Morgunblaðið - 05.04.2013, Side 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
✝ Ólöf Þorsteins-dóttir fæddist
11. mars 1916 í
Langholti í Flóa.
Hún lést á Land-
spítalanum 25.
mars 2013.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Helga Einarsdóttir
húsfreyja, f. 6.10.
1873, en hún dó í
spænsku veikinni
árið 1918, og Þorsteinn Sig-
urðsson bóndi, f. 25.4. 1869, d.
1.12. 1935.
Ólöf var ein af 12 systkinum
sem á legg komust, þau eru:
Margrét, Ingólfur, Sigurður,
Hermann, Guðmundur, Einar,
og vann á saumastofu sem
kjólameistari. Hér heima vann
hún lengi hjá Feldinum og í
Guðrúnarbúð við saumaskap,
sömuleiðis vann hún um árabil
á saumastofu Hjúkrunarskóla
Íslands. Einnig tók hún að sér
eldamennsku, sá t.d. um eld-
húsið í Veiðihúsinu við Norð-
urá í Borgarfirði í mörg sum-
ur.
Ólöf giftist Guðmundi Jóns-
syni verslunarstjóra 1. júlí
1966. Þau stofnuðu heimili sitt
í eigin húsnæði að Langholts-
vegi 93 og bjuggu þar allan
sinn búskap. Hann var versl-
unarstjóri hjá Ellingsen, en þar
starfaði hann í 40 ár. Hann dó
17. jan. 1996. Þau voru barn-
laus.
Árið 2000 flutti Ólöf að Dal-
braut 27, en þar bjó hún til
hinstu stundar.
Útför Ólafar verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag, 5. apríl
2013, og hefst athöfnin kl. 15.
Ingibjörg, Jóna,
Rósa, Helga sem
öll eru látin, en
yngstur er Ólafur
sem lifir systkini
sín.
Ólöf ólst upp í
foreldrahúsum og
var heima í Lang-
holti langt fram á
unglingsár og tók
virkan þátt í heim-
ilishaldinu og bú-
skapnum. Hún var síðan á Hús-
mæðraskólanum á Blönduósi í
tæp tvö ár, en fór svo að vinna
ýmsa vinnu. Fljótlega fór hún
að hafa áhuga á saumaskap og
vann við það í mörg ár. Var
m.a. í Kaupmannahöfn í tvö ár
Kynslóðir koma
kynslóðir fara, allar sömu ævigöng.
Gleymist þó aldrei
eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng.
(M. Jochumsson)
Löngu dimmu bæjargöngin í
Langholti, frá baðstofu út á hlað-
ið, eru mér í bernskuminni.
Móðir mín, Ingibjörg, og syst-
ur hennar gengu frá hlaði nokkuð
samferða. Þær kvöddu bæinn og
föður sinn, sem dó 1935, og eldri
kynslóðina, sem búið hafði þeim
uppeldisumhverfi í torfbænum
og gjöfulli bújörð, í Langholti í
Flóa.
Eldri bræður þeirra fimm
voru og áður farnir frá búskapn-
um, en Hermann tók við búi og
jörð.
Óla, Helga, Jóna og Rósa voru
allar heimagangar á mínu
bernskuheimili og oft þátttak-
endur í heimilishaldinu, ekki síst
þegar mikið stóð til og hátíð var
framundan.
Við dánarbeð minnar kæru
frænku, Ólu Þorsteins, hrannast
upp minningar og geymdir at-
burðir og hugur minn og vitund
öll verður angurvær og trega-
blandinn söknuður og þakklæti
streymir fram.
„ Kynslóðir fara, allar sömu
ævigöng“
Ég horfist í augu við mína
jafnaldra og finn – hvað gott er
að sjá nýjar kynslóðir koma.
Hver kynslóð ber nýjan veru-
leika með sér, nýja byrjun, nýja
framtíðarvon.
Þó að Óla ætti ekki sjálf börn
var hún umvafin kærleika
barnanna, sem hún hafði sjálf
umvafið kærleika frá fæðingu
þeirra.
Jón Dalbú, bróðir minn, og
Inga Þóra og börnin þeirra báru
henni birtu og yl kærleikans í
verki, öll hennar efri ár, öðrum
fremur. En við systkinabörnin
hennar eigum öll kærleiksþel og
góðar minningar liðins tíma í
samvistum við Ólu.
„Kærleikurinn fellur aldrei úr
gildi.“ Hann tengir líf okkar við
himininn og kynslóð við kynslóð.
Í kærleikssamfélagi hverfur kyn-
slóðabilið. Ég þakka og kveð
mína kæru frænku.
