Morgunblaðið - 17.04.2013, Page 11

Morgunblaðið - 17.04.2013, Page 11
blanda þeim saman. „Ég held að bil- aða vigtin mín sé ástæða þess að sumt smakkast öðruvísi hjá mér en vinkon- um mínum þó uppskriftin sé sú sama,“ segir hún og hlær. Jákvæð spennuorka Kristín er varaformaður í flug- freyjufélaginu og býður sig nú fram til formanns. „Ég hef starfað sem flugfreyja í sautján ár og kann því af- ar vel. Ég hef líka notið þess að starfa fyrir stéttarfélagið og ég er með alls- konar hugmyndir til að gera félagið enn betra.“ Hún segir að það sem geri flugfreyjustarfið skemmtilegt sé sú staðreynd að allir sem koma um borð séu í langflestum tilfellum að fara að gera eitthvað skemmtilegt. „Þetta er fólk sem hefur hlakkað til og það kemur með góða orku inn í flugvélina. Þessi sameiginlega já- kvæða spennuorka nærir okkur starfsfólkið. Vinnufélagar mínir eru líka frábærir og það skiptir ekki svo litlu máli í vinnunni.“ Þegar hún er spurð að því hvort ekki geti verið þreytandi að vinna við þær aðstæður sem eru um borð, þröngt og takmark- að rými, segir hún að nýlega hafi ver- ið gerð könnun um álag starfsfólks- ins. „Þá kom í ljós að góðu félagslegu tengslin milli okkar sem störfum um borð gera þetta allt bærilegra og minnka álagið. Vinnumórall og vinnu- staðamenning hefur ofboðslega mikið að segja.“ Er einhver á lausu? Kristín segir að af nógu sé að taka þegar kemur að eftirminnilegum atvikum úr sautján ára starfi um borð. „Misskilningur í samskiptum okkar við farþega er oft í tengslum við tungumál og getur verið skondinn. Um daginn gekk farþegi um borð og spurði okkur tvær sem stóðum við dyrnar, hvort einhver væri á lausu. Við urðum orðlausar í smástund en hann átti auðvitað við hvort einhver sæti væru laus um borð. Maðurinn hló sjálfur svo mikið að við fengum öll hláturskast.“ Kristín segir að vissulega sé munur á fólki eftir því frá hvaða lönd- um það komi. „Við þurfum að setja okkur í ákveðnar stellingar gagnvart sumum. Frakkar, Hollendingar og Þjóðverjar eru til dæmis rólyndisfólk og flug með þeim eru yfirleitt róleg. Svíarnir eru aftur á móti svolítið líkir Íslendingum. En stemningin um borð fer líka eftir því hvert fólk er að fara. Ef fólk er að fara í sólarlandaferð þá er allt öðruvísi stemning um borð heldur en þegar fólk er að fara í við- skiptaferð. Farþegasamsetningin ræður miklu um andrúmsloftið og við lesum hópinn hverju sinni og skiptum um hlutverk. Það er ekkert mál, við erum vön því. Á sumrin og í kringum jólin er mikið um barnafólk og þá er allt öðruvísi dínamík heldur en þegar eingöngu fullorðnir eru um borð.“ Margt getur komið upp á Kristín segir að starfsfólkið um borð fái mjög góða þjálfun í því að ræða við fólk og leysa úr vanda- málum á staðnum. „Vandamál sem koma upp leysast yfirleitt farsællega, en ef það verður eitthvað alvarlegra þá erum við líka með þjálfun í því að takast á við það, hvort sem það er tengt þjónustu eða öryggi.“ Margt getur komið upp á, til dæmis eru sumir sjúklega flughræddir. „Ég sat eitt sinn í tvo tíma á gólfinu á leið til Boston, til að halda í höndina á konu og styðja hana, en hún var svo flug- hrædd að hún var skelfingu lostin og gat ekki staðið upp. Það hafði verið ókyrrð í lofti og hún missti stjórn á óttanum. Þá settum við í forgang að sinna konunni.“ Rúllið yfir sneiðina með kökukefli þar til hún er orðin jafn þunn og mexíkósk pönnukaka. Penslið með olíu, látið ofan í míní-múffuform, bakið í ofni við 190° í 10 mín. Búið til kalt kjúklingasalat og setjið í brauðkörfurnar og berið fram. Það tekur mjög stuttan tíma að búa til brauðkörfur og krakkar hafa gaman af því að hjálpa til, bæði við að skera út brauðið og fletja það með kökukefli. Brauðkörfur, aðferð Leggið glas ofan á brauð- sneið og skerið meðfram út- línunum til að fá hringsneið. Vinnufélagar mínir eru líka frábærir og það skiptir miklu máli. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 www.kia.com ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 0 6 2 Nýr Kia cee’d er kraftmikill, sparneytinn, rúmgóður og enn betur búinn en nokkru sinni. Hann eyðir aðeins 4,1 l/100 km í blönduðum akstri og fær því frítt bílastæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn. Eigum bíla til afgreiðslu strax! Komdu og reynsluaktu. Kaupau ki: Vetrar - dekk Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook * M.v. 50% útborgun eða uppítökubíl að sambærilegu verðmæti og bílasamning ERGO í 84 mánuði. 9,70% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar 10,7%. Komdu og prófaðu sparneytinn Kia cee’d Verð frá 3.490.777 kr. Kia cee’d dísil Aðeins 29.777 kr. á mánuði í 84 mánuði*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.