Morgunblaðið - 17.04.2013, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.04.2013, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 Vegna mikils fjölda greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Hámarkslengd greina er 3.000 slög með bilum. Er þetta gert svo efnið verði að- gengilegra og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma grein- unum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar Í þeim margvíslegu aðgerðum sem gripið hefur verið til á und- anförnum árum til að forða Íslandi frá gjaldþroti eftir hrunið hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð lagt áherslu á að verja kjör þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Marg- ar þjóðir brugðust við efnahags- kreppunni með því að skera niður í almannatryggingakerfinu. Sú leið var ekki farin hér á landi, heldur var bótakerfið fryst eins og það var árið 2009. Engu að síður skertust bætur þar sem þær náðu ekki að hækka á sama hátt og hefði gerst í venjulegu ár- ferði. Árið 2012 voru bætur almanna- og atvinnuleys- istrygginga svo hækkaðar um 12% umfram verðlag, sem bætti stöðuna talsvert. Þannig var staðið við það að bóta- kerfið nyti þess fyrst þegar mögulegt yrði að auka aftur út- gjöld. Áfram var haldið á þeirri sömu braut í fjárlögum yf- irstandandi árs m.a. með því að auka framlög til bótakerfisins, fæðingarorlofs, húsnæðisbóta og barnafjöl- skyldna. Við hljótum að stefna að því að gera enn betur, til að jafna muninn á þróun bóta og almennri launaþróun. Jafn- framt er nauðsynlegt að draga verulega úr hverskyns tekjutengingum í bótakerfinu, enda hafa sérfræðingar margoft bent á að slíkar tekjutengingar geti orðið til þess að festa fólk í fátæktargildru. Réttindi fatlaðs fólks Íslenskt samfélag byggist á virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenningu á mannlegum margbreytileika. Alþingi samþykkti í júní 2012 stefnu og framkvæmdaáætlun í mál- efnum fatlaðs fólks. Í henni eru skilgreind fjölmörg verk- efni sem lúta að þáttum eins og þátttöku í samfélaginu, sjálfstæðu lífi, menntun og atvinnu. Framkvæmdaáætlunin tekur mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks auk annarra alþjóðlegra mannréttinda- sáttmála sem Ísland er aðili að. Áhersla er lögð á mannrétt- indi og bann við mismunun á grundvelli fötlunar. Í fram- kvæmdaáætluninni er gert ráð fyrir því að fatlað fólk komi að stefnu- mörkun og ákvörðunartöku í eigin málum auk þess sem áréttað er að fatlað fólk eigi að njóta jafnréttis og sambærilegra lífskjara á við aðra borgara þjóðfélagsins. Einnig er vert að rifja upp nýja byggingarreglugerð sem samin var á kjörtímabilinu á vettvangi um- hverfisráðuneytisins. Með henni er innleidd ný hugsun í mannvirkja- hönnun þar sem gott aðgengi allra er sett í öndvegi. Þegar innleiðingu reglugerðarinnar verður að fullu lokið mun það valda þáttaskilum í aðgengismálum fatlaðra. Málefni aldraðra Heildarábyrgð á þjónustu við aldraða var færð frá rík- inu til sveitarfélaga í byrjun árs 2012 á grundvelli samn- ings milli ríkis og sveitarfélaga. Sú yfirfærsla hefur tekist afar vel og orðið til að bæta þjónustu við aldraða og efla starfsemi öldrunarþjónustu í landinu. Á kjörtímabilinu hefur verið ráðist í byggingu 330 nýrra hjúkrunarrýma víða um land. Hér er um aðgerð upp á 10 milljarða króna að ræða sem er fjármögnuð annars vegar með framlögum ríkisins í gegnum framkvæmdasjóð aldraðra og í gegnum Íbúðalánasjóð hins vegar. Veruleg þörf var orðin á að fjölga hjúkrunarrýmum til að mæta aðkallandi þörf sem ekki hafði verið sinnt mörg ár þar á undan. Aldurs- samsetning þjóðarinnar á eftir að breytast mikið á kom- andi árum og áratugum með mikilli fjölgun í hópi aldraðra. Eitt af stærstu samfélagslegu verkefnum næstu ára er að búa vel að eldra fólki með búsetuformi við hæfi hvers og eins og einstaklingsmiðaðri þjónustu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð er félagshyggju- flokkur sem leggur áherslu á það í stefnu sinni að stuðla að jöfnuði og gefa öllum kost á mannsæmandi lífi. Öflugt vel- ferðarkerfi sem tekur mið af ólíkum þörfum ólíkra ein- staklinga skiptir þar lykilmáli. Jöfnuður og velferð Eftir Steinunni Þóru Árna- dóttur og Björn Val Gíslason Steinunn Þóra Árnadóttir Höfundar skipa 