Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Blaðsíða 53
3.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Skálmöld kemur fram í Menningarhús-inu Hofi á Akureyri í kvöld, laug-ardag, og er nú þegar nær uppselt á
tvenna tónleika, kl. 20 og 23. Eftir viku, 9.
febrúar, liggur leiðin í Háskólabíó og þar er
einnig sigið á seinni hlið í miðasölu, að sögn
Snæbjörns Ragnarssonar, bassaleikara og
textahöfundar sveitarinnar.
Tilefnið er útgáfa annarrar plötu Skálm-
aldar, Börn Loka, sem út kom fyrir jólin, og
lofar Snæbjörn glæsilegum tónleikum, ekk-
ert verði til sparað. „Við munum spila plöt-
una frá upphafi til enda og eitthvað meira,
ætli við verðum ekki á sviðinu í ríflega hálfa
aðra klukkustund,“ segir hann.
Það er engin tilviljun að Skálmöld byrjar
fyrir norðan enda uxu fimm sveitarmeðlimir
af sex úr grasi þar um slóðir, á Húsavík, í
Köldukinn og við Mývatn.
Á Börnum Loka er hermt af hinum ham-
ramma Hilmari Baldurssyni og grimmum ör-
lögum hans og að sögn Snæbjörns verður
sagan í forgrunni á tónleikunum, án þess þó
að hann vilji útskýra það nánar. „Það verða
pínu stælar á þessum tónleikum, ekki bara
talið í næsta lag. Þetta verða ekki svona
„eru ekki allir í stuði?“-tónleikar,“ segir
Snæbjörn en Skálmeldingar hyggjast blanda
rokkinu saman við hreina leikhúsupplifun og
fá til liðs við sig listafólk héðan og þaðan.
Það verður að teljast óvenjulegt að tónlist
af þessu tagi sé flutt frammi fyrir sitjandi
áhorfendum en slíkt hefur Skálmöld þó áður
gert með góðum árangri, að dómi Snæ-
björns. „Auðvitað erum við þungarokksband
en það vilja ekki allir sleikja svitann af
næsta manni á tónleikum. Við erum öðrum
þræði að koma til móts við það fólk, tónlist
okkar virðist höfða til fólks langt út fyrir
þessar hefðbundnu þungarokkskreðsur.“
Hann segir mjög krefjandi að koma fram
með þessum hætti. „Það er verra að misstíga
sig þegar allra augu eru á manni.“
Ægilega ánægðir með viðtökur
Snæbjörn er hæstánægður með viðtökurnar
sem Börn Loka hefur fengið. „Þegar við gáf-
um út okkar fyrstu plötu, Baldur, fyrir rúm-
um tveimur árum bjuggumst við ekki við
neinu. Þær viðtökur fóru langt fram úr
björtustu vonum. Velgengni Baldurs þýddi
að það var pressa á okkur núna. Við reynd-
um eftir megni að bægja henni frá okkur en
auðvitað var pressan alltaf í bakþankanum.
Fyrir vikið erum við ægilega ánægðir með
viðtökurnar sem Börn Loka hefur fengið,
hún hefur þegar selst betur en Baldur. Það
hefur komið okkur þægilega á óvart.“
VÍKINGAMÁLMUR Á ÞORRANUM
Rokkuð leikhúsupplifun
VÍKINGAROKKSVEITIN SKÁLMÖLD
HELDUR TVENNA ÚTGÁFUTÓN-
LEIKA Á AKUREYRI UM HELGINA
OG EINA Í REYKJAVÍK EFTIR VIKU.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Kyndilberi málmsins, Snæbjörn Ragnarsson.
um tækifærið og ljósmyndum öll verkin og
metum ástand þeirra. Þá málum við líka
geymslurnar og gerum þær upp. Verkefni
sem þetta hjálpar okkur starfsfólkinu til að
skilja safnið betur og átta okkur á því hvað
við erum með í höndunum. Hver veit nema
listfræðingar og sýningarstjórar fari að end-
urskoða hvað eru lykilverk og hvort segja
megi listasöguna á annan hátt, nú þegar hægt
er að skoða verk sem ekki hafa verið sýnileg í
langan tíma.“
Safneign Listasafns Reykjavíkur tók að
mótast upp úr miðri tuttugustu öld og hafa
verk ýmist verið keypt eða gefin. Í fyrstu sáu
pólitískt kjörnir fulltrúar um kaupin en við
stofnun Kjarvalsstaða var farið að standa fag-
legar að kaupunum. Nú annast þriggja
manna innkaupanefnd kaup á listaverkum í
samræmi við fjárheimildir og innkaupastefnu
safnsins. Safneign Listasafns Reykjavíkur
samanstendur í dag af 19.906 listaverkum.
Morgunblaðið/Einar Falur
Barnafjölskyldur geta
skundað í Þjóðminjasafn-
ið á sunudag þar sem
ókeypis leiðsögn verður
klukkan 14 fyrir börn á aldrinum 5 til
8 ára. Um leið má skoða nýja sýningu
safnfræðinema á þriðju hæð safnsins.
2
Samsýning ungra listamanna
sem segjast sýna „allskonar“
verður opnuð í Galleríi
Tukt í Hinu húsinu í Póst-
hússtræti á laugardag klukkan 16.
Sýnendur eru Sigrún Erna Sigurð-
ardóttir, Ingimar Flóvent, Aníta Rut
Erlendsdóttir og Birna María Styff.
4
Bítlaunnendur fjölmenna ef-
laust í Eldborgarsal Hörpu á
sunnudagskvöld, þar sem
The Bootleg Beatles
troða upp og leika og syngja mörg
kunnustu lög Bítlanna frá Liverpool,
studdir strengja- og blásarasveit.
5
Um helgina eru síðustu for-
vöð að sjá tvær athygl-
isverðar leiksýningar í Þjóð-
leikhúsinu, Macbeth eftir
meistara Shakespeare og Jóns-
messunótt Hávars Sigurjónssonar,
eins okkar helsta leikskálds. Báðar
uppfærslur hafa hlotið verðskuldaða
athygli og tengjast inn í samtímann á
áhugaverðan en ólíkan hátt.
3
Tónlistarhátíðin Myrkir mús-
íkdagar er í algleymingi um
helgina, með átta tónleikum
með nýrri tónlist í Hörpu og einum
að auki í Háteigskirkju kl. 15 á sunnu-
dag, þar sem frumflutt verður Mar-
íumessa Báru Grímsdóttur.
MÆLT MEÐ
1