Morgunblaðið - 05.04.2013, Síða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
Þegar góða veislu
gjöra skal...
STUTTAR FRÉTTIR
● Gistinætur á hótelum í febrúar voru
143.800 og fjölgaði um 39% frá febr-
úar í fyrra. Gistinætur erlendra gesta
voru um 79% af heildarfjölda gistinátta
í mánuðinum en þeim fjölgaði um 41%
frá sama tíma í fyrra. Jafnframt fjölgaði
gistinóttum Íslendinga um 10%.
Á höfuðborgarsvæðinu voru
105.400 gistinætur á hótelum í febr-
úarmánuði og fjölgaði um 31% frá
sama mánuði í fyrra. Gistinóttum fjölg-
aði einnig umtalsvert á Austurlandi og
voru 4.200 í febrúar miðað við 1.600 á
sama tíma í fyrra, samkvæmt nýjum
tölum frá Hagstofu Íslands.
Gistinætur 143.800
● Einn í fimm manna peningastefnu-
nefnd Seðlabankans vildi þann 20. mars
sl. hækka stýrivexti um 0,25 prósentur og
var hann andvígur tillögu Más Guðmunds-
sonar seðlabankastjóra um óbreytta
stýrivexti. Rök hans fyrir vaxtahækkun
voru að verðbólguhorfur til næstu miss-
era hefðu versnað frá síðustu vaxta-
ákvörðun og verðbólguhorfur til langs
tíma væru enn háar. Þá væri talsverður
undirliggjandi verðbólgu- og launaþrýst-
ingur til staðar og því mikilvægt að auka
taumhald peningastefnunnar þrátt fyrir
veikari efnahagsbata, samkvæmt Morg-
unkorni greiningar Íslandsbanka.
Einn nefndarmanna
vildi hækka stýrivexti
19,2 milljarða króna afgangur var á
vöruskiptum við útlönd fyrstu tvo
mánuði ársins 2013, samkvæmt nýj-
um tölum frá Hagstofu Íslands.
Í febrúarmánuði voru fluttar út
vörur fyrir 49,6 milljarða króna og inn
fyrir tæpa 42 milljarða króna fob (45,4
milljarða króna cif). Vöruskiptin í
febrúar, reiknuð á fob-verðmæti, voru
því hagstæð um 7,6 milljarða króna. Í
febrúar 2012 voru vöruskiptin hag-
stæð um 12,6 milljarða króna á gengi
hvors árs.
Fyrstu tvo mánuðina 2013 voru
fluttar út vörur fyrir tæpa 105,4 millj-
arða króna en inn fyrir 86,1 milljarð
króna fob (93,7 milljarða króna cif).
19,2 milljarða króna afgangur var því
á vöruskiptum við útlönd, reiknað á
fob-verðmæti, en á sama tíma árið áð-
ur voru þau hagstæð um 13,1 milljarð
á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuð-
urinn var því 6,1 milljarði króna hag-
stæðari en á sama tíma árið áður.
Fyrstu tvo mánuði ársins 2013 var
verðmæti vöruútflutnings 3,9 millj-
örðum eða 3,8% meira á gengi hvors
árs en á sama tíma árið áður.
Iðnaðarvörur voru 53,3% alls út-
flutnings og var verðmæti þeirra 0,5%
meira en á sama tíma árið áður. Sjáv-
arafurðir voru 42,6% alls útflutnings
og var verðmæti þeirra 8,9% meira en
á sama tíma árið áður.
Fyrstu tvo mánuði ársins 2013 var
verðmæti vöruinnflutnings 2,2 millj-
örðum eða 2,5% minna á gengi hvors
árs en á sama tíma árið áður, aðallega
vegna minni innflutnings skipa og
flugvéla. Á móti kom aukinn innflutn-
ingur fjárfestingavara og hrá- og
rekstrarvara.
Afgangur 19 milljarða afgangur var
af vöruskiptum við útlönd.
19,2 milljarða
króna afgangur
Vörur fluttar út fyrir 105 milljarða
Hörður Ægisson
Þorsteinn Ásgrímsson
Engin rök eru til þess að ríkið þurfi
að standa að almennri lánastarfsemi
vegna húsnæðismála á Íslandi – ekki
frekar en í öðrum ríkjum í Evrópu.
Stjórnvöld standa því nú á krossgöt-
um og þurfa að svara þeirri spurn-
ingu hvort það eigi að endurreisa
Íbúðalánasjóð (ÍLS) og halda áfram
almennum lánveitingum sjóðsins í
skjóli ríkisábyrgðar og margvíslegra
skattahlunninda.
Þetta kom fram í máli Yngva Arn-
ar Kristinssonar, hagfræðings Sam-
taka fjármálafyrirtækja (SFF), á
ráðstefnu sem samtökin héldu í gær,
ásamt Alþýðusambandi Íslands og
Íbúðalánasjóði, um framtíð fast-
eignalána á Íslandi. Hann telur að
eignatjón Íbúðalánasjóðs verði mun
meira en gert hafi verið ráð fyrir í
áætlun IFS Greiningar og starfshóps
stjórnvalda um stöðu og horfur sjóðs-
ins í lok síðasta árs. Þar var áætlað að
tæplega 50 milljarða vantaði í sjóð-
inn, en að sögn Yngva gæti þörfin
verið allt að helmingi meiri.
