Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2013
É
g vil að þú finnir þér starf þar sem
þú vinnur inni.“ Svo mælti móðir
Eiðs Svanbergs Guðnasonur þeg-
ar hann var yngri og vissi ekki
hvað hann ætlaði að verða. Það
var töluvert áður en hann fór að starfa sem
blaðamaður. Síðar varð hann varafréttastjóri,
þingmaður, ráðherra og loks sendiherra. Þetta
voru allt meira eða minna innistörf svo Eiður
hlýðnaðist greinilega móður sinni. Fyrir um
það bil þremur árum þegar Eiður fór á eft-
irlaun varð hann enn ein útgáfan af sjálfum
sér, Mola-Eiður, og er á málfarsvaktinni allan
sólarhringinn eins og frægt er orðið. Hann
hirtir þar blaðamenn og dagskrárgerðarfólk í
sjónvarpi og útvarpi, þingmenn og þá sem
honum þurfa þykir hverju sinni. En því má
ekki gleyma að hann hrósar líka.
„Ég hef alltaf haft tilhneigingu til að segja
það sem mér finnst og ég veit að það getur
stundum verið dálítið óþægilegt. Ég veit líka
að ég get verið dálítið hvass í þessum grein-
um en ég hef það fyrir sið að ég birti pistlana
yfirleitt á morgnana. Þá fæ ég mér kaffibolla,
les yfir og dreg þá oft úr. Ég er nefnilega
svolítið fljótfær að eðlisfari og reyni því að
hlaupa ekki beint í tölvuna og skrifa og birta
eitthvað um leið og ég heyri það,“ segir Eiður
og bætir við að hann reyni í það minnsta að
telja upp að fimm.
„En það gengur ekki alltaf nógu vel, ég við-
urkenni það og stundum skjátlast mér. Núna
nýlega, til dæmis – og það urðu margir til að
benda mér á það. Ég tek því að sjálfsögðu
bara vel og leiðrétti það. En ég vona að ég
geri ekki mjög oft mistök. Þá hafa ýmsir af
þeim sem ég hef gagnrýnt hringt í mig, við
höfum rætt málin og það er bara af hinu
góða. En í þessum skrifum er ég engum háð-
ur. Það er enginn sem borgar mér fyrir þetta,
það er enginn sem auglýsir á síðunni minni og
ég get sagt það sem mér sýnist. Yfirleitt nafn-
greini ég ekki viðkomandi en ef ég hrósa ein-
hverjum, sem ég geri sjálfsagt allt of sjaldan,
nefni ég nöfn alveg hiklaust.“
Það hljómar eins og skröksaga að stjórn-
málamaður á eftirlaunum hafi náð athygli
yngri kynslóða. Fólk á öllum aldri les málfar-
spistlana sem birtast á degi hverjum á eid-
ur.is. Mola-Eiður er orðinn að fyrirbæri í nú-
tímanum. Dómur hans er kveðinn upp á
hverjum morgni og allir lesa. Ungir sem aldn-
ir kveiktu á því af hverju Andri á flandri
sendi Eiði jólakveðju á Þorláksmessu í útvarpi
allra landsmanna sem segir ýmislegt um hve
vel þekkt einstök skrif hans hafa orðið. Eiður
lætur sig líka varða það sem borið er á borð
fyrir æskufólk, hvort sem það er Leynifélagið
eða megrunargreinar á vefmiðlum, sem skýrir
kannski af hverju breiður aldurshópur les
molana hans. Og Eiður var lítt hrifinn af um-
fjöllun Andra um afkomendur Íslendinga í
Vesturheimi og settist niður við tölvuna og las
þar Andra pistilinn. En æskufólk veit mest lít-
ið um bakgrunn karlsins sem sest niður á
hverjum morgni og skrifar pistla. Um 20 ár
eru liðin frá því hann lét af störfum sem um-
hverfisráðherra og hélt svo utan þar sem
hann gegndi sendiherrastörfum í ýmsum lönd-
um næstu árin. Það er vel tímabært að fólkið
sem þekkir Eið bara sem Mola-Eið fái að vita
eitthvað meira. Eiður byrjar á að segja blaða-
manni frá atburði sem breytti lífi hans.
Hefði þurft hjálp
eftir mikið áfall
„Faðir minn, Guðni Guðmundsson, var verka-
maður, vann í byggingarvinnu en undir það
síðasta hjá Eimskip. Við bjuggum í Norð-
urmýrinni, Skeggjagötu 19, og þetta var góð-
ur staður til að alast upp á. Hann var 43 ára
þegar hann lést og ég hafði orðið átta ára að-
eins nokkrum dögum áður, elstur þriggja
systkina. Hann varð bráðkvaddur. Hann fór
til vinnu mánudaginn 17. nóvember 1947 eftir
hádegið; í þá daga þegar allir komu heim til
að snæða hádegismatinn. Um fimmleytið kom
prestur heim og tilkynnti móður minni lát
hans. Þetta var því gríðarlegt áfall. Sennilega
tók það mig langan tíma að vinna úr því. Ég
hef áttað mig svona á því eftir á að kannski
hefði maður þurft einhverja hjálp. Það var
ósköp lítið spáð í það á þessum tíma. Ég man
að mér fannst ég eiga að gráta, en það kom
enginn grátur. Lengi á eftir var ég logandi
hræddur um alla sem fóru út af heimilinu –
að þeir kæmu ekki aftur. Þetta var mér erf-
itt.“
Eiður viðurkennir að lát föður hans hafi
breytt æsku hans. Ósk móður hans um inni-
vinnuna tengist því eflaust að faðir hans lést
um aldur fram enda hafði faðir hans alla ævi
unnið erfiðiðisvinnu úti við. „Ég naut þess að
geta búið hjá móður minni, Þórönnu Lilju
Guðjónsdóttur, ásamt tveimur systkinum mín-
um og hún hélt ákaflega vel utan um okkur.
