Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 37
var hún í töluverðu sambandi við fjölmiðla.
„Áður fyrr notuðust menn við talstöðvar en nú er
hægt að tala um allt suðurskautið í gegnum gervi-
hnattasíma. Þegar ég beið eftir flugvélinni sem sótti
mig talaði ég til dæmis við flugmennina í gegnum
símann.“
Vilborg var heldur ekki með kveikt á staðsetning-
artækjum sínum nema á morgnana og kvöldin, auk
þess sem hún kveikti á þeim þegar hún tók pásur frá
göngunni á daginn. Notaði tækin fyrst og fremst til
þess að ákveða stefnuna og mæla hve langt hún hefði
gengið. Hélt svo stefnunni með áttavitanum.
Til að eiga alltaf nóga hleðslu á tækjunum var Vil-
borg með sólarrafhlöðu sem hún setti út fyrir tjaldið
á hverjum morgni og hafði þar í hálfa aðra klukku-
stund.
Opnunartímar:
Smáralind
Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18
Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330
Laugavegi 182
Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300
iPad
mini
Haltu á hinum stafræna
heimi í einu undratæki sem
smellpassar í lófann.
Komin í verslanir
3.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Vilborg Arna hafði með sér iPod á
suðurpólinn og valdi sér ýmislegt
góðgæti til að hlusta á meðan á leið-
angrinum stóð. Hún var bæði með
ýmsa tónlist í farteskinu og nokkrar
hljóðbækur.
„Mér fannst mjög gott að hlusta á
bækur fyrri hluta dagsins og skipti
svo yfirleitt yfir í tónlist seinni part-
inn. Tónlistina valdi ég bara eftir því
í hvernig skapi ég var; ef færið var
erfitt hlustaði ég oft á sama diskinn
allan daginn, til þess að halda frekar
sama takti. Það er betra að hafa rút-
ínu á hlutunum þegar aðstæður eru
þannig.“
Þegar veðrið var gott stoppaði
hún hins vegar annað slagið til þess
að skipta um tónlist.
„Ég hafði það fyrir reglu í leið-
angrinum að hlusta aldrei á neitt
sem mér þótti ekki skemmtilegt eða
gat verið íþyngjandi. Af bókum get
ég nefnt ýmsar barnabækur. Ég
hlustaði líka á allar Harry Potter-
bækurnar – nema þá síðustu reynd-
ar. Ég byrjaði á henni en upphafið er
svo drungalegt að ég hætti fljótlega.
Ákvað að geyma hana til betri tíma!“
Tónlistin sem Vilborg hlustaði á
var oftast létt, fjörug og skemmti-
legt. „Ég vildi hlusta á eitthvað sem
byggir mann upp, alls ekki eitthvað
sem dregur úr manni kjarkinn,“ seg-
ir Vilborg Arna Gissurardóttir pól-
fari í samtali við Sunnudagsblað
Morgunblaðsins.
HLUSTAÐI Á MARGT GOTT Á GÖNGUNNI
Tónlist og Potter
iPod nano
kom í góðar
þarfir á suð-
urskautinu.
Vilborg skemmti sér meðal ann-
ars við það á göngunni að hlusta
á Harry Potter-bækurnar lesnar.
Staðsetningartækið
sem Vilborg Arna not-
aði til þess að mæla
hvað hún hafði gengið
langt. Með þessu gps-
Garmin-tæki tók hún
stefnuna að morgni en
rataði svo dagleiðina
með aðstoð áttavita.
Sólarrafhlaðan sem Vilborg hlóð á
hverjum morgni. Setti hana út fyrir
tjaldið um leið og hún kveikti á prím-
usnum og lét sólina skína á þessa
góðu græju í um það bil eina og hálfa
klukkustund og gat með því móti
hlaðið símann og önnur raftæki sem
hún var með í fórum sínum.
„Gamli, góði“ áttavitinn
kom að góðum notum; Vil-
borg var með Suunto global.
Vilborg hafði
meðferðis Ca-
non EOS 600-
myndavél.
Gervihnattasíminn sem Vilborg
fór með á pólinn. Lífæð hennar til
umheimsins, segir hún. Vilborg
bloggaði t.d. með símanum.
Tæki frá Pieps sem Vilborg
ætlaði sér bara að nota sem neyð-
arsendi. Ef eitthvað hefði komið
uppá hefði hún getað ýtt á takka
og þá hefðu aðstoðarfólki borist
skilaboð um hvar hún væri stödd.