Yngvi benti á að fjármálakreppan
hefði leitt í ljósi að lánastarfsemi
sjóðsins væri síður en svo áhættu-
laus. Hann vakti athygli á því að
bankar séu með yfir 90% markaðs-
hlutdeild í íbúðalánum í Evrópu. Ef
litið sé Noregs, sem oft hefur verið
hafður til samanburðar í þessu sam-
hengi, þá er markaðshlutdeild Hus-
banken komin niður fyrir 5% og útlán
sjóðsins einungis bundin við félagsleg
verkefni. Útlán ÍLS til íslenskra
heimila nema hins vegar um 40% af
öllum fasteignalánum á markaði um
þessar mundir.
Fram kom í máli Bjarna Bene-
diktssonar, formanns Sjálfstæðis-
flokksins, í pallborðsumræðum á ráð-
stefnunni að hann vildi stefna að því
að útrýma svonefndum Íslandslánum
– verðtryggð 40 ára jafngreiðslulán
með föstum raunvöxtum – á fast-
eignamarkaði. „Ég hef aldrei haft trú
á því að banna eigi verðtryggð lán, en
ég vil að við tökum okkur saman og
útrýmum Íslandslánunum.“ Taldi
Bjarni að danska leiðin væri góð að-
ferð á þessari vegferð og undir það
tóku sömuleiðis þingmenn annarra
stjórnmálaflokka í pallborði.
Kasten Beltoft, framkvæmdastjóri
Realkreditforeningen í Danmörku,
benti á í erindi sínu að þar í landi séu
tveir þriðju húsnæðislána veittir hjá
sérstökum húsnæðislánabönkum. Sú
skipan mála hafi verið við lýði í tvö
hundruð ár – og því megi segja að það
hafi sannað gildi sitt. Að sögn Beltoft
þá býður þetta kerfi upp á gegnsæi
og tekur í burtu alla vaxtaáhættu.
Með hverju láni sem slíkir húsnæð-
islánabankar veita er annað skulda-
bréf, með sömu skilmálum, gefið út til
fjárfesta. „Það er því alltaf jafnvægi
milli útgefinna lána og útgefinna
skuldabréfa,“ útskýrði Beltoft, en
með þessu húsnæðislánakerfi sé að-
eins fyrir hendi vanskila- og afskrift-
aráhætta – en engin vaxtaáhætta.
20% leiðin hjálpar tekjuháum
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
sagði ljóst að það yrði „ekki farið aft-
ur í vegferð eins og 2008 sem heldur
opinni áhættu gagnvart heimilun-
um“. Hann sagðist vilja réttláta
áhættudreifingu, en þegar rætt sé
um að draga eigi úr vægi verðtrygg-
ingar þá þurfi á sama tíma að vera
annar valkostur í boði í stað þess sem
fyrir sé á íbúðalánamarkaði. Að mati
Gylfa hefur enginn stjórnmálaflokk-
ur komið með raunhæfar lausnir í
þessum efnum.
Gylfi gagnrýndi hugmyndir um
flata 20% skuldalækkun fyrir heim-
ilin. Slík leið myndi gera lítið fyrir
tekjulægsta hópinn í samfélaginu
sem eigi í mestum greiðsluerfiðleik-
um með húsnæðismál. Hann sagði
þann hóp skulda lítið og því kæmu
slíkar aðgerðir best fyrir fólk sem
væri með góð laun, miklar skuldir, en
gæti greitt af þeim.
„Það er athyglisvert að skoða að
hópurinn í skuldavandanum er ekki í
vandræðum með að borga af skuld-
unum sínum. Þess vegna var það mat
Seðlabankans að 20% lækkun skulda
myndi ekki breyta neinu varðandi
greiðsluvandann, því fjármunirnir
færu til þeirra sem væru ekki í
greiðsluvanda,“ segir Gylfi.
Vill samstöðu um að
útrýma Íslandslánum
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa megi til danska íbúðalánakerfisins
Fasteignir Bjarni Benediktsson segist ekki telja að „banna eigi verðtryggð
lán, en ég vil að við tökum okkur saman og útrýmum Íslandslánunum“.
Morgunblaðið/Ómar
Framtíð fasteignalána
» Hagfræðingur SFF telur að
fjárþörf Íbúðalánasjóðs gæti
verið um 100 milljarðar.
» Stjórnvöld þurfi að svara
þeirri spurningu hvort það eigi
að endurreisa ÍLS í skjóli ríkis-
ábyrgðar.
» Tveir þriðju húsnæðislána í
Danmörku veittir af sérstökum
húsnæðislánabönkum. Með
danska húsnæðislánakerfinu
er vaxtaáhættu útrýmt.
» Forseti ASÍ segir flata 20%
skuldalækkun heimila ekki
gagnast þeim sem helst þurfa
á aðstoð að halda.
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.,/
+01.2,
+,+.3
,+.+2
,+.+2-
+0.2/0
+,/.0+
+.,/43
+03.,0
+12.0+
+,-.10
+05.+2
+,+.25
,+.,-,
,+.,-1
+0.01-
+-4.+2
+.,/3,
+03.0-
+10.,1
,+5.2410
+,-.02
+05.5,
+,,.+,
,+.,/3
,+.,/2
+0./40
+-4.1-
+.,/0
+01.-0
+10.5/
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á