Morgunblaðið - 17.04.2013, Blaðsíða 44
Leikstjórinn Óskar Þór Axelsson
verður handritshöfundur og leikstjóri
kvikmyndar sem byggð verður á ný-
útkominni skáldsögu Stefáns Mána,
Úlfshjarta, að því er fram kem-
ur á vef Forlagsins
sem gefur bók-
ina út. Óskar
hefur áður
gert kvikmynd eft-
ir einni af skáld-
sögum Stefáns
Mána, Svart-
ur á leik.
Úlfshjarta Stefáns
Mána á hvíta tjaldið
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 107. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Fjöldi sprengja finnst í Boston
2. „Óskiljanleg lukka yfir okkur“
3. 37 látnir og 273 særðir
4. Grænt salernisvatn í Elliðavatni
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hljómsveitin Valdimar mun halda
tónleika í Andrew’s Theatre, fyrrver-
andi kvikmyndahúsi á gamla varnar-
liðssvæðinu í Keflavík, 27. apríl nk.
ásamt 40 manna lúðrasveit frá Tón-
listarskóla Reykjanesbæjar. Liðs-
menn Valdimars eru flestir fyrrver-
andi nemendur við skólann og léku
með lúðrasveitinni á árum áður.
Ljósmynd/Guðmundur Vigfússon
Valdimar og lúðra-
sveit í Keflavík
Hans-Ola Erics-
son, einn þekkt-
asti orgelleikari
heims, heldur
tónleika í Lang-
holtskirkju 21.
apríl nk. kl. 20. Er-
icsson hefur hald-
ið tónleika víða
um heim og gefið
út fjölda platna, m.a. heildarútgáfu á
verkum Messiaen sem tímaritið Die
Zeit tilnefndi sem eina af mikilvæg-
ustu upptökum aldarinnar.
Ericsson leikur í
Langholtskirkju
VEÐUR
Haukar og Fram jöfnuðu
metin gegn andstæð-
ingum sínum í undan-
úrslitum N1-deildar karla
í handknattleik í gær-
kvöld. Haukar gerðu góða
ferð í Austurberg þar
sem þeir skelltu ÍR-
ingum, 29:19, og eftir að
hafa tapað með 9 marka
mun fyrir FH í Kaplakrika
unnu Framarar á heima-
velli í gær með fimm
marka mun. »2-3
Haukar og Fram
fögnuðu sigri
Dave MacIsaac, landsliðsþjálfari
karla í íshokkíi, telur að Ísland eigi
sigurmöguleika í öllum leikjunum
sem eftir eru á heimsmeistaramótinu
í Króatíu. Jafnvel gegn sterku liði
heimamanna sem er andstæðing-
urinn í dag. Hann segir að fyrstu tveir
leikir Íslands á mótinu hafi verið jafn
ólíkir og dagur og nótt en er ánægður
með frammistöðuna í
sigrinum óvænta
gegn Áströlum. »4
Telur möguleika á sigri
í öllum leikjunum
Það verða Keflavík og KR sem
leika til úrslita um Íslandsmeist-
aratitilinn í Dominos-deild
kvenna í körfuknattleik. Keflavík
hafði betur gegn Val í oddaleik á
heimavelli sínum í gær. Leikurinn
var jafn og spennandi en heima-
konur reyndust sterkari á loka-
sprettinum og framundan er
rimma Keflavíkur og KR. »2
Keflavík mætir KR
í úrslitarimmu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Geymslur Þjóðminjasafns Íslands
við Vesturvör í Kópavogi voru í
gær opnar almenningi í fyrsta sinn.
Þar eru um 350.000 gripir geymdir
og því ekki ofsagt að margt leynist
á bak við tjöldin.
Aðeins brot af gripum í vörslu
Þjóðminjasafnsins er til sýnis í
safnhúsinu við Suðurgötu í Reykja-
vík. Ólöf Breiðfjörð, kynning-
arfulltrúi safnsins, segir að starfs-
fólk eigi auðvelt með að finna
gripina vegna númerakerfis auk
þess sem forverðir hafi vinnuað-
stöðu í rýminu. „Þetta eru full-
komnar geymslur og meðal annars
eru hér geymdar um fimm milljónir
ljósmynda.“
Áður en Þjóðminjasafnið var lok-
að í um átta ár vegna endurbóta
sem hófust um miðjan tíunda ára-
tug liðinnar aldar voru gripir safns-
ins geymdir uppi á háalofti og í
litlum skonsum hér og þar í safn-
inu. Þessir gripir lágu undir
skemmdum vegna leka í húsinu, en
nú eru allir gripirnir undir einu
þaki. „Sérfræðingarnir hafa því
betri sýn yfir gripina,“ segir Ólöf.
Grunnsýning Þjóðminjasafnsins,
Þjóð verður til – menning og sam-
félag í 1.200 ár, hefur verið í meg-
inhluta safnhússins síðan 2004 og
verður þar áfram. Ólöf segir að lítið
sé hægt að skipta þar út munum en
öðru máli gegni í sambandi við sér-
sýningar eins og eru í Bogasalnum.
„Þá er farið í geymsluna og gripir
fundnir,“ segir Ólöf.
Fjölbreytni
Í geymslurýminu er nánast allt
sem finnst milli himins og jarðar –
og einnig í neðra. Þar má sjá gripi
sem hafa fundist í jörðu, fornmuni
frá landnámi upp í nútímahluti eins
og húsgögn, tölvur, farsíma og
strigaskó.
Ólöf bendir á að margir hlutir
safnsins séu geymdir í öðrum söfn-
um, þar sem þeir séu til sýnis.
Samvinna við minni söfn sé mikil
og aukist stöðugt. Á Skógum sé til
dæmis allt samgöngusafnið og
fjarskiptasafnið og bílar í eigu
safnsins séu í Slökkviliðsminjasafn-
inu sem var opnað í húsnæði
Byggðasafns Reykjanesbæjar í
gamla Rammahúsinu um nýliðna
helgi. „Við reynum að útdeila verk-
efnum á þann hátt að söfn úti á
landi beri að hluta til ábyrgð á eig-
um Þjóðminjasafnsins,“ segir Ólöf
og minnir á að stefnan sé að hafa
sem flesta hluti aðgengilega fyrir
almenning. „Við reynum að koma
stærri hlutum og sértækum á rétta
staði þar sem er mögulegt að sýna
þá.“
Rýmið verður aftur opið almenn-
ingi klukkan 12 til 14 á morgun.
Margt leynist á bak við tjöldin
Um 350.000
gripir í geymslu
Þjóðminjasafnsins
Morgunblaðið/Golli
Geymsla Ólöf Breiðfjörð, kynningarfulltrúi Þjóðminjasafns Íslands, í húsnæði safnsins í Kópavogi.
Morgunblaðið/Golli
Munir Í rýminu er nánast allt sem finnst milli himins og jarðar.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan- og austanátt, yfirleitt á bilinu
3-10 m/s. Úrkomulítið nyrðra og eystra, en skýjað og sums staðar
dálítil rigning eða slydda á Suður- og Vesturlandi. Hiti 0-7 stig.
Á fimmtudag Hæg norðlæg eða breytileg átt, en strekkingur við
austurströndina. Stöku él norðanlands, annars bjartviðri. Hiti 0 til
5 stig suðvestan til að deginum, annars vægt frost.