Morgunblaðið - 17.04.2013, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013
✝ Sesselja SignýSveinsdóttir
fæddist í Kópavogi
7. nóvember 1960,
hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 5. apríl 2013.
Foreldrar henn-
ar eru Guðrún Stef-
ánsdóttir, f. 12. des-
ember 1936, og
Sveinn Þor-
steinsson, f. 10 des-
ember 1930. Alsystur Sissu, eins
og hún var kölluð, eru: Berg-
þóra Sveinsdóttir, f. 2. mars
1959, maki hennar er Ingimund-
ur Magnússon, f. 23. nóvember
1939, Helga Sigrún Sveins-
dóttir, f. 17. febrúar 1967, maki
uðust þau fjögur börn: 1) Ingunn
Valgerður, f. 10. apríl 1981, d. 8.
maí 1981, 2) Baldur, f. 5. októ-
ber 1982, unnusta hans er Anna
Maria Halwa, f. 26. maí 1984, og
þeirra börn eru Alexander, f. 19.
mars 2008, og Ían, f. 7. janúar
2011. 3) Valgeir, f. 28. sept-
ember 1985, og 4) Sigurður, f.
20. apríl 1995.
Sissa bjó í Kópavogi alla tíð,
starfaði fyrst við umönnun á
Skálatúni á árunum 1976-1979
áður en hún eignaðist börnin
sín, síðan starfaði hún við heim-
ilishjálp og ræstingar meðan
drengirnir voru litlir, fór síðan í
nám í Menntaskólanum í Kópa-
vogi og lauk námi á skrif-
stofubraut árið 2001 og hóf
sama ár starf sem skólaritari við
Kársnesskólann í Kópavogi þar
sem hún starfaði fram að síð-
ustu jólum.
Útför Sissu verður frá Kópa-
vogskirkju í dag, 17. apríl 2013,
og hefst athöfnin kl. 15.
hennar er Pétur
Helgi Friðriksson,
f. 22. september
1960, og Sigurborg
Sveinsdóttir, f. 8.
mars 1975, maki
hennar er Þórarinn
Ólafsson, f. 19.
september 1976.
Hálfsystkini Sissu
samfeðra eru:
Sveinn Helgi
Sveinsson, f. 2.
september 1952, og Bryndís
Sveinsdóttir, f. 16. janúar 1954,
maki hennar er Kristinn Sig-
urjónsson, f. 8. október 1954.
Sissa hóf sambúð árið 1978
með manni sínum Sveini Bald-
urssyni, f. 21. júní 1956 og eign-
Elskuleg systir og mágkona,
Sesselja Signý, lést hinn 5. apríl á
Landspítalanum við Hringbraut.
Hún var búin að berjast við erf-
iðan sjúkdóm í mörg ár. Sú bar-
átta einkenndist af ótrúlegri
þrautseigju hennar og sterkum
lífsvilja. Síendurteknar erfiðar
meðferðir reyndu gífurlega á þol
hennar og þrek. Mörg orrustan
endaði með sigri og þá kom góður
tími á eftir. En alltaf gerði sjúk-
dómurinn nýjar atlögur sem end-
uðu með því að hún kvaddi okkur
í byrjun vorkomunnar.
Sesselja var mikill dugnaðar-
forkur, ræktaði garðinn bæði í
mannlífinu og umhverfis heimili
sitt og innan þess. Samstarf
hennar með manni sínum og son-
um var einstaklega gott. Synir
þeirra eru myndarmenn og prúð-
menni. Hún reyndist tengdadótt-
ur sinni einstaklega vel og var
henni sem besta móðir. Sveinn
Baldursson stóð fast og drengi-
lega með konu sinni í veikindum
hennar. Hann á heiður og þakkir.
Sesselja var mikill Kópavogsbúi.
Fædd í Kópavogi og bjó þar alla
sína manndómsævi. Í Kópavogi
er hennar minnst fyrir hjálpsemi,
alúð og nærgætni. Þeir voru ófáir
sem nutu hjálpsemi hennar.
Við kveðjum yndislega systur
og mágkonu. Við vitum að „enn
eru sömu sjónarmiðin, sami
áhuginn og fyrr, fyrir innan
Drottins dyr.“
Biðjum Guð að blessa foreldra
Sesselju, mann hennar, syni,
tengdadóttur og sonarsyni.
Vagga börnum og blómum,
borgin hjá vogunum tveimur,
Risin einn árdag úr eyði –
heill undrunar heimur;
Og blikið í bernskum augum
er bros gegnum tár
sögunnar, sem oss fæddi
og signir oss þurrar brár.
