arna. Hún segist telja
galdurinn við gott matarboð felast í félagsskapnum frekar en matn-
um.
Gleðin toppuð með góðum bröndurum
„Það má ekki stressa sig of mikið á eldamennskunni og gestgjaf-
arnir verða að geta skemmt sér jafn vel og gestirnir þrátt fyrir um-
sjón með mat og drykk. Því er upplagt að geta undirbúið sem mest
áður en gestirnir koma. Svo toppar maður matarboðið með góðu víni
og skemmtilegum bröndurum,“ segir hún.
Agnes og Áslaug Arna sáu um matargerðina saman en það var
Áslaug Arna sem gerði rósakökuna sem var í eftirrétt. Hún lumar á
nokkrum góðum ráðum þegar kemur að kökukgerð. „Það er um að
gera að prófa sig sem mest áfram sjálfur, það hefur reynst mér vel
í kökubakstri að prófa mig áfram og horfa á kennslumyndbönd á
youtube. Kökurnar eru farnar að vekja athygli og fólk heldur að
þetta sé mjög flókið, en í raun er þetta frekar einfalt, skemmtilegt
og auðvitað einstaklega bragðgott. Svo er nauðsynlegt að einblína á
að kökurnar bragðist vel, því útlitið er ekki allt,“ segir Áslaug Arna.
Bökuð er venjuleg tveggja hæða súkkulaðikaka
eftir uppáhaldsuppskrift hvers og eins. Kakan er
skreytt með smjörkremi í þremur litum.
SMJÖRKREM
200 gr smjör
1 egg
2 eggjahvítur
sletta af vanilludropum
2 pakkar flórsykur
bleikur matarlitur
Á þessa köku voru notaðir þrír mismunandi
litir af smjörkremi. Kreminu er skipt upp í þrjár
skálar og settur mismikill matarlitur í hvern
skammt.
Notaður er kökuskreytistútur 2D til að gera
rósirnar og svo eru settar sykurkúlur ofan á.
Rósakaka
Rósakakan vakti
mikla lukku.
Skálað fyrir góðum vinkonum og frænkum áður en sest er til borðs.
Stelpurnar voru búnar að fá sér kaffibolla og fara í keilu áður en kom að því að borða saman.
MATARBOÐ Á NESVEGI
Gaman
saman
Sólveig Halldórsdóttir, Eydís Arna
Líndal, Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir, Rebekka Guðmundsdóttir,
Selma Harðardóttir, Valdís Guðrún
Þórhallsdóttir og Agnes Guð-
mundsdóttir nutu þess að borða
saman góðan mat á Nesveginum.
FRÆNKURNAR ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR
OG AGNES GUÐMUNDSDÓTTIR HAFA GAMAN AF
ÞVÍ AÐ ELDA SAMAN. ÞÆR BUÐU VINKONUM
SÍNUM Í KJÚKLING OG SALAT.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is