Morgunblaðið - 17.04.2013, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013
✝ Jóna KrístínHallgrímsdóttir
fæddist á Sauð-
árkróki 21. júní
1919. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 8. apríl
2013.
Foreldrar henn-
ar voru Hallgrímur
Jónsson smiður, f.
4. mars 1888, d. 15.
júní 1972, og Helga
Sigríður Jónsdóttir, f. 17. jan-
úar 1878, d. 29. júní 1957. Jóna
átti eina alsystur, Ingibjörgu
Sigríði, f. 21. apríl 1918, d. 28.
apríl 2004, og 11 hálfsystkini.
Þau eru: Gunnlaug Stefanía
Veronika, Ingunn Helga, Mar-
grét, Kjartan, Jón, Hólmfríður
Þórleif, Jón Friðrik, Jónína
Snjólaug, Sævar Júní, Magnea
Guðjóna og Guðbjörg.
Ragnar Helgason. Börn: Jó-
hanna Kristín, Hafdís, Atli, Jón
Heimir, Ómar, Ragnar Kristinn
og Hafsteina Helga. Þau eiga
24 barnabörn og sex barna-
barnabörn. 4) Stefán Sigurjón,
f. 12. september 1946, d. 29.
mars 1993. 5) Jón Helgi f. 29.
maí 1950, maki Drífa Heið-
arsdóttir. Börn: Jóhannes Haf-
berg, Kristbjörg, Jóna Kristín,
Lilja Særós og Jón Helgi. Þau
eiga sex barnabörn. 6) Helgi
Edward, f. 27. janúar 1958,
maki Sigrún Agnarsdóttir.
Börn þeirra eru Guðjón Örn,
Birna Íris og Agnar Þór. 7) Jó-
hanna, f. 14. september 1963, d.
6. desember 2009. Börn henn-
ar: Stefán Hafberg, Heiða og
Lísa og tvö barnabörn.
Jóna flutti barnung frá Sauð-
árkróki til Siglufjarðar. Fimm-
tán ára gömul fluttist hún til
Hafnarfjarðar og var húsmóðir
í Hamri sem nú er Strandgata
69.
Útför hennar fer fram í
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 17.
apríl 2013, og hefst athöfnin kl.
15.
Jóna giftist 21.
febrúar 1939 Jóni
Helga Jóhanns-
syni, f. 20. sept-
ember 1913, d. 6.
júní 1982, frá
Hamri í Hafn-
arfirði. Foreldrar
hans voru Jóhann-
es Þorsteinsson, f.
9. nóvember 1884,
d. 27. nóvember
1947, og Þóra
Jónsdóttir, f. 7. október 1878,
d. 9. október 1972. Börn Jónu
og Jóns eru 1) Hafsteina Helga
Magliolo, f. 6. júlí 1940. Börn
hennar og Jerry Magliolo eru
Joseph, Jerry og Jeannette
Jóna. Þau eiga fimm barna-
börn. 2) Jóhannes Hafberg, f. 7.
maí 1943, d. 3. nóvember 1963.
3) Ingibjörg Sigríður, f. 23.
mars 1945, maki Sigurbjörn
Mamma mín, nú er komið að
kveðjustund. Ég vil minnast
hennar mömmu minnar með
nokkrum orðum. Við vorum ekki
bara mæðgur heldur líka vinkon-
ur og við vorum alla tíð mjög nán-
ar. Minningarnar hrannast upp:
Skemmtilegir tímar eins og þegar
við vorum saman í saumaklúbb.
Reykjavíkurferðirnar með strætó
voru margar eftirminnilegar og
oft þurftum við að hlaupa niður
Laugaveginn á háhæluðu skónum
til að ná vagninum heim. Ég man
að í einni ferðinni átti að kaupa
sérstaka tegund af skóm en þegar
komið var í búðina uppgötvaðist
að veskið hafði gleymst heima.
Ég sakna hennar mikið. Við
áttum auðvelt með að tala hvor við
aðra. Hún var ákaflega sjálfstæð,
ákveðin og stolt kona, alltaf tilbú-
in að hjálpa öðrum þegar upp
komu veikindi eða önnur vanda-
mál. Oft keyrði ég hana til Imbu
systur hennar svo hún gæti rétt
henni hjálparhönd. Heimilið var
hennar stolt og prýði og gekk hún
af atorku í öll verk, hvort sem var
við þrif eða viðhald. Varla var
hægt að líta af henni án þess að
hún gripi tusku og færi að þrífa,
hvort sem hún var heima eða
gestkomandi hjá mér. Mamma
átti ekki bíl né hafði bílpróf svo
það kom oftast í minn hlut, eða
okkar Bjössa, að keyra hana. Þeg-
ar verið var að keyra út í búð eða í
bankann var oft tekinn aukakrók-
ur. Á vorin og sumrin var vinsælt
að skreppa austur fyrir fjall og
skoða lömbin hjá Hafdísi, kaupa ís
á Selfossi eða fara í búðir. Í þess-
um ferðum var oft hlegið mikið.