Móðir mín vann mikið afrek. Hún var hetja.
Þeir voru ekki margir kostirnir fyrir ekkju
með þrjú ung börn á þessum árum. Hún var
ekki langskólagengin heldur hafði sína barna-
skólamenntun úr Garðinum. Fyrst eftir að
faðir minn dó vann hún svolítið úti en var
ekki heilsugóð og það þróaðist því í það að
hún var með kostgangara – mest skólapilta,
iðnnema og einhleypa karla, piparsveina eins
og þá var sagt, sem keyptu af henni fæði.
Hún naut líka góðrar hjálpar systur sinnar,
Lóu, sem var mikið hjá okkur, og systur
minnar Ingigerðar þegar hún óx úr grasi en
yngstur var Guðmundur Brynjar. Það má eig-
inlega segja að hún hafi eldað okkur systkinin
til manns og mennta. Faðir minn hafði byggt
lítinn sumarbústað við Réttarholt í Garðinum,
þar sem móðurforeldrar mínir og móðurbróðir
bjuggu. Þar vorum við á sumrin fram til 1948,
en þá varð móðir mín að selja bústaðinn.
Móðir mín var með kostgangara, stundum
12-14, í tæplega 60 fermetra íbúð, fram yfir
það að ég flutti að heiman rúmlega tvítugur.“
Sótti í eldri félaga
vegna föðurleysis
Þar sem aðeins ein fyrirvinna var á heimilinu
vann Eiður mikið með skóla. „Líkt og flestir
vann ég öll sumur en einnig vann ég meira og
minna með skólanum; gagnfræðaskóla og
menntaskóla. Þessi störf hjálpuðu mér mikið.
Í öðrum bekk í gagnfræðaskóla vann ég alla
morgna í verslun Axels Sigurgeirssonar í
Barmahlíð og eftir skóla hélt ég beint í Skáta-
heimilið við Snorrabraut þar sem ég var öll
kvöld.“ Það leit ekki endilega út fyrir það að
Eiður myndi ljúka landsprófi. „Ég viðurkenni
það að í gagnfræðaskóla Austurbæjar sinnti
ég nú náminu heldur lítið. Ég varði öllum
mínum tómstundum í Skátaheimilinu en ég
var mjög virkur í skátahreyfingunni á þessum
tíma og eignaðist þar góða vini sem hafa enst
út ævina. Þeir voru dálítið eldri en ég en ætli
ég hafi ekki sótt í eldri félaga því ég átti ekki
pabba.“ Eiður leysir frá skjóðunni með ein-
kunnirnar og segir að í 32 manna 1. bekk í
gaggó hafi hann orðið næstneðstur.
„Ég bara mátti ekki vera að þessu. En mér
hefur alltaf fundist að tilviljanir hafi ráðið
mjög miklu í mínu lífi og það sem gerðist
næst var svolítið skrýtið. Ég var að spá í að
fara í Verslunarskólann, sýndist að þær væru
svolítið sætar stelpurnar þar, en þar sem
skólaferðalag bar upp á sama dag og inntöku-
prófið í skólann valdi ég auðvitað gamanið.
Það varð því ekkert úr inntökuprófinu og
sumarið eftir annan bekk fékk ég allt í einu
boð frá séra Ingimar Jónssyni, skólastjóra
Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Ég hafði aldrei
talað við hann og þekkti hann ekkert. Ég átti
að koma heim til hans en hann bjó neðst á
Vitastígnum. Ég mætti þarna undir kvöld á
sunnudegi, settist inn í litla bókastofu og hann
spurði mig hvort ég hefði hug á því að fara í
landspróf. Á þeim árum var landspróf eina
leiðin til að öðlast frekari framhaldsmenntun.
Enn þann dag veit ég ekki hvers vegna Ingi-
mar kallaði á mig. Kannski eru þetta alls ekki
tilviljanir. En ég sló til.“
AF HVERJU VILDI MÓÐIR EIÐS
SVANBERGS GUÐNASONAR
AÐ HANN STARFAÐI INNIVIÐ?
MÓÐGAST HANN ÞEGAR HANN
ER KALLAÐUR TUÐARI? HVAÐ
SEGJA BÖRNIN HANS VIÐ PISTLA-
SKRIFUNUM? OG HVAÐ HEFUR
HANN LÆRT Á LANGRI ÆVI?
MOLA-EIÐUR LEYSIR FRÁ SKJÓÐ-
UNNI OG SEGIST GETA VERIÐ
HVASS OG FLJÓTFÆR EN HANN
HAFI LÆRT Á LANGRI ÆVI AÐ
REYNA AÐ VERA EKKI OF DÓM-
HARÐUR.
Texti: Júlía M. Alexandersdóttir julia@mbl.is
Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is
„Það kemur nú fyrir að maður heyrir
eitthvað eins og „Pabbi...!“ frá börn-
unum sem eru stundum ósammála
því sem ég er að segja,“ segir Eiður
Svanberg Guðnason. „Ég fékk alveg
að heyra það frá honum. Börn og
barnabörn eru ekkert feimin við að
segja mér ef þeim finnst ég vera að
gera einhverja gloríu.“
Logandi hræddur
um alla sem fóru
út af heimilinu