Morgunblaðið - 23.04.2013, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.04.2013, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2013 BEIN ÚTSENDING, ÞRIÐJUDAGINN 23. APRÍL KL. 12.00 Bein útsending frá fundi VÍB og Kauphallarinnar þar sem forsvarsmenn stjórnmálaflokka svara fyrir stefnu sína um atvinnulífið á komandi kjörtímabili. Leitast verður við að svara þessum og öðrum áleitnum spurningum á fundinum: » Hvernig má auka samkeppnishæfni Íslands? » Hvernig á að leysa gjaldeyrishöftin? » Er krónan framtíðargjaldmiðill fyrir atvinnulífið? » Hvernig á að auka fjárfestingu í atvinnulífinu? » Hvernig á skattkerfið að vera gagnvart fyrirtækjum og fjárfestum? Fundarstjóri er Þorbjörn Þórðarson. Fulltrúar sex stærstu framboða, miðað við skoðana- kannanir, sitja fyrir svörum. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, opnar fundinn. Á www.vib.is má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu eða horfa á upptöku af honum síðar. E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 5 8 9 Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is STEFNA FYRIR ATVINNULÍFIÐ RADDIR ATVINNULÍFSINS » Markmið funda VÍB er að stuðla að upplýstri og faglegri umræðu um mikilvæg mál á sviði eignastýringar, viðskipta og efnahagsmála. Katrín Jakobsdóttir Bjarni Benediktsson Árni Páll Árnason Heiða Kristín Helgadóttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Smári McCarthy um skilningi slitastjórnar LBI í ljósi þess að bankinn greiddi fyrirfram í júní á síðasta ári 73 milljarða króna í erlendri mynt inn á skuldina. „Við teljum að það sé skýrt í frumútgáfu samningsins, að við höfum þess vegna svigrúm til að greiða arð án þess að til fyrirframgreiðslu komi til LBI á sama tíma.“ Á aðalfundi Landsbankans í síð- ustu viku var tillaga bankaráðs sam- þykkt um að bankinn myndi greiða eigendum tíu milljarða króna í arð fyrir árið 2012 – en ríkið á 98% eign- arhlut í bankanum – og útborgunar- dagur yrði 1. október næstkomandi. Landsbankinn segist stefna „að því að leysa úr álitamálum áður en til greiðslu arðsins kemur.“ Slitastjórn gamla Landsbankans telur ekki tímabært á þessari stundu að tjá sig um það hvort til greina komi að höfða dómsmál á hendur nýja Landsbankanum ef ekki tekst að ná samkomulagi fyrir 1. október. Í fjárlögum fyrir þetta ár var gert ráð fyrir arðgreiðslu frá bankanum, að andvirði tæplega tíu milljörðum króna. Þeim fjármunum hefur nú þegar meðal annars verið ráðstafað til verkefna í svonefndri fjárfestinga- áætlun stjórnvalda. Ljóst er hins vegar að það skýtur óneitanlega skökku við ef Lands- bankanum verður gert að fyrirfram- greiða tíu milljarða í gjaldeyri inn á erlend skuldabréf bankans á þessu ári vegna áforma stjórnvalda um að sækja sér arð úr bankanum. Á sama tíma hafa verið þreifingar milli kröfu- hafa Landsbankans og íslenskra stefnusmiða um að endursemja um erlendar skuldir bankans einmitt í því augnamiði að reyna að létta á árlegri greiðslubyrði Landsbankans í er- lendri mynt. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins hafa fulltrúar hollenskra og breskra stjórnvalda meðal annars nýlega átt fundi með Seðlabankanum af því tilefni. Landsbankinn þarf að byrja að greiða ársfjórðungslegar afborganir af skilyrta skuldabréfinu sem er að fjárhæð 92 milljarðar – í samtals fimm ár – frá og með apríl á næsta ári. Samtals munu afborganir af skulda- bréfinu, ásamt vaxtagreiðslum af öll- um erlendum skuldum bankans, nema um 30 milljörðum á næsta ári. Afborganir af stóra erlenda skulda- bréfinu, sem var 222 milljarðar króna í bókum Landsbankans um síðustu áramót, hefjast ári síðar. Áætlaðar af- borganir og vaxtagreiðslur Lands- bankans í gjaldeyri vegna skuldabréf- anna tveggja eru um 73 milljarðar króna árið 2015. LBI vill 10 milljarða fyrirfram  Slitastjórn LBI telur að Landsbankinn eigi að fyrirframgreiða 10 milljarða í gjaldeyri áður en arður verður greiddur til ríkisins  Landsbankinn hafnar þessum skilningi  Reynt að ná samkomulagi Ríkið Landsbankinn mun greiða 10 milljarða í arð til eigenda bankans. Morgunblaðið/Kristinn Ágreiningur um arð » Landsbankinn hyggst greiða 10 milljarða arð til eigenda bankans 1. október næstkom- andi. Ríkið á 98% eignarhlut í bankanum. » Slitastjórn LBI telur að nýi Landsbankinn þurfi samtímis að greiða sömu fjárhæð í gjald- eyri inn á erlend skuldabréf bankans. » Landsbankinn hafnar þess- um skilningi í ljósi þess að bankinn fyrirframgreiddi 73 milljarða í erlendri mynt inn á skuldina á síðasta ári. FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Slitastjórn gamla Landsbankans (LBI) telur að nýi Landsbankinn verði að fyrirframgreiða tíu milljarða í gjaldeyri inn á erlend skuldabréf bankans áður en hægt verður að greiða út sömu fjárhæð í arð til eig- enda Landsbankans. Það er jafnhá upphæð og áætlað er að bankinn greiði í vexti á þessu ári af 300 millj- arða króna erlendum skuldum sínum. Vísar slitastjórnin til samkomulags um endurreisn og fjármögnun Lands- bankans í árslok 2009 þar sem er að finna ákvæði sem kveður skýrt á um að ef Landsbankinn greiðir arð til hluthafa þá skuli bankinn endur- greiða skuldabréfin hlutfallslega að fjárhæð sem er jöfn slíkri greiðslu. Erlend skuld Landsbankans gagn- vart kröfuhöfum gamla Landsbank- ans er um 314 milljarðar króna. Ágreiningur ríkir hins vegar milli gamla og nýja Landsbankans um hvort bankanum beri að fyrirfram- greiða erlendar skuldir sínar samtíms og arður verður greiddur út til eig- enda bankans. Fram kemur í svari frá Landsbankanum við fyrirspurn Morgunblaðsins að hann hafni þess-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.