Mamma hafði mikinn áhuga á af-
komendum sínum, var allaf að
spyrja frétta af þeim. Líka eftir að
hún greindist með alzheimer-
sjúkdóminn, þá mundi hún eftir
þeim. Henni fannst nauðsynlegt
að mæta í fermingar, skírnir og á
aðrar uppákomur. Einstök mann-
eskja er horfin á braut. Ég mun
alltaf minnast þín, mamma.
Þín dóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir.
Kraftmikil kona er fallin frá.
Hún Jóna tengdamóðir mín var
sú kraftmesta kona sem ég hef
kynnst.
Þessi litla kona bjó yfir svo
mikilli orku að maður mátti oft
skammast sín fyrir það að vera
mikið yngri en hún, en gerði samt
ekki nema brot af því sem hún
gerði og kunni.
Ég kynntist Jónu þegar ég var
15 ára og var að passa fyrir Imbu
dóttur hennar, þar komu þau oft
hann Jón og hún Jóna. Mér fannst
hann Jón alltaf svo kátur og stríð-
inn en Jóna var alvarlegri og ég
svona hálfsmeyk við hana.
Hjá Imbu kynntist ég svo öðr-
um Jóni sem var sonur þeirra
hjóna. Við giftum okkur þegar ég
var 17 ára og þau hjón tóku mér
yndislega.
Alltaf var hún Jóna til í að
passa barnabörnin og passaði
hún bæði Krissu og Jónu þegar
ég fór í siglingar með Nonna og
fór létt með það. Hún tók stelp-
unum eins og sínum og fór t.d.
með Jónu dóttur mína í klippingu
eitt skiptið þegar hún passaði,
ekki varð ég nú voða glöð þegar
ég sótti barnið og hún hafði látið
snoða hana. En hárið óx og varð
bara fallegra.
Annað skiptið var hún að passa
Krissu og hún eitthvað kvefuð sú
litla, þá var tengdapabbi sendur
út á hafnargarð til að sækja sjó í
fötu og þetta notaði hún sem
nefdropa. Þetta var gamalt hús-
ráð sem hún þekkti en ég átti ekki
til orð yfir þetta allt.
Árið 1982 lést hann tengda-
pabbi og var það mikill missir fyr-
ir hana. Það ár vorum við Nonni
að byggja og bauð hún okkur að
búa hjá sér í hálft ár. Ég var
ófrísk af Lilju og lifði eins og
prinsessa svo vel hugsaði hún um
okkur. Nonni var á sjónum og
alltaf þegar hann kom í land fór
hún í heimsókn í næsta hús til að
leyfa okkur að vera einum. Þegar
Lilja fæddist fyrir tímann var ég
ekki tilbúin með allt sem fylgir
litlu barni. Þá tók Jóna sig til og
gerði allt klárt fyrir mig og barn-
ið.
Hún var búin að sauma, þvo,
strauja og baka fullt af kökum.
Svo var dekrað við mig og stelp-
urnar.
Lífið hjá Jónu var ekki alltaf
auðvelt, hún varð ekkja fyrir
rúmum 30 árum, lifði þrjú af
börnum sínum og eitt barnabarn.
En Jóna var dugleg kona, alltaf
hélt hún áfram.
Jóna og Jón áttu aldrei bíl og
töluðum við oft um það að þess
vegna væri hún svona hraust. Þó
að hún væri hátt á níðræðisaldri
fór hún út og mokaði allar tröpp-
urnar ef það snjóaði.
Heilsan fór að gefa sig fyrir
nokkrum árum og var það aðal-
lega minnið og heyrnin sem fóru.
Síðustu tvö árin dvaldi Jóna á
Hrafnistu í Hafnarfirði og naut
þar mikillar umhyggju starfs-
fólks sem á bestu þakkir skilið.
Langri ævi er lokið og efa ég
ekki að það hafi orðið fagnaðar-
fundir þegar hún hitti ástvini sína
hinum megin.
