Morgunblaðið - 17.04.2013, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 17.04.2013, Qupperneq 35
skólann á Egilsstöðum frá 2003. Lára er nú nýráðin verkefnastjóri í skapandi greinum hjá Austurbrú, sem er sjálfseignarstofnun, stofnuð á grunni Þekkingarnets Austur- lands, Þróunarfélags Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og Menningarráðs Austurlands. Aust- urbrú annast auk þess daglegan rekstur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og mun halda úti fimm starfsstöðvum á Austurlandi með á þriðja tug starfsmanna. Lára sat í Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs ,menningarnefnd Fljótsdalshéraðs um skeið og hefur unnið að málefnum geðfatlaðra á Austurlandi um árabil. Endurskipuleggur garðinn Áhugamál Láru fyrst og fremst um að eiga góðar stundir með fjöl- skyldu minni , og lifa og starfa í áhugaverðu og skemmtilegu sam- félagi. Mér finnst skemmtilegt að leggja því lið. „Ég alla tíð haft áhuga á hönnun og handverki eins og reyndar menntun mín gefur til kynna og sú starfsemi sem við héldum úti með Randalín á sínum tíma. Auk þess hef ég haft áhuga á menningar og at- vinnumálum málum almennt og vaxtarsprotum og grósku í þeim efn- um hér á Austurlandi.8 Þar er marg- ir spennandi möguleikar fyrir hendi og í mörg horn að líta. Að öðru leyti snúast áhugamálin ekki síst um fjölskylduna og heim- ilið. Ég er nú svo heppin að búa á nokkurs konar ættaróðali fjölskyld- unnar þar sem ég er sjálf alin upp. Þar hef ég stóran garð og er nú á kafi í því að endurskipuleggja hann. Ég hef mikinn áhuga á garðrækt og sé fram á að geta dundað mér lengi í þessum stóra garði um ókomin ár.“ Fjölskylda Eiginmaður Láru er Valgeir Skúlason, f. 16.8. 1958, pípulagning- armaður. Hann er sonur Skúla Andréssonar, bónda á Framnesi í Borgarfirði eystra, og Kristínar S. Eyjólfsdóttur húsfreyju. Dætur Láru og Valgeirs eru Val- dís Valgeirsdóttir, f. 6.11. 1985, iðju- þjálfi í Danmörku en maður hennar er Jónatan Logi Birgisson og er son- ur þeirra Birgir Atli Jónatansson; Andrea Valgeirsdóttir, f. 24.5. 1992, nýstúdent. Hún hefur undanfarna 4 mánuði ferðast um Asíu en er í námshugleiðingum. Systkini Láru: Rannveig Þóra Vil- bergsdóttir, f. 30.6. 1951, banka- starfsmaður við Landsbanka Íslands á Egilsstöðum; Atli Vilbergsson, f. 15.12. 1954, d. 18.9. 1978, ; Harpa Vilbergsdóttir, f. 27.2. 1956, fé- lagsliði á Egilsstöðum; Hrafn Vil- bergsson, f. 15.4. 1958, fv. tamn- ingamaður búsettur á Egilsstöðum; Erlendur Gauti Vilbergsson, f. 16.7. 1967, d. 27.4. 1986.. Foreldrar Láru voru Vilberg Lár- usson, f. 23.8. 1923, d. 4.8. 1988, starfsmaður hjá Rafmagnsveitu rík- isins á Egilsstöðum, og Soffía Er- lendsdóttir, f. 18.1. 1927, d. 4.8. 