Morgunblaðið - 17.04.2013, Page 21

Morgunblaðið - 17.04.2013, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Einu sprengjurnar sem fundist hafa á vettvangi hryðjuverksins í Boston á mánudag voru þær tvær sem sprungu með nokkurra sek- úndna millibili skammt frá mark- línu Boston-maraþonsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkis- stjóra Massachusetts, Deval Pat- rick, í gær vegna sprenginganna í Boston. Hann sagði jafnframt að ekki væri talin ástæða til að óttast fleiri sprengingar. Þrír létu lífið í sprengingunum og 176 særðust, þar af 17 lífshættulega. Enginn hafði enn lýst ábyrgð á hendur sér í gær. Atburðurinn varð um 10 mínút- um fyrir tvö að staðartíma, þá voru liðnar um tvær stundir frá því að fyrstu hlaupararnir komu í mark. Fjöldi fólks var þó enn á staðnum. Innan við hundrað metrar voru á milli sprengjustaðanna sem eru í miðborginni. Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, kembdu í gær svæðið í leit að vísbendingum. Þeir hvöttu fólk til þess að hafa samband við yfirvöld ef það hefði einhverjar upplýsingar um árásina. Þegar hefði borist fjöldi ábendinga sem verið væri að fara yfir. Fólk var sérstaklega hvatt til þess að leggja fram ljósmyndir og upptök- ur. Engar hótanir höfðu borist Fram kom á fundinum með Pat- rick og FBI að enginn hefði verið handtekinn en margir verið yfir- heyrðir vegna málsins. Ekki væri vitað til þess að hótun hefði borist áður en sprengingarnar urðu. Í hópi hinna slösuðu eru að minnsta kosti 17 manns í lífshættu. Einn hinna látnu var átta ára drengur og mörg börn eru meðal særðra. Sumir misstu útlimi í sprengingunum, að sögn Fox-sjón- varpsstöðvarinnar voru tveir bræð- ur í hópi þeirra sem líklega yrði að aflima. Aðrir hlutu slæm brunasár. Lögreglumaðurinn Roupen Bas- tajian hafði nýlokið hlaupinu þegar hann heyrði hvellinn. „Við gripum strax æðaklemmur og fórum að binda um fætur,“ sagði hann. Öryggisráðstafanir hafa verið hertar í Boston og leyfi allra lög- reglumanna voru afturkölluð, einn- ig voru menn mjög á varðbergi í öðrum stórborgum, ekki síst við flugvelli. Kemba svæðið í leit að vísbendingum  Enginn hefur lýst sprengjutilræðinu í miðborg Boston á hendur sér  Öryggisráðstafanir hertar Sprengingarnar í Boston Minnst þrír létu lífið og tugir manna særðust illa Rásmark Markið Tvær sprengingar þegar liðnar voru 4 stundir og níu mín. af hlaupinu. Fyrri sprengingin Markið Old South Church Sjúkratjald v. hlaupsins Almenningsbókasafnið í Boston Copley-torg Com mon weal th-br eiðg ata H ereford S t Mandarin-hótel Lenox- hótel Boyl ston St Hu nt in gt on -b re ið ga ta Seinni sprengingin Bandaríkin Boston Ashland-klukkuturninn Wellesley-háskóli Boston-háskóli 50 m Um 23.000 tóku þátt í hlaupinu AFP Sorg Kona á vettvangi tilræðisins talar grátandi í farsíma sinn. Enn var ekkert vit- að í gær um það hver eða hverjir hefðu staðið á bak við sprenging- arnar mann- skæðu í Boston. Talíbanar í Pakistan sendu frá sér yfirlýsingu og sögðust engan þátt hafa átt í þessum atburðum. Þeir hafa áður hótað að gera hryðju- verkaárásir í Bandaríkjunum. Sprengjurnar voru að sögn BBC fremur frumstæðar. Alls ekki er hægt að útiloka að gerandinn hafi verið einn, ef til vill innfæddur Banda- ríkjamaður. Tilræðin voru fordæmd um allan heim. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í gær að ljóst væri nú að um hryðju- verk hefði verið að ræða. Hann lagði áherslu á að Bandaríkjamenn létu ekki hræða sig. Þeir brygðust við voðaverkunum af ást, sam- kennd og ósérhlífni. Talíbanar neita aðild HVER SPRENGDI? Barack Obama ÖRYGGISVÖRUR IÐNAÐARMANNSINS OG VERKTAKANS FULL BÚÐ AF ÖRYGGIS- OG REKSTRARVÖRUM. KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.