Þ.V.½
Bergþóra og Ingimundur.
Elskuleg systir mín og vin-
kona, Sesselja Signý Sveinsdótt-
ir, kvaddi þennan heim 5. apríl sl.
eftir langvarandi veikindi. Hún
var hetja hvunndagsins, barst
aldrei neitt á og margir áttu hana
að sönnum vini og sóttu hana
heim. Hún talaði ekki mikið um
sín veikindi að fyrra bragði og
gerði öllum í kringum sig lífið
auðveldara með skemmtilegu
spjalli.
Það markaði eflaust sín spor
þegar þau Svenni misstu sitt
fyrsta barn, stúlku, sem andaðist
aðeins fimm vikna gömul, hún tók
því af æðruleysi eins og síðar sín-
um veikindum, síðan eignuðust
þau þrjá mannvænlega drengi,
Baldur, Valgeir og Sigurð.
Alls staðar sem Sissa hefur
unnið hefur hún eignast trygga
vini, og það skipti hana miklu við
starfsval að geta verið heima og
sinnt drengjunum sínum á yngri
árum. Frá því að yngsti sonurinn
fór í sex ára bekk hefur hún unnið
sem skólaritari við Kársnesskóla.
Reyndust vinnuveitendur henni
vel og gerðu henni kleift að vinna
eins mikið og hún treysti sér til,
enda var það henni mikils virði.
Hún naut þess ríkulega að
hafa börn í kringum sig, sérstak-
lega gullmolana sína, þá Alexand-
er og Ían. Sissa hafði yndi af því
að prjóna og dótturdætur mínar
eiga húfur frá Sissu sem eru í
miklu uppáhaldi. Sú yngsta fékk
peysu þegar hún fæddist sem
virðist stækka með henni og er í
sérstöku uppáhaldi.
Sonarsynir mínir nefna oft að
þá langi til að koma með mér til
Sissu frænku. Hún var nefnilega
svo sniðug að geyma allt stráka-
dótið frá sonum sínum.
Það er ekki hægt að minnast
Sissu án þess að nefna snyrti-
mennsku og natni, bæði innan-
húss og utan, vel hirtur garður-
inn ber vitni um slíkt og hafa þau
Svenni verið mjög samstiga um
þá vinnu. Oft höfum við Kristinn
fengið að tína hjá þeim gómsæt
sólber og afleggjarinn sem ég
fékk af Hawairósinni sem er í sól-
stofunni þeirra, blómstrar ríku-
lega allt sumarið og allt til jóla, í
lit sem er engu líkur og minnir
mig á Sissu.
Þegar Sissa varð fimmtug tók-
um við fjölskyldan höndum sam-
an og smíðuðum langþráðan sól-
pall við húsið hjá þeim, fljótgert
með tvo hagleikssmiði í hópnum.
Haustið 2008 fórum við Sissa
til dóttur minnar og fjölskyldu í
Stokkhólmi þegar hún var að
jafna sig eftir mergskiptin. Það
var ánægjulegt að hafa Sissu með
sem tók þátt í öllu með mér, við
brugðum okkur líka í skoðunar-
ferð um stórborgina, á kaffihús
og veitingastaði. Skemmtum við
okkur yfir því að hafa keypt okk-
ur „kreppu“ skó, því þetta var
vikan sem kreppan skall á.
Það segir sína sögu hversu
samheldin fjölskyldan er að allar
alsysturnar hafa búið lengst af í
Kópavoginum nálægt foreldrun-
um sem og synir hennar sem
voru fluttir að heiman.
Í veikindum sínum naut Sissa
þess að fara í Ljósið, sérstaklega
þegar málað var og komu í ljós
hæfileikar hennar á því sviði. Þá
fannst henni hún oft ná að
gleyma sjúkdómnum.
Við Kristinn erum þakklát fyr-
ir dýrmætar minningar og erum
ríkari að hafa átt Sissu að vini.
Guð blessi og styrki Svenna,
syni, tengdadóttur, sonarsyni,
foreldra og aðra ástvini sem
sakna og syrgja.
Bryndís Sveinsdóttir.
