Morgunblaðið - 17.04.2013, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Polarolje
Meiri virkni
Hátt hlutfall Omega 3
fitusýrur
Minn læknir mælir með
Polarolíunni, en þinn ?
Selolía, einstök olía
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Polarolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð
Nú líka
í hylkjum
Nýtt!
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í
setningarræðu sinni á prestastefnunni 2013 í
Háteigskirkju í gærkvöldi að kirkjan hefði ekki
aðeins áhrif á líf einstaklinga heldur á sam-
félagið allt, hugsunarhátt og framkvæmdir all-
ar og að hún léti sér ekkert mannlegt óviðkom-
andi. „Á þeim forsendum hefur kirkjan boðist
til að leiða söfnun fyrir tækjakaupum á Land-
spítalanum því traust og góð heilbrigðisþjón-
usta varðar okkur öll og velferð okkar. Nú
stendur yfir undirbúningur þeirrar söfnunar og
opnaður hefur verið reikningur sem félaga-
samtök og einstaklingar hafa þegar lagt inn á,“
sagði Agnes.
Þá benti hún á að mikilvægt væri að ræða
stöðu kirkjunnar og þjóna hennar í samfélaginu
og gera sér grein fyrir mikilvægi erindis kirkj-
unnar inn í þann heim sem við lifðum í.
Prestastefnan stendur yfir í tvo daga en í dag
munu dr. Gunnar Kristjánsson, dr. Sigríður
Guðmarsdóttir og sr. Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir flytja framsögu. Þá verður presta-
stefnunni slitið að lokinni messu í Háteigskirkju
klukkan 14 á morgun.
Góð heilbrigðisþjónusta varðar okkur öll
Morgunblaðið/Ómar
Gengið til prestastefnu Þar er fjallað um málefni kirkju og starf presta og djákna og eru ýmis mál á dagskrá, en stefnan er haldin í Háteigskirkju.
„Þetta er óskaplega mikið sjokk því
ekkert svona hefur gerst hér áður,“
segir Sigurður Helgason, prófessor
í stærðfræði við MIT-háskólann í
Massachusetts. Hann hefur verið
prófessor þar frá árinu 1965. Hann
þekkti enga sem lentu í sprenging-
unum í Boston.
Sigurður segir eðlilega mikið
fjallað um sprengingarnar í Boston
í fjölmiðlum, einkum blaðinu Bost-
on Globe. Frásagnir af upplifun
fólks hafi verið fyrirferðarmiklar.
Honum þykir frásögn tveggja
barna móður ákaflega sorgleg, en
synir hennar tveir lömuðust báðir;
annar missti útlim og hinn er stór-
slasaður. Þá birtist viðtal við einn
hlaupara sem sagði að raunveru-
leikinn hefði verið mun verri en
birst hefði í sjónvarpinu.
„Í fyrstu var talið að erlend
hryðjuverkhreyfing bæri ábyrgð á
þessu. En mér skilst, eftir því sem
ég hef lesið, að talið sé að þetta sé
frekar innlent,“ segir Sigurður og
vísaði í að slíkt hefði komið fyrir í
Bandaríkjunum.
„Til að byrja með hika menn ef-
laust við að hafa fjölmenna hópa
samtímis í borg-
inni. En þetta
gerðist á fjöl-
förnum stað í
borginni þar sem
vanalega er
margt fólk. En
Það er ekki gott
að segja til lengri
tíma litið hvaða
áhrif þetta á eftir
að hafa á Boston.
En ég veit ekki hvort lagt verður í
að hafa annað maraþonhlaup í Bost-
on á næstunni,“ segir Sigurður að-
spurður, hvaða áhrif hann telji að
sprengingarnar muni hafa á ímynd
Boston.
Eins og staðan sé núna hafi flugi
seinkað en daglegt líf sé komið
nokkuð í samt lag. Sigurður segir
að árásir eins og þessar hafi til-
hneigingu til að gleymast til-
tölulega fljótt. „Það er mikið um
þetta fjallað núna og verður næstu
daga. En það er svo margt annað
sem er að gerast og ekkert allt
gott,“ segir Sigurður og vísar í
ástandið í Norður-Kóreu.
thorunn@mbl.is
„Ekkert svona gerst hér áður“
Daglegt líf að komast í samt lag í Boston að sögn Sigurðar Helgasonar
stærðfræðiprófessors Frásagnir af upplifun fólks fyrirferðarmiklar
Sigurður
Helgason
Þórunn Kristjándsdóttir
thorunn@mbl.is
„Auðvitað viljum við alltaf vera rétt-
um megin við núllið en það tókst því
miður ekki í fyrra,“ segir Magnús
Árnason, framkvæmdastjóri skíða-
svæða höfuðborgarsvæðisins. Þau
voru rekin með tapi árið 2012,
rekstrarniðurstaða ársins var nei-
kvæð um 72,4 milljónir króna, sam-
kvæmt ársreikningi fyrir árið 2012.