2008, talsímavörður hjá Pósti og síma á Egilsstöðum. Úr frændgarði Láru Vilbergsdóttur Lára Vilbergsdóttir Stefán Árnabjörnsson frá Ketilsstöðum Þóra Sigríður Stefánsdóttir húsfr. á Eiðum Erlendur Þorsteinsson búfræðingur á Eiðum Soffía Erlendsdóttir talsímavörður hjá Pósti á síma á Egilsstöðum Guðrún Erlendsdóttir húsfr. Elín Rósa Magnúsdóttir húsfr. á Akureyri, ættuð úr Hörgárdal Hálfdán Jónsson beykir á Akureyri, frá Odda á Mýrum Hrefna Hálfdánardóttir húsfr. Ófeigur Eyjólfsson sjóm. í Rvík Vilberg Lárusson rafvirki hjá Rafmagnsveitu ríkisins á Egilsstöðum Pálína Jónsdóttir húsfr. í Rvík Gunnlaugur Þórðarson hrl Úlfar Þórðarson augnlæknir Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- leikstjóri Tinna Gunn- laugsdóttir þjóðleikhús- stjóri Þórður Sveinsson yfirlæknir á Kleppi Steinunn Þórðardóttir húsfr. á Geithömrum Rannveig Þórðardóttir frá Ljótshólum í Austur-Húnavatnssýslu Þorsteinn Vigfússon vinnum. á Egilsstaðabúinu Margrét Þorsteinsdóttir húsfr. í Vest- mannaeyjum Egill Skúli Ingibergsson fyrrv. borgarstjóri Eyjólfur Ófeigsson kaupm. í Rvík, af Fjallsætt og Reykjaætt Ófeigur Ófeigsson b. á BrunnastöðumTryggvi Ófeigsson útgerðarm. í Rvík Páll Ásgeir Tryggvason sendiherra Ófeigur Ófeigsson læknir Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir skáld og kennari Afmælisbarnið Lára Þ. Vilbergs- dóttir, hönnuður og kennari við ME. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013 Indriði Indriðason, rithöfundurog ættfræðingur, fæddist áYtra-Fjalli í Aðaldal 17.4. 1908 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Indriði Þórkelsson, bóndi, skáld, ættfræðingur og oddviti á Ytra- Fjalli, og k.h., Kristín Sigurlaug Friðlaugsdóttir húsfreyja. Föð- urbróðir Indriða var Jóhannes, faðir Þorkels háskólarektors. Indriði odd- viti var sonur Þórkels, b. á Syðra- fjalli Guðmundssonar af Sílalækj- arætt. Kristín var dóttir Friðlaugs, b. á Hafralæk Jónssonar, af Hólma- vaðsætt, bróður Friðjóns, föður skáldanna Guðmundar á Sandi og Sigurjóns á Litlulaugum. Indriði stundaði nám í ensku og enskum bókmenntum í San Franc- isco 1927-28, nam þar múrsmíði og vann þar við tré- og múrsmíði. Hann var bóndi á Grenjaðarstað í Aðaldal, á hálfu Aðalbóli í Aðaldal, var starfs- maður ÁTVR, bókhaldari og smiður, stundaði nætursímavörslu við Land- símann og var fulltrúi á Skattstofu Reykjavíkur. Indriði var einn af stofnendum Landssambands ungra framsókn- armanna 1939, sat í stjórn Félags Vestur-Íslendinga, í stjórn Félags Þingeyinga í Reykjavík, sat í stjórn Félags ísl. rithöfunda og í stjórn Rit- höfundasambands Íslands. Hann sat í framkvæmdanefnd Stórstúku Ís- lands, var stórtemplar, sat í stjórn Reglu musterisriddara frá stofnun og um árabil og í stjórn Þjóðrækn- isfélags Íslendinga, var formaður Ættfræðifélagsins og formaður Myntsafnarafélags Íslands. Hann var heiðursfélagi Stórstúku Íslands, Ættfræðifélagsins, Myntsafn- arafélagsins, Félags íslenskra rit- höfunda, Íslenska mannfræðifélags- ins, Reglu musterisriddara og var riddari fálkaorðunnar frá 1978. Eftir Indriða liggja ýmis rit en þekktust eru þó Ættir Þingeyinga I-IV, 1969- 83, og Ættir Þingeyinga, ásamt öðr- um, V. og XV. bindi. Þá þýddi hann og sá um útgáfu nokkurra rita. Eig- inkona Indriða var Sólveig Jóns- dóttir húsfreyja og eignuðust þau þrjú börn. Indriði lést 4.7. 