Morgunblaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 16
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég hef metnað til að klára þetta
en verð að taka áhættu og leggja
allt undir. Það er oft skemmtileg-
ast,“ segir Guðmundur Friðrik
Björgvinsson sem er efstur í ein-
staklingskeppni meistaradeildar-
innar í hestaíþróttum fyrir loka-
mótið í kvöld. Í næstu sætum eru
góðir knapar sem einnig stefna
ákveðið að sigri, Viðar Ingólfsson
er aðeins 4,5 stigum á eftir Guð-
mundi og Sigurður V. Matthías-
son er einnig skammt undan.
Á lokamótinu er keppt í slak-
taumatölti og fljúgandi skeiði í
gegn um Ölfushöllina á Ingólfs-
hvoli.
Þótt þrír efstu menn hafi bestu
stöðuna eiga sex efstu knaparnir
raunhæfa möguleika á sigri þar
sem knapi getur bætt við sig 24
stigum með því að vinna báðar
greinarnar og þeir eru allir
reyndir knapar og með góðan
hestakost. Þrír til viðbótar eiga
fræðilegan möguleika á sigri en
þá þarf lukkan aldeilis að vera
með þeim. Artemisia Bertus, sig-
urvegarinn frá síðasta ári, er
ekki meðal efstu keppenda.
Spenna til loka
Guðmundur og Sigurður Vignir
hafa ekki sigrað í einstaklings-
keppni meistaradeildarinnar og
raunar var Guðmundur að vinna
sitt fyrsta mót í vetur. Sigurður
hefur verið í baráttunni en aldrei
náð að landa þeim stóra. Viðar er
hins vegar tvöfaldur meistari.
„Fyrst maður er í þessari stöðu,
verður að stefna að sigri. Ég er í
ágætri aðstöðu til að berjast um
verðlaunin,“ segir Viðar. Hann
bendir á að allt geti gerst á loka-
kvöldinu og rifjar í því sambandi
upp að meira hafi verið á bratt-
ann að sækja þegar hann sigraði
2007. Þá hafi hann verið í 4. sæti
fyrir síðasta mótið en náð að sigra
í annarri greininni og þriðja sæti í
hinni og það hafi dugað til sigurs.
Viðar kemur með Björk frá Enni í
slaktaumatöltið og á ráslistum er
hann skráður með Segul frá Mið-
Fossum í skeiðið.
Sigurður Vignir óttast ekkert.
„Þetta verður spennandi fram á
síðasta sprett. Ég heyri að allir
eru með alla anga úti til að reyna
að ná lokasigri,“ segir Sigurður.
Hann reiknar með að mæta með
Baldvin frá Stangarholti í slak-
taumatöltið og Óm frá Hemlu í
skeiðið.
Guðmundur segist vera að kenna
Hrímni frá Ósi slaktaumatölt og
það hafi gengið ágætlega. Þá mæti
hann með Gjálp frá Ytra-Dalsgerði
í skeiðið. Viðurkennir Guðmundur
að brugðið geti til beggja vona
með bæði hrossin. Þannig gæti
Gjálp sigrað á góðum degi en að
öðrum kosti lent í einhverju af
neðstu sætunum. Guðmundur er
liðsstjóri Top Reiter / Ármóta sem
sigraði í liðakeppninni á síðasta
vetri. Komst liðið fram fyrir
Hrímni á síðustu stundu. Liðið er
nú með álitlega forystu fyrir loka-
mótið en lið Lýsis sem er með 33
stigum minna á einnig raunhæfa
möguleika á sigri. Lið Hrímnis /
Export hesta er í þriðja sæti og
telur Viðar Ingólfsson liðsstjóri
hæpið að hægt sé að ná efsta sæt-
inu úr þessu. Tvö efstu liðin séu
líklegri til að berjast um sigurinn.