Helga Steinunn.
Hún Óla móðursystir mín var
viðstödd þegar ég fæddist endur
fyrir löngu.
Og áfram var hún til staðar á
heimili okkar við Laugarveg 96,
undir mörgum og mismunandi
kringumstæðum. Og alltaf til
hjálpar. Hún stundaði nám við
Húsmæðraskólann á Blönduósi,
ásamt systur sinni Helgu, og
seinna fór hún til Danmerkur til
frekara náms og starfa. Hún
lærði að sníða og sauma dýrindis
fallega kjóla og þeir voru ekki fá-
ir kjólarnir sem hún saumaði á
mig, m.a. brúðarkjóllinn.
Hún Óla kom úr sveitinni,
Langholti í Flóa, úr stórum
systkinahópi. Móðir hennar og
amma mín, Helga, hafði fætt 14
börn, þrjú dóu ung, en sjálf dó
hún í spænsku veikinni frá 11
börnum, það yngsta ársgamalt
og Óla á þriðja ári. Elsta barnið
var 18 ára og yngsta ársgamalt,
þegar Þorsteinn afi varð ekkju-
maður með allan þennan stóra
hóp. Afi var sterkur og lét ekki
deigan síga. Öll lærðu börnin að
vinna hörðum höndum og þráðu
að menntast á hinum ýmsu svið-
um, sem þau og gerðu. Afi op-
inberaði trúlofun sína með vænni
konu frá nálægum bóndabæ, þó-
nokkrum árum eftir lát Helgu
ömmu, og eignuðust þau son, sem
hlaut nafnið Ólafur. Hann lifir
allan þennan stóra systkinahóp.
Ég var aðeins tveggja ára,
þegar Óla og systir hennar,
Helga, tóku mig með sér í sveit-
ina. Þær fóru til að hjálpa til við
heyskapinn, en bróðir þeirra,
Hermann, var bóndi í Langholti.
Á hverju sumri alveg þar til ég
var 14 ára var ég í Langholti og
elskaði sveitalífið og öll dýrin.
Óla var mér eins og besta móðir
og Helga líka. Minningarnar eru
mér svo dýrmætar, og lífið og
reynsla mín úr minni ástkæru
sveit urðu mér ómetanlegt vega-
nesti fyrir ævistarf mitt. Ég
þakka Guði mínum fyrir hana
Ólu. Blessuð sé minning hennar.
„Þakkið Drottni því að hann er
góður, því að miskunn hans varir
að eilífu.“ (Sálm. 136.1)
„Hann leysir líf þitt frá gröf-
inni, krýnir þig náð og miskunn.“
(Sálm. 103.4)
Margrét Hróbjartsdóttir.
Hún kom inn í líf mitt fyrir um
það bil 45 árum. Hún gekk undir
nafninu „Óla frænka“ og síðan
hefur hún bara verið Óla frænka í
mínum huga. Óla er móðursystir
Jóns Dalbú eiginmanns míns.
Hún tók hann inn að hjarta sér
frá fyrstu stundu lífs hans og hef-
ur verið vakin og sofin yfir vel-
ferð hans æ síðan. Þegar hann
sex ára gamall missti föður sinn
urðu tengslin síst minni.
Ekki var erfitt að tengjast
þessari elskulegu konu sem tók
mér eins og besta tengdamóðir
frá fyrstu stundu. Hún og Guð-
mundur eiginmaður hennar sem
lést 1996 tóku börnin okkar sem
þau væru þeirra eigin.
Börn okkar voru oft hjá þeim í
gæslu og þegar við komum til að
sækja þau var veisluborð tilbúið,
sunnudagssteik með öllu tilheyr-
andi eða fiskibollurnar góðu. Hún
var frábær kokkur og gestrisin
með afbrigðum.
Varla var daginn farið að
stytta á haustin þegar spurt var:
„Ertu farin að hugsa um jólafötin
á börnin?“ Óla var oftast með í
ráðum og tók oftar en ekki þátt í
saumaskapnum með mér enda
var hún kjólameistari og voru
þær ófáar flíkurnar sem hún
saumaði um ævina.
Hún var létt á fæti og hafði
yndi af ferðalögum og ekki síst
upp um fjöll og firnindi. Margar
ferðirnar fóru þau Guðmundur
bæði innanlands og utan. Þau
heimsóttu okkur til Noregs þeg-
ar við vorum búsett þar og fóru
með okkur hjónum og dætrum
okkar í ferð til Þýskalands ári áð-
ur en Guðmundur lést. Hún
dvaldi líka hjá okkur í Gautaborg
nokkrar vikur eftir lát hans. Þau
voru einstaklega samhent hjón
og syrgði hún hann alla tíð.