2008. Merkir Íslendingar Indriði Indriðason 90 ára Alda Jónsdóttir Beta Einarsdóttir 85 ára Ásta Arnórsdóttir Elín Ingólfsdóttir Guðbjörg Bergþóra Árnadóttir Guðrún Óskarsdóttir 80 ára Jóhann I. Hannesson Jón Hilberg Sigurðsson Poul Jansen Þórður Magnússon 75 ára Guttormur Sigfússon Kristín Gissurardóttir 70 ára Inga Hrönn Jónasdóttir Sigurjón Norberg Ólafsson Stefán Karlsson Vigdís Þórðardóttir Þórarinn Helgason Þórey Guðný Eiríksdóttir Þór Ragnarsson 60 ára Arnór Sigurjónsson Erlendur Friðriksson Halldóra Guðrún Sævarsdóttir Hulda Tryggvadóttir Merylene Cabilao Espiritu Ólafur Þór Gunnarsson Stefán Snædal Bragason 50 ára Björk Harðardóttir Bæring Freyr Gunnarsson Danuta Maria Barzowska Gerða Arnardóttir Guðrún María Gísladóttir Hafliði Bárður Harðarson Heiðar Víkingur Sölvason Maria Linnea Codrington Forsyth Páll Gunnarsson Stefán Stefánsson 40 ára Eggert Unnsteinsson Guðlaugur Már Halldórsson Minerva Iglesias Garcia Sigríður Líndal Karlsdóttir Sonja Rúdólfsdóttir Jónsson 30 ára Anna Garbarczyk Brynja Dögg Jónsdóttir Erling Þór Erlingsson Etienne Kornobis Ingibjörg Dagný Ingadóttir Lísa Marín Jónsdóttir Óskar Sigurðsson Reidar Jón Kolsöe Roxana Marina Oprescu Til hamingju með daginn 30 ára Skúli ólst upp í Hafnarfirði, lauk sveins- prófi í húsamálun frá Tækniskólanum og er nú málarameistari. Maki: Brynja Björg Jó- hannsdóttir, f. 1985, starfsmaður við leikskóla. Börn: Gísli Arnar, f. 2003, og Ína Rakel, f. 2011. Foreldrar: Ásgeir Úlf- arsson, f. 1958, húsa- smíðameistari, og Ína Skúladóttir, f. 1963, sjúkraliði á Hrafnistu. Skúli Ásgeirsson 30 ára Hallgrímur ólst upp í Reykjavík og starfar hjá Öryggismiðstöðinni. Maki: Kristín Magn- úsdóttir, f. 1987, starfs- maður við leikskóla. Synir: Tómas Emil, f. 2007; Aldar Freyr, f. 2007 (stjúpsonur) og Magnús Þór, f. 2011. Foreldrar: Tómas Eyjólfs- son, f. 1955, bifvélavirki, og María M. Hallgríms- dóttir, f. 1958, skrif- stofum. Hallgrímur Tómasson 30 ára Sigríður ólst upp í Reykjavík, lauk BS-prófi í sálfræði frá HÍ og er for- stöðumaður við frí- stundaheimili í Kópavogi. Maki: Hörður Guðmunds- son, f. 1980, dr.-nemi. Börn: Snorri Freyr, f. 2007, og Oddný Lára, f. 2011. Foreldrar: Jóna Guðrún Ólafsdóttir, f. 1955, aðal- bókari, og Egill Hjartar, f. 1948, rafmagnstækni- fræðingur. Sigríður Th. Egilsdóttir Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Miðvikudags- PIZZA-TILBOÐ Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23 Þú hringir Við bökum Þú sækir 12“ PIZZA, 3 áleggstegundir og 1l Coke 1.290 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.