Hins vegar var rekstrartap, fyrir
fjármagnsliði og afskriftir, 14,2 millj-
ónir króna. Þar sem skíðasvæðin eru
rekin af sex sveitarfélögum er horft
á reksturinn fyrir afskriftir, segir
Magnús.
Hann nefndi að helstu skýringar á
tapinu væru vegna aukins launa-
kostnaðar vegna nýrra kjarasamn-
inga, sem námu um 9 milljónum
króna. Þá var skíðasvæðið opið í 78
daga í fyrra sem eru 18 fleiri en gert
var ráð fyrir í rekstraráætlun.
Tekjur af þessum dögum skiluðu sér
hins vegar ekki eins og ráð var gert
fyrir. Þá setti veðrið strik í reikning-
inn. Óvænt útgjöld urðu þegar skáli
brann með ýmsum búnaði; tjónið
nam um þremur milljónum króna.
Dræm aðsókn eftir páska
Í fyrra heimsótti um 61 þúsund
gesta skíðasvæðin, en búist er við
fleiri gestum í ár. „Aðsóknin hefur
verið dræm eftir páska, við urðum að
grípa til þessara aðgerða; að loka á
mánudögum og föstudögum svo við
myndum ekki horfa upp á ábata
vetrarins brenna upp,“ segir Magn-
ús. Ákvörðunin um að hafa lokað
þessa daga, næstu tvær vikur, var
tekin sl. föstudag eftir ákaflega
dræma aðsókn marga daga í röð,
þrátt fyrir prýðisveður.
Mikið tap á skíðasvæðunum
Útivist Margir bregða sér á skíði í
Bláfjöllum eins oft og þeir geta.
Lokað tvo daga í viku vegna dræmrar aðsóknar eftir páska
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Guðbjartur Hannesson velferð-
arráðherra kynnti á fundi ríkisstjórn-
arinnar í gær skýrslu starfshóps sem
hann fól að gera til-
lögur um horfur og
hlutverk Íbúðalána-
sjóðs til framtíðar.
Þar er ítrekað að
ÍLS starfi áfram í al-
mannaþágu. Þá er
lagt til að dregið
verði eins og kostur
er úr ábyrgð ríkisins
á framtíðarskuld-
bindingum ÍLS,
áhætta ÍLS af lán-
veitingum minnkuð og að lánskjör lán-
takenda verði bætt með aukinni sam-
keppni á útlánamarkaði.
Einnig er lagt til að stofnaður verði
sjálfstæður heildsölubanki í samráði við
Samtök fjármálafyrirtækja, ÍLS og
aðra hagsmunaaðila. Hann verði án
hagnaðarkvaðar og öllum fjár-
málastofnunum sem uppfylla tiltekin
skilyrði verði boðin aðild að honum. Auk
þess er lagt til að skilið verði á milli út-
lánastarfsemi ÍLS og umsýslu fulln-
ustueigna, dregið úr uppgreiðslu-
áhættu, leitað leiða til að koma
handbæru fé í ávöxtun og dregið úr van-
skilum með bættum innheimtuferlum
og úrræðum fyrir skuldug heimili til að
bæta stöðu sjóðsins.
Gæti þurft meiri innspýtingu
Að sögn Gunnars Tryggvasonar, for-
manns starfshópsins, er með heildsölu-
bankanum verið að reyna að leysa
tæknilega örðugleika sem felast í smæð
íslenska fjármálamarkaðarins með því
að búa til einn fjármögnunaraðila. „En
útlánastarfsemin verður í samkeppni
eins og í dönsku leiðinni,“ segir Gunnar
og bendir á að þessi lausn gangi ekki
upp nema a.m.k. stærstur hluti bank-
anna taki þátt í henni.
Aðspurður hvort tillögur hópsins dugi
til að koma rekstri sjóðsins í samt lag
eða hvort þörf sé á meiri innspýtingu
segir Gunnar: „Það gæti þurft meiri
innspýtingu. Það er ekkert víst að þetta
dugi. Það gæti sigið enn frekar á ógæfu-
hliðina og þessar aðgerðir ekki dugað,
það er alveg fræðilegur möguleiki ef
vextir lækka enn frekar.“ Þá bendir
hann á að stærðargráða áhættunnar sé
ekki það mikil að ríkisinngrip myndu
alltaf bjarga sjóðnum, þau yrðu hins-
vegar kostnaðarsöm.
Heildsölu-
banki verði
stofnaður
Gunnar
Tryggvason
Segir ekki víst að
tillögurnar dugi ÍLS