3. og 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkördæmi norður. Björn Valur Gíslason Nú hafa sjálfskipaðir varðhundar fjórflokks- ins, kerfisins, hafið upp raust sína; áróðursróm- inn, undirróðurskveðskapinn: Ef þið kjósið ekki „stóru“ framboðin munuð þið kasta at- kvæði ykkar á glæ! Þegar þessi viðbjóðslegi áróður hljómar, því hann er ekkert nema viðbjóðslegur – svo fullur af mannfyrirlitningu sem hann er – þá er rétt að hafa eitt í huga (og bómull í eyrum): Þú get- ur aldrei kastað atkvæði þínu á glæ! Hver sem fær atkvæðaseðil í hendur stendur þar á þeirri stundu með borgaralegan, lögvarinn, rétt sinn til þess að hafa áhrif. Einstaklingurinn velur eitt – og aðeins eitt framboð – og um leið og hann kýs það framboð lætur hann skoðun í ljós, hann er að segja: Þessu framboði treysti ég til að færa fram þau stefnumál sem mér eru hugleiknust, ég treysti best þessu framboði! Þótt þetta tiltekna framboð sé – af einhverjum – skil- greint „lítið“ breytir það aldrei þeirri staðreynd að viðkom- andi einstaklingur valdi sér það framboð, hann breytti samkvæmt sinni samvisku, valdi frjáls – hann kaus. Hann kastaði engu á glæ! Þessi frasi um að atkvæðum sé kastað til einskis, „kastað á glæ“, er vopn hagsmunaaflanna í samfélaginu; vopn þeirra sem engu vilja breyta, vopn þeirra sem vilja halda völdum og stafar ógn af því nýja, hinu frjálsa og óþekkta – stundum óþekka! Regnboginn er eitt þeirra framboða sem valdið mun reyna að skilgreina sem „lítil“, J- listarnir munu lenda milli tanna þess fólks sem vill hafa allt eins, áfram, alltaf, um ókomin ár. Tilraunir munu ítrekað gerðar til að burtskýra tilvistarrétt Regnbogans með frasanum um at- kvæðið sem kastað er á glæ. Þær tilraunir og sá ágangur mun engu breyta – atkvæði greitt Regnboganum í komandi kosningum er at- kvæði greitt með reisn, fullgilt atkvæði, atkvæði hlaðið gildum þess sem gott er, frjálst. Það atkvæði ber með sér bjartsýni kjósandans og trú á landið og möguleika þess og trú á þjóðina sem landið byggir. Það er atkvæði greitt Ís- landi – fyrst og fremst! Því atkvæði er ekki kastað á glæ! Atkvæði er aldrei hægt að kasta á glæ Eftir Guðmund S. Brynjólfsson Guðmundur S. Brynjólfsson Höfundur er rithöfundur og djákni og skipar 2. sæti J-lista Regnbogans í Suðurkjördæmi. Menntakerfi er ein mikilvægasta eign hverrar þjóðar og hér á Íslandi höfum við alla möguleika á að byggja upp enn öflugra skóla- kerfi fyrir alla. Í Salam- anca-yfirlýsingunni, sem er alþjóðleg sam- þykkt um menntamál, segir m.a.: … að menntun sé frumréttur hvers barns og að skylt sé að gefa því kost á að ná og við- halda viðunandi stigi menntunar; að börn séu mismunandi og hafi sér- stök áhugamál, hæfileika og náms- þarfir; að í skipulagi menntakerfis og tilhögun náms beri að taka mið af miklum mun á einstaklingum og þörfum þeirra; að einstaklingar með sérþarfir á sviði menntunar skuli hafa aðgang að almennum skólum og þar beri að mæta þörfum þeirra með kennsluaðferðum í þeim anda að mið sé tekið af barninu; að al- mennir skólar séu virkasta aflið til að sigrast á hugarfari mismununar. Við í Regnboganum leggjum áherslu á fjölbreytta menntun og möguleika til náms í umsjá hins op- inbera. Mikilvægt er að öll börn eigi gott aðgengi að uppbyggilegu námi, frá leikskólaaldri til framhaldsskóla, og fyrirbyggja þarf að ungmenni flosni upp úr skóla. Menntun er grundvöllur efnahagslegrar vel- ferðar einstaklinga og framfara þjóðarinnar og huga þarf að gæðum hennar á öllum skólastigum og með fjölbreyttu námsframboði, í verk- og tækninámi, listnámi og bóknámi. Þróa þarf áfram og bæta möguleika til fjarnáms. Mikilvægt er að ein- staklingar geti byggt á styrkleikum sínum. Grundvallarviðmið er jafnrétti til náms sem er fólgið í því að bjóða nemendum nám og kennslu við hæfi og gefa þeim tækifæri til að spreyta sig á viðfangsefnum að eigin vali. Mikilvægt er að leggja áherslu á heildstæða menntun frá leikskóla til háskóla. Einnig þarf að huga að full- orðinsfræðslu. Menntakerfið þarf að vera sveigjanlegt til að mæta nýj- ungum og breyttum kröfum sam- félagsins. En fyrst og fremst þarf það að veita öllum nem- endum alhliða og góða menntun og styrkja þá og búa þá undir að taka þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Það