Morgunblaðið - 05.04.2013, Page 12
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bændur sem tóku lán í erlendri mynt
fyrir hrun standa betur í dag en þeir
sem tóku verðtryggð lán í íslenskum
krónum á sama tíma, að mati Ólafs
Þórs Þórarinssonar ráðgjafa hjá Bún-
aðarsambandi Suðurlands. Hann hef-
ur aðstoðað marga bændur við fram-
talsgerð.
Þegar erlendu lánin hækkuðu upp
úr öllu valdi eftir hrunið gátu bændur
líkt og aðrir sem eru í rekstri gjald-
fært hækkunina, eða gengismuninn.
Hjá þeim betur stæðu komu gjöldin á
móti hagnaði og hjá þeim verr stæðu
voru búin rekin með tapi. Þessir
bændur borguðu því minni eða engan
tekjuskatt á þessum tíma.
Þegar erlendu lánin voru síðan leið-
rétt var leiðréttingin færð sem tekjur.
Það veldur því að nú verða bændur
sem eru réttum megin við strikið í
rekstri sínum að borga tekjuskatt af
leiðréttingunni.
Staða búanna ákaflega misjöfn
„Þeim sem hafa rekið bú sín vel og
gjaldfærðu hækkun lánanna bregður
svolítið núna að fá leiðréttinguna sem
tekjur og þurfa að borga skatt,“ sagði
Ólafur Þór. Þeir bændur sem reka
búin á eigin kennitölu borga skatt
sem einstaklingar. Önnur bú eru rek-
in sem hlutafélög eða sameignarfélög
og eru skattlögð samkvæmt því.
Dæmi eru um að bændur hafi ekki
gjaldfært hækkunina eða gengis-
muninn á lánum sínum þegar þau
stökkbreyttust. Nú þurfa þeir að
borga tekjuskatt af leiðréttingunni án
þess að hafa nýtt sér gjaldfærsluna til
skattalækkunar á árum áður. Þeir
eiga þó rétt á leiðréttingu aftur í tím-
ann hafi þeir ekki gjaldfært hækk-
unina.
Ólafur sagði að staða búanna sé
ákaflega misjöfn. „Flestir sem tóku
erlend lán eru búnir að fá leiðrétt-
ingu. Ég held að staðan sé mun verri
hjá þeim sem eru með íslensku verð-
tryggðu lánin. Þau hafa ekki verið
leiðrétt en hafa hækkað mikið. Manni
finnst svolítið súrt að horfa upp á það
að staðan sé verri hjá þeim sem ekki
tóku áhættuna af erlendu lánunum,“
sagði Ólafur Þór.
Hann sagði að fjárhagsstaða
bænda væri ákaflega misjöfn. Það
hefðu fyrst og fremst verið bændur í
blönduðum búskap og kúabændur
sem stóðu í fjárfestingum.
„Þeir sem voru að framkvæma og
byggja upp standa margir illa,“ sagði
Ólafur Þór.
Það var betra að
taka erlent lán
Bændum bregður við að borga skatt af lánaleiðréttingu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Búskaparraunir Bændur sem steyptu sér í skuldir til að byggja upp og stækka bú sín fyrir hrun eru margir illa
staddir í dag. Þeir sem tóku lán í erlendri mynt hafa fengið leiðréttingu en ekki þeir sem tóku verðtryggð lán.
„Þetta er auðvitað bölvað klúður, ég
get bara sjálfum mér um kennt,“
segir Guðmundur Franklín Jónsson,
formaður Hægri-grænna, sem er
ekki á kjörskrá og þar af leiðandi
ekki kjörgengur. Guðmundur hefur
meira og minna verið búsettur er-
lendis síðan árið 1986 og var því ekki
lengur með lögheimili hér á landi
þegar hann flutti aftur til Íslands.
Hélt sig vera á kjörskrá
Frestur til að færa lögheimili til
landsins og komast þannig á kjör-
skrá áður en kosið verður til Alþing-
is hinn 27. apríl næstkomandi rann
út hinn 23. mars síðastliðinn. „Ég
skráði mig inn á kjörskrá fyrir
stjórnlagaráðskosningarnar,“ sagði
Guðmundur Franklín í samtali í
gær. „Samkvæmt reglunum á það að
gilda í fjögur ár.“
Guðmundur segist hafa staðið í
þeirri meiningu að hann væri nú
þegar á kjörskrá. Vegabréf Guð-
mundar rann einnig út um svipað
leyti. „Ég gat því ekki fengið lög-
heimili,“ segir Guðmundur. „Ég
sótti um nýtt vegabréf og fór loks í
morgun að breyta lögheimilinu,“
tekur Guðmundur fram.
Hægri-grænir eru eitt hinna fjöl-
mörgu nýju framboða sem standa
kjósendum til boða í komandi al-
þingiskosningum. Flokkurinn er
stofnaður árið 2010 og er Guð-
mundur Franklín einn stofnfélaga.
Hægri-grænir kynna sig sem græn-
an borgara- og millistéttarflokk.
Lögmaður kannar stöðuna og
möguleika á kæru
„Þjóðskrá er að kanna stöðuna og
lögmaðurinn minn er að kanna
möguleikann á að kæra þetta inn á
kjörskrá. Ef þetta gengur ekki, þá
verðum við bara að finna annan
mann í oddvitann,“ segir Guð-
mundur, sem er sem stendur efsti
maður á lista Hægri-grænna í Suð-
vesturkjördæmi.
Formaður Hægri-
grænna ekki kjörgengur
Morgunblaðið/Heiddi
Kjörskrá Framboð Guðmundar
Franklíns til Alþingis er í uppnámi.
Ekki með lögheimili hér á landi en ætlar að kæra
Ólafur Þór Þórarinsson, ráðgjafi
hjá Búnaðarsambandi Suður-
lands, þekkir dæmi þess að
bændur hafi brugðið búi vegna
skulda og einhverjir séu að
hugsa sig um hvort þeir geti
haldið áfram búrekstri vegna
skulda sinna.
Ólafur starfar einnig við ráð-
gjöf við bókaldsforritið Búbót
hjá Ráðgjafarmiðstöð landbún-
aðarins ehf. (RML). Ráðgjafar-
miðstöðin varð til þegar ráð-
gjafarþjónusta
búnaðarsambanda og Bænda-
samtaka Íslands var sameinuð í
eitt félag. Það tók til starfa um
síðustu áramót. Félagið er í eigu
Bændasamtaka Íslands en með
sjálfstæða stjórn og fjárhag.
Framkvæmdastjóri er Karvel
Lindberg Karvelsson.
Ráðgjöf til
bænda efld
BÆNDUR MISJAFNLEGA
STADDIR EFTIR HRUN
Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar:
Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af
hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun,
nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi
skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn
ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi
fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum
(NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum
asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið.
Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri.
Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða
augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi
lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar
hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð
ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum
aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði
við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem
börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á
Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
Fæst án lyfseðils
Verkjastillandi
bólgueyðandi
ÁNÆGJA
EÐA END
URGREIÐSLA!
Gildir frá 1. apríl - 30. júní 2013