Óla naut þess að hlusta á fal-
lega tónlist og söng í kirkjukór á
yngri árum. Bóklestur stytti
henni einnig stundir þangað til
sjónin tók að daprast.
Á níræðisafmæli sínu brá hún
undir sig betri fætinum ásamt
börnum okkar og tengdabörnum
og heimsótti okkur til Malmö þar
sem undirrituð var við nám tíma-
bundið. Þar var haldin stór veisla
á veitingastað sem lengi verður í
minnum höfð. Þrátt fyrir að fæt-
ur væru farnir að gefa sig og
hreyfanleiki ekki eins og hún
hefði kosið gekk hún með okkur
um borgina og kíkti í búðir því að
hún ætlaði að kaupa sér ákveðnar
flíkur, sem hún og gerði. Ólu var
ekki fisjað saman, hún hafði
sterkar skoðanir og fylgdist með
þjóðlífsumræðunni meðan hugs-
unin var skýr. Flokkurinn henn-
ar var lengst til vinstri og jafn-
rétti var henni í blóð borið. 1. maí
var hennar dagur og meðan
heilsan leyfði tók hún þátt í há-
tíðahöldum þess dags.
„Undarlegt hvað ég er orðin
stirð í göngulagi, eins og ég átti
gott með að hreyfa mig,“ var
setning sem við heyrðum í hvert
skipti sem við sóttum hana. „Æ,
ég er orðin svo léleg, get ekki
einu sinni tekið í prjóna.“ Kon-
unni sem alla tíð þjónaði öðrum
fannst erfitt að vera upp á aðra
komin með alla hluti.
Nú er elsku Óla farin frá okk-
ur og hefur nú fengið langþráða
hvíld. Símhringingar á kvöldin til
að bjóða góða nótt eru þagnaðar,
við drúpum höfði í þakklæti fyrir
einstaka umhyggju og kærleika
sem hún sýndi okkur alla tíð. Ólu
verður sárt saknað af okkur
hjónum og öllum okkar afkom-
endum.
Blessuð sé minning hennar.
Inga Þóra Geirlaugsdóttir.
Við systkinin urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að eiga auka
„ömmu“, eða Ólu frænku eins og
hún var alltaf kölluð. Óla frænka
var alltaf inni í öllu sem gerðist
hjá okkur systkinunum, hún var
mjög áhugasöm um það sem við
vorum að bralla og bar mikla um-
hyggju fyrir okkur. Ef eitthvað
bjátaði á var hún fljót að bjóða
fram aðstoð sína ef hún mögu-
lega gat. Það var alltaf jafn nota-
legt að koma í heimsókn til Ólu
og Guðmundar á Langholtsveg-
inn. Yfirleitt var hlaupið út úr
bílnum og upp tröppurnar, bjöll-
unni hringt og samtímis hringlað
í póstlúgunni. Innan skamms
kom Óla hlaupandi og opnaði fyr-
ir okkur, alltaf hlæjandi og glöð.
Fyrir innan beið Guðmundur, ró-
legur og yfirvegaður. Maður fann
vel fyrir því hversu velkominn
maður var og Óla frænka var á
þönum allan tímann að dekra við
okkur. Óla var listakokkur og
alltaf var nóg til af kræsingum í
eldhúsinu, heimagerður ís í fryst-
inum, sinalco í kjallaranum og
Góu kúlur í þriðju skúffunni. Við
fengum að taka pullurnar úr sóf-
anum og stólunum og útbúa leik-
fimibraut eða ímyndaða veröld.
Þau kenndu okkur að spila
manna og vist og leyfðu okkur að
vera með í öllum tilfallandi störf-
um í kringum heimilið, hvort sem
það var að vinna í garðinum, þvo
bílinn, kaupa í matinn eða elda
mat og baka. Við fórum ósjaldan í
bíltúr niður á höfn að skoða
bátana og alltaf lumaði Guð-
mundur á leyndóbrjóstsykri í
hanskahólfinu. Þegar líða tók á
haust byrjaði Óla frænka að
hugsa út í jólafötin, og annað-
hvort saumaði hún þau eða að-
stoðaði við að kaupa þau. Hún
var mjög mikil hannyrðakona og
passaði hún upp á að við ættum
alltaf nóg af vettlingum og ull-
arsokkum, og heklaði einnig
mjög mikið. Þegar við síðar meir
stofnuðum fjölskyldur hafði hún
mjög gaman af því að koma í
heimsókn til okkar. Enda var það
svo að ef eitthvað stóð til innan
fjölskyldunnar, hvort sem það
var matarboð eða afmæli, þá var
hún órjúfanlegur hluti af því.
