Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2013, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2013 BÓK VIKUNNAR Finnska glæpasagan Græðarinn er of- arlega á metsölulista enda er nú sá árstími þegar notalegt er að sökkva sér ofan í sakamál. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is „Horaður, en stæltur, visinn, andlitið lítið, beinabert, ljótt og óviðfelldið. Nefið er hvasst, munnurinn, sem alltaf er lokaður, lítill og samanbitinn, augun köld eins og í þorski, augnalokin syfju- leg og slapandi, augasteinarnir eins og kattgráar glerkúlur. Það er eins og skorti bætiefni í allt andlitið, allan lík- amann, hann er líkastur manni í gas- ljósi, gugginn og grámyglulegur!“ Þetta er hluti af snilldarlegri og mun lengri lýsingu Stefan Zweig á Joseph Fouché, einum mesta tækifærissinna allra tíma, í hinni meistaralegu ævi- sögu Lögreglustjóri Napóleons. Zweig var dásamlegur sögumaður og frásagnargleði hans naut sín ekki síst í ævisögum sem hann ritaði. Það er merkilegt hvað þessar gömlu ævisögur rata vel til unglinga. Ég las Lögreglu- stjóra Napóleons fyrst á unglings- aldri og varð gjör- samlega heilluð en um leið skelfingu lostin. Ævisaga Zweig um Maríu Stúart hafði ná- kvæmlega sömu áhrif, en hún var einn- ig lesin á unglingsárum. Í báðum þess- um bókum var lýst stórbrotnum örlögum, pólitísku valdatafli og svikum. Liðinn tími varð í huga manns æv- intýraheimur en um leið stórhættu- legur. Þar var ekki mikil von um mannlega hamingju. Því miður hendir menn að glata með árunum stórum hluta af þeirri hrif- næmi sem þeir bjuggu yfir á unga aldrei. Þetta er skelfilegt tap. Maður á að reyna að vinna gegn því af miklum móð og leyfa sér að hrífast. Bækur eins og Lögreglustjóri Napóleons gera að verkum að maður end- urheimtir hrifnæmina um stund. Það er góð gjöf. Lesturinn á Lögreglustjóra Napóle- ons var mikil upplifun á sínum tíma. Það er merkilegt að lesa bókina aftur og heillast næstum jafn mikið. Góðir rithöfundar kunna að segja manni sögu á þann hátt að maður vill stöðugt heyra meira og fleira. Stefan Zweig er þannig sögumaður. Orðanna hljóðan ZWEIG OG FOUCHÉ Joseph Fouché Þ að er kunnara en frá þurfi að segja að piparsvein í góðum efn- um hlýtur að vanta eiginkonu“ eru upphafsorð hinnar þekktu skáldsögu Hroka og hleypidóma eftir Jane Austen sem kom út í Bretlandi í janúarmánuði árið 1813. Tvö hundruð ár eru því liðin frá útkomu bókarinnar, eins og breskir fjölmiðlar þreytast ekki á að minna á. Bókin hefur notið gríðarlegra vinsælda og ítrekað verið ofarlega á lista í skoðanakönn- unum um ástsælustu bækur bókmenntasög- unnar. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir eftir sögunni hafa síðan einnig hitt í mark og átt þátt í að viðhalda vinsældunum. Skáldsagan um samskipti Elísabetar Bennett og Darcys virðist ætíð jafn heillandi í augum umheims- ins. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Silju Að- alsteinsdóttur árið 1988, var síðan endur- útgefin þrisvar og fjórða útgáfan kom út árið 2011. En af hverju ákvað Silja að þýða þessa stórskemmtilegu skáldsögu? „Fyrsta bókin mín í ensku í menntaskóla var lestrarbók með köflum úr þekktum verk- um og fyrsti kaflinn í þessari lestrarbók var einmitt fyrsti kaflinn úr Hroka og hleypidóm- um. Ég var sextán ára ungmær og varð hug- fangin af þessum kafla og fann strax í honum þennan meinlega íroníska tón sem er svo skemmtilegur við hana Jane. Ég fór í Ey- mundsson og keypti mér bókina á ensku. Þetta var fyrsta skáldsagan sem ég las í heilu lagi á því tungumáli og það reyndist talsvert erfitt því ég hafði aldrei komið til Englands og kunni bara mína gagnfræðaskólaensku. Ég varð svo hænd að bókinni að í áratugi las ég hana að minnsta kosti einu sinni á ári og greip niður í hana ef ég var döpur og leið. Bókin brást mér aldrei og gerði mig alltaf glaða. Svo fékk ég loks leyfi til að þýða hana og ég verð að játa að það sló aðeins á lest- urinn. Eftir að hafa unnið við þýðinguna fékk ég nóg af bókinni í bili. Samt líða aldrei mörg ár milli þess sem ég les hana í gegn. Hún gleður mig alltaf.