er skylda allra leikskóla og grunnskóla að taka við öll- um börnum hvernig sem á stendur um atgervi þeirra til líkama eða sálar, fé- lagslegt og tilfinningalegt ásigkomulag eða mál- þroska, fötluð börn og ófötluð, afburðagreind og greindarskert og börn af innlendum sem erlendum uppruna. Í 37. gr. grunnskólalaga segir að börn og unglingar sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörð- ugleika, tilfinningalegra eða fé- lagslegra örðugleika og/eða fötlunar eigi ótvíræðan rétt á sérstökum stuðningi í námi. Að þessu þarf að gæta og einnig að því að nemendur og foreldrar þeirra hafi val um skóla. Um 0,4% nemenda í grunnskólum eru í sérskólum og 0,4% í sérhæfð- um sérdeildum við almenna grunn- skóla. Við megum ekki hugsa svart- hvítt, við verðum að skoða hvað hentar hverjum og einum. Ein- hverjum hentar að vera í almennum skóla á meðan annar finnur sig betur í sérskóla, þá á það að vera val. Það er ekki hægt að setja nemendur í ákveðna kassa og form, heldur verð- um við að koma til móts við þá þar sem þeir eru staddir. Til þess að þetta geti gengið þarf að veita frek- ara fé inn í menntakerfið, huga þarf að menntun og sérhæfingu þeirra sem koma að kennslu þessara nem- enda og yfirleitt allra þeirra sem koma að umsjá þeirra. Einhver kann að spyrja: Er þetta ekki dýrt? Jú, vafalaust ef hugsað er í krónum og aurum og excel-skjölin látin ráða för. En þetta er ódýrt og sjálfsagt ef við hugsum um verð- mætið sem liggur í hverjum og ein- um einstaklingi og ef við hugsum um lífið og gleðina, traustið og sam- hjálpina – en allt eru það þættir sem við á J-listum Regnbogans leggjum áherslu á umfram hinn nauðuga þankagang peningahyggjunnar sem hvergi ætti að koma að skólastarfi. Menntun fyrir alla á hvers og eins forsendum Eftir Sædísi Ósk Harðardóttur Sædís Ósk Harðardóttir Höfundur er sérkennari og skipar 2. sæti J-lista Regnbogans í Reykjavík suður. 581 15 15wilsons.is 990 12" m/pepperoni og 0,5 l. Coke gildir fra 11:30 - 13:00 Nú er það svo að ég hef kynnst þingmönn- um úr öllum flokkum í gegnum árin og mér þykja þeir ágætisfólk velviljað og þægilegt, en það er eins og þegar í umræður á þinginu er komið þá fari allt í hund og kött, það er ein ástæðan fyrir því að alþingi hefur misst traust sitt meðal almennings, þessu verður að breyta. Íslenskt þjóðfélag stendur á brauðfótum eftir hroðalegt efnahagsskipbrot og það er lág- markskrafa að alþingismenn úr öllum flokkum starfi saman við uppbyggingu efnahagslífsins sem einn maður. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég tók efsta sæti á lista í Norðausturkjördæmi, lista nýs póli- tísks afls, Regnbogans, sem er regnbogasamtök fólks með hugsjón um áframhaldandi sjálfstæði og sjálfræði okkar Íslendinga og íslenskt eignarhald á verðmætum sem og auðlindum til sjós og lands. Það sem er nýtt við Regnbogann er að hann er engin stofnun líkt og gömlu spilltu flokkarnir okkar sem hægt er að stjórna af valda- og peningaöflum utan úr samfélaginu. Nú er komið að kosningum, og loforðum sem ekki þarf að rökstyðja nú að skera ofan af lánum fólks sem nemur hálfum fjárlögum, af flokki manna sem lofuðu eiturlyfjalausu Íslandi árið 2000. Ég held að það sé betra að leyfa yfir- skuldsettum húseigendum sem skulda langt umfram verðmæti húsa sinna að skila eign- unum til bankans eða sjóðsins og lít svo á að sá sem lánaði sé líka ábyrgur og verði einnig að taka á sig tapið, skuldarinn geti svo leigt hús- næðið aftur og þurfi ekki að fara í gjaldþrot með þeim erfiðleikum sem því fylgja, það er næsta víst að 20% leiðin dugar ekki þeim sem verst eru staddir, þetta kosningaloforð er í mesta lagi blekking. En eitt er víst að það verður að auka ráðstöf- unartekjur heimilanna, samfélagið er að sofna, þeir sem lægstu launin hafa eru komnir í þrot, stórfelldar hækkanir nauðsynjavara, skatta, og þjónustugjalda hafa leikið al- menning svo grátt að það verður að auka ráðstöf- unartekjur almennings til að hagkerfið staðni ekki. Ég legg til að stórhækka skattleysismörkin, með skattabreytingu. Nýr kostur fyrir kjósendur – Regnboginn Eftir Baldvin Halldór Sigurðsson Baldvin Halldór Sigurðsson Höfundur skipar efsta sæti Regnbogans í Norðaust- urkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.