Elsku Jóna mín, þakka þér fyr-
ir allt. Hvíl í friði.
Þín tengdadóttir
Drífa.
Jóna amma var alltaf svo glöð
þegar við systkinin komum í
heimsókn. Hún var mjög áhuga-
söm um hvað væri að frétta og þá
sérstaklega hvort ekki væri kom-
in kærasta eða kærasti. Þegar við
vorum loksins komin í samband
spurði hún hvort við værum ekki
búin að lofast. Eitt sinn sagði hún:
„Það er svo gott veður núna, þið
ættuð að setja upp hringana.“
Hún tók betri helmingum okkar
alltaf mjög vel.
Amma var mjög þrjósk. Það
var ekki hægt að segja nei við
hana. Við gátum gleymt því að fá
að sleppa því að borða nammið
eða kökurnar sem hún bauð upp
á. Það var ekki inni í myndinni.
Við gleymum aldrei þegar við
hittumst árlega á Strandgötunni
á sjómannadaginn. Við minnt-
umst þá afa og hittum stórfjöl-
skylduna. Það sem fékk mann til
að hlakka mest til að koma í heim-
sókn voru Jónu ömmu pönnukök-
ur. Betri pönnukökur munu aldr-
ei verða gerðar.
Amma var hörkudugleg. Oft-
ast þegar við komum í heimsókn
var hún uppi á stól að þrífa, með
ryksuguna á fullu eða sat við
saumavélina. Við nutum oft góðs
af því og fórum heim með þessi
fínu nýju rúmföt.
Amma hugsaði alltaf vel um
okkur. Þegar eitt okkar átti af-
mæli gaf hún hinum líka pakka.
En þó að amma hafi verið bæði
elskuleg og góð var hún þó alls
ekki þessi týpíska amma. Við
sögðum oft hetjusöguna af því að
uppáhaldsleikari ömmu hafi verið
Steven Seagal. „Hann er svo ynd-
islegur,“ sagði hún alltaf.
Elsku amma, takk fyrir allar
góðu stundirnar.
Guðjón, Birna og Agnar.
Það fyrsta sem okkur dettur í
hug um hana ömmu okkar er
hversu mikil hörkukona hún var.
Margar minningar þar sem hún
stóð uppi á borði að þrífa loftin, að
taka upp rabarbara, moka snjó á
hverjum vetri eða alveg þangað
til hún var orðin 91 árs.
Hún lét heldur aldrei neinn
vaða yfir sig og ef hún var spurð
hvort hún vildi hjálp, var svarið
ávallt „nei takk, því hún amma
þín er enginn aumingi“. Það eru
heldur ekki allir eins og hún
amma sem skellti sér til Banda-
ríkjanna 83 ára til að vera við-
stödd brúðkaup hjá barnabarninu
sínu.
Annað sem verður að nefna er
hversu dugleg hún var í eldhús-
inu. Á jólunum voru bakaðir
nokkrir tugir tegunda af smákök-
um og var hún einnig þekkt fyrir
bestu pönnsur í Hafnarfirðinum
og þó að víðar væri leitað. Hún
bjó alltaf til rabarbarasultu og
gerði slátur. Hún fussaði líka og
sveiaði þegar henni var gefinn ör-
bylgjuofn í afmælisgjöf, því hún
vildi bara gera allt frá grunni.
Alltaf um jólin, á jóladag, var líka
farið á Strandgötuna til hennar
ömmu þar sem var haldið jólaboð
fyrir alla stórfjölskylduna og það
besta var alltaf heimagerður ís
frá henni. Ásamt því að vera
hörkukona var hún rosalega
barngóð og hjálpfús við alla og
mátti ekkert aumt sjá. Hún elsk-
aði félagsskap og var algjör fé-
lagsvera og fannst ekkert
skemmtilegra en að punta sig upp
áður en hún fór eitthvað fínt út.
Þetta eru einungis fá atriði af
endalausum sem hægt er að rifja
upp, en við það að rifja upp sögur
um hana ömmu finnst okkur
systkinunum ótrúlegt hversu
mikið hún gekk í gegnum án þess
þó að hún bæri það mikið utan á
sér. Aldrei mátti greina bitur-
leika eða annað sem getur fylgt
miklum missi og megum við læra
margt af henni ömmu okkar.
Við vorum öll systkinin hjá
henni rétt áður en hún fór og átt-
um við yndislega stund saman
þar sem var mikið hlegið og
margar minningar rifjaðar upp.
