Morgunblaðið - 17.04.2013, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.04.2013, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 Stari á steini Stari á varðbergi í nágrenni Reykjavíkur. Starinn heldur sig í hreiðrum, holum eða glufum í húsum og verpir í apríl eða fyrri hluta maí. Ómar „Þið megið nú samt ekki gleyma því að leiðrétta óréttlætið,“ sagði eldri maður við mig fyrir skömmu um leið og hann tók und- ir nauðsyn þess að rétta við hag heim- ilanna og hefja nýja sókn í atvinnumálum. Gamli maðurinn hafði áhyggjur af því að stjórnmálamennirnir væru svo uppteknir af vandamálum líðandi stundar að þeim gæfist lítill eða enginn tími til að huga að mörgum öðrum brýnum málum. Í mörg ár hefur flestum verið ljóst það óréttlæti sem viðgengst í lífeyrismálum landsmanna. Þjóðin skiptist í tvo hópa. Í öðrum eru þeir sem njóta ríkisábyrgðar á líf- eyrisréttindum. Í hinum hópnum eru þeir sem þurfa að sætta sig við að lífeyrisréttindin skerðist ef illa gengur við ávöxtun fjármuna lífeyrissjóðanna. Til að bæta gráu ofan á svart þarf síðari hópurinn að axla þyngri byrðar til að tryggja lífeyrisréttindi þeirra sem tilheyra fyrri hópnum. Þetta finnst mínum gamla vini vera óréttlæti – mismunun af versta tagi. Óréttlætið aukið Í liðlega fjögur ár hefur rík- isstjórn sem kennir sig við jöfnuð og norræna velferð haft tækifæri til að leiðrétta það sem miður fer í lífeyr- ismálum landsmanna. Engin tilraun var gerð til þess, heldur þvert á móti var ranglætið aukið enn frekar með eignaupp- tökuskatti, sem nefndur er auðlegð- arskattur í lagagrein- um til að kasta ryki í augu almennings. Eignaupptökuskatturinn hefur lagst þungt á þá sem lokið hafa störfum. Hið sama á við um at- vinnurekandann sem hefur bundið stærsta hluta ævisparnaðarins í eigin fyrirtæki. Til að hámarka tekjur af eignaupptökuskattinum ákvað ríkisstjórnin að endurmeta verðmæti fyrirtækja. Margir sjálf- stæðir atvinnurekendur og eldri borgarar hafa neyðst til að stofna til skulda og/eða selja eignir til að standa undir skattheimtu, sem getur aldrei talist annað en upp- taka eigna. Á meðan almenningur horfir á Skattmann éta ævisparnaðinn hægt og bítandi upp, eru hundr- aða milljóna lífeyrisréttindi und- anþegin skatti og það sem meira er, réttindin eru með bakábyrgð skattgreiðenda. Þannig er almenn- um launamönnum og sjálfstæðum atvinnurekendum refsað en þeir sem gert hafa þingmennsku að ævistarfi, njóta friðhelgi. Gamalt kjörorð sjálfstæðismanna Ekki er hægt að deila við gamla manninn sem telur stóran hluta þjóðarinnar sæta órétti. Verkefni þeirra sem veljast á Al- þingi í komandi kosningum, er ekki aðeins að tryggja fjárhags- lega afkomu heimilanna og frjóan jarðveg fyrir öflugt atvinnulíf, heldur ekki síður að leiðrétta ranglæti. Óréttlætið í lífeyrismálum er smánarblettur þar sem sumir eru jafnari en aðrir. Fyrsta „hreina“ vinstristjórnin jók ójöfnuðinn og beit höfuðið af skömminni með umfangsmiklum skerðingum á líf- eyri þeirra sem lokið hafa starfs- ævinni. Á komandi kjörtímabili væri því gott fyrir þingmenn allra flokka að hafa í huga gamalt kjör- orð Sjálfstæðisflokksins: Gjör rétt, þol ei órétt. Ekki gleyma að leiðrétta ranglætið Eftir Óla Björn Kárason » Fyrsta „hreina“ vinstristjórnin jók ójöfnuðinn og beit höf- uðið af skömminni með miklum skerðingum á lífeyri þeirra sem lokið hafa starfsævinni. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Bergþóra var fædd á neyðar og ráðþrota tímum … þegar Kan- ada, Bandaríkin og Brasilía uppskáru hvern farminn af öðr- um af landflótta fólki… sem heimaunninn ótti og óviss erlend von höfðu sameinast um að uppræta…“ Þannig hefst bók Gunnars Gunnarssonar „Heiðaharmur“ sem fjallar um baráttu Brands bónda á Bjargi við að halda sveitinni sinni í byggð. Hann vildi skíra dóttur sína Bjargföst en varð vegna þrýstings frá konu sinni að sættast við nafnið Bergþóra í staðinn. Brandur og dóttir hans stóðu bjargföst gegn bæði andviðri og gylliboðum sinnar tíðar. Bókin endar á því að hún tekur við búi föður síns. Þessi lýsing hefur oft heillað mig. Ég held að það sé dálítill Brandur í okkur öllum sem viljum byggja og treysta á landið. Sumir kalla það þverlyndi og þrjósku – og það fékk Brandur sannarlega að heyra um sína daga. En að mínu áliti snýst þetta um að standa bjargfastur á sinni sannfæringu eða láta bærast sem lauf í vindi. Vissulega þurfti fólk þá að berjast fyrir lífi sínu og fram- færslu og jafnvel flytja úr landi til að tryggja hana eins og hinir þrótt- miklu Vestur-Íslendingar gerðu á sinni tíð og eins og margar fjöl- skyldur hafa þurft að gera síðustu árin í kjölfar hrunsins. Nýtt framfaraskeið Hinar dreifðu byggðir Íslands hafa löngum byggt allt sitt á útflutn- ingi, með sjálfbærri nýtingu auð- linda til bæði sjávar og sveita. Og þar hafa verðmætin orðið til sem landsmenn hafa byggt sína velmeg- un á. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þjóðin missti bjargfestu sína fyrir rúmum áratug og elti ýmis villuljós og drauma um hagkerfi þar sem lífskjörin voru tekin að láni. Þetta er jafnframt sá tími sem út- flutningsatvinnuvegirnir voru van- ræktir, enda snerist allt um að flytja inn og neyta. Landsbyggðin var undir þrýstingi frá of háu gengi krónunnar og var ein- faldlega álitið gam- aldags að stunda fram- leiðslu. Þessi villa var leið- rétt með afdrifaríkum hætti árið 2008. Nú liggur fyrir að lands- menn þurfa að vinna upp mörg glötuð ár í raunverulegri verð- mætasköpun en fyrr geta lífskjörin ekki batnað. Það er nú að gerast. Hvar sem ég fer um lands- byggðina sé ég merki um nýtt fram- faraskeið þar sem þeir sem stóðu bjargfastir uppskera nú bæði og sá fyrir nýjum ökrum. Ég trúi því að nú hafi orðið vatnaskil og við stöndum nú frammi fyrir nýju blómaskeiði þar sem landsbyggðin mun vinna það til baka sem tapast hefur og gott betur. Treystum á okkur sjálf Ég reyndi bæði sem þingmaður og ráðherra að vinna í haginn fyrir þessar framfarir. Hvernig til tókst verða aðrir um að dæma. Það sem ég óttast nú eru ný villuljós, erlendar tálsýnir sem ráðamenn þjóðarinnar gætu glapist til þess að elta. Og þau villuljós gætu orðið hættulegri en hin fyrri. Landsmenn beittu fullveld- isrétti sínum, svo sem neyðarlögum, til þess að losa sig frá draumnum um alþjóðlega fjármálamiðstöð en hafi þjóðin einu sinni gengist undir vald- ið í Brussel er leiðin heim vand- fundin. Af þessum ástæðum hef ég ákveð- ið að bjóða mig fram á nýjan leik, með nýjum félögum og með þá bjargföstu sannfæringu að við eig- um ekki að elta villuljósið frá Bruss- el. Við eigum að treysta á okkur sjálf, land okkar og bjargfasta þjóð. Og því bið ég um stuðning þinn. Bjargföst þjóð Eftir Jón Bjarnason Jón Bjarnason » Við eigum að treysta á okkur sjálf, land okkar og bjargfasta þjóð. Höfundur er alþingismaður, fyrrver- andi sjávarútvegs og landbún- aðarráðherra og skipar fyrsta sæti á J-lista Regnbogans. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í vegamálum á Vest- fjörðum er og hefur verið Vestfjarðavegur 60. Heildarkostnaðar- áætlun þess áfanga sem nú er unnið að hljóðar upp á 3,5 millj- arða króna og hefur 2,2 milljörðum króna verið varið til verksins á þessu kjörtímabili, nánar tiltekið í veginn milli Bjarkalundar og Flóka- lundar. Þar af hafa 1200 mkr farið í kaflann Eiði-Kjálkafjörð. Á þessu fjárlagaári og því næsta er gert ráð fyrir 1000 mkr til viðbótar í verkið. Heilsárstenging með láglendisvegi Sú áhersla sem ríkisstjórnin hefur lagt á þetta forgangsverkefni helst í hendur við stefnumörkun Fjórð- ungssambands Vestfirðinga sem dyggilega hefur staðið vörð um það undanfarin ár að verkinu ljúki sem fyrst. Krafa Fjórðungssambandsins og heimamanna allra hefur verið ásættanlegur láglendisvegur sem heilsárstenging sunnanverðra Vest- fjarða við þjóðvegakerfið. Engin áform eru uppi um að breyta þessari forgangsröðun af hálfu núverandi stjórnvalda. Þing- menn kjördæmisins hafa stutt þá stefnu sem einn maður. 