Morgunblaðið - 05.04.2013, Qupperneq 50
50 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013
Það er ekkert planað. Ég mæti bara í vinnuna og drekkmorgunkaffið með eldri blaðamönnunum hér hjá Blaða-mannafélaginu eins og við gerum alltaf á föstudögum,“ segir
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, en hann
fagnar 57 ára afmæli sínu í dag. Að sögn Hjálmars heldur hann yfir-
leitt ekki upp á afmælið sitt, hvorki stórafmæli né önnur. Hann seg-
ist þó ætla út í kvöld en bendir á að það sé ekki beinlínis í tilefni af
afmælinu heldur hittist einungis þannig á.
Þá rifjar hann upp fertugsafmælið sitt sem hann segir hafa verið
eftirminnilegt. „Ég er ekki mikill afmælismaður og geri ekki mikið
úr afmælum en ég ætlaði að vera að heiman á fertugsafmælinu mínu
og var búinn að gera ráðstafanir um að fara norður í land. Þetta
hittist þannig á, eins og stundum er en ég á oft afmæli svona í kring-
um páskana, að það gerði svo mikið páskahret að ég var eiginlega
veðurtepptur heima hjá mér og var ekki að heiman á fertugsafmæl-
inu en var búinn að gefa það út,“ segir Hjálmar og bætir við að þetta
hafi því endað sem huggulegur afmælisdagur heima með fjölskyld-
unni. Aðspurður hvort hann eigi von á einhverjum gjöfum í tilefni
dagsins segir Hjálmar svo vera. „Ég fæ væntanlega einhverjar gjaf-
ir frá fjölskyldunni, mér þykir það líklegt án þess að ég viti það,“
segir Hjálmar léttur í bragði. skulih@mbl.is
Hjálmar Jónsson er 57 ára í dag
Morgunblaðið/Eggert
Blaðamaður Hjálmar Jónsson ásamt Önnu Jóhönnu Þórarinsdóttur
við afhendingu ljósmynda- og blaðamannaverðlauna fyrir skömmu.
Kaffidrykkja með
eldri blaðamönnum
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Kópavogur Elías fæddist 26. apríl kl.
22.50. Hann vó 2.920 g og var 47 cm
langur. Foreldrar hans eru Þórunn
Guðrún Einarsdóttir og Pedro
Bote-Casado.
Nýir borgarar
Reykjavík Júlía fæddist 4. júní kl.
19.51. Hún vó 4.225 g og var 54 cm
löng. Foreldrar hennar eru Birgitta
Árnadóttir og Gunnar Sigvaldason.
L
oftur er fæddur á Hall-
ormsstað í Vallahreppi
og lærði til barnaprófs
í heimahúsum. „Ég
sótti ekki barnaskóla.
Það var heimild til að kenna börn-
um heima ef yfirvöld samþykktu.“
Loftur fór síðan til Akureyrar og
hóf nám í MA og lauk þaðan stúd-
entsprófi 1957, nam sagnfræði og
félagsfræði við háskólann í Aix-en-
Provence og Parísarháskóla 1958-
1964. Hann varð dr. phil. frá Há-
skóla Íslands 1990. Loftur hóf
kennslustarf við gagnfræðaskóla-
stigið í Reykjavík en var ráðinn
fastur kennari í sögu og félags-
fræði við Kennaraskóla Íslands
1968 og lektor í félagsfræði við
Kennaraháskóla Íslands 1972. Við
þennan skóla starfaði hann síðan
Loftur Guttormsson, prófessor í sagnfræði – 75 ára
Í Þórsmörk 2012 Loftur tekur mynd af stórfjölskyldunni: eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum.
Prófessorinn sem fór
aldrei í barnaskóla
Í Flatey 2012 Loftur að keyra barnabörnin í hjólbörum.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
FOCUS
ÖFLUGI ORKUDRYKKURINN
Með koffín, gurarana og ginseng
– fyrir orku, úthald og einbeitingu
Góðar ástæður
a Áhrifarík innihaldsefni - virkar samstundis
a Freyðitöflur - 15 stk. Leystar upp í vatni þegar þér hentar
a Aðeins 2 hitaeiningar í 100 ml
a Inniheldur „electrolytes” - gott fyrir vökvajafnvægi líkamans
a Ótrúlegt verð
Hentar vel
a Fyrir allar aðstæður sem þú gætir þurft á
aukinni orku að halda
a Alltaf við hendina – heima, í vinnunni,
íþróttatöskunni, skólatöskunni, golfpokanum...
Fæst í helstu apótekum
brokkoli.is