Hjartahlý, jákvæð, hjálpsöm,
hugrökk og skapandi. Nokkur
orð sem í hugann koma þegar ég
með söknuði minnist Sissu, kærr-
ar móðursystur. Í mörg ár hefur
Sissa tekist með aðdáunarverð-
um hætti á við ólæknandi sjúk-
dóm. Hún leyfði honum aldrei að
ná yfirhöndinni í lífi sínu eða
samskiptum, ræddi stöðuna ef
þess var óskað en sló svo á léttari
strengi, og fylgdist af áhuga með
því sem var á döfinni hjá okkur
sem öðrum. Þannig studdi hún og
hvatti aðra, jafnvel þótt hún ætti
sjálf á brattann að sækja. Hún
setti sig eftir besta megni inn í
sína meðferðarvalkosti og horfur
hverju sinni, og horfði einbeitt
fram á veginn, en nefndi iðulega
að hún hefði nú fengið þennan
sjúkdóm óvenjuung, þannig að
hún tæki tölfræðinni með vissum
fyrirvara. Hún dreifði huganum í
faðmi ástríkrar fjölskyldu, mætti
í vinnuna sem gaf henni mikið
þegar hún hafði orku til og náði
jafnframt að skapa listmuni sem
glöddu marga, hvort sem var úr
garni, gleri eða málningu og
striga. Full vonar um að bót hefði
fengist kom hún í heimsókn út til
okkar þegar hún var að jafna sig
eftir mergskiptin, og hlýja þær
minningar nú í sorginni. Sissa
hlúði vel að sínu og sínum. Þess
bera heimili þeirra, garður og
fjölskylda merki, og voru þau
Svenni afar samstillt í því sem
öðru. Þegar við Magnús hófum
ung búskap réttu þau okkur fljótt
og gjarnan hjálparhönd. Sissa
hitti líka einkar vel í mark með
gjöfum sem hún oftast skapaði
sjálf. Flíkurnar sem hún prjónaði
á dætur okkar, með eigin hönnun
á húfum og peysum, hafa orðið í
miklu uppáhaldi hjá þeim. Ís-
lensku verkefnabækurnar sem
hún hefur sent þeim eru ekki
minna virði þegar maður býr á
erlendri grundu, það lýsir um-
hyggjusemi Sissu vel. Litríku
glerhálsmenin sem hún skapaði í
Ljósinu ber ég stolt, og er oft
spurð um hver sé höfundur
þeirra. Blóm fræjanna sem hún
sáði vaxa og dafna.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Elsku Svenni, synir og fjöl-
skylda, megi góðar minningar
styrkja og styðja.
Sædís Sævarsdóttir.
Það er sárt að þurfa að kveðja
vini sína á besta aldri. Núna
kveðjum við Sissu með miklum
söknuði, en þökk fyrir áralanga
vináttu, það var gott að eiga þig
að og gott að leita til þín, takk
fyrir það. Sissa mín, vinnustað-
urinn verður svolítið öðruvísi
núna þegar þú ert farin. Ég trúi
því að vel hafi verið tekið á móti
þér. Hvíl í friði, mín kæra. Sam-
úðarkveðjur til stórfjölskyldunn-
ar.
Hlíf og fjölskylda.
Kallið er komið, komin er nú
stundin. Stundin sem kom allof
fljótt hjá minni kæru vinkonu.
Hugurinn reikar aftur til þess
tíma er ég flutti í Kópavoginn og
hingað í vesturbæinn. Það var á
Stelluróló sem ég kynntist henni.
Hún hvatti mig til að mæta á
mömmumorgna í safnaðarheim-
ilinu sem ég og gerði. Hún bauð
mér heim til sín og þar átti hún
fallegt heimili sem hefur orðið
fallegra með árunum jafnt inni
sem úti. Báðar erum við búkonur
í okkur og voru það ekki síst ber-
in og berjatíminn sem átti hug
okkar. Flest sumur hefur hún
haft samband og sagt mér að fjöl-
skyldan væri búin að tína öll ber-
in, en það væri örugglega eitt-
hvað eftir inni á milli runnanna
og oftar en ekki hef ég komið
heim með of mikið af berjum, sól-
berjum og rifsberjum, því að
henni var umhugað um að nýta
allt, svo var hún komin með hind-
berjarunna og á ég þar af nokkra
afleggjara í mínum garði. Hún
hafði „græna fingur“ og var gam-
an að fylgjast með ræktuninni í
sólstofunni hjá þeim hjónum. En
frá okkar fyrstu kynnum var hún
boðin og búin að hjálpa mér með
strákana mína þegar ég þurfti á
að halda og alltaf var sama við-
kvæðið: Komdu bara með þá, þeir
eru svo góðir að leika sér saman,
já, hún hjálpaði mér oft mikið.