“ Var snúið að þýða bókina? „Það var erfiðara en ég hélt. Jane Austen skrifar menntamannamál, hún reynir ekki að vera flókin eða tyrfin en hún notar fremur orð af latneskum uppruna en germönskum. Það segir manni að hún sé nokkuð yfirstéttarleg í málfari. Hún er mjög meðvituð um stíl þannig að í þýðingunni varð ég að gæta mín á því að tapa ekki þráðunum sem eru undir yfirborð- inu en eru nauðsynlegir vegna þess að með þeim minnir hún á það sem er búið að gerast eða gefur vísbendingar um það sem á eftir að gerast. Jane Austen hefur allt það til að bera sem einkennir verulega vandaða og fína rit- höfunda. Um leið og hún er stelpuleg, fyndin og fjörug.“ Hvernig viðtökur fékk þessi þýðing á verk- inu? „Hún kom út 1988 og ég hélt að ég fengi nokkur góð ár í viðbót til að þýða aðrar bæk- ur Jane Austen. Bókin seldist hins vegar það illa að útgefandinn neitaði mér um frekari þýðingar á verkum hennar. Svo komst Jane Austen skyndilega rækilega í tísku á síðasta áratug 20. aldar og það komu bíómyndir og sjónvarpsþættir eftir verkum hennar, til dæm- is sjónvarpsserían dásamlega eftir þessari bók með Colin Firth og Jennifer Ehle. Þá sló bók- in í gegn og var rifin út – hvað eftir annað.“ Vonandi hefur það svo ekki farið framhjá aðdáendum Jane Austen að þýðing Sölku Guðmundsdóttur á skáldsögu Jane Austen, Emmu, leit dagsins ljós nú fyrir jólin. Það eru því 24 ár á milli þýðingar Silju á Hroka og hleypidómum og þýðingar Sölku á Emmu. Vonandi líða færri ár áður en fleiri skáldsögur Austen verða þýddar á íslensku SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR VAR SEXTÁN ÁRA ÞEGAR HÚN LAS JANE AUSTEN Í FYRSTA SINN Bókin sem gleður mig alltaf Silja Aðalsteinsdóttir, þýðandi Hroka og hleypidóma: „Jane Austen hefur allt það til að bera sem einkennir verulega vandaða og fína rithöfunda. Um leið og hún er stelpuleg, fyndin og fjörug.“ Morgunblaðið/Golli 200 ÁR ERU LIÐIN FRÁ ÞVÍ SKÁLD- SAGAN HROKI OG HLEYPIDÓMAR KOM FYRST ÚT. BÓKIN KOM ÚT Í ÍS- LENSKRI ÞÝÐINGU ÁRIÐ 1988 Af öllum bókum sem ég hef komist í kynni við um dagana er mér Brennu- Njáls saga kærust. Meg- inástæðan fyrir dálæti mínu á Njálu er sú, að ég hef kynnst innviðum hennar betur en inn- viðum annarra bóka. Í fjögur ár lifði ég og hrærðist á slóðum Njálu í Rangárþingi. Á þessum árum leið varla sá dagur að ég ekki reikaði um sögusviðið og léti hugann hvarfla til þeirra persóna og atburða sem bera þessa kynngimögnuðu sögu uppi. Stundum brá ég mér einsamall inn að Hlíð- arenda í morgunsárið til að njóta í huganum samvista við hjónin Gunnar og Hallgerði sem gerðu þennan magíska stað frægan fyrir rúmum þúsund árum. Það var sannkallað bal- sam fyrir sálina að vera einn með sjálfum sér og njóta kyrrðarinnar við morgunþulu úr stráum á þessum áhrifamikla og sögufræga stað. En það eru ekki aðeins magískir sögu- staðir sem gera Njálu að því meistaraverki sem hún er. Þeim nafnlausa snillingi sem festi þessa sögu á skinn fyrir margt löngu tókst að gæða persónur sínar svo sterku lífi að þær verða sprelllifandi í hugum þeirra sem lesa Njálu á okkar dögum, líkt og þær væru staddar mitt á meðal okkar. Og sakamálahöf- undar nútímans gætu lært margt af ókunnum höfundi Njálu um það hvernig hægt er að búa til snjöll og áhrifamikil plott. Þegar ég var fenginn til þess fyrir fáeinum árum að endursegja þetta mikla meist- araverk sem hljóðbók á þýsku, rann það líka upp fyrir mér að galdur Njálu hrífur fleiri en Íslendinga eina. Það á við um Njálu eins og önnur sígild listaverk, að hún er hafin yfir stað og stund. Af persónum í Njálu hefur Skarphéðinn Njálsson löngum valdið mér einna mestum heilabrotum. Ef ég hefði miðilsgáfu myndi ég hverfa til fundar við þennan kostulega náunga til að reyna að átta mig betur á skondnum uppátækjum hans. Og þá hefði ég heldur ekki haft neitt á móti því að kynnast húsfreyjunni á Hlíðarenda og komast að því, hvernig um- horfs var í margbrotnu sálarlífi hennar, sem Einar Ólafur Sveinsson sagði að bæri svip af náttúruöflunum. Mögnuð kvenpersóna. Í UPPÁHALDI Arthúr Björgvin Bollason Ann Njálu. Morgunblaðið/Jakob Fannar Hlíðarendi í Fljótshlíð ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.