Morgunblaðið - 17.04.2013, Side 17
VIÐTAL
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
„Við erum algerlega ótengd öllum
hagsmunaaðilum, við tökum ekki við
fjármagni frá lögaðilum, viljum að-
skilnað stjórnmála og viðskiptalífs.
Hér er engin valdaklíka sem öllu
ræður og getur togað í spotta,“ segir
Margrét Tryggvadóttir, aðspurð
hvað aðskilur flokk hennar Dögun
frá gamla fjórflokknum. Margrét er
efsti maður á lista Dögunar í Suð-
vesturkjördæmi.
Ekki eins máls flokkur
En hvað aðskilur Dögun frá hin-
um fjölmörgu nýju framboðum sem
hafa sprottið upp? „Kannski ásamt
Bjartri framtíð erum við það fram-
boð sem er með hvað heildstæðast
skipulag og stefnu í öllum mála-
flokkum. Stefna okkar hefur verið
unnin í málefnahópum sem hafa ver-
ið öllum opnir,“ segir Margrét og
tekur fram að ekki sé um eins
manns framboð eða eins máls fram-
boð að ræða eins og sé í einhverjum
tilvikum raunin með hin nýju fram-
boð. „Við skerum okkur úr hvað
varðar önnur ný framboð því við er-
um búin að vinna að þessu í eitt og
hálft ár, öll okkar stefnumótun hefur
farið fram í opnu og lýðræðislegu
ferli.“
Liðsmenn Dögunar koma úr ýms-
um áttum, einhverjir koma úr Borg-
arahreyfingunni og Hreyfingunni
auk þess sem aðilar innan Hags-
munasamtaka heimilanna hafa verið
atkvæðamiklir innan Dögunar. Þá
hafa einstaklingar sem börðust gegn
Icesave-samningunum verið áber-
andi í starfi Dögunar sem og stuðn-
ingsmenn nýrrar stjórnarskrár.
Að sögn Margrétar setur Dögun
þrjú mál á oddinn fyrir kosningar,
skuldir heimilanna, lýðræðis-
umbætur og skipan auðlindamála.
„Í fyrsta lagi eru það skuldir
heimilanna, leiðréttingar á lánum,
afnám verðtryggingar og efnahags-
málin. Við viljum leiðrétta lánin,
þennan forsendubrest. Við tölum
um 26% leiðréttingu að meðaltali.
Þá erum við að tala um að leiðrétta
umfram verðbólgumarkmið Seðla-
bankans,“ segir Margrét.
Dögun er til viðræðu um aðferðir
til að standa straum af slíkri niður-
fellingu skulda að sögn Margrétar.
„Við lokum ekki á neina leið, við
segjum ekki endilega að okkar leið
sé sú eina rétta.“ Spurð um leiðir til
að afla tekna á móti slíkri niður-
fellingu nefnir Margrét skattlagn-
ingu á hagnað bankanna sem hafi
hagnast um 200 milljarða frá hruni.
Margrét segir að sá hagnaður komi
að miklu leyti til vegna þess gríðar-
lega afsláttar sem þeir hafi fengið af
lánasöfnum, sá afsláttur hafi hins-
vegar ekki nema að litlu leyti runnið
til heimilanna. Margrét segir að
Dögun vilji heldur ekki útiloka þá
leið sem Framsóknarflokkurinn hafi
lýst. Að lokum nefnir Margrét
skiptigengisleið sem Þjóðverjar hafi
framkvæmt, sú leið hugnist Dögun
hvað best.
Auðlindamál er annað mál sem
Dögun setur á oddinn. Margrét seg-
ir að Dögun muni berjast fyrir nýju
fiskveiðistjórnunarkerfi og sjálf-
bærri nýtingu á öllum náttúru-
auðlindum. Þá þurfi einnig að
tryggja þjóðinni meiri arð af auð-
lindum sínum. „Það þarf að tryggja
að ekki sé farið í framkvæmdir
nema tryggt sé að þær séu raun-
verulega arðbærar.“
Lýðræðisumbætur á oddinn
Þriðja málið sem Dögun setur á
oddinn eru lýðræðisumbætur. „Við
erum að tala fyrir þessari nýju
stjórnarskrá. Við viljum hana og
ýmislegt sem hún felur í sér, þ.e.
meiri völd til fólksins, að fólk hafi
meira um sín mál að segja.“ Í stefnu
Dögunar segir að leggja eigi áherslu
á að taka upp persónukjör og á rétt
þjóðarinnar til að óska eftir þjóð-
aratkvæðagreiðslum. Þá er einnig
talað fyrir siðvæðingu stjórnsýslu
og fjármálakerfis í kjarnastefnu
Dögunar.
„Ný stjórnarskrá kæmi þar sterk
inn, þar er t.d. gerð krafa á að ráð-
herra segi satt sem er ekki í núgild-
andi lögum. Þar er einnig tekið á
upplýsingaskyldu stjórnvalda gagn-
vart almenningi. Þar er fullt af atrið-
um sem hægt er að tína til,“ segir
Margrét að lokum.
Vilja leiðrétta forsendubrest
„Hér er engin valdaklíka sem öllu ræður og getur togað í spotta,“ segir Margrét Tryggvadóttir um
Dögun Tala um 26% leiðréttingu lána að meðaltali Eru til viðræðu um aðferðir
Morgunblaðið/Golli
Ný stjórnarskrá Margrét hefur barist kröftuglega fyrir nýrri stjórnarskrá og
að tillögur stjórnlagaráðs verði að veruleika í nýrri stjórnarskrá. Margrét
segir að þær lýðræðisumbætur sem Dögun kalli eftir færi völdin til fólksins.
17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013
Hyundai Santa Fe Comfort
2,2 dísil, sjálfskiptur. Verð 7.650 þús. kr.
Eyðsla 6,6 l/100 km*
HYUNDAI SANTA FE
SPARNEYTINN DÍSILJEPPI
NEW THINKING.
NEW POSSIBILITIES.
Kauptúni 1 - 210 Garðabæ
575 1200 - www.hyundai.is
Verið velkomin í reynsluakstur
*
M
ið
as
t
vi
ð
bl
an
da
ða
n
ak
st
ur
sa
m
kv
æ
m
t
fr
am
le
ið
an
da
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
7
5
3
4
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070Hyundai / BL ehf.