Við erum stolt og þakklát að
hafa haft ömmu Jónu í lífi okkar
og söknum hennar mikið.
Vonum við, amma, að þér líði
vel og við vitum að það var vel
tekið á móti þér.
Mig hryggir svo margt, sem í hug mín-
um felst
og hvernig ég þreytist að lifa
og mér finnst það, vina mín, hugga mig
helst,
að hugsa um þig eða skrifa,
að minnast á armlög þín ástrík og góð
og allt sem að þú hefur talað:
því ligg ég hér aleinn og yrki nú ljóð
það eitt gæti huganum svalað.
Eins veit ég það, hvert sem mig hrekur
og ber,
og hverju sem annars ég gleymi,
þá man ég þó allt sem ég unni með þér
og elska það, faðma og geymi.
Og þegar að dimmir við skamm-
degisskeið
og skuggarnir þéttast um fætur,
þá vona ég stjörnur þær lýsi mér leið,
sem leiftur á bláhveli nætur.
Ég man það sem barn að ég
margsinnis lá
og mændi út í þegjandi geiminn,
og enn get ég verið að spyrja og spá,
hvar sporin mín liggi yfir heiminn.
En hvar sem þau verða mun
hugurinn minn,
við hlið þína margsinnis standa,
og vel getur verið í síðasta sinn
ég sofni við faðm þinn í anda.
(Þorsteinn Erlingsson.)
Kristbjörg, Jóna Krist-
ín, Lilja Særós og Jón
Helgi Jónsbörn.
Jóna Kristín
Hallgrímsdóttir
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGUNN JÚLÍUSDÓTTIR,
sem lést mánudaginn 8. apríl, verður
jarðsungin frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum laugardaginn 20. apríl kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Kvenfélagið Líkn.
Svanhildur Eiríksdóttir, Arnór Páll Valdimarsson,
Eiríkur Arnórsson, Arnheiður Pálsdóttir,
Valgeir Arnórsson, Bryndís Guðmundsdóttir,
Ingunn Arnórsdóttir, Svanur Gunnsteinsson,
Arnór Arnórsson, Hildur Björk Bjarkardóttir
og langömmubörn.
✝
Hjartkær eiginkona mín og móðir okkar,
HRAFNHILDUR HÉÐINSDÓTTIR,
Jökulgrunni 24,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn
16. apríl.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Pétur Guðmundsson,
Guðmundur Pétursson,
Héðinn Pétursson,
Hólmfríður Pétursdóttir,
Jónas Pétursson.
✝
Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RANNVEIG FANNHVÍT
ÞORGEIRSDÓTTIR
frá Lambastöðum, Garði,
síðast til heimilis Háaleiti 3c,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, föstudaginn 5. apríl.
Útför hennar fer fram frá Útskálakirkju föstudaginn 19. apríl
kl. 14.00.
Helga Jónína Walsh, Agnar Breiðfjörð Sigurvinsson,
Walter Leslie, Esther Guðmundsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN HERMANNSSON
verkfræðingur,
Giljalandi 19,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
þriðjudaginn 9. apríl, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
föstudaginn 19. apríl kl. 11.00.
Sigríður Jónsdóttir,
Jón Hallur Stefánsson, Rikke Houd,
Hermann Stefánsson, Sigrún Benedikz,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN SIGURÐSSON
frá Raufarhöfn,
sem lést á Skjóli mánudaginn 8. apríl, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
18. apríl kl. 13.00.
Heiðar Bergur Jónsson, Þorbjörg Sandra Sveinsdóttir,
Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir, Guðlaugur Vilberg Sigmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
HARALDUR HRAFNKELL EINARSSON,
sem andaðist á Landspítalanum við Hring-
braut þriðjudaginn 9. apríl, verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 19. apríl kl. 13.00.
Margrét Jóna Magnúsdóttir,
Kristín Júlía, Helgi, Hrafnhildur, Dröfn, Helga Björk
og þeirra fjölskyldur.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma og langa-
langamma,
KRISTÍN ÁSTHILDUR
JÓHANNESDÓTTIR,
Dídí,
Árbraut 15,
Blönduósi,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn
3. apríl.
Útförin verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. apríl
kl. 15.00.
Pétur Þorláksson,
Þorsteinn Pétursson,
Jóhannes Gaukur Pétursson,
Þorlákur Pétursson,
Pétur Már Pétursson,
Gréta Pétursdóttir og fjölskyldur.