Morgunblaðið - 17.04.2013, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013
Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is
Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á
Slöngur og þvottabyssur
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hrúturinn er fyrsta merki dýrahrings-
ins og vill vera fyrstur í öllu sem hann tekur
sér fyrir hendur. Innst inni óska margir þess
að vera líkir honum.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er gott að læra eitthvað nýtt á
hverjum degi. Gríptu tækifærið til að koma
þér áfram, einkum í tengslum við starfið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Maður er eins sætur og manni
finnst, sem eru góðar fréttir því þér finnst þú
mjög heillandi í dag. Hóaðu eftir liðsauka,
þess þarf með og gefðu skýr fyrirmæli.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Að sjálfsögðu finnurðu fyrir spennu í
dag enda mikið í gangi hjá þér. Hlúðu að sjálf-
um þér og imundu að hvatning virkar mun
betur en gagnrýni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hugkvæmni þín er aðdáunarverð og
mun færa þér margan sigurinn. Stundum
verðurðu að láta eðlisávísunina ráða og
hrökkva eða stökkva.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þótt þig langi ekkert til þess kann svo
að fara að þú verðir að deila sérstökum hlut
með öðrum. Gefðu þér tíma til að skoða það
betur og allt mun ganga vel.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er ekkert að því að kveðja fleiri til,
þegar vandasöm verk eru á döfinni. Taktu þér
tíma til þess að kanna málin. Láttu faguryrði
ekki blekkja þig.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er ekki gaman að deila við
vini eða vandamenn. Aðrir eiga mikið undir
viðbrögðum þínum svo þú skalt temja þér til-
litssemi í þeirra garð.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert ekki viss um hvernig þú
eigir að taka á málunum í dag. Stíg þú fyrsta
skrefið. Nauðsynlegt er að huga að hverju
smáatriði ef heildarútkoman á að vera rétt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þetta er ekki rétti dagurinn til að
sitja heima. Þú þarft að horfast í augu við
vandamál liðins tíma. Sýndu þolinmæði og þá
mun allt leysast farsællega.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Sannleikurinn er sagna bestur og
það skaltu hafa í huga allavega gagnvart þín-
um nánustu. Haltu áfram að fylgja hug-
myndum þínum eftir, sama hvort þær heppn-
ast að þínu mati eða ekki.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert alvörugefinn í dag. Reyndu að
fá að vera í einrúmi part úr degi. Ef þú neyðir
þig til þess að vera glaður í bragði, finnur þú
eitthvað til þess að gleðjast yfir.
Skírnir Garðarsson hitti SigrúnuHaraldsdóttur í kirkju og
þekkti hana ekki. Er hann uppgötv-
aði yfirsjónina varð honum að orði:
Konu ég vaska í kirkju sá
hún kunnugleg sýndist mér.
Förlast tekur nú flestallt hjá
fauski sem gamall er.
Sigrún tók þetta ekki nærri sér,
enda fermingarathöfnin falleg og
hún sjálf „herfilega ómannglögg“.
Auk þess þekkti hún varla sjálfa sig
í spegli á morgnana nema hún væri
búin að fara í sturtu og mála sig.
Minnisleysið með sér bar,
mér að fullu skýring dugar;
guðsmaðurinn góði var
greinilega annars hugar.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía
á Sandi, lagði orð í belg:
Held það ætti að hugga þig
að hér eru fleiri blindir.
Ég þekki sjaldan sjálfa mig
sjái ég nýjar myndir.
Pétur Stefánsson staðfestir að
Sigrún sé ómannglögg. „Við vorum
bekkjarsystkin einn vetur í Vörðu-
skóla … Ég bauð henni átta sinnum
í bíó, tvisvar í leikhús og 12 sinnum
út að borða, sem hún þáði í öll
skiptin. En hún man sjálfsagt ekk-
ert eftir þessu. Hún er alveg fer-
lega gleymin og ómannglögg.
Engu lýg ég um það hér
– er það hennar ljóður
ekki man hún eftir mér;
æsku skólabróður.“
Sigrún var fljót til svars:
Lítið úr fyrndinni muna má
mest vegna ólgu og svíma,
man þó að stöðugt ég starði á
stráka á þessum tíma.
En Pétur lét sér ekki segjast og
bætti við: „Gleymdi að minnast á
það að við Sigrún vorum á föstu um
fimm mánaða skeið fyrir langa-
löngu. En hún man það örugglega
ekki.
Ferðuðumst við um frygðarlönd
frjáls úr kynlífshöftunum.