8 km stytting og tvær brúanir fjarða Verkefnastaðan er þannig að 16 km kafla frá Þverá í Kjálkafirði að Þingmannaá í Vatnsfirði var lokið 2010 og lokið var við 2,5 km veg um Skálanes á síðasta ári. Fram- kvæmdir standa nú yfir við 16 km áfanga frá Eiði að Þverá, en sá veg- ur styttir vegalengd á þessum kafla um 8 km. Gert er ráð fyrir að ljúka áfanganum 2015 en verulegur hluti slitlags verður kominn 2014. Á leið- inni verða tveir firðir brúaðir með 117 og 160 m löngum brúm (til sam- anburðar má nefna að Dýrafjarðarbrú er 120 m löng). Það sem hefur þó hamlað lokaáfanga þessarar brýnu sam- göngubótar eru vand- kvæði með leiðarval um Gufudalssveit. Or- sökin er dómur Hæstaréttar sem ógilti 2009 úrskurð þáver- andi umhverf- isráðherra, Jónínu Bjartmarz, um vega- gerð um Teigskóg í Þorskafirði og þverun Djúpafjarðar og Gufu- fjarðar. Þar með var B-leiðin svo- kallaða sett í uppnám og málið – sem lengi hafði staðið í lagaþrætum vegna Teigsskógar – fór aftur á upp- hafsreit. Það hefur síðan verið verk- efni samgönguyfirvalda, vegagerð- arinnar, þingmanna kjördæmisins og sveitarstjórnarmanna að finna ásættanlega lausn á þeim vanda með nýju leiðarvali. Heimamenn hafa lýst sig fúsa til samstarfs og ráð- gjafar við það leiðarval, að því gefnu að tryggt sé að nýja leiðin verði öruggur láglendisvegur. Sú krafa er sanngjörn. Það hafa samgöngu- yfirvöld viðurkennt og að þessu er nú stefnt. Ólíkt höfðust menn að Enginn vafi er á því að af þeim framkvæmdum sem þegar eru hafn- ar er Vestfjarðavegur 60 sú mik- ilvægasta fyrir íbúa landshlutans, með tilliti til liðleika og öryggis í samgöngumálum. Áhersla stjórnarþingmanna í NV- kjördæmi á mikilvægi vegabótanna sýnir sig best í því hve ríkt kapp hef- ur verið lagt á að ljúka þessari vega- gerð þrátt fyrir efnahagskreppu eft- ir hrun, og þrátt fyrir vandkvæði um leiðarval um Gufudalssveit sem er lokaáfangi. Er það umhugsunarvert í ljósi þess hve hægt miðaði í sam- göngumálum á sunnanverðum Vest- fjörðum á góðæristímanum fyrir hrun, meðan smjör draup af hverju strái í vegamálum annarra lands- hluta. Það segir líka sitt um fyrri tíðar forgangsröðun samgönguyfirvalda fram að hruni, að tvær brýnustu samgöngubætur sem enn bíða á landsvísu skuli báðar vera á Vest- fjörðum. Þar á ég við Dýrafjarð- argöng/Dynjandisheiði – fram- kvæmd sem var fallin út af framkvæmdaáætlun í upphafi kjör- tímabils en ákveðið hefur verið að hefja 2015 – og Súðavíkurgöng, sem illu heilli hafa ekki enn komist á samgönguáætlun. Bæði þessi verk- efni eru ótvírætt umferðarörygg- ismál. Dýrafjarðargöng/Dynjand- isheiði eru auk þess lífsnauðsyn fyrir samskipti byggðarlaganna á sunn- an- og norðanverðum Vestfjörðum. Með þeim opnast fyrir vöru- og fólksflutninga allan ársins hring og Vestfirðir geta orðið eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Byggð og atvinnulíf í húfi Framtíð byggðar á Vestförðum veltur á því að ofangreindar sam- göngubætur nái fram að ganga á allra næstu árum. Atvinnulíf í fjórð- ungnum á mikið undir þeim komið, ekki síst ferðaþjónustan. Einnig fel- ast í þessum tengingum stórauknir möguleikar verslunar og þjónustu, að ekki sé talað um samgang og samskipti nágrannabyggðarlaga beggja vegna heiðanna sem nú tálma för. Því er brýnt að Vestfirðingar standi saman allir sem einn um þess- ar mikilvægu samgöngufram- kvæmdir og hviki hvergi frá sann- girniskröfunni um að þeim verði lokið innan ásættanlegs tíma. Vestfjarðavegur 60 Eftir Ólínu Þorvarðardóttur » Af þeim fram- kvæmdum sem þegar eru hafnar er Vestfjarðavegur 60 sú mikilvægasta með tilliti til liðleika og öryggis í samgöngumálum Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í NV-kjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.