Morgunblaðið - 05.04.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 05.04.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 551 1200 midasala@leikhusid.is leikhusid.is SÍÐUSTU SÝNINGAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikið er af þorski á Íslandsmiðum, samkvæmt niðurstöðum stofnmæl- ingar botnfiska, svokallaðs vorralls. Stofnvísitala þorsks mældist há og eru vísitölur þessa árs og þess síðasta þær hæstu frá 1985. Niðurstöðurnar eru mjög í samræmi við fyrri áætl- anir Hafrannsóknastofnunarinnar. Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna vonast til að þorskkvótinn verði aukinn í tæp 220 þúsund tonn, í samræmi við áætlanir síðasta árs. „Niðurstöðurnar varðandi þorsk og ýsu eru í fullu samræmi við stofn- mat okkar í fyrra. Fiskurinn er að stækka og þorskurinn kominn í með- alþyngd,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar- innar. Hann segir að vegna þess að dregið hafi úr sókn í þorskstofninn hafi einstaklingarnir náð að taka út vöxt og þyngjast. Þá hefur fundist í vorralli síðustu ára meira af loðnu í þorskmögum enda loðna langmikil- vægasta bráð þorsksins á þessum árstíma. Loðna fannst í þorski allt í kringum landið. Í niðurstöðum Hafró kemur fram að hækkun vísitölu þorsks undanfarin ár megi einkum rekja til þess að sí- fellt meira fáist af stórum þorski. Sú þróun hafi haldið áfram nú í ár því meira hafi fengist af þorski lengri en 90 sm en áður. Ýsan veldur vonbrigðum Fyrsta mat á 2012-árgangi þorsks bendir til að hann sé undir langtíma- meðaltali árganga frá 1955. Bent er á það í skýrslu Hafró að hann komi í kjölfar meðalstórra árganga frá 2008, 2009 og 2011 en árgangurinn frá 2010 er slakur. Jóhann segir að stofnmæl- ing á eins árs þorski hafi reynst býsna góð vísbending um styrk ár- ganga. Hann bendir þó á að 2012- árgangurinn sé í þokkalegu lagi þótt hann nái ekki langtíma meðallagi. „Það þarf að koma röð af með- alsterkum eða sterkum árgöngum til þess að við fáum virkilegan viðsnún- ing í þróun stofnsins. Allt er þetta nú í rétta átt,“ segir Jóhann. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir niðurstöður vorrallsins jákvæðar. Þær staðfesti til dæmis styrk þorskstofnsins. Þá séu stofnar gullkarfa, ufsa og fleiri teg- unda að vaxa. Vonbrigðin eru þau að ekki skuli meira mælast af ýsu. „Við vorum að vonast til að ýsan næði sér á skrið,“ segir Friðrik. Stofnvísitala ýsu er svipuð og verið hefur í vorralli frá 2010. Mikið fékkst af ýsu stærri en 50 sm en lítið af minni ýsu. Í skýrslu Hafró kemur fram að lengdardreifing og aldurs- greiningar bendi til að allir ýsu- árgangar frá og með 2008 séu lélegir. Hins vegar hafi meira fengist af 10 ára ýsu í þessu vorralli en áður. Jó- hann segir að þessar niðurstöður séu í samræmi við áætlanir stofnunar- innar. Lítið sé af smærri ýsunni en vegna minna veiðiálags séu eldri ár- gangar að nýtast betur og fiskurinn stór. Ýsan veiddist á landgrunninu allt í kringum land en meira fyrir norðan land en sunnan. Þetta er staðfesting á breytingu sem varð vart við í veruleg- um mæli upp úr aldamótum. Meðalþyngd 2-7 ára ýsu hefur farið vaxandi og er nálægt meðaltali en eldri ýsa er enn undir meðalþyngd. Tillögur kynntar í júní Of snemmt er að segja til um áhrif af niðurstöðum vorrallsins á veiðiráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar. Þær eru mikilvægur hluti árlegrar úttekt- ar á ástandi nytjastofna við landið. Mat á stærð helstu stofna og tillögur Hafró um aflamark fyrir næsta fisk- veiðiár verða kynntar í byrjun júní. Mikið af þorski í sjónum  Vorrall Hafró bendir til þess að þorskurinn sé að þyngjast  Ýsan veldur von- brigðum  Framkvæmdastjóri LÍÚ vonar að aflamark í þorski verði aukið Formannskjör í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur verið ógilt. Kjörnefnd félagsins ákvað þetta í gær og sagði jafnframt af sér störf- um. Ólafur