Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Undirbúningur við lokaáfanga breikkunar Suðurlandsvegar um Hellisheiði er á lokastigi. Byrjað verður á austasta hluta leiðarinnar á þessu ári, meðal annars tvöföldun vegarins um Kamba. Lengi hefur verið unnið að und- irbúningi breikkunar Suðurlands- vegar, frá Reykjavík til Selfoss. Fyrir nokkrum árum var fallið frá áformum um tvöföldun allrar leið- arinnar vegna kostnaðar og ákveðið að hafa þrjár akreinar (2 + 1) að hluta. Hefur vegurinn verður breikkaður á vesturhluta leið- arinnar, að Hamragilsvegi sem er við Hellisheiðarvirkjun. Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka afkastagetu Suðurlands- vegar og auka umferðaröryggi. Umhverfismat hefur verið gert fyr- ir alla leiðina. Þrjár og fjórar akreinar Næsti áfangi er að breikka veg- inn frá enda núverandi 2 + 1 vegar við Hamragilsvegamót, yfir Hellis- heiði og niður Kamba. Vegurinn verður þrjár akreinar (2 + 1) frá Hamragilsvegi og austur á Kamba- brún en tvær akreinar í báðar áttir niður Kambana og niður fyrir neðstu beygju. Vegrið aðgreinir akstursstefnur í báðum tilvikum. Tvöfaldi vegurinn niður Kambana verður í svonefndu þröngu sniði sem þýðir að vegrið aðskilur akst- ursstefnur en ekki graseyjar að auki. Vegurinn er að mestu í núver- andi vegstæði en rétt úr neðstu beygjunum. Undirgöng fyrir göngufólk og hestamenn verða á fjórum stöðum, meðal annars á gamla veginum í Kömbum. Þá verður útsýnisstaður áfram á Kambabrún. Síðasta kaflann að hringtorginu við Hveragerði verður vegurinn ein akrein í hvora átt því hann verður hluti af seinni áfanga þegar gatna- mótin við Hveragerði verða færð 100 metra til suðurs og haldið áfram austur. Vegurinn sem tekinn verður fyrir í þessum áfanga er 14,5 km að lengd og er áætlað að hann kosti um tvo milljarða króna í heild. Er þetta tæpur helmingur leiðarinnar frá Hólmsá að Hveragerði. Að framkvæmdinni lokinni verður öll leiðin með framúrakstursakrein (2 + 1) eða tvær akreinar í báðar átt- ir. Dreifist á þrjú ár Kristján Kristjánsson, for- stöðumaður hönnunardeildar Vega- gerðarinnar, segir að undirbún- ingur að útboði sé á lokasprett- inum. Hveragerðisbær hefur þegar auglýst útgáfu á framkvæmdaleyfi fyrir þann kafla sem er innan bæj- armarka Hveragerðis og Sveitarfé- lagið Ölfus mun verða skammt á eftir. Vonast Kristján til að útboðs- gögn verði tilbúin um miðjan apríl. Verktaki mun geta hafist handa síðar á árinu, að loknu útboði og samningsgerð, en verkið dreifist á þrjú ár og lýkur ekki fyrr en á árinu 2015, að sögn Kristjáns. Vegurinn um Kamba tvöfaldaður  Undirbúningur að breikkun Suðurlandsvegar á lokastigi Breikkun Suðurlandsvegar um Hellisheiði Loftmyndir ehf. Hellisheiðarvirkjun Skíðaskáli Hverahlíð Hellisheiði Kambar Hveragerði Hengladalsá Til Reykjavíkur Til Selfoss 2+1 frá Hamragilsvegi að Ölkelduhálsvegi Að Ölkelduhálsi 1+1 með miðjuvegriði að hringtorgi við Hveragerði (vegur fluttur síðar) G ígahnúkavegur 2+2 frá Ölkelduhálsvegi niður Kambana Áætlaðar framkvæmdir Undirgöng SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Þyrlumál Landhelgisgæslunnar voru til umræðu á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og atvinnu- vegnefndar Alþingis í gærmorgun. Fyrir nefndirnar komu m.a. Ög- mundur Jónasson innanríkisráð- herra og Georg Kr. Lárusson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar. Lagt var fram minnisblað innanríkisráð- herra, merkt trúnaðarmál, um nýtt útboð til að kaupa fullbúnar björg- unarþyrlur, eins og það er orðað í fundargerð fjárlaganefndar. Fyrir- hugaður er annar nefndafundur í dag, sem Katrín Júlíusdóttir fjár- málaráðherra hefur verið boðuð á. Ögmundur segir í samtali við Morgunblaðið að engar ákvarðanir liggi fyrir um kaup á þyrlum eða að fara í nýtt útboð. Hann hafi aðeins verið að gera þingnefndunum grein fyrir stöðu mála og sinni afstöðu. Kaup hagstæðari en leiga „Það er verið að vega og meta kosti í stöðunni og engin niðurstaða liggur fyrir. Góð samræða fór fram um þessi mál og öll erum við sam- mála, þvert á flokka, um að vel þurfi að standa að björgunarmálunum og velja þá kosti sem eru hagkvæmastir fyrir skattborgarana til framtíðar litið,“ segir Ögmundur, sem er þeirr- ar skoðunar sjálfur að hagstæðara sé fyrir ríkið að kaupa þyrlur frekar en að leigja. Gengur minnisblaðið út á það. Ákvörðun eigi hins vegar ekki að taka nema að fyrir liggi góður samhljómur um málið á Alþingi. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í síðustu viku hafnaði Land- helgisgæslan tilboðum í leigu á nýj- um þyrlum en útboð fór fram sl. haust. Tvö tilboð bárust. Mat Gæsl- an það svo að engar björgunarþyrlur væru á leigumarkaði í dag. Talið er að ein slík þyrla geti kostað um tvo milljarða króna. Í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 250 milljónum króna til leigu á þyrlu. Samkvæmt útboðinu frá í haust hljóðaði annað tilboðið upp á leigu fyrir 295 milljónir á ári, miðað við gengi dollars í dag, og hinn að- ilinn bauð þyrlu á ríflega 435 millj- ónir á ári. Um sömu þyrlutegundin var hins vegar að ræða. „Við viljum skoða hagkvæmari kosti, þó þannig að þeir fullnægi öll- um öryggiskröfum,“ segir Ögmund- ur ennfremur. Málið lítið skýrst Kristján Þór Júlíusson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, á sæti í fjár- laganefnd. Hann segir mál lítið hafa skýrst á fundinum í gær. Verið sé að leita leiða til að bæta þyrlukost Landhelgisgæslunnar. Allar áætlan- ir ríkisstjórnarinnar hafi gengið út á að leigja þyrlur en nú sé ljóst að það sé hagstæðara að kaupa þyrlur. Georg Kr. Lárusson svaraði ekki skilboðum blaðsins í gær. Nýtt útboð á Gæsluþyrlum til skoðunar  Þyrlukaup rædd áfram á Alþingi Morgunblaðið/Sigurgeir S. Gæslan Þyrlurnar gegna mikil- vægu björgunarhlutverki. Þyrlur LHG » Landhelgisgæslan hefur núna þrjár þyrlur til umráða. » TF-SYN verður skilað í haust og leigutími TF-GNA rennur út 1. maí árið 2014. » Í september 2012 ákvað rík- isstjórnin að falla frá samningi við Norðmenn um kaup á nýrri þyrlu, sem gerður var 2007. Þá var ákveðið að fara leiguleið, sem nú hefur verið hætt við. „Erfitt er að komast í gögn um verð- lag á myndum, þar af leiðandi er ekki hægt að gera úttekt á myndlistar- markaðnum hér landi,“ segir Vil- hjálmur Bjarnason lektor. Hann heldur erindið Tilraun um myndlist og markað í dag í Háskóla Íslands og tekur dæmi úr íslenskri og erlendri myndlist. „Staðan er undarleg á íslenska myndlistarmarkaðnum. Það kom mér á óvart hversu lítil hreyfing hefur orðið eftir hrun, fá góð og gömul verk eru boðin upp,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að ráð gæti verið að fækka uppboðum á myndlistar- verkum sem séu haldin hér á landi nánast mánaðarlega. „Ef toppverk yrðu boðin upp sjaldnar, þá yrði verð- ið gegnsærra og heilbrigðari mynd af markaðnum fengist,“ segir Vil- hjálmur. Til samanburðar séu haldin þrjú uppboð á myndlistarverkum á ári í Noregi, segir hann. Fjárfesting í myndlist „Oft og tíðum er verið að setja háar fjárhæðir í myndlistarverk og því er mikilvægt að fá rétta mynd af verð- laginu,“ segir Vilhjálmur. Markaður fyrir myndlist er sér- hæfður. Myndlist fellur illa að mark- aðshugtakinu því hún er ekki sam- kynja vara eins og t.d. hveiti. „Ekkert er eins á myndlistarmarkaði, ekkert er hlutlægt. Vonandi verður það allt- af þannig, þó standa alltaf grunn- atriði eftir; eins og að verkið sé fal- legt, hafi boðskap, sé hluti af heild og þar fram eftir götunum,“ segir Vil- hjálmur og bætir við að fólk sem hafi áhuga á myndlist og vilji fjárfesta megi ekki gefast upp. thorunn@mbl.is Ekki hægt að gera úttekt á myndlistarmarkaðnum Listaverk Myndlist fellur illa að markaðshugtakinu.  Verður að fækka uppboðum Gert er ráð fyrir því í samgöngu- áætlun að brú yfir Ölfusá við Sel- foss verði næst á dagskrá, þegar lokið hefur verið við breikkun vegarins til Hveragerðis. Nokkur ár eru í að það verði. Brúargerðin er mikil og dýr framkvæmd. Að henni lokinni verður eftir að leggja nýjan veg á milli Hveragerðis og Selfoss. Guðmundur F. Baldursson, skipulags- og byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar, bendir á að það sé hættulegasti kafli leið- arinnar og segir slæmt að ekki skuli fást úrbætur á þeim vegi strax. Í skipulagi Hveragerðis er gert ráð fyrir mislægum gatnamótum í stað núverandi hringtorgs í Hveragerði. Því verður að færa veginn sunnar, fjær bænum. Til þess að það sé unnt þarf að rífa eða færa háspennulínu Lands- nets. Guðmundur segir að línan verði fjarlægð þegar ný lína komi yfir Hellisheiði og Landsnet sé tilbúið að færa gömlu línuna til bráðabirgða, ef á því þurfi að halda. Hann segir að það sé því ekki fyrirstaðan en eitthvað vanti upp á fjárveitingar Vega- gerðarinnar til að ljúka verkinu. Ný Ölfusárbrú kemur næst HVERAGERÐI-SELFOSS BÍÐUR Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR ÍSLENSKUR OSTUR 100%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.