Knaparnir æfðu í Ölfushöllinni í
gær og fyrradag. „Nei, þetta fer
allt fram í mesta bróðerni,“ segir
Guðmundur Björgvinsson, þegar
hann er spurður um ríg á milli
knapa og liða fyrir lokamótið. „Við
hjálpum hver öðrum. Ég segi bara:
Megi besti knapinn og besti hest-
urinn vinna.“
„Verð að leggja allt undir“
Sex knapar eiga möguleika á sigri í meistaradeildinni í hestaíþróttum
Lokamótið fer fram í kvöld Úrslit gætu ráðist á síðasta spretti
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Líklegir Þrír efstu knaparnir í einstaklingskeppninni, Sigurður Vignir Matthíasson, Guðmundur Björgvinsson og
Viðar Ingólfsson, voru saman á palli í fimmgangskeppni meistaradeildar, en í annarri röð en þeir eru nú. Þeir eru
allir líklegir til afreka í kvöld ásamt þremur ungum en reynslumiklum knöpum sem koma þar á eftir.
Staðan í meistaradeildinni í hestaíþróttum
Einstaklingskeppni (10efstu knapar)
Sæti Knapi Stig
1 Guðmundur Björgvinsson 39,5
2 Viðar Ingólfsson 35
3 Sigurður V. Matthíasson 32
4 Árni Björn Pálsson 28,5
5 Þorvaldur Árni Þorvaldsson 27
6 Eyjólfur Þorsteinsson 26
7 Sigurður Sigurðarson 21
8 Ævar Örn Guðjónsson 20
9 Sigurbjörn Bárðarson 16
10 Jakob Svavar Sigurðsson 15,5
Liðakeppni
Sæti Lið Stig
1 Top Reiter / Ármót 295
2 Lýsi 262
3 Hrímnir / Export hestar 224
4 Ganghestar / Málning 221
5 Spónn.is/Netvistun 219,5
6 Hestvit / Árbakki 219
7 Auðsholtshjáleiga 202,5
8 Gangmyllan 157
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
Á lokamóti Meistaradeildar í
hestaíþróttum sem fram fer í
Ölfushöllinni á Ingólfshvoli í
kvöld og hefst klukkan 18.30
kjósa áhorfendur fagmannleg-
asta knapann og skemmtileg-
asta liðið. Úrslit í stigakeppni
deildarinnar ráðast í þeim
tveimur greinum sem eru á dag-
skrá í kvöld, slaktaumatölti og
fljúgandi skeiði.
Meistaradeild í hestaíþrótt-
um er mótaröð. Eru þetta vin-
sælustu hestamót vetrarins,
Ölfushöllin er troðfull flest
kvöldin. Keppnisgreinarnar eru
átta og er keppt til verðlauna í
þeim. Átta lið með fjórum knöp-
um hvert taka þátt í keppninni
en aðeins þrír úr hverju liði fá
að taka þátt hverju sinni. Efsta
liðið í stigakeppninni fær verð-
laun. Eftirsóttustu verðlaunin
eru þó í stigakeppni knapa.
Áhorfendur
taka þátt
VINSÆL HESTAMÓT
Eingöngu selt á hársnyrtistofum
Lögreglan í Vestmannaeyjum hef-
ur upplýst innbrot á veitingastaðn-
um Cornero við Skólaveg í Eyjum
en þaðan var stolið töluverðu
magni af áfengi. Tilkynnt var um
innbrotið að morgni miðvikudags.
Þetta var í annað sinn á nokkrum
dögum sem brotist hefur verið inn á
þennan stað. Síðdegis á miðvikudag
handtók lögreglan þrjá sem grun-
aðir voru um innbrotið og við leit í
húsnæði hjá einum þeirra fannst
mest af því áfengi sem stolið var.
Tveir af þessum þremur viður-
kenndu að hafa brotist inn á staðinn
um nóttina og tekið áfengið en þeir
hafa báðir komið við sögu lögregl-
unnar í Vestmannaeyjum. Annar
þeirra sem viðurkenndi innbrotið
er á 17. ári en hinn verður tvítugur
á árinu. Þeir neituðu báðir að eiga
þátt í fyrra innbrotinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eyjar Lögreglan hefur haft í nógu að snú-
ast í vikunni við að upplýsa innbrot.
Þrír handteknir fyrir
að hafa stolið miklu
af áfengi í Eyjum