G. Skúlason var kosinn for- maður í rafrænni og skriflegri alls- herjaratkvæðagreiðslu hjúkrunar- fræðinga í síðasta mánuði. Sex buðu sig fram og var kosningin svo jöfn að aðeins munaði einu atkvæði á Ólafi og Vigdísi Hallgrímsdóttur. Þegar úrslit lágu fyrir komu upp efasemdir um framkvæmd hins skriflega hluta kosningarinnar og var fjallað um málið í stjórn félagsins. Í kjölfarið kærði Vigdís kosninguna. Í niðurstöðum kjörnefndar kemur fram að ekki sé hægt að útiloka að talin hafi verið með atkvæði sem skilað var skriflega en greidd eftir að skriflegri atkvæðagreiðslu lauk. Jafnframt sé ekki útilokað að um- rædd atkvæði kunni að hafa haft áhrif á úrslit kosningarinnar. Kjósa þarf að nýju Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður segir að lög félagsins séu fábrotin og litlar leiðbeiningar um framkvæmd slíkra hluta. Það bjóði upp á mistök eins og þarna urðu. Áformað var að nýr formaður tæki við embætti á aðalfundi 3. maí næst- komandi. Skipa þarf nýja kjörnefnd og kjósa að nýju. Elsa B. Friðfinns- dóttir formaður segir að stjórnin sé að fjalla um næstu skref. M.a. liggi ekki fyrir hvort fresta þurfi aðal- fundi. helgi@mbl.is Formannskjör hjúkrunar- fræðinga úrskurðað ógilt  Kjörnefndin segir af sér störf- um í kjölfarið Morgunblaðið/Golli Á vaktinni Hjúkrunarfræðingar þurfa að kjósa að nýju. Vorrallið fór fram dagana 26. febrúar til 17. mars. Fimm skip tóku þátt, þrír togarar og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. Togað var með botnvörpu á tæplega 600 stöðvum allt í kringum landið. Helstu markmið vorrallsins eru að fylgjast með breytingum á stærð, útbreiðslu og líffræðilegu ástandi botnlægra fiskistofna auk breytinga á hitastigi sjávar. Togað á 600 stöðvum FIMM SKIP TÓKU ÞÁTT Morgunblaðið/Árni Sæberg Löndun Hrund SH og Brimsvala SH lönduðu í Reykjavíkurhöfn í gær. Vel veiddist í gær og fengust samtals 2,9 tonn af þorski og ufsa á handfæri. Hrund og Brimsvala voru við veiðar á svonefndu Vestrahrauni á Faxaflóanum. Stofnvísitala þorsks Heimild: Hafró Ví si ta la (þ ús un d to nn ) 600 400 200 0 Vorrall 1985-2013 Haustrall 1996-2012 (Skyggða svæðið og lóðréttu línurnar sýna staðalfrávik í mati á vísitölum.) 1985 1990 1995 2000 2005 2010 Friðrik J. Arngrímsson Jóhann Sigurjónsson Bensínverð hjá flestum olíufélag- anna lækkaði í gær. Um kvöldmat- arleytið í gærkvöldi var Orkan með lægsta verðið. Skv. vefsíðunni gsmbensin.is kostaði bensínlítrinn þar 252,50 kr. Verð hinna olíufélag- anna var frá 252,60–252.80 fyrir ut- an Shell en þar kostaði bensínlítr- inn á útsölustöðum á höfuðborgar- svæðinu 254,90 kr. Sömuleiðis var Orkan með lægsta verðið á dísilolíu eða 248,30 kr á hvern lítra. Verð hinna olíufé- laganna var 248,40–248,60 kr fyrir dísilolíu. Atlantsolía reið á vaðið í gærmorgun og lækkaði verð á bensíni um 2 kr eða í 252,60 kr. Einnig lækkaði dísilolía um 1 kr. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segir skýringuna vera styrkingu krónunnar og lægra inn- kaupsverð. „Við vorum með lægsta verðið í byrjun dags. Við höfum lækkað bensínið um 14 krónur og dísilolíu um 20 krónur síðan um miðjan febrúar,“ segir hann. Morgunblaðið/Kristinn Bensín Miklar sveiflur á eldsneytis- verði eru þekktar á Íslandi. Bensínið lækkar  Lækkuðu um 2 kr. Möguleg sala bankanna verður rædd á fundi efnahags- og við- skiptanefndar í dag. Boðað er til fundarins að ósk þeirra Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar og Pét- urs H. Blöndal, fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í nefndinni. Fyrir fundinn munu koma fulltrúar Landssamtaka lífeyrissjóða, og fulltrúar slitastjórna Landsbank- ans, Kaupþings og Glitnis. Einnig mun Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra verða meðal gesta ásamt Má Guðmundssyni seðlabankastjóra. Ræða sölu bankanna Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.