Morgunblaðið - 17.04.2013, Qupperneq 14
Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar:
Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af
hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun,
nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi
skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn
ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi
fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum
(NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum
asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið.
Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri.
Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða
augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi
lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar
hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð
ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum
aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði
við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem
börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á
Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
Fæst án lyfseðils
Verkjastillandi
bólgueyðandi
ÁNÆGJA
EÐA END
URGREIÐSLA!
Gildir frá 1. apríl - 30. júní 2013
Fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara
í lok mánaðar
Mars 2012
Fjöldi atvinnulausra erl. ríkisborgara
Fjöldi erlendra ríkisborgara sem hafa
misst bótarétt frá áramótum
Mars 2013
2.113
1.618
360
Mars 2012 Mars 2013
Karlar
Konur
1.157
776
956 842
Mars 2012 Mars 2013
Höfuðborgarsvæðið
Landsbyggðin
1.559
554
1.162
456
Heimild: Vinnumálastofnun
Mars 2012 Mars 2013
Dæmi um atvinnugreinar
Gisting og veitingar
Iðnaður/hráefnav.
Mannvirkjagerð
259 248
393
227
186 158
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Alls voru 1.618 erlendir ríkisborgar-
ar án vinnu í lok mars og hafði þá
fækkað um 495 frá því í fyrra. At-
vinnulausum körlum fækkaði úr
1.157 í 776 eða um 381. Atvinnulaus-
um konum fækkaði minna eða úr 956
í 842 eða um 114. Þegar rýnt er í
þessar tölur ber að horfa til þess að
360 erlendir ríkisborgarar hafa
misst bótarétt frá áramótum, þar af
hafa 221 farið af atvinnuleysisskrá.
Sé þessum einstaklingum bætt við
þá 1.618 sem voru án vinnu í lok
mars er heildartalan hátt í 1.839.
Fer sú tala nærri fjölda atvinnu-
lausra í lok mars í fyrra.
Kunna að hafa flutt frá landinu
Þá er ekki hægt að útiloka að ein-
hverjir þeirra erlendu ríkisborgara
sem voru án vinnu fyrir ári hafi kosið
að flytja frá landinu. Nákvæmar
upplýsingar um það liggja ekki fyrir.
Hins vegar kemur fram á vef Hag-
stofu Íslands að 617 fleiri erlendir
ríkisborgarar fluttu til landsins í
fyrra en frá því. Fram kemur í
sundurliðun Vinnumálastofnunar að
verulega dregur úr atvinnuleysi á
meðal erlendra ríkisborgara í mann-
virkjagerð. Talan fer úr 393 einstak-
lingum niður í 158.
Hundruð missa bótarétt
Atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara fer minnkandi
Skýrist að hluta af því að margir hafa misst bótaréttinn
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013
Þremur vikum í lýsingu og grein-
ingu og loks tveimur vikum í
stefnumótum, markmið og tillögur
um aðgerðir. Alls sjö vikum.
Vinnan átti að hefjast 7. febrúar
2012. Frá þeim tíma til dagsins í
dag hafa liðið 62 vikur. Það má því
segja að vinnan, eins og hún er
stödd í dag, sé 55 vikum á eftir
áætlun og ennþá eru eftir fimm
vikur af vinnu við gerð vernd-
aráætlunarinnar miðað við upp-
haflega verkáætlun.
„Svona áætlun þarf að gera fyr-
ir eyna miðað við núverandi að-
stæður og við munum reyna að
vinna með Umhverfisstofnun eins
og við getum að því að þessi mál
nái einhverri farsælli lausn,“ segir
Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri
Mýrdalshrepps. Sveitarfélagið á
fulltrúa í ráðgjafarnefndinni ásamt
landeigendum, ábúendum, Ferða-
málastofu og Náttúruverndar-
samtökum Suðurlands. Mýrdals-
hreppur hefur daglega umsjón
með Dyrhólaey samkvæmt samn-
ingi við UST.
Verndaráætlun Dyr-
hólaeyjar ári of sein
Átti að ljúka 1. maí 2012 Verður kynnt á næstunni
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Verndaráætlun Friðlandið Dyrhólaey er vinsæll áningarstaður ferðafólks.
BAKSVIÐ
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
„Við erum komin að því að fara að
kynna hana fyrir almenningi. Það
má segja að hún liggi fyrir í drög-
um en næsta verk er að auglýsa
og kynna hana og fá inn at-
hugasemdir áður en hún verður
endanlega samþykkt,“ segir Ólaf-
ur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Um-
hverfisstofnun, um gerð vernd-
aráætlunar fyrir Dyrhólaey í
Mýrdal. Ólafur er formaður sex
manna ráðgjafarnefndar um mál-
efni eyjarinnar.
Dyrhólaey hefur verið friðlýst
síðan 1978 en 20. febrúar 2012 var
kynnt verk- og tímaáætlun fyrir
gerð verndaráætlunar um frið-
landið. Samkvæmt henni átti
verndaráætlunin að vera komin í
gegnum fimm áfanga ferli og vera
samþykkt fyrir 1. maí 2012.
„Það hefur bara því miður dreg-
ist vegna ýmissa mála að vinna
eftir þeirri áætlun. Hún liggur
fyrir núna og er í rauninni í skoð-
un hjá fulltrúum nefndarinnar,“
segir Ólafur.
Vonar að henni ljúki í vor
„Á síðasta fundi ráðgjaf-
arnefndar sem var í mars bað ég
nefndarmenn um að taka til skoð-
unar verndaráætlunina og koma
með athugasemdir til þess að við
gætum lokið við hana. Ég geri
mér miklar vonir um að hún verði
klár núna þetta vorið,“ segir hann.
Samkvæmt verk- og
tímaáætluninni átti kynningar- og
athugasemdaferli að hefjast 28.
mars 2012 og vera lokið 17. apríl
sama ár. Þar stendur ferlið í dag,
tæpu ári á eftir áætlun. Verkinu
átti að vera endanlega lokið 1. maí
í fyrra.
Verk- og tímaáætlunin gerði ráð
fyrir tveimur vikum í undirbúning.
„Þessi áætlun er nauðsynleg
vegna þess að sá fjöldi ferða-
manna sem kemur í eyna á hverj-
um tíma er meiri heldur en þetta
landsvæði ræður við án verulegr-
ar uppbyggingar og skipulagn-
ingar,“ segir Ásgeir Magnússon,
sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
„Sérstaklega hvað varðar
merkingu gönguleiða,
varanlega göngustíga
og ýmiskonar að-
stöðu eins og sal-
ernisaðstöðu. Það
er hugmyndin að
byggja slíka að-
stöðu á lágeynni
á næstunni,“
segir hann.
Ræður varla
við fjöldann
FERÐAMENN Í DYRHÓLAEY
Ásgeir
Magnússon