Morgunblaðið - 17.04.2013, Qupperneq 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2013
Hljómsveitin Nick Cave and The
Bad Seeds verður aðalatriði tónlist-
arhátíðarinnar All Tomorrow’s Par-
ties sem haldin verður á Ásbrú 28.-
29. júní nk. Nick Cave hélt síðast
tónleika á Íslandi árið 2006 en öllu
lengra er síðan hann kom fram hér á
landi með The Bad Seeds, eða árið
1986. Í tilkynningu er haft eftir Cave
að ATP sé í uppáhaldstónlistarhá-
tíðin hans og Ísland uppáhaldslandið
hans. Það má því búast við hressandi
tónleikum á gamla varnarliðssvæð-
inu.Aðrar hljómsveitir sem leika
munu á hátíðinni eru Chelsea Light
Moving en forsprakki hennar er
Thurston Moore úr Sonic Youth,
The Fall, The Notwist, Thee Oh
Sees, Deerhof, múm, Ham, Dead
Skeletons, Mugison, Sqürl (for-
sprakki hennar er kvikmyndaleik-
stjórinn Jim Jarmusch), Amiina,
Valgeir Sigurðsson, Ghostigital,
Puzzle Muteson, Æla, Kimono,
Apparat Organ Quartett, Hjaltalín
og Snorri Helgason. Auk tónleika
verður boðið upp á kvikmynda-
dagskrá í Andrew’s Theatre sem
Jarmusch mun sjá um og Dr. Gunni
býður upp á Popppunkt.
ATP-hátíðin var haldin í fyrsta
sinn árið 2000 í Bretlandi og hafa
viðburðir tengdir henni verið haldnir
víða um heim æ síðan. Af íslenskum
tónlistarmönnum sem komið hafa
fram á hátíðinni má nefna Sigur Rós,
múm, Mugison og Botnleðju.
Frekari upplýsingar um hátíðina,
miðasölu o.fl. má finna á vef hennar,
atpfestival.com.
Nick Cave and the Bad
Seeds aðalatriði ATP
Ljósmynd/Cat Stevens
Ísland Nick Cave og félagar hans í The Bad Seeds spila á Íslandi í sumar.
Jim Jarmusch með Sqürl og sér um kvikmyndadagskrá
Kvikmyndin Olympus Has Fallen
verður frumsýnd í dag hér á landi
en handritshöfundar hennar eru
hin íslenska Katrín Benedikt og
eiginmaður hennar, Creighton Rot-
henberger. Söguþræði mynd-
arinnar er þannig lýst í tilkynn-
ingu: „Það verður uppi fótur og fit í
bandarískri stjórnsýslu þegar
hryðjuverkamenn sem búa yfir öfl-
ugum vopnum og enn meiri kunn-
áttu ráðast á Hvíta húsið, fella
flesta öryggisverði og ná forseta
Bandaríkjanna á sitt vald. Fyrir
glæpamönnunum fer hinn snjalli
Kang og það verður fljótlega ljóst
að árásin á forsetabústaðinn er
bara fyrsti liðurinn í áformum
hans. En Kang gerði ekki ráð fyrir
einu. Hann veit ekki að einn af ör-
yggisvörðunum, Mike Banning, er
enn á lífi í húsinu og hefur ekki
hugsað sér að gefast upp fyrr en í
fulla hnefana.“ Leikstjóri er
Antoine Fuqua og í aðalhlutverkum
eru Gerard Butler, Morgan Free-
man, Angela Bassett og Aaron
Eckhart.
Metacritic: 41/100
Rotten Tomatoes: 47%
Bíófrumsýning
Árás gerð á Hvíta húsið
Átök Úr kvikmyndinni Olympus Has Fallen sem frumsýnd verður í dag.
Latínsveit bassaleikarans Tómasar
R. Einarssonar kemur fram á tón-
leikum Jazzklúbbsins Múlans á
Munnhörpunni í Hörpu í kvöld kl.
21. Hljómsveitina skipa auk Tóm-
asar þeir Eyþór Gunnarsson píanó-
leikari og slagverksleikararnir
Matthías M.D. Hemstock og Sig-
tryggur Baldursson.
Samkvæmt upplýsingum frá
skipuleggjendum verður leikin lat-
íntónlist eftir Tómas á tónleik-
urunum, þar á meðal lög þar sem
hljóðfæri hans, kontrabassinn, er í
ríkari mæli í laglínuhlutverki en
almennt tíðkast í latíntónlist.
Latínsveit leikur
á Munnhörpunni
Tónar Tómas R. með kontrabassann.
Hörku
spennumynd
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Páskamyndin 2013
Stórkostleg
ævintýramynd
fyrir alla
fjölskylduna ÍSL TAL
FÓR BEINT
Á TOPPINN
Í USA!
EIN FLOTTASTA
SPENNUMYND ÁRSINS!
Stór og yfirdrifinn
teiknimyndahasar af betri gerðinni.
T.V. - Bíóvefurinn
- T.K.
kvikmyndir.is
VJV
Svarthöfði
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
12
12
L
12
12
OBLIVION Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:30
G.I. JOE 2: RETALIATION 3D Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15
THE CROODS 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6
I GIVE IT A YEAR Sýnd kl. 8
SNITCH Sýnd kl. 10:10
Stórmyndin sem tekin var upp á Íslandi
Stærsta opnun
ársins!
Við léttum þér lífið
F
A
S
TU
S
_H
_0
5.
01
.1
3
Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 | Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900
WWW.FASTUS.IS
Stuðningshandföng Göngugrindur Griptangir Salernis- og sturtustólar
Fastus ehf. býður upp á heildarlausnir innan endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja. Í verslun Fastus að
Síðumúla 16, 2. hæð er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum. Sérhæft fagfólk á sviði endurhæfingar, hjúkrunar
og hjálpartækja leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum fyrir einstaklinga og stofnanir.
Komdu og skoðaðu úrvalið
- við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
- V.J.V., SVARTHÖFÐI
- T.K., KVIKMYNDIR.IS
STÓRMYNDIN SEM TEKIN VAR UPP Á ÍSLANDI!
OBLIVION KL. 5.20 - 8 - 10.40 12
OBLIVION LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12
G.I JOE RETALIATION 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
ADMISSION KL. 8 - 10.20 L
I GIVE IT AYEAR KL. 10.30 12
THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L
THE CROODS 2D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L
SAFE HAVEN KL. 8 14
- H.S.S., MBL
OBLIVION KL. 5.45 - 8 - 10.15 12
GI JOE KL. 8 - 10.15 16 ADMISSION KL. 5.45 L
OBLIVION KL. 6 - 9 12
KAPRINGEN KL. 5.45 - 8 - 10.15 12
THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 5.45 L
SAFE HAVEN KL. 8 - 10.30 12
JAGTEN (THE HUNT) KL. 8 - 10.30 12
ADMISSION KL. 17.30 L