Hún hafði alltaf súkkulaðirúsínur
með í för til að gefa börnunum
sem fögnuðu komu hennar í
hvert skipti. Óla hafði unun af því
að fylgjast með börnunum og var
mikil barnagæla. Þegar hún lá á
sjúkrahúsinu síðustu dagana var
hún alltaf að spyrja um börnin,
hvað þau væru gömul og hvað
þau væru að gera. Við vorum
heppin að fá að hafa hana svona
lengi hjá okkur og ómetanlegt
fyrir börnin okkar að hafa kynnst
henni. Óla var mjög þakklát
kona, hún þakkaði okkur alltaf
oft og mörgum sinnum fyrir allt
sem við og aðrir gerðum fyrir
hana, en á þessum tímamótum er
okkur einmitt þakklæti efst í
huga fyrir allt sem hún gerði fyr-
ir okkur. Við erum einnig þakklát
fyrir að hafa verið með henni á
síðasta afmælisdaginn hennar
sem var 11. mars síðastliðinn þar
sem við héldum veislu fyrir hana
eins og Óla hélt ósjaldan fyrir
okkur þegar hún var upp á sitt
besta. Við kveðjum hana nú með
hlýjar minningar í hjörtum okkar
um Ólu frænku sem var okkur
systkinunum alla tíð eins og
amma.
Árni Geir, Ingibjartur,
Heiðrún Ólöf og Margrét.
Ólöf
Þorsteinsdóttir ✝Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HERDÍS ÞORVALDSDÓTTIR
leikkona,
sem lést mánudaginn 1. apríl, verður
jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn
9. apríl kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
Herdísar er bent á Menningarsjóð Þjóðleikhússins (0301-
13-722070, kt. 710269-2709) og Húsgull - umhverfis-
samtök á Húsavík (567-14-400685, kt. 200260 3259).
Tinna Gunnlaugsdóttir, Egill Ólafsson,
Snædís Gunnlaugsdóttir, Sigurjón Benediktsson,
Þorvaldur Gunnlaugsson,
Hrafn Gunnlaugsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn og sálufélagi,
MAGNÚS ÁSGEIRSSON,
Furuhjalla 4,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
24. mars.
Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey.
Kærar þakkir til heimahjúkrunar Karitasar og starfsfólks deildar
11 E á Landspítalanum.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag
Íslands, Góða hálsa í síma 540 1900.
Magnhildur Magnúsdóttir.
✝
Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
BJARNI ÓLAFSSON,
Langholtsvegi 202,
er látinn.
Sjöfn Ingólfsdóttir,
Guðmundur Hólm Bjarnason,
Þórir Bjarnason, Sesselja Arthúrsdóttir,
Guðmann Bjarnason, Guðfinna Pjetursdóttir,
Sigurður Magnús Bjarnason, Jónína Sóley Snorradóttir,
Ragnar Svanur Bjarnason, Lára Júlíusdóttir,
Sigríður Rósa Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓNAS ÞORSTEINSSON,
Ásgarðsvegi 20,
Húsavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þriðju-
daginn 2. apríl.
Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju mánu-
daginn 8. apríl kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Styrktarsjóð Heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga eða dvalarheimilið Hvamm, Húsavík.
Guðmundur Jón Jónasson, Dóra Gunnarsdóttir,
Benedikt Kristján Jónasson, Guðrún Guðbjartsdóttir,
Hólmdís Birna Jónasdóttir, Gerhard Grillitsch,
Guðrún Elín Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
JÖRGEN SIGURJÓNSSON,
Barrholti 29,
Mosfellsbæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir, deild 2 norður,
sunnudaginn 24. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum starfsfólki deildar 2 norður fyrir umönnun og hlýhug,
einnig starfsfólki dagdeildar Eirar.
Þökkum vinum og ættingjum auðsýnda samúð.
Anna Ingólfsdóttir,
Ingólfur Jörgensson, Kristín Ásta Hafstein,
Jón Andri og Jörgen Ingólfssynir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
LOVÍSA GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR,
Heiðarvegi 21a,
Keflavík,
sem lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja þriðjudaginn 2. apríl,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 9. apríl
kl. 13.00.
Ingólfur Arnarson,
Linda Arnardóttir, Sveinn Sveinsson,
Pétur Jónsson, Rósa Johansen,
Signý Arnardóttir, Sigurður Heimisson,
Elín Arnardóttir, Bjarni Gunnólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.