Ástfangin gengum hönd í hönd
og héngum saman á kjöftunum.“
„Það er ekki eðlilegt hvað ég er
gleymin,“ skrifaði Sigrún er hún
heyrði vísuna:
Þótt minninguna geti ei greint
gæti kviknað skíma
hart ef verður rembst og reynt
að rifja upp þessa tíma.
En …
Ef að fjörugt ástarfar
æfðum forðum saman
hjá okkur þá vísast var
voðalega gaman.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af ferlegri gleymni, æsku
og frygðarlöndum
Í klípu
„AUÐVITAÐ ÁTTU PABBA. EN ÞEGAR ÞÚ
FÆDDIST ÁKVÁÐUM VIÐ AÐ ÉG YRÐI
HEIMA OG HANN YRÐI Í VINNUNNI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„FINGRAFÖRIN ERU NOKKUÐ AFGERANDI
SÖNNUNARGÖGN Í ÞESSU TILFELLI,
DÓMARI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hafa gaman af því
að keyra eitthvert, því
hún vill ekki fljúga.
EGILSSTAÐIR
652 KM
GRETTIR, ÉG TÝNDI
SÍMANUM MÍNUM!
ÉG ER SVO
EINANGRAÐUR ...
OG ÞAÐ
ER GOTT!
SVONA LEIÐ
HELLIS-
BÚUNUM
LÍKA.
ÉG ÞRÆLA OG PÚLA ALLAN DAGINN
OG ÞÚ SITUR BARA ÞARNA OG
ÆTLAST TIL AÐ KVÖLDMATURINN
SÉ STRAX TILBÚINN!
ÞAÐ ER EKKI SATT ...
ÉG ER ALVEG TIL Í AÐ
FÁ MÉR ANNAN BJÓR OG
BÍÐA SMÁ.
Víkverji hefur verið að velta þvífyrir sér hvort hann geti ekki
komið böndum á tímann. Honum
finnst tíminn líða of hratt og vik-
urnar einhvern veginn renna saman
við mánuðina, sem hverfa inn í árin.
Minnið er sem betur fer enn til stað-
ar – hann heldur það að minnsta
kosti og hafi hann gleymt einhverju
man hann ekki eftir því. Gallinn er
hins vegar sá að þótt minnið haldi at-
burðum og uppákomum til haga er
tímaröðin í rugli. Víkverji man ekki
hvort tiltekinn atburður gerðist í
fyrra, hittifyrra eða fyrir hálfum
áratug. Eins fáránlega og það virðist
er Víkverji líklegri til að muna hvort
eitthvað gerðist þegar hann var fjór-
tán ára heldur en þegar hann var
fertugur. Þetta finnst Víkverja órök-
rétt. Eðlilegra væri að muna hvenær
nýlegir atburðir hefðu gerst, en eitt-
hvað, sem átti sér stað fyrir nokkr-
um áratugum.
x x x
Víkverji sá nýverið skýringu áþessu, sem honum fannst nokk-
uð trúverðug. Hún hljómaði eitthvað
á þá leið að í barnæsku (að fyrstu ár-
unum slepptum) og á unglingsárum
væri allt svo nýtt og framandi að það
stimplaðist af krafti inn í minn-
isbankann.
x x x
Með árunum yrði hins vegar það,sem eitt sinn var óvenjulegt,
hversdagslegt fyrir utan það að við-
fangsefnin hættu að vera jafn fjöl-
breytt og áður, árin liðu í sömu
vinnunni og færra teldist til tíma-
móta en áður. Þetta ylli því að okkur
virtist tíminn hafa verið lengur að
líða á yngri árum en þegar fram í
sækir. Víkverji veit ekki alveg
hvernig hann á að bregðast við þess-
ari kenningu. Er hún tilefni til þess
að breyta um kúrs – myndi Víkverja
virðast tíminn fyllri og lengur að líða
ef hann skipti um vinnu á nokkurra
mánaða fresti, varpaði sér ofan í
djúpar gjár festur í teygju, gerðist
ljónatemjari, færi að stunda djúp-
köfun, húrraði á gúmbát niður ólg-
andi ár og gerði sér almennt far um
að forðast þægindi og endurtekn-
ingu? Eða verður Víkverji einfald-
lega að sætta sig við að hann kemur
engum böndum á tímans flug?
víkverji@mbl.is
Víkverji
Engill Drottins setur vörð kringum þá
sem óttast hann og frelsar þá.
(Sálmarnir 34:8)