Eftir að ég fluttist nær henni
hittumst við sjaldnar en alltaf var
sama viðmótið þegar við hitt-
umst. Þegar ég sagði mínum
yngsta syni að hún væri fallin frá
þá ræddum við aðeins lífið og til-
veruna; svo kom hann og spurði
hvort hún ætti ekki gardínurnar
sem voru lengi í stofunni hjá okk-
ur, jú svona var hún alltaf boðin
og búin. Hún átti góðan þátt í því
að ég byrjaði að vinna hjá Kárs-
nesskóla og það hefur ekki síst
verið fyrir hennar meðmæli að ég
fékk vinnuna. Ekki hefði mig ór-
að fyrir því þegar ég hitti hana á
Landspítalanum um daginn að
það yrði okkar síðasti fundur og
alltaf var sami dugnaðurinn til
staðar hjá henni þó að sárkvalin
væri, nýbúin að fara í leikhús og
daginn eftir á leið í afmæli hjá
ömmubarninu, lífskrafturinn var
óbilandi fram að síðustu stundu.
Kæra fjölskylda, Svenni, Baldur,
Anja og synir, Valgeir, Siggi, for-
eldrar og systkini, ég vil votta
ykkur mína dýpstu samúð. Hvíl í
friði.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Gyða Guðmundsdóttir
og synir.
Sissa verður borin til grafar í
dag. Eftir löng og erfið veikindi
var höggvið á lífsþráð hennar,
langt um aldur fram. Komið er að
kveðjustund eftir kynni sem hafa
varað í rétt 32 ár eða frá því
skömmu eftir að við fluttum í ný-
reist fjölbýlishús við Engihjalla
haustið 1980. Þegar voraði árið
eftir að loknum stormasömum
vetri, sem löngum er í minnum
hafður, kynntumst við Sissu og
manninum hennar, honum
Svenna. Þar með hófst vinátta
sem aldrei hefur borið skugga á
síðan.
Þegar þetta var stóð Sissa á
tvítugu en við vorum allmörgum
árum eldri og hefðum að réttu
lagi átt að teljast reyndari og ráð-
settari. En sá aldursmunur kom
aldrei að sök og við skynjuðum
hann aldrei því að Sissa hafði til
að bera lífsreynslu og þann
þroska sem eyddi þeim mun.
Raunar einkenndi það vinahóp
Sissu að hann fyllti fólk á ýmsum
aldri. Og hann var stór, ekki síst
vegna þess hvernig Sissa var.
Hún lagði alla að jöfnu, háa sem
lága, og sá alltaf eitthvað gott í
fari hvers og eins. Sjálf kom hún
alltaf til dyranna eins og hún var
klædd.
Margs er að minnast frá þeim
þrjátíu árum sem liðin eru síðan
við fluttum úr Engihjallanum.
Varla hefur liðið sú vika allan
þann tíma að ekki hafi verið haft
samband, símhringing, innlit eða
heimsókn í sumarbústaðinn
þeirra í Eyrarskógi í Svínadal. Þá
má ekki gleyma utanlandsferð-
unum. Í haust fórum við saman til
Lundúna sem var afrek út af fyr-
ir sig fyrir Sissu því að þá höfðu
veikindi hennar ágerst. Ótrúlegt
var hvað hún sýndi mikla þraut-
seigju á þeytingnum milli minn-
isverðra staða í heimsborginni
með neðanjarðarlestum eða í
strætisvagni og ekki lét hún sig
muna um að ganga ef þess var
þörf.
Það er erfitt að kveðja en sár-
astur harmur er kveðinn að ást-
vinum Sissu, Svenna, sonunum,
tengdadóttur, ömmudrengjun-
um, foreldrum hennar, systkin-
um og öðrum vandamönnum. En
minningin um hana lifir í huga
þeirra og okkar og allra sem
þekktu hana. Sú minning er eins
og ljós sem aldrei slokknar.
Guðbjörg og Sveinn.
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar
þrár,
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og í brjósti hvers
manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl
sem eygir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga.)
Þegar ég flutti í götuna þína
„lítil sveitastelpa“, sem þekkti
fáa hér í höfuðborginni voru mót-
tökur þínar mér ómetanlegar.
„Blessuð og sæl og velkomin,
ég er Sissa vinkona hennar
Huldu Ólafs.“
Hún vissi af kunningsskap
okkar Huldu svo hún kynnti sig á
þennan hátt. Eftir okkar fyrsta
fund stóðu dyr ykkar hjóna ætíð
opnar fyrir mér.
Í erli dagsins var það samt svo
að við vorum ekki inni á gafli hvor
hjá annarri í tíma og ótíma, held-
ur var eins og ósögð orð um að
okkar vinskapur skyldi ekki
rofna.
Einn fallegan vordag var
bankað hjá mér og úti stóð Sissa
með fallega brosið sitt, „hæ“,
sagði hún „ég er með sumarblóm
sem við systurnar vorum að
rækta og komum þeim ekki fyrir,
má ég gefa þér þau?“ Svona var
hún hugulsöm og hjartahlý og ég
gæti talið upp svo ótalmargt sem
sagði mér að í henni ætti ég
sanna vinkonu.
Elskulega fjölskylda, Svenni,
synirnir þrír, tengdadóttirin sem
hún talaði svo fallega um og litlu
ömmu strákarnir, ykkar missir er
mikill, og þá er gott að eiga fal-
legar minningar.
Hvíldu í friði, elsku Sissa mín,
og takk fyrir allt.
Inga Lucia.
Elskuleg vinkona mín er horfin
á braut eftir erfið veikindi, sem
hún tókst á við af miklu æðruleysi,
studd af eiginmanni, fjölskyldu og
góðum vinum.
Fyrir þrjátíu árum lágu leiðir
okkar saman á leikvelli þegar
börnin okkar voru lítil. Sam-
bandið þróaðist í mikla vináttu
sem aldrei bar skugga á.
Sissa var einstaklega ljúf, hafði
sterka réttlætiskennd, góða nær-
veru og var fyrsta manneskjan til
að bjóða fram aðstoð. Hún hafði
góðan húmor, átti til að reita af
sér brandara, lagði fyrir fólk gát-
ur og sagði skemmtilega frá.
Sissu var margt til lista lagt.
Hún prjónaði mikið og voru þær
ófáar peysurnar sem hún prjónaði
á sonarsynina, litlu augasteinana
sína. Síðustu ár braust út dulinn
hæfileiki þegar hún tók upp á því
að mála fallegar myndir.
Þegar litið er til baka vorum við
mjög samstiga í mörgu, bjuggum í
sama hverfi og byggðum okkur
sumarhús á sama tíma í Eyrar-
skógi, þar sem við áttum margar
ánægjustundir með fjölskyldum
okkar. Einnig fórum við saman í
ferðalög, bæði innanlands og til
Spánar.
Það var ýmislegt sem okkur
vinkonunum datt í hug. Um fer-
tugt skráðum við okkur saman í
skóla og var það mjög skemmti-
legur tími.
Við studdum hvora aðra í nám-
inu sem oft tók á, þegar við vorum
um það bil að gefast upp þá kom
húmorinn hennar Sissu sér vel:
„við tökum þetta bara eins og alk-
arnir, einn dag í einu“.
Við útskrifuðumst stoltar og
mættum með húfurnar okkar í út-
skriftarveislu í Perluna.
Elsku vinkona, takk fyrir allar
góðu stundirnar.
Elsku Svenni og fjölskylda,
megi Guð gefa ykkur styrk í sorg-
inni.
Jódís og Jón Þór.
Eins og máltækið segir: „Þeir
deyja ungir sem guðirnir elska.“
Leiðir okkar Sesselju lágu saman
árið 1985 þar sem við lágum sam-
an á fæðingardeild Landspítalans
vegna fæðingar sona okkar. Svo
liðu árin og leiðir okkar lágu aftur
saman fyrir rúmum fjórum árum,
þá sem ljósberar í Ljósinu þar
sem við urðum ágætisvinkonur.
Við föndruðum saman í Ljósinu
skartgripi og síðar fórum við að
mála saman fallegar myndir sem
hún ætlaði að gefa strákunum sín-
um. Sesselja var glaðlynd og stutt
í hláturinn þrátt fyrir mikil veik-
indi. Vil ég þakka henni fyrir
stundirnar sem við áttum saman í
Ljósinu og verður hennar sárt
saknað. Að lokum vil ég og votta
fjölskyldu og vinum samúðar-
kveðjur. Farðu í friði.
Við læðumst til að ferðast meira,
fæðing dauði er ferðalag.
Margra bíður sultur seyra
en
sumum gengur allt í hag.
Öll við fáum okkar kvóta af meðlæti og
mótlæti.
Flest við munum einnig hljóta
okkar skref af ástinni.
Farðu í friði góði vinur
þér fylgir hugsun góð og hlý.
Sama hvað á okkur dynur
aftur hittumst við á ný.
(Mannakorn.)
Kveðja,
Sigríður Gunnarsdóttir.
Mín besta og tryggasta vin-
kona er látin langt um aldur fram.
Það er erfitt að hugsa sér lífið án
hennar Sissu, en lífið heldur
áfram og við munum aldrei
Sesselja Signý
Sveinsdóttir
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fædd-
ist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer
fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini,
maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar